Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR GEYSISHÚSIÐ AÐALSTRÆTI 2 var verslunarhús Duusverslunar í uppafi þessarar aldar en W. Fischer hafði selt Duusverslun húsið árið 1904. Ekki hafa menn átt að fara í grafgötur um hvað tímanum leið því myndarklukka var kominn á húsið. (Úr bókinni „Sögustaður við Sund“ eftir Pál Líndal, en þangað eru einnig aðrar heimildir sóttar.) EITT af því athyglisverðasta sem skeð hefur í miðborginni og stuðiað hefur að gefa henni mann- eskjulegt yfírbragð er sú starfsemi sem fram hefur farið í Geysishús- inu næstliðin ár. Átti sá er hér ritar alls ekki von á slíku menning- arátaki og rak satt að segja á rogastans er hann kom þar inn fyrst. Síðan hefur hver sýningin rekið aðra og hefur rýnirinn haft óblandna ánægju af þeim flestum. Starfsemin í húsinu hefur verið mjög í samræmi við hið besta sem gert er í erlendum stórborgum, sem miðar að því að tengja fortíð og nútíð og skapa hlýlegt andrúm í köldum frumskógi steinsteyp- unnar. Um er að ræða fyrsta verslunar- hús í Reykjavík og mun uppruna- lega hafa verið nefnt Sunchen- bergshús eftir verslunarstjóranum J.C. Sunchenberg. Þar var til húsa konungsverslun sem rekin hafði verið í Örfirisey en var flutt til Reykjavíkur árið 1780. Eftir af- nám einokunar keypti Sunchen- berg verslunina árið 1788 og rak hana um alllangt skeið og varð um leið fyrstur kaupmaður í Reykjavík. Á þessum stað hefur verslun verið rekin alla tíð síðan. Um 1855 var gamla verslunarhús- ið rifið og í staðinn reist það hús sem enn stendur. Þar og í næstu húsum voru aðalbækistöðvar Fisc- herverslunar, sem var ein helsta verslun í Reykjavík á 19 öld ofan- verðri, kennd við W. Fischer kaup- mann, og eftir honum er Fischer- sund nefnt. Eftir aldamótin keypti fyrirtækið H.P. Duus Fischerversl- un og hafði þar allmikil umsvif um skeið en varð gjaldþrota 1927. Þá hófst verslun Ingólfs Apóteks í húsinu og þar var lyfjaverslunin starfrækt þar til hún var flutt í Aðalstræti 4 í Fischersundi. Þá má þess geta, að á horninu við Sunchenbergsverslun lét Frydens- berg, fyrsti bæjarfógeti í Reykja- vík, setja upp gapastokk sem stóð þar á árunum 1804-1808 að því er best er vitað, og var líklega sá síðasti á íslandi. Af þessari upptalningu má ráða að húsið og umhverfið búa yfir mikilli og merkri sögu og að púls borgarinnar hafi slegið þar hvað ákafast um langt árabil og að hér hafí örlög margra verið ráðin. Einmitt vegna hinnar merku sögu hússins, var að mati skrifara dottið á farsælustu lausn sem hugsast gat með því að færa hús- ið sem mest í fyrra horf og nota til kynningar á ýmsum þáttum borgarlífsins, ásamt því að efna til annarra sýningaframkvæmda í bland, sem gerðu staðinn enn áhugaverðari til heimsókna. Á staðnum var einnig kynning á ferðamöguleikum um landið og fyrir vikið munu útlendingar hafa átt tíð erindi í húsið og um leið blasti við þeim sitthvað sem álíta má til drjúgrar og forvitnilegrar landkynningar sem margur mun án efa hafa kunnað vel að meta. Þetta er þannig eitt af þeim húsum sem sennilega eru í frið- unarfiokki A og ef ekki skil ég ekki gang mála, og þá á að heiðra hina merku starfsemi sem í húsinu fór fram og sem einmitt hefur verið gert á undangengnum árum og ætti frekar að efla og skipu- leggja enn betur. Sýningarstarf- semin á árinu 1994 var mjög fjöl- þætt og má bera mikið lof á for- stöðumanninn, Ólaf Jensson. Hitt verður svo að segjast að fjölmiðlar hafa ekki verið nægilega með á nótunum frekar en fyrri daginn er menningin er annars vegar og einkum ef sjónlistir eiga í hlut. Sumar þessara sýninga hafa verið KÚLLIKE Montgomery, listfræð- ingur og forstjóri Bror Hjorth- safnsins í Uppsölum, heldur fyrir- lestur á sænsku, sem hún nefnir Bror Hjorth og kærleikurinn, í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, sunnudag- inn 26. febrúar kl. 17. Fyrirlesturinn fjallar um sænska myndhöggvarann og mál- arann Bror Hjorth (1894-1968) og er haldinn í tengslum við nor- rænu höggmyndasýninguna Frá prímitívisma til póstmódernisma, sem er samstarfsverkefni Hafnar- borgar og Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og liður í Norrænu menningarhátíðinni Sólstöfum. Síðastliðið ár voru liðin hundrað ár frá fæðingu listamannsins og voru af því tilefni haldnar stórar þess eðlis að þær hafa kallað á listrýni og kunnir borgarar hafa skrifað mér og sent skilaboð um skrif um einstaka aðrar sýningar, sem ég gat ekki orðið við því að þær töldust fyrir utan eða á mörk- um samningsbundins umfjöllunar- sviðs míns. Þetta er á blað sett vegna þess, að nýr meirihlúti í borgarráði hyggst flytja aðra og hjáleita starfsemi í húsið, og þótt hún sé í sjálfu sér góðra gjalda verð, telst húsið alls ekki rétti vettvangurinn þótt sjálf staðsetningin sé kannski heppilegur kostur. Hætta er á að breytingarnar á húsinu og stig- magnandi umgangur kunni að verða á kostnað hinnar öldnu byggingar og enginn veit svo hvernig starfsemin muni þróast er fram sækir, sem gæti kallað á rammgerðari byggingu og traust- ari burðarstoðir. Grunar mig að ég tali fyrir hönd fjölmargra borg- arbúa, er ég vara við þessum breytingum og skora á borgarvöld að halda áfram þeirri ágætu starf- semi sem fram hefur farið í húsinu og veita aukið fé til hennar til að hún megi blómstra og verða enn öflugri. Bragi Ásgeirsson Verk eftir Bror Hjorth. sýningar á verkum hans í söfnum í Svíþjóð. Bror Hjorth er þekktur og vinsæll listamaður og er það ekki síst hinu mikla og merkilega starfi sem fram fer á Bror Hjorth- safninu í Uppsölum að þakka, en safnið er fyrrum heimili hans og vinnustofa, segir í kynningu. Fyrirlestur um Bror Hjorth í Hafnarborg FRÉTTIR A Aðstaða fatlaðra við Háskóla Islands Skortur á sameiginlegri stefnu DR. SUÉ Kroeger, framkvæmda- stjóri þjónustudeildar fatlaðra við Háskólann í Minnesota, segir að Háskóli íslands verði að meðhöndla fatlaða námsmenn á sama hátt og ófatlaða 'og koma til móts við mis- munandi þarfir þeirra. Stærsta vandamálið sé skortur á sameigin- legri stefnu háskólans í málefnum fatlaðra. Þeir þurfi eins og aðrir nem- endur að vita hvað þeim standi til boða ákveði þeir að hefja nám við Háskólann. Sue þekkir vandamál fatlaðra af eigin raun en hún er sjálf hreyfihöml- uð. Sagði hún að verulegar breyting- ar hefðu átt sér stað á aðstoð við fatlaða nemendur í Banda- ríkjunum á síðustu árum og nefndi sem dæmi að 300 fatlaðir nemendur hafi stundað nám við Háskólann í Minnesota fyrir tíu árum en í dag væru þeir um 1.000, sem hún ásamt 50 manna starfsliði hefur afskipti af. Sue hefur að undanförnu kynnt sér aðstöðu fatlaðra nemenda við Háskóla íslands og mun leggja fram niðurstöður ásamt tillögum til úr- bóta fyrir háskólaráð. Þjónustan í höndum Námsráðgjafar Þjónusta við fatlaða nemendur við Háskóla íslands er tiltölulega ný en hún er í höndum Námsráð- gjafar háskólans. Á undanförnum árum hafa um um 20 fatlaðir nem- endur verið skráðir við háskólann og nú eru milli 12 og 15 á skrá. Flestir eru hreyfihamlaðir en einnig er um að ræða blinda og sjónskerta nemendur, heyrnarskerta, fjölfatl- aða og nemendur með sértæka námsörðugleika auk annarrar fötl- unar. Fatlaðir nemendur hafa til þessa mátt sætta sig við að lausn á þeim vanda sem fötlun þeirra veldur þeim er háð samningum við einstakar deildir og kennara hveiju sinni. Oftast hefur samvinnan gengið vel og þær undantekningar sem orðið hafa má í flestum tilvikum rekja til vanþekkingar á eðli fötlunarinn- ar. Fötlun felur í sér félagslegar hömlur „Vandamál fatlaðra eru mjög svipuð þeim sem við þekkjum í Bandaríkjunum,“ sagði Sue. „Á sumum sviðum erum við á undan ykkur sem sennilega er vegna þess að við höfum haft lengri tíma til að vinna að þessum málum. Það er svo erfitt fyrir fólk að skilja að fötlun felur í sér félagslegar hömlur. Mönn- um hættir til að líta á fötlun sem vandamál sem þarf að lækna en hækjumar sem ég geng með eru ekki vandamál heldur hvemig um- hverfið er hannað, tröppur og lyftur svo dæmi sé tekið. Þetta er sameig- inlegt vandamál okkar sem erum hreyfihömluð hvar sem við emm og hvert sem við förurn." Umhverfið væri þó ekki eina vandamálið sagði hún og benti á dulda fötlun eins og námsörðug- leika, geðræn vandamál og heyrn- arskerðingu en öllum væri ætlað að falla að ákveðnum staðli hvernig svo sem hann væri á sig kominn andlega eða líkamlega. „Ég held að menn hafi ávallt þennan staðal í huga þegar hlutir eru hannaðir eða teknar ákvarðanir um önnur viðmið,“ sagði hún. „En við verðum að hafa í huga að við erum öll ólík með ólíka þarf- ir sem taka verður tillit til.“ Sue sagðist strax hafa tekið eft- ir að hér á landi væru samskipti fatlaðra og ófatlaðra mun óþving- Dr. Sue Kroeger aðri en hún ætti að venjast. Nem- endur hjálpuðu fötluðum nemend- um um viðvik ef svo bæri undir, ólíkt því sem algengast væri í Bandaríkjunum, þar sem öllum væri í mun að sýna sjálfstæði sitt. Engin fastmótuð stefna „Ég tel að háskólinn leggi sig fram um að koma til móts við fatl- aða nemendur hvað varðar kennslu og próf,“ sagði Sue. „Boðið er upp á námsbækur á snældum, lengri próftíma og glósur sem fatlaðir hafa aðgang að. En það sem ég heyri frá starfsfólki og nemendum er að þrátt fyrir að þessi þjónusta sé fyrir hendi vanti fastmótaða stefnu um hvernig beri að koma til móts við fatlaða nemendur. Betri skilgreining á hlutverki hvers og eins þarf að liggja fyrir og fatlaðir nemendur þurfa að vita hvað þeim stendur til boða ákveði þeir að hefja nám við háskólann. Eg held að skortur á sameiginlegir stefnu há- skólans sé stærsta vandamálið.“ Annað vandamál hér er hönnun og aðbúnaður skólabygginganna að mati Sue. Þær eru mun erfiðari fötluðum en þekktist í Evrópu eða í Bandaríkjunum og jafnvel nýrri byggingar stæðust ekki fyllilega kröfur um aðgengi fatlaðra. Sagði hún að fatlaðir nemendur ættu erf- itt með að skilja hversu seint og erfiðlega gengi að ná fram úrbótum jafnvel þegar um einföldustu hluti væri að ræða. Nefndi hún sem dæmi að nemandi hafi iðulega snú- ið frá skólanum og heim þar sem ekkert bílastæði væri að fá fyrir fatlaða. „Ég hef líka heyrt að þegar ráð- ist er í framkvæmd þá sé ekki allt- af rétt að staðið,“ sagði hún. „Hjóla- stólabrautin við aðalbygginguna er til dæmis allt of brött. Um hana kemst varla hjólastóll án aðstoðar." Framtíðarskipulag háskólasvæðis Annað vandamál sagði hún vera veðrið og þá sérstaklega snjóinn, sem væri erfiður yfirferðar. Sagðist hún leggja til við háskólaráð að unnin yrði áætlun um framtíðarskip- an á háskólasvæðinu með það í huga að gerðir yrðu neðanjarðargangar eða yfirbyggðir gangar fyrir nem- endur að komast eftir milli húsa. Þetta væri dýr framkvæmd en hana mætti vinna í áföngum. Þá benti hún á að fatlaðir stúdentar gætu ekki búið á stúdentagörðum vegna aðstöðuleysis og aðgengis sem væri ekki við hæfi hreyfihamlaðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.