Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 15 _________________LISTIR Orð til Eiríks ANDSTÆÐAR SKOÐANIR K jarvalss taðir ANDSTÆÐAR skoðanir eru eitt, en að væna menn um létt- vægt upphlaup og dylgjur er allt annað og alvarlegra eðlis. Er ég benti á hitann í umræðum myndlistarmanna á milli, um mál- efni Kjarvalsstaða í Sjónmennta- vettvangi mínum 4. febrúar, var ekki ætlan mín að ræða um mál- efni Kjarvalsstaða vítt og breitt. Taldi mig öllu frekar vera að rækta skyldur mínar á vettvangi mynd- listarumræðu, og þyrlaði þessi hálfí dálkur skrifa minna upp óþarfa moldviðri í ranga átt. Afrek eða ’ávirðingar núverandi fortöðu- manns voru alls ekki til umræðu innan þess ramma sem ég valdi mér. Reynsla mín segir mér að far- sælast sé að ijalla að varúð um málefni staðarins, enda setur margur myndlistarmaðurinn aldrei ótilneyddur fót sinn inn fyrir dyr þar. Jafnvel þótt settar séu fram skoðanir sem maður kemst svo að eftir á, að hafa samhljóm með áliti heimskunnra listsögufræðinga, hefur það verið ástæða til upp- hlaups og að telja rýninn vanhæf- an í starfí! Ég þekki sögu Listamannaskál- ans gamla við Kirkjustræti nokkuð vel, og hann er að auki hluti af mínu myndlistarlega uppeldi. Einnig uppbyggingu Kjarvals- staða, sem áttu að hálfu leyti að koma í hans stað. A sínum tíma vorum við Svavar Guðnason þeir einu sem á íjölmennum fundi Fé- lags íslenzkra myndlistarmanna mótmæltum samningum við Reykjavíkurborg, sem okkur þóttu gallaðir og jafngiltu afsali á rétt- indum myndlistarmanna og lóð á besta stað í borginni. Sjálfur var ég formaður sýningarnefndar FIM, og jafnframt allra sýningar- nefnda á Norðurlöndum (over- kommisar hét það), er fyrsta stóra norræna sýningin var haldin í öllu húsinu 1972. Þá var ég þátttak- andi í heiftúðugum opinberum deilum sem spunnust einmitt út af fyrrnefndum samningi nokkrum árum seinna, og hefði fundarheim- ur vísast betur mátt hlusta á varn- aðarorð okkar Svavars Guðnason- ar forðum. Það má því vera ljóst að ég er hér kunnur málum og ber hag staðarins fyrir brjósti eins og mál- efnum myndlistarmanna yfírleitt og vil að lýðræðisreglur séu í heiðri hafðar. Tillit sé tekið til myndlist- armanna, en fyrir þá, Kjarval og borgarbúa var húsið reist, en ekki Gunnar Kvaran, Eirík Þorláksson, menningarmálanefnd eða mig sér- staklega. En vegna þess að Eiríkur telur mig dylgja um hlutina skal hann fræddur á því að kosið er til alþing- is á fjögurra ára fresti og á svo einnig við um sveitarstjórnir. Þessi regla er komin að utan eins og svo margt lýðræðislegt og nær einnig til forsetaembættisins, Þjóðleikhússins, Borgarleikhúss- ins, Listasafns íslands og ýmissa menningarmálanefnda. Væri ekki nema eðlilegt að sama regla gilti hér um Kjarvalsstaði, og tel ég mig tala fyrir hönd allra lýðræðis- lega þenkjandi manna. Og þar sem þessi fjögurra ára regla kemur að utan og að auki frá Evrópu, er sjálfgefíð að hún sé í heiðri höfð. Þetta á við um borgar- og ríkis- listasöfn Oslóar og Kaupmanna- hafnar að ég best veit, og án vafa allstaðar annars staðar á Norður- löndum nema í undantekningartil- fellum. Þá ber að vísa til og minna á deilur vegna Listmálarafélags- ins, sem á sínum tíma var úthýst af Kjarvalsstöðum, en það var ein- mitt einn af landskunnum meðlim- um þess, sem á fundi nýlega kvaðst tilbúinn með sýningu á 70 málverkum, sem hann langaði að sýna á Kjarvalsstöðum, en gæti ekki leitað þangað. Þá má nefna að nýlega tapaðist mál sem upp reis á milli forstöðumanns Kjarv- alsstaða og málara, sem spunnust út af kaupum á málverki nafn- kunns listamanns sem forstöðu- maðurinn hugðist rifta, og vakti það mál mikla athygli og þótti að formi til hið undarlegasta, að ekki sé meira sagt. Fleira væri hægt að telja til en hér er tvennt að ýja að og dylgja, og að ég sé að dylgja um eitt eða annað á ég bágt með að meðtaka og vísa alfarið á bug. Ekki var ég að stinga upp á tveim forstöðumönnum, eða aftur- hvarfí til fortíðar, heldur taldi sjálfgefið að borgarráð vildi hafa fulltrúa sinn í stjórn Kjarvalsstaða hveiju sinni, og minni á að for- stöðumannsstarf listastofnunar og starf listráðunautar er tvennt mjög ólíkt og árétta ég í því tilefni nauð- syn á skýrum starfsramma innan stofnunarinnar. Hins vegar vildi ég gjarnan afturhvarf til fortíðar í Ijósi hins skemmtilega kaffíhorns í fatageymslunni, en þar skegg- ræddu menn við ráðamenn staðar- ins sem annað starfsfólk í óþving- uðu andrúmslofti. Þá vil ég að lokum ítreka, að ég tel landið enn ekki hluta risans í vestri og að síður eigi að leita samlíkinga þangað, þar sem upp- bygging safna er með gjörólíkum hætti. Heilbrigðast er væntanlega að huga öðru fremur að sérstöðu okkar í fámennu landi, og í þessu tilviki er náin og heilbrigð sam- vinna við virka myndlistarmenn afar mikilvæg um stjórnun Mynd- listarhússins á Miklatúni eins og Kjarvalsstaðir nefndust í upphafi. Taldist það meginveigurinn í mál- flutningi mínum. Es. Þetta er skrifað áður en úrslit lágu fyrir um endurráðningu Gunnars Kvaran. Allir vissu að ekki þýddi að sækja um stöðuna eins og landið lá, og hefur Hannes Sigurðsson listsögufræðingur ómældan sóma af hugrekkinu, en hefði eðlilega verið staðið að mál- um má hiklaust gera ráð fyrir að tala umsækjenda hefði verið ná- lægt einum tug. Vonandi draga menn lærdóm af hinum fljótfærn- islegu og vanhugsuðu vinnubrögð- um um alla framtíð, þannig að þetta endurtaki sig ekki, og þá er tilganginum náð með skrifum mín- um. Bragi Ásgeirsson Dansverk tileinkað íslenskum dansara HÉR á landi er nú staddur sænski danshöfundurinn Per Jonsson. Per hefur samið dansverk sem hann tileinkar Láru Stefánsdóttur, dansara í íslenska dansflokknum. Verkið hefur hlotið nafnið „Til Láru“. Sérstakur stuðningur frá Eimskip gerði íslenska dansflokkn- um kleift að fá Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld, til að semja tón- listina við verkið. Þá hefur dans- Lára Stefánsdóttir flokkurinn fengið styrk frá Teater og Dans í Norden vegna uppsetn- ingarinnar. Verkið verður frumsýnt 7. mars í Þjóðleikhúsinu og er framlega Svíþjóðar á norrænu menningar- hátíðinni Sólstöfum sem stendur yfír dagana 11. febrúar til 25. mars 1995. Auk verksins „Til Láru“ verða á efnisskránni þann 7. og 8. mars í Þjóðleikhúsinu verkið Evridís eft- ir Nönnu Ólafsdóttur, H.H.H. og Sallinen, eftir Danann, Palle Gran- hoj. OPIÐ í DAG SUNNUDAG Á LAUGAVEGINUM KL. 13.00-18.00. UTSOLULOK Café 17 frítt kaffi í dag /kökur kr. 50. Náttföt — 70% afsl. Áður 6.900, nú 1.990 Áður 5.900, nú1.490 Undirföt á góðum afslætti. Nú sláum við botninn úr útsölunni og bjóðum góðar vörur á hlægilegu verði! Allt að 70-80% afsláttur. Dömudeilct: Herradeild: Dæmi um verð: Blússur áður 4.900, nú 1.490. Peysur áður 6.900, nú1.990. Bolir áður 1.900, nú490. Bolir áður 2.900, nú690. Kjólar áður 6.900, nú1.990. Kjólar áður 5.900, nu1.490. Buxur áður 4.900, nú1.490. Skór á 1.000, 2.000og 2.500 Snyrtivörudeild: Jakkaföt áður 14.900, nú5.900. Jakkar áður11.900, nú3.500. Buxur áður 4.900, nú1.490: Bolir áður 2.900, nú590. Peysur áður 4.900, nú1.490. Peysur áður 3.900, nú990. Skyrtur áður 3.900/4.900, nú 990 Skór 1.000, 2.000 og 2.500. Fríhafnarverð í dag á snyrtivörum. Clarins Lancaster \ Lancome Ciinique auk ilmvatna. Fermingarfötin verða auglýst í Morgunblaðinu fimmtudaginn 2. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.