Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 19 ►Erlendur er elsta barn hjónanna Magnúsar Er- lendssonar og Ingibjargar Bergsveinsdóttur. Hann á tvær yngri systur og lítur nánast á sig sem Seltirning, því fjölskyldan fluttist á Nesið árið 1963. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1977 starfaði Erlendur hér á landi um hríð við ýmis störf, en fór árið 1980 til náms í Minnesota í Bandaríkjunum. Hann hafði á menntaskólaárunum verið eitt ár í Bandaríkjunum sem skiptinemi. Hann átti þátt í því fyrir 21 ári að endurreisa AFS á íslandi, sem eru samtök skiptinema, og nú situr hann í stjórn samtakanna, sem er ástæða þess að hann kemur hingað heim til funda með reglulegu millibiii. Það var einmitt í slíkri heimsókn, sem Morgunblaðið náði tali af honum. Erlendur lauk BA-námi í aiþjóðasamskiptum í Minnesota 1982, dvaldi eftir það sumarlangt í Boston og hélt síðan til náms í hagfræði og alþjóða- sljórnmálafræði í London School of Economics haustið 1982, þaðan sem hann lauk meistaragráðu 1983. Erlendur er kvæntur hollenskri konu, Cörlu, og eiga þau 15 mánaða dóttur, Lindu. í fyrsta lagi verða menn að fara að hugsa til þess, hvort þeir vilja bæta lífskjör hinna lægst launuðu, eða vilja þeir jafna lífskjörin á ís- landi. Þetta er engan veginn það sama. I dag er launamunur á Islandi orðinn hættulega lítill og hann stend- ur íslensku efnahagslífí fyrir þrifum. Hér er að skapast hættulegur far- vegur fyrir það, að vel menntað ungt fólk, sem býr yfir hæfileikum og þekkingu, sem það getur selt hvar sem er í heiminum, flytjist í auknum mæli úr landi. Það leiðir auðvitað til mikillar launajöfnunar, þar sem flest- ir hálaunamennimir munu þannig búa í útlöndum. Eftir sitja þá menn á mjög jöfnum lágum launum á Islandi. Þetta leiðir hins vegar ekki til bættra lífskjara. Ég held að markmiðið hljóti að vera að bæta kjörin, sem við gerum með því að skapa hér mörg mjög arðbær hálaunastörf. Auðvitað notum við til þess auðlindir okkar í orku, en líka hugvit. Ég held að ef menn hefðu hlustað meira á Jón heitinn Sólnes um að skapa hér grundvöll fyrir alþjóðlega bankastarfsemi fyrir aldarfjórðungi eða svo, þá væru hér fleiri hálauna- störf. Það er hins vegar of seint. Sú hugmynd er farin og hefur verið nýtt af öðrum. En það eru aðrar hugmyndir á sviði alþjóðafjármálaþjónustu, sem gætu veitt hópi lögfræðinga og við- skiptafræðinga vel launuð störf og þannig skilað miklum verðmætum inn í samfélagið. A síðustu árum, hafa til dæmis Guemsey, Mön og Bermúda byggt upp mikið af trygg- ingastarfsemi, þar sem alþjóðleg stórfyrirtæki settu upp dótturfyrir- tæki, svokölluð bundin tryggingafé- lög. Þetta og ýmislegt annað á sviði fjármálaþjónustu eru möguleikar sem við gætum hugað að.“ Hægt að skapa hér mikinn auð „Ef menn vilja hér mikinn auð, þá er til leið til þess að skapa hann. í fyrsta iagi þarf að afnema hér alla tolla og önnur viðskiptahöft á inn- flutningi. í öðru lagi að selja fískikvótann til hæstbjóðanda, þannig að vel rekin útgerðarfyrirtæki, fái allan þann fisk sem þau vilja og hin fá þá ekkert. Þannig næðist fram mest hagræðing í atvinnugreininni. í þriðja lagi þyrfti að leggja niður „pilsfaldakapítalismann" eins og Magnús Kjartansson nefndi hann. Þar á ég við afskipti ríkisins af at- vinnulífínu með styrkjum og raunar að ríkið hyrfí frá öllum rekstri, öðrum en á sviði löggæslu, heilbrigðis- og menntamála og vegagerðar. í fjórða lagi væri æskilegt að verkalýðshreyfingin þróaðist frá því að byggjast á stéttarfélögum yfir í vinnustaðafélög. Ef menn þyrðu að taka ákvarð- anir sem þessar, á tiltölulega skömm- um tíma, þá yrði afleiðingin auðvitað sú, að raungengi myndi lækka, sem styrkti aftur samkeppnisstöðu út- flutningsgreina, íslensks iðnaðar, versiunar og þjónustu bæði í útflutn- ingi og innanlands. Kaupmáttur vegna lækkunar eða niðurfellingar á tollum, myndi aukast mikið í landinu. Til langs tíma séð, yrði nýting á öllum auðæfum, hvort sem það eru náttúruauðlindir, fjár- magn eða vinnuafi, miklu arðbærari, vegna þess að það væri engin röng verðmyndun í kerfinu. Þetta er ekki algjörlega sársauka- laust, en þetta er hægt. Ég er hins vegar ekki sannfærður um að menn vilji breyta þjóðfélaginu með þessum hætti. Ég held að stundum þegar menn tala um að þeir vilji búa við góðæri, þá séu þeir ekki að meina það, því þeir eru ekki reiðubúnir til þess að gera það sem þarf til þess að slíkt sé mögulegt." Framúrskarandi miðill - Hvernig fylgist þú með þróun þjóðmála hér heima á fslandi og hvaða augum líturðu heimaland þitt eftir þetta langa fjarveru? „Morgunblaðið gegnir lykilhlut- verki í þeim efnum, því ég fylgist með þjóðmálum hér heima, með ák- öfum lestri þess ágæta blaðs. Ég er alls ekkert að taka stórt upp í mig og er ekkert feiminn við að segja það í viðtali við Morgunblaðið, að það er stórgóður miðill. Það er að mínu mati ótrúlegt að hægt sé að gefa út jafnöflugt blað og Morg- unblaðið er, þegar höfð er í huga stærð landsins. Þar á ég við frét- taumíjöliun ykkar, svo og hvers kon- ar umfjöllun úr viðskiptalífi, atvinnu- lífí og menningarlífí, þannig að { mér eigið þið dyggan lesanda. Auðvitað væri það ósanngjamt að halda því fram að umfjöllun Morgun- blaðsins um öll mál, væri jafngóð eins og hún gerist í sérblöðum erlend- is, enda er ekki til þess ætlast og ég tel blaðið standa sig hreint ótrú- lega vel. Fyrir íslendinga erlendis er Morgunblaðið framúrskarandi miðill. Nú, þar fyrir utan, þá kem ég með reglulegu millibili til landsins, svona á tveggja mánaða fresti, og þannig hitti ég menn og næ að taka púlsinn, ef svo má að orði komast. Svo fáum við gesti til London héðan frá íslandi, bæði fjölskylduna, vini og kunningja og svo íslenska við- skiptavini, sem eru ekki í neinum vandræðum með að upplýsa okkur um það helsta sem er á döfínni hveiju sinni. Úr fjarlægð hef ég fylgst með því, að miklar breytingar hafa orðið á Islandi, breytingar til hins betra. Ég sagði þegar ég kom heim úr námi, að mér fyndist varla byggilegt hér. Mér fannst ég finna fyrir menningar- legri einangrun og samfélagi sem væri alltof lokað. Tæknin hefur gert það að verkum, að menningarlega einangrunin er ekki hin sama. Nú er hægt að horfa á erlendar sjónvarpsstöðvar, fá er- lend dagblöð samdægurs, og margt þess háttar, sem áður var ekki hægt. Símaþjónusta hefur batnað til muna og flugsamgöngur hafa auk- ist. Allt gerir þetta það að verkum, að úr þessari einangrun hefur dreg- ið. Landið er náttúrlega úti í Atlants- hafí, því verður ekki breytt, en samt sem áður hafa heilmargir fjötrar horfið. í öðru lagi hafa menn ráðist í ákveðnar breytingar hér innanlands, sem ég tel hafa verið til mikilla bóta. Þegar ég flyt úr landi, þá eru gjald- eyrishöft hér í landinu. Þá þurftu menn að fara niður í banka, og fylla út umsókn til þess að fá gjaldeyri til að taka með sér. Þá voru átthaga- fjötrar í landinu - þú máttir ekki taka eigur þínar úr landi, aðrar en lausamuni.“ Fjötra- og haftakerfi „Það sem var hvað merkilegast við þetta fjötra- og haftakerfi var að fólki fannst þetta alveg sjálfsagt. Þetta var afnumið, og það þakka ég fyrst og fremst Matthíasi Mathiesen, þvi' hann átti sem viðskiptaráðherra stóran þátt í því. Það varð gjörbreyt- ing, þegar hann fór inn í viðskipta- ráðuneytið. Hér voru höft á erlendri fjárfest- ingu, sem er kannski angi af sama meiði. Þjóðin var neydd til þess að leggja allt sparifé sitt inn í þetta litla hagkerfí, í stað þess að dreifa áhætt- unni. Um tíma var heil kynslóð ein- faldlega rænd öllum sínum ævisparn- aði í verðbólgu og menn gátu ekki komist neitt annað með sparifé sitt. Aftur fannst mönnum, a.m.k. mörgum, þetta nánast eðlilegt. Það voru stjórnmálamenn sem börðust hatrammlega gegn því að aflétta þessum höftum, því þeir vildu geta ráðskast með peninga fólks óhindrað. í þriðja lagi, þá er búið að afnema einokún Ríkisútvarpsins á útvarps- og sjónvarpssendingum. Það tók ára- tugi, vegna þess að fjöldi fólks taldi það vera fullkomlega eðlilegt að að- eins ríkið ræki útvarp og sjónvarp. Þetta eru aðeins örfá atriði sem ég vil nefna, af þeim breytingum sem ég tel hafa orðið á íslensku þjóðfé- lagi til hins betra, í þá átt að skapa hér mun opnara og æskilegra samfé- lag en áður var.“ Kannski heim - Þú hefur nefnt breytingar til bóta á íslensku þjóðfélagi og ákveðna þætti sem þú telur tímabært að verði breytt. Þegar og ef þessu hefur ver- ið kippt í liðinn, gætir þú hugsað þér aö flytja heim á nýjan leik? „Ef ég fengi tilboð um mjög spenn- andi starf hér heima, þá myndi ég íhuga slíkt af fullri alvöru. Það eru margir kostir við að búa á íslandi. Ég geri mér fulla grein fyrir því og samfélagsmyndin er hér að mörgu leyti góð. Carla, konan mín, gæti einnig hugsað sér að prófa að búa á íslandi, þótt hún hafí aldrei búið hér, en hún hefur oft komið hingað, jafnt að sumri sem vetri.“ KARIBAHAFIÐ ANDI HEIMUR 10 DAGA PÁSKASM - NÝTT FARGJALD - STÓRLÆKKAÐ VERÐ ALGJÖR VEÐURPARADÍS Á FRÁBÆRUM KJÖRUM - BÆTT ÞJÓNUSTA - LÆKKAÐ VERÐ 7.-17. apríl (aðeins 3 vinnudagar). Flug til Fort Lauderdale, gist í eina nótt. Flug Miami - Santo Domingo (2 klst.) meö nýja félaginu APA og fínni þjónustu. Gisting meö fæöi á FIESTA - fimmstjörnu- hóteli í trópisku umhverfi meö stórri sund- laug - ókeypis bílferðir á ströndina. Allt þetta (nema flugv.sk.) fyrir aðeins Kynnist lífsglaðri stemmningu KARÍBAHAFSINS í fyrstu höfuðborg Nýja heimsins, borg Kristófers Kolumbusar, og gerist landkönnuöir nútímans á þessum einstöku kjörum meö því aö tryggja ykkur sæti NÚNA - aðeins fá sæti kr. 98.900 - opið kl. 15-16 í dag. EINNIG: 6 VIÐBÓTARSÆTI TIL PUERTO PLATA í 10-17 daga páskaferð. ALLT INNIFALIÐ! Ummæli farþega: „BESTA OG ÓDÝRASTA FERÐIN SEM VIÐ HÖFUM FARIÐ.“ FERÐASKRIFSTOFAN HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS AUSTURSTRÆT117, 4. hæð 101 REYKJAVÍK*SÍMI 620400«FAX 626564
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.