Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ i VIÐ komum betur en marg-ir undan erfiðum tímum í bílasölu vegna áherslu okkar á öfluga þjónustudeild. Frá vinstri: Jóhann Jóhanns- son, forstjóri Brimborgar, og Egill Jóhannsson, markaðsstjóri. Sigtryggur Helgason, forstjóri, var staddur erlendis þegar myndin var tekin. Svíunum leist vel á þjónustudeildina okkar.“ Jóhann og Sigtryggur samsinna þessu. „Við höfum alltaf lagt mikið upp úr því að vera með gott verk- stæði enda fórum við þá leiðina að stofna fyrst verkstæði, síðan vara- hlutaþjónustu og fara að lokum út í bílasölu. Þeim hjá Volvo leist vel á þessa forgangsröð okkar,“ segir Jóhann. Flutningar Við yfirtökuna á Velti jukust umsvif Brimborgar verulega þvi með Volvo-umboðinu fylgdu allar framleiðsluvörur Volvo, fólks- og vörubílar, langferðabílar og strætis- vagnar, Volvo Penta báta- og ljósa- vélar, vinnuvélar frá VME og Volvo Hydraulic-vökvadælur frá VOAC auk viðhalds- og varahlutaþjónustu. Fyrir utan þessar helstu innflutn- ingsvörur flytur Brimborg inn ýms- ar aðrar vörur, s.s. HIAB-krana, Focolift-vörulyftur, Hulsteins-kæli- kerfi fyrir vörubíla, Pirelli og Nokia- hjólbarða, Autorobot-réttingabekki, Esco-aukahluti fyrir vinnuvélar og Blidsberg-vörubílapalla svo eitt- hvað sé nefnt. „Eftir að við tókum við Volvo- umboðinu fluttum við þjónustu- deildina og varahlutaverslunina upp á Bíldshöfða 6 þar sem Veltir hafði verið að byggja yfir starfsemina,“ segir Egill. Jóhann bætir við að þeir hafí síðan fljótlega flutt skrif- stofu Brimborgar inn í Faxafen þar sem Veltir hafði leigt húsnæði. „Þeir voru búnir að leggja út í mik- inn kostnað við að gera húsnæðið sem best úr garði og við höfum kunnað vel við okkur hér eftir ákveðnar breytingar varðandi fyrir- komulag með sölumenn o.fl.“, segir hann. BILMEISLAN HJÁ BMMBORG VIDSKIFn MVINNULÍF Á SUNNUDEGI ►Aðaleigendur og forstjórar Brimborgar hf. eru tveir, Jó- hann Jóhannsson og Sigtryggur Helgason. Jóhann er fæddur á Þórshöfn á Langanesi árið 1938. Hann kom suður til Reykjavík- ur 1957 og hóf þá nám í bifvélavirkjun hjá Ford umboðinu; Kr. Kristjánssyni. Síðan starfaði hann hjá Þ. Jónssyni & Co hf. Árið 1964 stofnaði Jóhann ásamt félaga sínum bifreiðaverkstæðið Ventil hf. Ventill sér nú um alla viðgerðarþjónustu fyrir Brim- borg auk þess að eiga og reka allar húseignir félagsins. Sigtrygg- iu* er fæddur í Vestmannaeyjum árið 1930. Hann er viðskipta- fræðingur að mennt og kynntist Jóhanni þegar hann var fram- kvæmdastjóri hjá Þ. Jónssyni & Co hf. Sigtryggur sá um bók- haídið fyrir Jóhann framan af, en gerðist síðan meðeigandi hans og fleiri aðila I Toyota-varahlutaumboðinu sem stofnað var 1969. Jóhann og Sigtryggur stofnuðu Brimborg árið 1977 og hafa rekið það í sameiningu síðan. Egill Jóhannsson er fæddur í Reykjavík árið 1963. Hann er sonur Jóhanns og hefur alla tíð unnið hjá Ventli og Brimborg við margvísleg störf. EgOl útskrif- aðist sem viðskiptafræðingfur frá III1991 og hefur síðan séð um markaðsmál og aðstoðarframkvæmdastj órn hjá Brimborg. eftir Hönnu Katrínu Friðriksen STÓRIR atburðir í sögu Brimborgar hf. hafa gerst nokkum veginn á tólf ára fresti. Aðragandann að stofnun fyrirtækisins má rekja aft- ur til ársins 1964 þegar bifreiða- verkstæðið Ventill hf. tók til starfa við Köllunarklettsveg. Eins og nafn- ið bendir til voru ventlaviðgerðir sérgreinin, en fljótlega var þar far: ið að þjónusta Toyotabifreiðar. í framhaldi af því var stofnuð vara- hlutaþjónusta um reksturinn, Toy- ota-varahlutaumboðið. Þegar ljóst varð, um miðjan átt- unda áratuginn, að Toyota-umboðið ætlaði að taka við allri viðgerðar- og varahlutaþjónustu á Toyotabflum þurftu eigendur Ventils hf. og Toy- ota varahlutaumboðsins að finna fyrirtækjum sínum nýjan rekstrar- grundvöll. Atburðarásin þróaðist síð- an þannig að það var fyrir tilstilli Toyota-saumavéla, eða öllu heldur fyrir milligöngu framleiðanda þeirra, sem samband komst á milli eigenda fyrirtækjanna tveggja og japanska bflaframleiðandans Daihatsu. Tólf árum eftir stofnun Ventils hf., árið 1976, voru undirritaðir samningar um innflutning og einka- umboð fyrir Daihatsu-bifreiðar og ári eftir tók Brimborg hf. formlega til starfa. Fyrirtækið var til húsa í Ármúlanum þar sem nokkrum árum áður hafði verið byggt yfír verk- stæðisreksturinn, varahlutasöluna - já, og Toyota-saumavélamar. „Þetta fór hægt og rólega af stað,“ segja Jóhann og Sigtryggur um fyrstu skref Daihatsu á íslensk- um bílamarkaði. „Við vorum fyrstu umboðsaðilar Daihatsu í Evrópu. Fyrsta árið okkar seldust 63 bílar, árið eftir 78 stykki en síðan rauk salan í um 900 bíla árið 1979.“ Hvað í ósköpunum orsakaði þá sprengingu? „Það var ein auglýsing í Morgun- blaðinu," segir Jóhann. „Við höfð- um keypt Daihatsu Charmant bíla frá Hollandi á mjög hagstæðu verði. Hollenski umboðsaðilinn hafði gerst heldur stórtækur í innkaupum og við sömdum við hann um kaup á 712 stykkjum. Auglýsingin í Morgunblaðinu dugði okkur til þess að selja 230 bíla strax fyrsta dag- inn. Fólk kastaði hreinlega öllu frá sér og mætti á staðinn, enda var biðröð langt út á götu. Það má segja að þetta hafi komið undir okkur fótunum. Til gamans má líka geta þess að 1. aprílgabbið 1980 var sameiginlegt hjá nokkrum helstu fjölmiðlunum þar sem þeir skýrðu frá útsölu á 200 japönskum bílum af Mihitzu gerð.“ Ári áður en útsölubílamir frá Hollandi voru keyptir til landsins hafði Daihatsu Charade komið á markað. „Hann hefur reynst okkur mjög vel,“ segir Sigtryggur. „Þetta var framúrstefnubíll á margan hátt og á þessum árum hefur hann ver- ið mest seldi smábíllinn utan tvö ár sem hann hefur verið í öðru sæti.“ Golíat gleyptur Kaflaskipti urðu í sögu Brim- borgar árið 1988, tólf árum eftir að fyrirtækið fékk umboð fyrir Daihatsu, þegar Volvoumboðið á íslandi, Veltir hf., var keypt. í fram- haldi af því var gengið frá samning- um um einkaumboð Brimborgar fyrir Volvo á íslandi. „Þetta vom mjög mikil um- skipti," segja Jóhann og Sigtryggur um yfírtökuna. „Við vorum áður með 27 starfsmenn en þama bætt- ust við 93 hausar. Það má segja að við höfum þama verið að gleypa Golíat. Um tíma vora starfsmenn- irnir 120 talsins, en þremur mánuð- um eftir yfírtökuna vorum við komnir niður í 68 starfsmenn. Þannig spöruðum við 7-9 milljónir í launakostnað á mánuði," sagði Jóhann. Egill grípur þarna .fram í með þeim orðum að það sem fyrst og fremst hafi ráðið úrslitum með að Brimborg tók yfir Velti hafi verið áhersla Brimborgarmanna á þjón- ustuhliðina. „Veltir hafði þarna lent í fjár- hagserfiðleikum og það var búinn að vera hér maður að utan frá Volvo í nokkra mánuði til þess að reyna að leysa úr þeim vanda. „Það var búið að tala við þó nokkuð marga aðila hér um að taka Velti yfir áður en það var rætt við okk- ur, en það sem réð úrslitum var að Vörubíll og 6,6 fólksbílar Egill segir að hjá Brimborg hafi menn eiginlega ekki gert sér grein fyrir því fyrir yfirtökuna á Volvo hvað vörabíladeildin; sala, viðgerðir og þjónusta, væri stór hluti veltunn- ar. Hún væri nú um 15% af heildar- veltu fyrirtækisins. „Það má segja að þjónusta við einn vörabíl jafnist á við að þjónusta 6,6 fólksbíla," segir hann. Jóhann tekur undir mikilvægi þessa fyrir reksturinn. „Það hefur hjálpað okkur mikið að hafa þessa samsetningu á fyrirtækinu. Við er ekki eins háðir sveiflunum í fólks- bílasölunni og flestir aðrir. Við höf- um t.d. verið með um 500 milljóna ársveltu í þjónustudeildinni, þ.e. varahlutum og verkstæði, áður en við tókum við Fordinum í síðasta mánuði. Það er tæplega helmingur af heildarveltunni." Það er nú greinilega orðið skemmra en tólf ár á milli stórra stökka hjá Brimborg, því Jóhann er þarna að vísa til þess að í janúar sl. tók fyrirtækið við Ford- og Citro- en-bílaumboðunum af Glóbus hf. Samkomulag þess efnis var þó und- irritað 13. september 1994 en það tók tímann sinn að fá endanlega staðfestingu frá Ford Motor Comp- any og Citroen Intemational. „Þetta er tvennt ólíkt,“ segir Sig- tryggur, aðspurður um samanburð- inn á yfirtöku Volvo og svo aftur Ford og Citroen. „Hjá Volvo vorum við að taka yfir fyrirtæki sem hafði lent í miklum fjárhagserfiðleikum og ekkert annað en gjaldþrot blasti við. Heildarskuldirnar vora 552 milljónir króna og við tókum yfír rúmlega helming þeirra. Jóhann og Sigtryggur segja að viðskiptin við Glóbus hafí falist í því að þeir greiddu út ákveðna upp- hæð fyrir bfladeildina. Það hafi allt verið hreint og klárt við þau við- skipti. Aðspurður hve mikið Brim- borg hefði greitt fyrir Ford og Citro- en segja þeir að Veltir hafi verið verulega stærra dæmi. „Ef allt gengur upp gerum við ráð fyrir að það taki um þijú ár að endurgreiða þessa fjárfestingu," segir Jóhann. „Það kæmi hins veg- ar ekki illa við okkur þó það tæki 5-6 ár.“ Við yfirtökuna á Ford og Citroen var umsamið að Brimborg legði fyrst áherslu á sölu og markaðs- : G c
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.