Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 29* STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÐHALD AÐ HINU OPINBERA IHVERJU málinu á fætur öðru standa forsvarsmenn hins opin- bera frammi fyrir því, að vinnu- brögð, sem tíðkazt hafa í áratugi í einu formi eða öðru, ganga ekki lengur. í hverju málinu á fætur öðru kemur í ljós, að opinber fyrir- tæki verða að gjörbreyta viðskipta- háttum sínum og ráðherrar og aðr- ir forsvarsmenn hins opinbera verða að breyta starfsháttum sín- um. Nýjasta dæmi um þetta er nið- urstaða áfrýjunarnefndar sam- keppnismála, sem telur, að Jó- hanna Sigurðardóttir, fyrrverandi félagsmálaráðherra, hafi gengið gegn markmiðum samkeppnislaga, þegar hún tilkynnti sveitarstjórn- um og vinnumiðlunum þeirra á árinu 1993, að þessir aðilar skyldu nota tölvukerfi, sem vinnumála- skrifstofa ráðuneytisins hafði þró- að í samvinnu við SKÝRR. Frá árinu 1989 hafði fyrirtækið Spor sf. hins vegar lagt vinnu í að útbúa sérstakt tölvukerfi fyrir at- vinnuleysisskráningu og vinnu- miðlanir sveitarfélaga og verka- lýðsfélaga. Fyrirtækið mótmælti ákvörðun þáverandi félagsmála- ráðherra og kærði til Samkeppnis- stofnunar og umboðsmanns Al- þingis. Umboðsmaðurtaldi ákvörð- un ráðherrans hafa Iagastoð og samkeppnisráð vísaði kærunni frá án efnislegrar afstöðu m.a. með þeirri röksemd, að tölvukerfi ráðu- neytisins væri ekki selt á frjálsum markaði heldur eingöngu ætlað til nota í samræmdu heildarkerfi, sem ráðuneytið bæri ábyrgð á. Áfrýjunarnefnd samkeppnis- mála hefur nú hnekkt þessum úr- skurði og telur, að einstökum vinnumiðlunum hafi verið fijálst að velja það kerfi, sem fullnægi almennum skilyrðum. í niðurstöðu nefndarinnar segir m.a.: „Ákvörð- un ráðherrans var til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á hagsmuni ótiltekins fjölda aðila, sem stunda forritavinnslu og ætla má að hefðu áhuga á viðskiptum af þessu tagi. Einkum hafði þetta þó áhrif á hags- muni Spors sf., sem hafði hafið kostnaðarsaman undirbúning kerfisvinnslu af þessu tagi áður en ákvörðun ráðherra var tekin.“ Það hefur gífurlega þýðingu fyr- ir atvinnu- og viðskiptalíf lands- manna, að sett hefur verið upp kerfi á borð við Samkeppnisstofn- un; samkeppnisráð og áfrýjunar- nefnd samkeppnismála, sem opnar fyrirtækjum leið til þess að leita réttar síns gagnvart opinberum aðilum í málum, sem þessum. Þetta þýðir, að við búum í gjörbreyttu og réttlátara þjóðfélagi. Þegar horft er til baka í marga áratugi verður auðvitað ljóst, að það hefur verið níðst á einkafyrirtækjum í atvinnurekstri með þeim hætti, að óhugnanlegt er í ljósi þeirra við- horfa, sem nú ríkja. Menn urðu að sitja og standa eins og stjórnmála- mönnum og embættismönnum hentaði. Nú er þetta breytt. Opinberir aðilar tapa hveiju málinu á fætur öðru. Aftur og aftur er sýnt fram á, að þeir viðskiptahættir, sem opinber fyrirtæki hafa stundað, eru bæði ósanngjörn og ranglát. Þótt ráðherrar hafi ekki farið eins illa út úr málum af þessu tagi og opin- ber fyrirtæki, standa þeir þó frammi fyrir mjög sterku aðhaldi, sem ekki var áður til staðar. Einkafyrirtæki geta horft fram á veg með töluverðri bjartsýni. Smátt og smátt er að skapast hér gjörbreytt andrúmsloft í þeirra garð. Framsókn hins fijálsa við- skiptalífs er stöðug. Opinber af- skipti og viðskiptahættir og vinnu- brögð opinberra aðila eru á undan- haldi. Hér er að verða til heilbrigð- ara og réttlátara þjóðfélag. KENNARA- VERK- FALLIÐ ÞAÐ virðist engin hreyfing vera í samningamálum kennara. Nú er tæp vika liðin frá því, að samningar náðust á hinum al- menna vinnumarkaði. Eins og að- stæður eru fer ekkert á milli mála, að það er einfaldlega óhugsandi að ríkið geti gert samninga við kennara, sem tryggi þeim kjara- bætur umfram það, sem samið var um í almennu samningunum. Með hveijum degi sem líður án þess að kennarar semji á þeim grundvelli, sem lagður var í al- mennu samningunum, tapa félags- menn kennarafélaganna töluverð- um upphæðum. Aðrir launþegar hafa ekki skilning á því eins og nú standa sakir, að kennarar eigi rétt á meiri kjarabótum en þeir. Þar með er ekki sagt, að vel sé búið að kennurum. Þvert á móti. Það er margt sem bendir til þess, að launakjör í menntakerfinu hreki hæft fólk frá kennslu. Fátt er þjóð- inni mikilvægara en að gæði menntunar á Islandi séu sambæri- leg við það, sem gerist í öðrum löndum. Skólakerfið getur ekki tryggf börnum, unglingum og ungu fólki góða menntun nema það hafi yfir að ráða hæfum kennurum. En aðferðin til þess að koma þessum boðskap til skila er ekki sú að efna til langvarandi verkfalla í skólum landsins. i OA einn er -M. »sá maður í Sturlungu sem tekur þátt í helztu atburðum sögunnar og lifír af, jafnvel Flugumýrar- brennu og Örlygs- staðafund, það er skáldið og sagna- ritari samtímans, Sturla Þórðarson, hinn „kvæðafróði söngmaður". Enginn virðist hafa áhuga á því að bera vopn á skáldið og því eigum við sögu þessarar aldar, sagða á köflum í eins listilegum búningi og hinar mestu íslendinga sögur. Slík- ir söngvarar koma einnig fyrir í ljóðafrásögnum Hómers. Undir lok Odysseifskviðu er frásögn af söng- manninum Femíusi Terpíussyni sem lifði af hildarleikinn í höll Odysseifs einsog Sturla hinn gráa leik aldar sinnar: „En söngmaðurinn Femíus Terpíusson, sem biðlamir höfðu kúgað til að kveða hjá sér, komst undan hinum dimma dauða. Hann stóð nálægt stigadyrunum, og hélt á hinni hljómfögru hörpu. Nú kom honum tvennt í hug, hvort hann skyldi ganga út úr stofunni og setj- ast hjá enum veglega stalla hins mikla Seifs, húsvarðargoðs: voru þeir Laertes og Odysseifur "á þeim stalla vanir að brenna mörg nauts- læri: eða skyldi hann hlaupa til Odysseifs, taka um kné hans, og biðja sér lífs. En er hann hugsaði um þetta, leizt*honum ráðlegast, að flýja á náðir Odysseifs Laertes- sonar; hann lagði þá niður hina hvelfdu hörpu milli skaftkersins og hins silfumeglda hástóls, hljóp svo til Odysseifs, og tók um kné honum, bað sér griða, og talaði til hans skjótum orðum: „Eg knéfell, og bið þig, Odysseifur, álít mig miskunn- samlega, og haf meðaumkvun með mér. Sjálfur muntu þess sárlega HELGI spjall iðrast síðar meir, ef þú drepur þann söng- mann, sem kveður guðum og mönnum til lofs, eins og eg gjöri. Eg hefí af öngvum manni lært, heldur hefír Guð blásið í bijóst mér ýmis- legum ljóðasöngvum. Það er skylt, að eg syngi fyrir þér, eins og fyrir einhveijum guðanna. Lát þig því ekki fýsa til að höggva höfuð af mér. Telemakkus, þinn ástfólgni son, getur borið mér það, að eg kom ekki sjálfráður í hús þitt til að kveða yfír borðum, biðlunum til skemmt- unar, og ekki heldur af því að eg þyrfti þess, heldur fóru þeir með mig hingað nauðugan, því þeir voru fjölmennari og mér yfírsterkari". Svo mælti hann, en er hinn kraftagóði Telemakkus heyrði, hvað hann sagði, talaði hann þegar til föður síns, er hjá honum stóð: „Lát vera, högg eigi þenna mann, hann er saklaus. Við skulum og gefa líf kallaranum Medoni, hann hefír ávallt verið mér unnandi hér í húsi voru, meðan eg hefí verið sem bam. Mér þykir verst, ef Fíletíus eða svínahirðirinn hafa drepið hann, eða hann hefír orðið á vegi fyrir þér, þegar berserksgangurinn var á þér í höllinni." XXII, (330-361). -J O r í PROLOGUS FYRIR IuUi Snorra Eddu segir Snorri Sturluson svo í IV kafla: „Óðinn hafði spádóm og svo kona hans, og af þeim vísindum fann hann það, að nafn hans myndi uppi vera haft í norðurhálfu heimsins og tignað umfram aðra konunga. Fyrir þá sök fýstist hann að byija ferð sína af Tyrklandi og hafði með sér mikinn fjölda liðs, unga menn og gamla, karla og konur, og höfðu með sér marga gersemlega hluti. En hvar sem þeir fóru yfír lönd, þá var ágæti mikið frá þeim sagt, svo þeir þóttu líkari guðum en mönnum. Þeir gefa ei stað ferð- inni, fyrr en þeir koma norður í það land, er nú er kallað Saxland. Þar dvaldist Óðinn langar hríðir og eignaðist víða það land.“ Og í V kafla segir svo: „En Óðinn hafði með sér þann son sinn, er Yngvi er nefndur, er konungur var í Sví- þjóð eftir hann. Og em af honum komnar þær ættir, er ynglingar em kallaðir. Þeir æsir tóku sér kvon- föng þar innanlands, en sum sonum sínum. Og urðu þessar ættir flöl- mennar, að um Saxland og allt þaðan um norðurhálfur dreifðist, svo að þeirra tunga Asíamanna var eigin tunga um öll þessi lönd. Og það þykjast menn skynja mega, af því rituð em langfeðganöfn þeirra, að þau nöfn hafa fylgt þessari tungu og þeir æsir hafa haft tung- una norður hingað í heim, í Noreg og í Svíþjóð, í Danmörk og í Sax- land. Og í Englandi em fom lands- heiti eða staðaheiti, þau er skilja má, að af annarri tungu em gefin en þessari." En semsagt, Óðinn og hans lið kom frá Tyrklandi, eða Troju, sem Snorri segir að hafí verið „nær miðri veröldinni". Þar bjuggu þeir „höfðingjar (sem) hafa verið um- fram aðra menn þá er verið hafa í veröldu um alla manndómlega hluti“. Augljóst er að Snorri hefur þekkt til Hómerskviða en leggur útaf þeim að eigin geðþótta einsog hans var von og vísa. M (meira næsta sunnudag) VENNT HEFUR GERZT á undanfömum vikum, sem eykur líkur á því, að greiðsla útgerðar fyrir afnot af fiskimið- unum, sameiginlegri auðlind landsmanna allra, verði til umræðu í kosningabaráttunni á næstu vikum og jafnvel eitt af höfuðmálum kosninganna; annars vegar tillögur frambjóðenda Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum um breyt- ingar á fískveiðistjómun, hins vegar sam- þykkt ríkisstjómar og tillögugerð til Al- þingis um að binda ákvæði um eignarrétt þjóðarinnar að fískimiðunum í stjómarskrá lýðveldisins. Fmmkvæði frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum er mikilvægt vegna þess, að með því verður að teljast tryggt, að víðtækar umræður hefjist á vettvangi Sjálfstæðisflokksins um þetta grundvallarmál þjóðarinnar. Slíkar um- ræður hafa ekki farið fram að nokkm ráði en á síðasta landsfundi flokksins kom málið til umræðu en ekki til efnislegrar afgreiðslu. Eftir að tillögur Vestfírðing- anna höfðu verið kynntar lýsti Davíð Odds- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, þeirri skoðun sinni hér í Morgunblaðinu, að sjálf- sagt væri að ræða þessi mál innan flokks- ins. Það er árangur út áf fyrir sig. Samþykkt ríkisstjórnarinnar og tillögu- gerð til Alþingis um að binda eignarrétt þjóðarinnar í stjómarskrá fékk misjafnar undirtektir. Segja má, að talsmenn allra flokka hafí lýst sig efnislega samþykka tillögunni en höfðu hins vegar allt á horn- um sér vegna þess, að hún væri seint fram komin. Það er dæmigert fyrir íslenzkar stjómmálaumræður, að menn lýsi sig efn- islega samþykka málum en þvælist fyrir þeim vegna formsatriða. Það skiptir í sjálfu sér engu máli í þessu sambandi, hvemig einstakir stjómmálamenn notfæra sér slíkt stjómarskrárákvæði. Ef Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, notar það til þess að sannfæra menn um að engin hætta sé á ferðum þótt viðræður hefjist um aðild að ESB er það hans mál. Meginmálið er, að það er sjálfsagt og eðli- legt að í stjómarskrá lýðveldisins sé ákvæði um eignaraðild þjóðarinnar að fískimiðunum. Allt annað er aukaatriði í þessu sambandi. Þótt menn greini á um, hvemig bezt sé að haga nýtingu fískimiðanna, þ.e. hvemig bezt sé að skipuleggja veiðamar, hvort það verði bezt gert á grundvelli kvótaúthlutunar eða flotastýringar og sóknarstýringar eins og Vestfirðingar leggja til, er alveg augljóst, að vaxandi fylgi er við þá skoðun, að útgerðin eigi að greiða þjóðinni gjald fyrir afnot af fískimiðunum. Vestfírðingamir gera ráð fyrir því í sínum tillögum. Þorsteinn Páls- son, sjávarútvegsráðherra, samþykkti gjaldtöku í gmndvallaratriðum með því að standa að lögum um Þróunarsjóð sjávar- útvegsins. Innan flestra stjómmálaflokka er nú stuðningur, mikill eða lítill eftir atvik- um, við gjaldtöku vegna afnota útgerðar af auðlindinni. Nú þegar hagur útgerðar fer batnandi má búast við stórauknu fylgi við þetta grundvallaratriði málsins. Ragnar Ámason, prófessor í fískihag- fræði við Háskóla íslands, skrifaði grein hér í Morgunblaðið sl. sunnudag, þar sem hann gagnrýndi harðlega tillögur Vestfírð- inganna um fiskveiðistjómun og sagði jafnframt: „Kvótakerfíð er kerfí eignar- réttar yfír heimildum til að nýta auðlind- ina. Sem slíkt er það algerlega hliðstætt alþekktum eignarréttarkerfum á landi, t.d. eignarrétti á landi, húsum, verksmiðjum, hlutabréfum og öðram verðmætum. Mikil- vægt er að átta sig á því, að þessi eignar- réttur er ekki einokaður. Hver sem er getur keypt sér þennan rétt.“ Það má vera, að þetta sé rétt hjá Ragn- ari Ámasyni. Það er enginn munur á þeim eignarrétti yfir heimildum til að nýta auð- Iindina og eignarrétti yfir öðram eignum, hvort sem um er að ræða fasteignir eða aðrar eignir. En það er einn grandvallar- REVKJAVIKURBRÉF Laugardagur 25. febrúar munur á þeim eignarrétti, sem komið hef- ur verið á yfír veiðiheimildum og rétti til annarra eigna. Hveijir fá fasteignir gefn- ar? Era einhver dæmi þess, að þjóðin hafí gefíð völdum hópi einstaklinga fasteignir? Hver hefur fengið land gefíð? Era einhver dæmi þess, að þjóðin hafí gefíð völdum hópi einstaklinga land? Hveijir fá verk- smiðjur gefnar? Era einhver dæmi þess, að þjóðin hafí gefíð völdum hópi einstakl- inga verksmiðjur? Hveijir fá hlutabréf að gjöf? Era einhver dæmi þess, að þjóðin hafí gefíð völdum hópi einstaklinga hluta- bréf? Svarið við öllum þessum spurningum er neikvætt. Þess era engin dæmi í sam- tímasögu þjóðarinnar, að valinn hópur ein- staklinga hafí fengið slíkar gjafir frá þjóð- inni nema þegar kemur að eignarrétti yfir veiðiheimildum, sem komið hefur verið á með kvótakerfínu. Þeir sem fengu veiði- heimildum úthlutað í upphafí fengu þær að gjöf. Þeir borguðu ekki eina krónu fyr- ir þessa eign. En jafnframt var þeim sagt, að þeir mættu selja eignina fyrir það verð, sem fáanlegt væri á markaði hveiju sinni. Þetta er stórkostlegasta gjöf allrar íslands- sögunnar. I nútímanum er hægt að fínna eina hlið- stæðu, þar sem takmörkuðum verðmætum hefur verið úthlutað fyrir ekki neitt. Það er sú óskiljanlega ráðstöfun samgönguráð- herra bæði nú og fyrr að úthluta sjónvarps- rásum, sem era takmörkuð auðlind, fyrir ekki neitt. Og tímabært, að Alþingi geri þar breytingar á með svipaðri löggjöf og þegar eignarréttur þjóðarinnar að fískimið- unum var lögbundinn fyrir nokkram áram. Það er sennilega mikilvægasta lagasetning frá stofnun lýðveldis og þótt þeir sem þar komu við sögu hefðu ekkert annað gert ætti það að vera nægilegt til þess að halda nafni þeirra á lofti. í raun og vera má segja, að í öllum þeim umræðum, sem fram hafa farið um fískveiðimálin, hafí kjama málsins ekki verið betur lýst en Ragnar Ámason gerir í fyrmefndri grein. En um leið hefur hann jafnframt sett fram þau rök, sem hljóta að leiða til þess, að hann og aðrir tals- menn kvótakerfísins, eins og það hefur verið framkvæmt fallist á það að fyrir þennan eignarrétt hljóti að koma greiðsla alveg eins og fyrir eignarrétt að fasteign- um, verksmiðjum, hlutabréfum o.s.frv. I grein sinni segir Ragnar Ámason: „Mikilvægt er að átta sig á því, að þessi eignarréttur er ekki einokaður. Hver sem er getur keypt sér þennan rétt.“ Það er vissulega hægt að færa rök fyr- ir þessari staðhæfíngu. En - hvenær keyptu þeir þennan rétt, sem fengu veiði- heimildum úthlutað í upphafí? Grandvallaratriðið um greiðslu fyrir af- not útgerðar af auðlindinni er mikilvæg- asta mál, sem upp hefur komið í sögu ís- lenzka lýðveldisins frá því að meginlínur vora lagðar um stöðu þjóðarinnar í samfé- lagi þjóðanna á fyrstu áranum eftir lýð- veldisstofnun. Nú þegar birtir til á ný og þá ekki sízt í sjávarútvegi er tímabært að hefja umræður um þetta grundvallarmál á nýjan leik. Það er eðlilegt, að það komi skýrt fram í kosningabaráttunni hver af- staða flokka og frambjóðenda er til máls- ins. Það er nauðsynlegt, að ákvörðun verði tekin á næsta kjörtímabili, annars vegar um að binda eignarrétt þjóðarinnar að auðlindinni í stjómarskrá og hins vegar að hefja gjaldtöku af útgerðinni fyrir af- not af auðlindinni. Þrátt fyrir allt hefur málinu miðað nokkuð á því kjörtímabili, sem nú er að ljúka. Skilningur á því, að greiðsla eigi að koma fyrir þessi afnot, er meiri en fyrir fjóram áram. Stuðningur við þessa stefnumörkun er meiri innan allra stjómmálaflokka en fyrir fjórum áram. Það þarf þjóðarsátt um fiskveiði- stjómunina og ekkert sjálfsagðara en þeir stundi sjó og útgerð, sem bezt era til þess fallnir. En afnotagjöldin af auðlindinni eiga að renna til eigendanna og nýtast þeim eins og hagkvæmast er fyrir þjóðina alla. Um leið og við siglum hraðbyri upp úr öldudalnum getum við leyft okkur að beina athyglinni frá aðkallandi vandamálum líð- andi stundar og til framtíðarinnar. Gjald- taka af útgerð fyrir afnot af auðlindinni er stærsta framtíðarmál íslenzku þjóðar- innar. Um hvað snýst kosn- ingabarátt- an? FYRIR ARI OG jafnvel um mitt sl. ár mátti búast við því, að kosninga- baráttan, sem framundan er, mundi fyrst og fremst snúast um kreppuna og afleiðingar hennar fyrir al- menning í landinu. En skjótt skipast veður í lofti. Þótt efnahagsbatinn sé ekki á traustum granni byggður að því leyti til, að hann hefur byggzt á óvissum þáttum eins og Smuguveiðum, úthafsveiðum og loðnuveiðum, er hann engu að síður stað- reynd. On nú koma til viðbótar aðrir þætt- ir, sem skipta okkur veralegu máli, eins og hækkandi afurðaverð á erlendum mörk- uðum og efnahagsleg uppsveifla í helztu viðskiptalöndum okkar, sem hefur mikil áhrif hér. Nú hafa verið gerðir kjarasamningar, sem leiða til kaupmáttaraukningar á næstu misserum og þar með hefur blaðinu verið snúið við. Launþegar búa ekki lengur við versnandi hag heldur batnandi hag. Allt veldur þetta því, að kosningabaráttan mun ekki snúast nema að mjög takmörkuðu leyti um kreppuna sem staðið hefur frá árinu 1988 eða í sjö ár heldur miklu frem- ur um framtíðina. Hér að framan var vik- ið að einu mikilvægasta framtíðarmáli þjóðarinnar. Annað stórt mál, sem gera verður ráð fyrir, að verði töluvert rætt í kosningabaráttunni, er afstaðan til ESB. Þótt allir stjómmálaflokkar nema Alþýðu- flokkur hafi lýst þeirri skoðun, að umsókn um aðild að ESB komi ekki til greina, má engu að síður gera ráð fyrir, að alþýðu- flokksmenn leggi veralega áherzlu á ESB í kosningabaráttunni og þegar af þeirri ástæðu muni málið verða töluvert til um- fjöllunar. En eitt þeirra mála, sem nauðsynlegt er og æskilegt að taka til umræðu í kosn- ingabaráttunni, era umsvif ríkisins í okkar samfélagi. Á liðnu kjörtímabili má segja, að þrennt hafí verið gert til þess að draga úr umsvifum ríkisins: í fyrsta lagi hefur verið dregið mjög úr því, sem einu sinni var nefnt sjóðasukk, þ.e. að flytja fé úr vösum skattgreiðenda til bæði fyrirtækja og annarra opinberra aðila með milligöngu ýmissa sjóða. Úr þessu hefur dregið mjög. I öðra lagi hefur nokkuð áunnizt í einka- væðingu. Allmörg ríkisfyrirtæki hafa verið seld og era nú komin í eigu einstaklinga. í þriðja lagi má færa rök að því, að dreg- ið hafí verið úr útgjöldum ríkisins, svo nemur milljörðum eða milljarðatugum, þótt það hafí engan veginn dugað til. Á næsta kjörtímabili er nauðsynlegt, að takmörkun á umsvifum opinberra aðila verði enn frekar á dagskrá. Það verður að hemja útgjöld hins opinbera. Það er auðveldara að segja en framkvæma. í hvert sinn, sem einstakir ráðherrar koma fram með tillögur eða beita sér fyrir að- gerðum til þess að draga úr útgjöldum skattborgaranna, rísa upp öflugir hags- munahópar og beijast gegn slíkum aðgerð- um með kjafti og klóm. Þetta er ekkert séríslenzkt fyrirbæri. Svona er þetta alls staðar og í sumum löndum era andófsað- gerðir hagsmunahópanna gegn almanna- hagsmunum háþróaðar eins og t.d. í Bandaríkjunum. Þær eru líka að verða það hér. i Útgjöld íslenzka ríkisins verða ekki skorin niður að nokkra marki nema dregið verði úr útgjöldum tryggingakerfísins og heilbrigðiskerfísins. Það er æskilegt, að víðtækar umræður hefjist um umbætur í heilbrigðisþjónustu landsmanna, sem er orðin mjög dýr, er afbragðsgóð á sumum sviðum en léleg á öðram. Morgunblaðið hefur ítrekað á undanfömum áram hvatt til þess, að við hlið hins ríkisrekna heil- brigðiskerfís verði byggt upp einkarekið heilbrigðiskerfí. Fólk á að eiga val um það, hvort það vill notfæra sér ríkisrekna kerfið, sem þá er ódýrara fyrir þann ein- stakling þá stundina en í sumum tilvikum seinvirkara, eða einkarekið kerfi sem er í senn dýrara fyrir einstaklinginn en fljót- virkara. Tekjutenging í tryggingakerfínu er orð- in nokkuð víðtæk en æskilegt að fram fari víðtækar umræður um það, hvort hægt sé að útfæra tekjutengingu enn bet- ur þannig að umtalsverður spamaður ná- ist til viðbótar. Landbúnaðurinn er enn mjög dýr fyrir skattgreiðendur þótt mjög hafí dregið úr þeim kostnaði miðað við það, sem áður var. Engu að síður hljóta bændur að horf- ast í augu við þann veraleika, að neyzlu- venjur þjóðarinnar hafa breytzt svo mjög að hjá frekari samdrætti í landbúnaðar- framleiðslu verður ekki komizt. Sveitarfélögin eru auðvitað mjög um- svifamikil í opinbera geiranum en þau hafa að veralegu leyti komizt hjá því að blandast inn í umræður um umsvif hins opinbera á undanfömum áram. Menn geta ekki lengur leitt hjá sér þennan stóra þátt og þess vegna má búast við, að athyglin beinist ekki síður að þeim en öðram opin- beram aðilum á næstu árum. Það hlýtur að verða eitt höfuðmarkmið nýrrar ríkisstjómar að ná tökum á útgjöld- Pólitíkin og efnahags- batinn um hins opinbera á næsta kjörtímabili. Það á að verða auðveldara en verið hefur á undanfömum áram vegna þess, að með batnandi afkomu þjóðarbúsins aukast tekj- ur ríkis og sveitarfélaga. Einn stærsti þáttur þessa máls er sá, að ríkið skekki ekki samkeppnisskilyrði í atvinnu- og viðskiptalífí með afskiptum sínum. Nýlega hafa samtök hugbúnaðar- fyrirtælq'a vakið athygli á því, að ríkisrek- in fyrirtæki skekki samkeppnisstöðu þeiira mjög. Þá hefur einn af talsmönnum ís- landsbanka fært rök fyrir því, að með þeim rekstrarskilyrðum, sem ríkisbönkum eru búin, séu samkeppnisskilyrði einkafyr- irtækja á þessu sviði, svo sem íslands- banka og sparisjóða, skekkt veralega. Á nýju kjörtímabili þarf að gera ráðstafanir til þess að jafna þennan mun. Niðurskurður útgjalda ríkis og sveitarfé- laga, stórminnkuð umsvif hins opinbera og jöfn rekstrarskilyrði fyrirtækja á öllum sviðum era málefni, sem ættu að verða mjög til umræðu í kosningabaráttunni á næstu vikum og á dagskrá nýrrar ríkis- stjómar. í RÆÐU SINNI í eldhúsdagsumræð- um sl. fímmtudags- kvöld sagði Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra m.a., að kosningarnar mundu snúast um það, hvort að þeim loknum yrði til staðar nægilegur stjómmálalegur styrkur til að fylgja efna- hagsbatanum eftir. Þetta er rétt. Kosning- amar munu að veralegu leyti snúast um þetta. Það er hægt að halda þannig á málum á næsta kjörtímabili, að þjóðin búi við batnandi hag en það er líka hægt að klúðra efnahagsbatanum. Það er meira að segja tiltölulega auðvelt að klúðra honum. Þegar horft er yfir hið pólitíska svið er Ijóst, að sundrangin á vinstri væng ís- lenzkra stjómmála er meiri en hún hefur lengi verið. Framsóknarflokkurinn hefur ekki náð því að festa sig í sessi, sem for- ystuflokkur stjómarandstöðunnar. Að ein- hveiju leyti hefur brostið á flótti í liði Jó- hönnu Sigurðardóttur. Kvennalistinn er augljóslega á miklu undanhaldi. Alþýðu- bandalagið hefur gert tilraun til að fóta sig við gjörbreyttar aðstæður en gengið misjafnlega - en þó gert tilraun. Enginn stjómarandstöðuflokkanna hef- ur settframtrúverðuga stefnu um framtíð- armál íslenzks samfélags. Enda hafa þeir sennilega allir gert ráð fyrir því, eins og flestir aðrir, að kosningabaráttan mundi verða þeim auðveld og snúast um krepp- una og afleiðingar hennar. En svo verður augljóslega ekki. Stjómarandstöðuflokk arnir era þess vegna ekki vel undir þessa kosningabaráttu búnir. Enginn þeirra hef- ur sýnt fram á, að þeir hafí upp á að bjóða þann stjómmálalega styrk, sem forsætis- ráðherra nefndi, að væri nauðsynlegur til þess að fylgja efnahagsbatanum eftir. Víg- staða núverandi stjómarflokka er þess vegna mun betri í upphafi kosningabarátt- unnar en nokkum hefði órað fyrir, þrátt fyrir höfuðmeinsemdina, atvinnuleysið. „Hverjir fá fast- eignir gefnar? Eru einhver dæmi þess, að þjóðin hafi gefið völdum hópi einstaklinga fasteignir? Hver hefur fengið land gefið? Eru ein- hver dæmi þess, að þjóðin hafi gef- ið völdum hópi einstaklinga land? Hverjir fá verk- smiðjur gefnar? Eru einhver dæmi þess, að þjóðin hafi gefið völdum hópi einstaklinga verksmiðjur? Hveijir fá hluta- bréf að gjöf? Eru einhver dæmi þess, að þjóðin hafi gefið völdum hópi einstaklinga hlutabréf? Svarið við öll- um þessum spurn- ingum er nei- kvætt. Þess eru engin dæmi í sam- tímasögu þjóðar- innar, að valinn hópur einstak- linga hafi fengið slíkar gjafir frá þjóðinni nema þegar kemur að eignarrétti yfir veiðiheimildum, sem komið hefur verið á með kvótakerfinu. Þeir sem fengu veiðiheimildum úthlutað í upphafi fengu þær að gjöf.“ T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.