Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/HÁSKÓLABÍÓ tekur senn til sýninga kvikmyndina Nell með Jodie Foster, Liam Neeson og Nastasha Richardson í aðalhlutverkum í eigin heimi ALLA ævi hefur Nell (Jodie Foster) búið í afdölum Reykfjalla í Norður-Karólínu-fylki í Bandaríkjunum ein með móður sinni. Móðirin er sjúklingur sem fengið hefur hvert heilablóðfallið af öðru og við hvert þeirra hefur hæfíleiki hennar til að tjá sig í mæltu máli beðið hnekki. Brogað og illskiljanlegt mál móður Nell verður móðurmál hennar. Þegar móðirin deyr stend- ur Nell uppi ein og óskiljanleg öllum. Það verður henni til happs að sá sem fínnur hana er dr. Je- rome Lovell (Liam Neeson), sjálf- stæður einfari, sem gaf glæstan feril í stórborg upp á bátinn til að hefja störf í sveitinni. Lovell læknir sér að hér er óvenjuleg manneskja á ferðinni og þegar hann verður þess áskynja að hegðun hennar er gjörólík eftir því hvort hún er ein eða innan um aðra fer hann að fylgjast með henni í leyni. í einrúmi verður Nell eins og hluti af óspilltri náttúrunni en um leið og fólk nálgast dregur hún sig inn í skel, verður herská og babblar eitthvað óskiljanlegt. Eins og við var að búast vilja stjórnendur sjúkrahússins í Charl- otte í N-Karólínu leggja þessa undarlegu veru inn á geðdeild, rannsaka hana þar og meðhöndla sem stofnanamat. Lovell fer með málið fyrir dómstóla og fær því framgengt að veittur verði þriggja mánaða frestur til að taka ákvörð- un í málinu. Sjálfur slær hann upp tjaldi við kofann til að fylgjast með Nell en fær ekki frið til þess því að þang- að kemur einnig fulltrúi kerfísins, sálfræðingurinn Paula Olsen (Nastasha Richardson), til að gera eigin athuganir á fyrirbærinu. Sérfræðingamir tveir ákveða að slíðra sverðin um stund og taka upp samvinnu. Lovell, eina mann- veran sem Nell treystir, reynir að nálgast hana og öðlast skilning á hinu sérstæða tungumáli hennar meðan sálfræðingurinn heldur sig í fjarlægð og tekur allt sem fram fer upp á myndband. Þegar doktoramir tveir reyna saman að draga úr hræðslu nátt- úrubarnsins við annað fólk úti í hinum stóra, vonda heimi fara þau að bijóta niður þá múra sem um- kringja þau sjálf, en þegar allt leikur í lyndi birtast fjölmiðlarnir í öllu sínu veldi og vilja breyta náttúmbaminu í atriði í banda- ríska íjölmiðlasirkusnum. Doktorunum verður nauðugur einn kostur að leggja Nell inn á hæli og þar breytist hún í inn- hverfan svefngengil sem aftur verður til þess að Lovell laumar henni þaðan út og gengur svo fyrir dómarann og í hönd fara til- fínningaþrungin réttarhöld þar sem tekist er á um framtíð Nell og þar talar hún sjálf eigin máli á eigin máli. Sagan segir að kvikmyndin um Nell hafí umfram allt einn tilgang; þann að færa leikkonunni Jodie Foster þriðju óskarsverðlaunin. Jodie hafði áður hlotið styttu sem besta leikkona fyrir The Accused og Silence of the Lambs og það sem af er hefur áætlunin um Nell gengið eftir, því að óskarsverð- launatilnefningin er nú þegar föst í hendi. Myndin er byggð á leikritinu Idioglossia eftir Mark Handley. Kvikmyndaframleiðandinn Renee Missel keypti kvikmyndarétt að sögunni af höfundinum Mark Had- ley og sneri sér til Jodie Foster því hún vissi að til þess að koma myndinni á koppinn þyrfti Ieik- konu í fremstu röð sem gæti gert fyrir Nell eitthvað svipað og Dust- in Hoffman gerði fyrir hinn ein- hverfa Rain Man. Jodie Foster ákvað að slá til og lét sér ekki nægja að leika aðalhlutverkið heldur ákvað jafnframt að fram- leiða myndina í félagi við Missel undir nafni eigin fyrirtækis Egg Pictures. „Ég hreifst af þessari sögu,“ segir Foster. „Það var eitthvað svo eðlilega hreint og ekta við Nell, einhver eiginleiki sem flestir hafa tapað. Ég hef tapað þessum eigin- leika og ég sækist eftir því að velja mér hlutverk sem geta kennt mér eitthvað. Ég vil leika fólk sem hefur lifað lífí sem er gjörólíkt því sem ég þekki sjálf. Nell upplifír tilveruna með öllum skynfærum sínum en hefur ekki látið hugsun- ina taka völdin." Hún segir að Nell sé persóna sem ekki sé hægt að binda á ákveðinn bás. „Myndin fjallar um það að falla ekki undir skilgreiningar, um það sem ekki er hægt að setja á stimpil og markaðssetja." Leikritshöfundurinn Mark Handley skrifaði drög að handriti Nell en síðan var Willíam Nichol- son, sá sem skrifaði handritið að Shadowlands, fenginn til að yfír- fara það og endurskrifa. í hlutverk doktoranna Lovells og Olsens voru fengin hjónin Liam Neeson og Nastasha Richardson. Neeson hafði þá nýlokið við að leika í Schindler’s List, mynd Spi- elbergs, sem færði honum sjálfum óskarsverðlaunatilnefningu og Neeson hafði í gegn að konunni sem hann var nýkvæntur, Nastas- ha Richardson, var falið hlutverk dr. Paula Olsen. Til að leikstýra var fenginn hinn breski Michael Apted, sem hefur m.a. leikstýrt Gorky Park, Thunderheart, Class Action og síðast en ekki síst Go- rillas in the Mist, myndinni með Sigoumey Weaver og górillunum, en sú sannsögulega mynd er þeg- ar allt kemur til alls ekki svo ýkja fjarskyld Nell og ku hafa ráðið miklu um leikstjóravalið. Gorillas in the Mist gerðist í Afríku en Nell var tekin í afdölum Appalachia-fjallanna í Graham- sýslu í N-Karólínu, margra klukkustunda akstur frá byggðu bóli í útjaðri stærstu stórborga- samstæðu heimsins, sem er þétt- býlið á austurströnd Bandaríkj- anna. . Þar hírðust Jodie Foster og fé- lagar síma- og sjónvarpslaus f fjóra mánuði í bjálkakofum meðan þau festu söguna af Nell á fílmu. Undrabam sem held ur áfram að vaxa JODIE Foster er Nell. JODIE Foster er aðeins 32 ára gömul en hefur hlotið tvenn óskarsverðlaun. Kannski á hún von á þeim þriðju i næsta mán- uði. Fyrir leik sinn í hlutverki Nell hefur hún einu sinni enn verið tilnefnd til þessara eftir- sóttustu verðlauna í bandarísk- um kvikmyndaiðnaði. Jodie Foster var bamastjama og á ferli sem spannar næstum alla ævi hennar hefur hún leikið í 31 kvikmynd. Hún er hins veg- ar undantekning frá reglunni því ferill hennar hefur ekki dalað eftir því sem hún hefur elst og þroskast; þvert á móti hefur hún eflst sem leikkona með ámnum og er nú án nokk- urs vafa í fremstu röð kvik- myndaleikkvenna í heiminum. Jodie Foster var þriggja ára þegar hún fór að vinna fyrir sér framan við kvikmyndavél- ar. Það var sólarolíuframleið- andinn Coppertone sem réð hana til að leika í frægri auglýs- ingu þar sem hundur glefsar í buxur lítillar stelpu og sýnir áhorfendum hvað Coppertone- olían gefur fallega brúnku. Auglýsingaspjöld frá þessari herferð ber enn víða fyrir augu og það er Jodie Foster sem er hálfberrössuð og þriggja ára á þeim spjöldum. I framhaidi af auglýsingunni tóku við sjónvarpsseríur, hver af annarri, en sú eina sem ís- lenskir sjónvarpsáhorfendur kynntust var Paper Moon, byggð á samnefndri kvikmynd. í kvikmyndinni léku aðalhlut- verkin feðginin Ryan og Tatum O’Neill en í sjónvarpsseríunni fór Jodie með hlutverk dóttur- innar. Átta ára gömul lék hún í sinni fyrstu kvikmynd. Sú hét Napoleon and Samantha. Árið 1976 þegar Jodie Foster var á fjórtánda ári sló hún hins vegar í gegn svo um munaði í kvikmyndaheiminum og hlaut sína fyrstu óskarsverðlaunatil- nefningu. Þá réð Martin Scors- ese þessa þrettán ára stelpu til að leika barnungu vændiskon- una í Taxi Driver, þá sem leigu- bílsfjóranum Travis Bickle finnst hann þurfa að bjarga. Þessu hlutverki skilaði Jodie Foster af ótrúlegum og nánast óskhjanlegum þroska og uppsk- ar í samræmi við það. Enginn vefengdi að ðskars- verðlaunatilnefning fyrir besta leik í aukahlutverki ætti rétt á sér. Sama ár hiaut hún tvenn BAFTA-verðlaun (breski ósk- arinn); önnur fyrir besta leik í aukahlutverki og hinn sem besti nýliði. Þar var hún ekki aðeins verð- launuð fyrir Taxi Driver, því 1976 lék hún í fjórum kvik- myndum og BAFTA-styttan var líka fyrir leik í söng- og dansa- myndinni Bugsy Malone, sem gerð var þetta ár. Það er þó ekki spurning að það er Taxi Driver sem lifir lengst æskuverka Jodie Foster. Á það var hún eftirminnilega minnt árið 1981 þegar bijálæð- ingur að nafni John Hinckley reyndi að drepa Ronald Reagan Bandaríkjaforseta. I ljós kom að Hinckley lifði og hrærðist í Taxi Driver og var með Jodie Foster á heilanum. Hann setti sjálfan sig í spor Travis Bickle og kvaðst Hinc- kley hafði látið stjórnast af taumlausri ást á Jodie Foster og kvaðst hafa unnið tilræðið til að sanna henni ást sína. Fréttir af þessu bárust leik- konunni til Yale, þar sem hún var við háskólanám og hafði um sinn dregið sig í hlé frá kvik- myndaleik. Atvikið varð til þess að gera hana fráhverfa kvik- myndaleik um skeið og næstu ár einbeitti hún sér að bók- menntanáminu, sem hún lauk síðar með láði. Að því loknu hellti hún sér út í kvikmyndagerðina að nýju og ein fyrsta myndin sem hún lék þá í var Hotel New Hampshire. Árið 1988 sannaði hún svo endanlega að hún var, þrátt fyrir glæstan feril barna- stjörnu, umfram allt leikkona framtíðarinnar. Þá hreppti hún eftir mikla þrautargöngu aðalhlutverkið í myndinni The Accused, sem fjallaði um hlutskipti fórnar- lambs nauðgunar og meðferð þess í réttarkerfinu. Afraksturinn var fyrsta ósk- arsverðlaunastyttan. Seinni óskarsverðlaunin hreppti hún svo fyrir leik sinn á móti Anth- ony Hopkins í myndinni um Hannibal Lecter, Silence of the Lambs. Eftir það er Jodie Foster orð- in að stofnun í Hollywood og meðal áhrifamestu manna þar í borg. Hún hefur farið fremur sparlega með sig síðan en þó leikið í Shadows and Fog eftir Woody Allen, Sommersby á móti Richard Gere og síðast í Maverick með Mel Gibson. Síðast en ekki síst er hún farin að spreyta sig á leikstjórn með eftirtektarverðum árangri í myndinni Little Man Tate, sem fjallaði um vanda þess að vera undrabarn, vanda sem Jodie Foster þekkir af eigin raun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.