Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ VALSAT 02 PRO GPS. NÚ ÞARF EKKI LEIÐRETTINGARBUNAÐ Þessi nýi GPS er með fullkominn 8 kanala samhliða móttöku sem reiknar út staðsetningu frá öllum tunglum í einu. Ótrúleg nákvæmni. Hagstætt verð. SÍNUS IMEINM-, SICIINCA- K nSKIUrTMlXKI Grandagaröi 1A, sími 28220. Valgerður Einarsdóttir: Margrét Amundadóttir: Vilhelmína Biering: Stefanía Davíðsdóttir: Opið frá kl. 9-12 og 15-20 - Frír kynningartími Reynslan hefur sýnt að þetta æfingakerfi hentar sérlega vel fólki á öllum aldri, sem ekki hefur stundað einhverja líkamsþjálfun i langan tíma. Æfingakerfið er einnig gott fyrir fólk, sem ekki stundar almenna leik- fimi vegna stífra vöðva o.fl. 7 bekkja æfingakerfið liðkar, styrkir og eykur blóðstreymi til vöðva þannig að ummál þeirra minnkar. Einnig gefur það gott nudd og slökun. Erum meö þrekstiga og þrekhjól • Ert þú með lærapoka? • Ert þú búin að reyna allt, án árangurs. • Hjá okkur nærðu árangri. • Prófaðu og þú kemst að því að senti- metrunum fækka ótrúlega fljótt. Undirrituð hefur stundað æfingabekki- na reglulega 1 5 ár og hkað mjög vel. Ég þjáðist verulega af liðagikt og vöðv- abólgum og þoldi þess vegna ekki venjulega leikfimi. Með hjálp æfingabekkja hefur vöðvabólgan smá saman horfið og líðan í liðamótum allt önnur. Þetta er eitthvað það besta æfingabekkjakerfi fyrir allan líkamann sem flestir ættu að þola. • Eru vöðvabólgur að hrjá þig í baki, • öxlum eða handleggjum? • Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum? - • Vantar þig aukið blóðstreymi, þol og slökun? • Þá hentar æfingakerfið okkar vel. Ég hef stundað æfingabekkina í 2 ár og líkað mjög vel. Ég var slæm af vöðvabólgum og er nú allt önnur. Ég mæli því eindregið með æfinga- bekkjunum. Eg hef stundað æfingabekkina í tvö ár og finn stórkostlegan mun á vextinum. Og ekki hvað síst hafa vöðvabólgur og höfuðverkur algjörlega horfið. Þetta er það besta sem ég hef reynt og vil ekki missa úr einn einasta tíma. Eg er eldri borgari og hef verið hjá Sigrúnu í æfingabekkjunum í 5 ár og hlakka til í hvert sinn. Mér finnst þetta ómetanleg hreyfing fyrir alla vöðva og finnst mér ég ekki mega missa úr einn tíma enda finnst mér að eldri borgarar eigi að njóta þess að vera í æfingum til að halda góðri heilsu og um leið hafa eigin tíma. Eitt blab fyrir alia! 2il«rðnnhbibib - kjarni málsins! Ómengaður kraftur LEIKUST F r ú E m i lla MAKHNOVITSHINA Höfundur og leikstjóri: Esa Kirk- kopelto. Leiksvið og búningar: Kat- ariina Kijavainen. Tónlist: Marko Rantanen. Danshöfundar: Minna Leino, Irene Aho. Lýsing: Janne Björklöf, Keijo Kaakinen. Tónlist- arflutningur. Balkans Korv. 23. og 24. febrúar. ÞAÐ KANN að hljóma út í hött að flytja hingað leiksýningu sem fjallar um anarkista í Sovétríkjun- um árið 1920 og er auk þess leikin á finnsku, rússnesku og bullmáli. En þeir sem sáu þessa finnsku sýn- ingu geta líklega flestir, ef ekki allir, kvittað undir það að hún var æði sérstæð; grimm og glettin, full af ofbeldi, full af erótík, fjallar um valdabaráttu og blóðsúthellingar en er þó ein dansandi gleði. Sýning búin til úr ómenguðum krafti tón- listar og hreyfingar, þar sem sleg- ist er með egghvössum vopnum og trylltur dans er stiginn inn á milli slagsmála. Trylltur dans dauðans og trylltur dans lífsins; þeirra sem ekkert eiga eftir og þeirra sem kom- ust af. Söguþráðurinn snýst í kringum anarkistann Makhno, leiðtoga an-. arkista í Úkraínu. Hann og hreyfing hans er í eldlínunni milli hvíta hers- ins og kommúnistanna. Makhno berst sigursæll við hlið skæruliða sinna við gagnbyltingaröflin og árið er 1919. Makhno nær á sitt vald þorpi sem laut stjórn hvíta hersins en fólkið í þorpinu er ekki mjög lukkulegt: Bændasinninn Makhno gleýmdi að taka tillit til vandamála þeirra og reiðin gegn honum brýst út í fjöldafundi fólksins á markaðs- torginu. Þótt Makhno hafi valið að ganga til liðs við kommúnista, ger- ir hann sér grein fyrir því að Lenín skortir skilning á málstað Makhno- vishina og í Moskvu eru aðgerðir hafnar gegn anarkistum. Ramminn utan um söguna er eins konar útlegð Makhnos í París, þar sem hann berst við vonleysi sitt og áfengissýki. Og þótt ýmsir reyni að koma honum til bjargar og eigin- kona hans skipi honum að gleyma gömlum frægðardraum og voninni um að komast aftur til Úkraínu, heldur sjálfseyðingin áfram. Líf hans hefur aðeins einn tilgang. Makhnovishina er geysilega mannmörg sýning og þrælslega vel unnin, sérstaklega hinar mörgu fjöldasenur, þar sem annaðhvort er verið í styrjöld, mótmælum eða fagnað með dansi. Það er ótrúlegur hraði og nákvæmni í sýningunni og hún er æði skrautleg fyrir augu og eyru. Það skiptir ekki mjög miklu máli að skilja ekki textann, því öll svipbrigði og líkamstjáning er svo sterk og vel útfærð að það er auð-. velt að skilja um hvað málið snýst. í aðálhlutverkinu og því eina sem ekki kallar á kraft og hamagang, hlutverki Makhnos, er leikari að nafni Aaromaa Teemu og hef ég ekki oft séð leikara sem hefur eins sterka nærveru á sviði. í öllum hamagangnum sogar hann að sér athyglina í hlutverki þessa þögla og bæklaða manns í hvert sinn sem hann gengur inn á sviðið. Það er virkilega lofsvert framtak af þeim sem skipuleggja Norrænu menningarhátíðina að fá þennan leikhóp til landsins, en því miður voru aðeins tvær sýningar á verkinu og því hafa æði margir orðið af frábærri leikhúsreynslu. Súsanna Svavarsdóttir Aðalfundur Orkester Norden haldinn hérlendis Stjórnvöld tryggi framtíð hljóm- sveitarinnar STJÓRNARFUNDUR Orkester Norden, sinfóníuhljómsveitar ungs fólks á Norðurlöndum, verður hald- inn í Reykjavík í dag, sunnudag. Er það í fýrsta sinn sem stjómin fundar hérlendis, að sögn Katrínar Amadóttur fiðluleikara, sem sæti á í stjóminni. Á fundinum verður lagt á ráðin um framtíð hljómsveitarinn- ar en fyrir Norðurlandaráðsþingi, sem hefst á morgun, mánudag, ligg- ur tillaga um að hljómsveitin verði norræn stofnun á vegum ráðsins. Hljómsveitin var stofnuð árið 1993 en hún starfar að sumarlagi. íslendingar hafa átt fjölda tónlistar- manna í Orkester Norden frá upp- hafi. Fyrsta árið voru íslendingar 7 af 67 hljóðfæraleikurum, í fyrra 17 af 107 og í ár verða þeir 15 af 85 hljóðfæraleikurum. Katrín segir þetta háa hlutfall íslendinganna vakið mikla athygli og að nokkrir ungir hljóðfæraleikarar á Norður- löndunum hafi spurst fyrir um tón- listamám hérlendis vegna hins góða árangurs íslenska tónlistarfólksins. Katrín segir ætlun stjórnar hljómsveitarinnar að fá stjómvöld á Norðurlöndum til að taka hljóm- sveitina upp á sína arma. Það fé sem hún hafí hingað til haft til umráða sé komið frá fijálsum fé- lagasamtökum og búið sé að leggja góðan grunn. Til að tryggja fram- tíð hljómsveitarinnar sé æskilegt að til komi opinber aðstoð. Námskeiðið í sumar hefst 27. júlí í Svíþjóð og stendur fram í ágúst. Að því búnu heldur hljóm- sveitin tvenna tónleika í Finnlandi, eina í Tívolí í Kaupmannahöfn og tvo í Svíþjóð. Hljómsveitarstjóri í sumar verður Esa Pekka Salonen. Katrín segir að til hafi staðið að leika hér á landi en frá því hafi verið horfið þar sem það var of dýrt. „Sóígin“ í Listasafni Akureyrar LISTASAFNIÐ á Akureyri tekur þátt í Sólstöfum, Norrænu menn- ingarhátíðinni, með sýningu á verk- um ungra sænskra og danskra lista- manna. í vestursal sýna Anders Boqvist, Ann Kristin Lislegaard, Peter Hagdahl og Maria Lindberg. Sýn- ingin opnaði í gær og er samvinnu- verkefni milli Listasafnsins á Akur- eyri; Nýlistasafnsins og Slunkaríkis á Isafírði og kallast „Sólgin“ (Addicted).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.