Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Hilmir Reynis- son var fæddur í Reykjavík 13. des- ember 1961 og ólst upp í Kóapvogi, Hafnarfirði, Húsa- vík og Seyðisfirði. Hann lést af slysför- um hinn 14. febrúar síðastliðinn. Hilmir var elstur fjögurra sona þeirra Reynis Sigurðssonar og Ingibjargar Daní- elsdóttur. Bræður hans eru: Sigurður, Daníel og Egill. Hálfsystir hans er Sigrún Reyn- isdóttir. Eftirlifandi sambýlis- kona Hilmis er Jóhanna Gunn- arsdóttir og eignuðust þau eina dóttur, Ingibjörgu Aldísi, f. 12. nóvember 1992. Fósturdóttir Hilmis er Guðrún María Magn- úsdóttir. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju á morgun og hefst athöfnin kl. 13.30. FREGNIN um fráfall frænda míns kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og í fyrstu trúði ég ekki mínum eigin eyrum. Líklega hef ég talið sjálfum mér trú um að hér væri um einhvern misskilning að ræða þar sem hann hafði áður komist óskaddaður úr ýmsum háska. Því miður reyndist fregnin éiga við rök að styðjást og ég og aðrir sem til Hilmis þekktu verðum að sætta okkur við orðinn hlut. Ég held að allir sem þekktu Hilmi geti verið sammála um að þar fór viðkvæmur og góður drengur sem öllum vildi hjálpa eftir bestu getu. Ekki er fráleitt að einmitt það, hversu hrekklaus hann var og góð- viljaður, hafi á stundum komið hon- um I koll í þeim harða heimi sem við lifum í. Hann virtist hafa til að bera einstakt jafnað- argeð sem sjálfsagt hefur komið sér vel í öllum þeim miklu áföllum sem hann hafði gengið í gegnum á stuttri ævi. Segir mér svo hugur að þau slys og önnur óáran sem Hilmir hafði orðið fyrir, hefðu dugað til að sliga margan manninn. Hilmir var dugnað- arforkur sem lærði snemma að vinna fyrir sér og stundaði ýmis störf til sjós og lands. Hann naut ekki mikillar skólagöngu en hafði af sjálfsdáðum aflað sér mikillar þekkingar og er mér sérstaklega minnisstætt þegar hann kom í heimsókn á þáverandi heimili okkar í París. Hann dvaldi þá á Spáni en tók sér hlé frá spænskunáminu til að heimsækja frændfólkið í Frakk- landi. Um tíma stundaði hann einn- ig nám við Iðnskólann í Reykjavík í tölvufræðum. Það varð Hilmi mikil gæfa er hann kynntist Jóhönnu Gunnars- dóttur og saman eignuðust þau dótturina Ingibjörgu Aldísi, sem nú er tveggja ára, en fyrir átti Jóhanna dótturina Guðrúnu Maríu, sem Hilmir gekk í föður stað. Það var gaman að sjá aðdáunina og stoltið sem skein af Hilmi þegar hann var með litlu dótturina með sér í heimsókn hjá „ömmu Sissu“ enda var hann alla tíð ákaflega bamgóður. Framundan virtust bjartari tímar þegar hann lagði af stað til Ólafs- víkur til að athuga aðstæður varð- andi nýtt verkefni. Engum datt í hug að þar væri hann að leggja upp í sína síðustu ferð. Það kemur eins konar tómarún í hugann þegar staðið er frammi fyrir atburði sem þessum og vakna þá gjarnan spurningar um tilgang lífsins og tilverunnar. Erfitt er að skilja hvers vegna sumir þurfa að þola margfalda erfíðleika umfram aðra í lífínu. Eitt er ég þó viss um að ef til er önnur tilvist þar sem lagt er mat á gerðir okkar hér í jarðvistinni, verður Hilmi vel tekið þar. Við Hulda vottum Jóhönnu og dætrunum, sem og öðrum ættingj- um, okkar dýpstu samúð. Smári Sigurðsson. Það voru erfiðar fréttir, sem bár- ust okkur að kvöldi 14. febrúar sl. Dóttursonur og frændi hafði látið lífíð í hörmulegu slysi. Við slíkan missi komá minning- amar fram í huga okkar. Hilmir var fyrsta barnabarnið í fjölskyld- unni og það, sem einkenndi hann alla tíð, var bjarta brosið hans. Um smátíma bjuggu þau mæðgin hjá okkur og frá þeim tíma nefnum við lítið dæmi um, hvemig hann alltaf vildi gefa öðmm. Það gladdi hann að geta glatt aðra. Hann var um þriggja ára gamall, mikið veik- ur, næstum með óráði. Einhver hafði gefið honum örfáar krónur til að setja í baukinn. En, nei, þessa aura átti mamma að fá til að kaupa kjól fyrir. Enginn fékk að taka pen- ingana frá honum eða geyma þá fyrir hann. Hann ætlaði að halda á þeim, þangað til mamma kæmi heim úr vinnunni og jafnvel í svefni hélt litla höndin fast um aurana. Síðastliðinn aðfangadag kom líka fram löngun hans og Hönnu að miðla öðmm, þegar þau söfnuðu fjölskyldu og vinum í grautarveislu um miðjan aðfangadag. Þau okkar, sem fengu að vera þar, líta til þess dags með gleði. Mitt í annríkinu átti fjölskyldu- og vinahópurinn in- dæla stund saman. Þegar Hilmir varð nógu gamall til að geta hringt sjálfur, hringdi hann næstum hveija helgi á Grensásveginn: „Má ég koma?“ Og afí eða frænka sóttu hann suður í • Hafnarfjörð. Fjöl- skylduböndin voru sterk. Eftir að fjölskyldan flutti, fyrst til Húsavík- ur og síðan til Seyðisfjarðar, þá sáumst við ekki eins oft, en alltaf var gott að hittast og fínna að bönd- in héldust þrátt fyrir fjarlægðina. Við glöddumst innilega með Hilmi, þegar hann kynntist Hönnu og þær Guðrún urðu hluti af fjöl- skyldu okkar. Hanna og Hilmir vom svo ánægð saman og Hilmir var hreykinn af litlu fjölskyldunni sinni.og svo innilega glaður þegar litla Ingibjörg Aldís bættist í hóp- inn. Söknuður okkar er sár, en ennþá sárari fyrir þessar þijár, sem stóðu honum næst, og eins Diddu og Nonna, Reyni og Ingunni, Sigga, Danna, Egil og Sigrúnu. Við hugs- um líka til Sissu ömmu og vinahóps- ins, sérstaklega Vikars. Megi góður Guð styrkja okkur öll og mættum við leita og finna huggun hjá Honum, sem sagði: „Komið til mín, allir þér, sem erfíði hafið og þungar byrðar og ég mun veita yður hvíld.“ (Matt. 11,28.) Orð verða fátækleg á slíkri stundu, en minningin um góðan dreng lifir áfram í huga okkar og gleður okkur, mitt í sorginni. Það er gott einnig að fínna um- hyggju margra og vita það að marg- ir em með okkur í bæn um huggun og styrk. Guð blessi okkur öll. Daníel afi, móðursystkinin og fjölskyldur. í dag kveðjum við vin okkar Himma sem lést í bílslysi langt um aldur fram. Eftir sitja minningarnar um góðan og skemmtilegan dreng sem var vinur vina sinna. Elsku vinur, sárt eigum við eftir að sakna þín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. HILMIR REYNISSON + Björn Jónsson var fæddur á Sauðárkróki 21. maí 1920. Hann lést í Kanada 19. febr- úar síðastliðinn. Björn var einn af tíu börnum Jóns Þ. Björnssonar skóla- stjóra og fyrri konu hans, Geirlaugar Jóhannesdóttur. _ Hann kvæntist Iris Muriel Reid og eignuðust þau fjög- ur börn: Jón, Rand- ver Fitzgerald, Atla Brian og Alfheiði Sheilu, sem öll eru uppkomin og búsett í Kanada. Dóttir Björns, Geir- laug, er búsett í Reykjavík. Björn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Islands. Árið 1948 hélt hann til framhaldsnáms í Kanada og átti þar heima æ síðan, lengst af sem yfírlæknir við sjúkrahúsið í Swan River, Manitóba. Hann var til grafar borinn í Swan River hinn 23. febrúar sl. BJÖRN Jónsson læknir var um flest sérstæður maður. Ungur að árum varð hann að goðsögn meðal vina og skólafélaga vegna hugvitssam- legra tiltækja og hnittinna tilsvara sem samtíðin spknn úr skemmtileg- ar sögur. Hann var óvenju vel íþróttum búinn og „henti mikið gaman af aflraunum og leikum“, eins og eitt sinn var sagt um annan íslending. Hann gerðist snemma spurull um margt það sem torskilið mátti telja og kom þá mörgum í opna skjöldu. Snemma fór hann að setja saman vísur undir nýstár- legum bragarháttum og var þá t—,iiilIn l**i(111: ekki ávallt „af setningi slegið“. Næmur var hann á sérkenni í um- hverfi sínu og hafði unun af að velta fyrir sér blæbrigðum ís- lenskrar tungu og var sífellt að smíða henni ný orð, samsett orð og ósamsett, taka upp gömul orð í nýrri merkingu og þar fram eftir götunum. ís- lenskir læknar af eldri kynslóðinni kunna ugglaust eitthvað af fræðiorðunum sem hann lét þeim í té á námsárum sín- um við Háskóla íslands. Mestan hluta starfsævi sinnar átti Bjöm heima í Swan Riverdal í Manitóba, eða réttara sagt í sam- nefndum bæ sem er kjami byggðar þar i dalnum. Dal þennan námu Islendingar og þar eru jarðargæði meiri en í öðmm stöðum, enda sex feta þykkt lag af dökkri gróður- mold á ökmm og túnum. Þar bjuggu þau hjón Björn og Iris við rausn með börnum sínum um lang- an aldur. Rausn þeirra og skör- ungsskapur er í minnum haft og má tína hér til dæmi að á einu af stórafmælum húsbóndans voru meðal boðsgesta tugir íslendinga komnir um langan veg frá Winnipeg. í áfangastað var þessu fólki tekið með kostum og kynjum og því veitt gistirými eins og þurfti. Þá voru bornar fram léttar veiting- ar og fólk síðan drifið út í stærðar sundlaug á neðri hæð læknisbú- staðarins. Að því búnu var haldið að samkomuhúsi bæjarins þar sem allir sem vettlingi gátu valdið þar í dalnum vom saman komnir til að gæða sér á veisluföngum, hlusta á ræður lærðra og ólærðra og stíga að lokum dans við undirleik stór- hljómsveitar. Morguninn eftir voru rj ■ |4j ■ | 'io - j ? -to þau Björn og íris snemma á fótum til þess að undirbúa skemmtiferð í sumarbústað sinn að Nóatúnum. Þar er stöðuvatn, baðstrendur góð- ar og fiskisæld. Höfðu nú gestirnir ærinn starfa daginn þann. Sumir undu upp segl og tóku stjórann út á vatn. Aðrir rem til fískjar og fáeinir létu sig hafa það að fara í gönguferð í blíðviðrinu og rannsaka skóglendið suður af vatninu, enda þótt þar séu stundum bjarndýr í felum. Þessi stutta frásögn bregður upp mynd af búskaparháttum og umhverfí þeirra hjóna. Björn var yfirlæknir á sjúkrahús- inu í Swan River á þriðja áratug. Gat hann sér góðan orðstír í því embætti og sjálfgert að hann yrði oftlega kallaður til nefndarsetu og ráðgjafar á sviði heilbrigðismála. Var þá síst að undra að vinnudag- ur hans yrði stundum lengri en góðu hófu gegndi. Erilsamt starf á sjúkrahúsi og langar setur á lækna- fundum komu þó ekki í veg fyrir að hugurinn beindist að viðfangs- efnum sem skurðhnífur og röntgen- tæki náðu ekki til. Á sjötta áratugnum sökkti Björn sér niður í fornsögur okkar um landnám á Grænlandi og Vínlandi. Las hann þá ekki einungis flest það sem um þessi efni var að hafa, heldur fór hann sjálfur í könnunar- leiðangra um austurströnd Kanada og hætti lífí sínu í einni slíkri för í lítilli flugvél við slæm skilyrði, víðsfjarri öllum flugvöllum. Þrisvar sinnum varði hann sumarleyfi við rannsóknir á gomlu biskupaleiðinni yfír Sprengisand og örnefnum og beinakerlingum þar um slóðir. Um ofangreind efni flutti hann síðar fyrirlestra og skrifaði greinar. Enn er að geta stjamfræðivís- anna í Snorra-Eddu og Sæmundar- Eddu, höfuðviðfangsefnis Björns ofanverða ævi. Á stjörnubjörtum vetrarkvöldum lagði hann það þá í vana sinn að virða fyrir sér ýmis fyrirbæri á festingunni og leita síð- an samsvarana við þau í fornís- lenskum goðfræðiritum. Mun hann hafa verið eini læknirinn í nyrstu byggðum á sléttum Norður-Amer- íku sem iðkaði slík fræði úti í heljar- frosti á síðkvöldum. Um þessi samanburðarfræði skrifaði hann margar greinar í blöð og tímarit, flutti fyrirlestra og birti að lokum niðurstöður rannsókn- anna í tveim bókum, Stjarnvísi í Eddum (1989) og Star Myths of the Vikings (1994). Svo lærður gerðist Björn í fræðunum að vinum hans þótti stundum nóg um. Hann hafði yndi af að ræða þau við aðra og átti þá til að bera nokkuð ört á. Við úrvinnslu gagna naut hann aðstoðar stjarnfræðinga við Man- itóbaháskóla. Undruðust þeir oft hugkvæmni hans og elju. Bjöm orti ljóð og lausavísur af kúnst, bæði á íslensku og ensku, og gaman þótti honum að þýða vísur undir snúnum bragarháttum úr öðru málinu á hitt, eins og sjá má af ljóðabókum hans Bymbeglu (1975) og Bymbögum (1982). Glampar á götu (1989) og Þurrt og blautt að vestan (1990) era heiti á tveggja binda ævisögu hans. Bjöm læknir var fjölbreytilegum gáfum gæddur, framkvæmdamað- ur, duglegur og fylginn sér að hverju sem hann gekk. Hann var drengskaparmaður og bar um- hyggju fyrir samferðafólki. Á víð- feðmum málakri kenndi margra grasa hjá honum. Fomleg orð blönduðust þar öðram nýstárlegri, eins og áður er að vikið, og flest mátti finna þar í milli. Hnjóðsyrði spruttu samt ekki á þessum akri, því að hugur eigandans dvaldist á háleitara sviði. Ef til vill væri sú lýsjng á Birni Jónssyni ekki fjarri sanni að hann færi um lönd sem hressandi storm- sveipur. Kæmi hann í heimsókn hjá vinum sínum hafði hann ávallt hratt á hæli. í minni er geymt hversu hvatlega hann gekk þá til stofu. Þeim sem ekki höfðu þroskað með sér athyglisgáfu gat þá stund- BJÖRN JÓNSSON Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Hanna, Ingibjörg Aldís, Guðrún María og aðrir aðstandend- ur, ykkar missir er mikill. Megi Guð styrkja ykkur á þessari sorgar- stund. Aldís, Vignir, Guðmundur Ragnar og Valdís. Mig langar að kveðja þig, kæri vinur, sem varst hrifinn brott frá öllum á svo hörmulegan hátt. Tár mín eru tileinkuð þér, og minninguna um þig geymi ég á góðum stað, því hún verður tekin fram í góðra vina hópi. Ég sendi þér hlýlegt faðmlag í huganum og þakka þér fýrir allar góðu stundirnar, elsku vinur. Ég sendi fjölskyldu þinni, ætt- ingjum og vinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ingibjörg Heiðdal. Hilmir lenti í bílslysi og lifði ekki af, vora orð mágkonu minnar að kvöldi 14. febrúar sl. Hvað er hægt að segja, hvað er hægt að gera? Ekkert. Mannslíf er hrifíð á brott á einu augnabliki og við sem eftirlifum getum ekkert gert, sem sýnir okkur aðeins hvað við erum í raun lítils megnug þegar allt kemur til alls. Við tekur doði, síðan að reyna að gera sér grein fyrir því sem hún var að segja, og loks tekur sú hugs- un yfír allar aðrar að þetta sé ein- hver vitleysa, það geti ekki verið að Hilmir sé dáinn, hann sem var svo ungur og átti allt lífíð framund- an. Hilmir kom inn í líf Hönnu mág- konu minnar og Guðrúnar Maríu dóttur hennar fyrir rúmum þremur árum, og auðséð var að þar féllu tvö hjörtu fullkomlega saman. Og um virst að hann tyllti sér á marga stóla samtímis og fitjaði jafnframt upp á umræðuefnum sem væra síst færri en stólarnir. Undir lok ævisögu sinnar kveðst hann hafa kosið að deyja í skagf- irskt fjall og fara þannig að dæmi sýslunga síns, Kráku-Hreiðars. Má því gera ráð fyrir að innan skamms geysist um fjallið glaðari vorvindar en áður og að á stjörnubjörtum nóttum megi greina þaðan vetrar- brautina. Samkvæmt stjarnvísi Björns er sú braut jafnframt askur Yggdrasils, en hann er allra tijáa mestur og bestur, enda sjálfur Mímisbrunnur undir einni rót hans. I þeim brunni eru spekt og mann- vit fólgin. Vinir Björns Jónssonar votta fjölskyldu hans samúð. Hann sjálfan kveðja þeir að síðustu með þeirri ósk að höfundur vetrarbraut- ar og asks umbuni honum fágæta alúð við sólina, tunglið og stjöm- urnar með því að miðla jarðarbúum ríflega af viskunni hvenær sem byr gefur um háloft og himinhvolf. Haraldur Bessason. Ég var svo lánsamur að kynnast Birni Jónssyni fyrir meira en tutt- ugu áram vestur á sléttum Kanada. Það var kannski Skagfirðingurinn í okkur sem auðveldaði kynnin. Hann bjó reyndar alllangt norðan Winnipegborgar en lét sig ekki muna um að fljúga þangað á einka- vél sinni, enda voru tilefnin næg: að líta eftir sjúklingum sem hann hafði sent til stærri aðgerða á sjúkrahúsin í Winnipeg; að flytja fyrirlestra um stjarnvísi og goða- fræði við Manitóbaháskóla; og ekki síst að gleðjast með löndum sínum í höfuðvígi Vestur-íslendinga. Oft var ég gestur hans og írisar á heimili þeirra, stundum marga daga í senn, hvort sem var að vetri eða sumri. Það var kátt hjá þeim hjónum á jólunum þegar öll börnin voru saman komin á læknissetrinu í Swan River ásamt tengdadætrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.