Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 31 MINNINGAR mikil var gleðin þegar Ingibjörg Aldís fæddist fyrir tveimur árum, augasteinn föður síns, og umönnun hans á henni sem ungbami var mjög gaman að fylgjast með, svo nærgætinn var hann við þessa litlu dúkku. Það er erfítt að ímynda sér Hönnu og stelpumar án hans, því sú fjölskyldumynd sem blasti við okkur var fullkomin, og þau áttu svo margt ógert saman, framtíðar- draumurinn sem þau töluðu svo oft um og Hilmir var á leið til að at- huga betur með er slysið varð, er allt í einu að engu orðinn. Kæra mágkona og systir, Ingi- björg og Guðrún, það er erfitt að finna einhver orð sem hugga á þessum stundum, en minningarnar eigið þið allar í huga ykkar alltaf, og þær getur enginn tekið frá ykk- ur. Við sendum foreldrum, systkin- um, tengdaforeldmm og öllum að- standendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Rannveig og Sigurður. Á þriðjudagskvöldið 14. febrúar vom starfsmenn íslofts, blikk & stálsmiðju hf., að æfa keilu fyrir keilumót blikksmiðja. Sumir okkar höfðu heyrt í útvarpsfréttum að bifreiðaslys hefði orðið á Snæfells- nesi þá um daginn án þess að get- ið væri hvetjir þar hefðu verið á ferð. Þá kemur til okkar einn besti vinur Hiimis, félaga okkar, Gísli Sigurðsson, í miðjan leik. Það fór ekki fram hjá neinum á svip hans að eitthvað alvarlegt hafði skeð, en þá skýrði hann okkur frá að Hilmir hefði lent í bílslysi á Snæ- fellsnesi á leið til Ólafsvíkur og látist samstundis. Það þurfti ekki fleiri orð, því þessi harmafregn snart okkur alla og án nokkurra orða hættu allir að keila. Þarna höfðum við misst góðan vin og starfsfélaga sem hafði þann mannkost að vera allra. Hilm- ir starfaði fyrst með okkur 19 ára gamall sumarið 1980 við uppsetn- ingu loftræstikerfis og tækja í ofn- hús 2 Járnblendifélagsins á Gmnd- artanga og var þetta stærsta fag- verkefni okkar til þess tíma, en að verki loknu fór Hilmir að stunda sjómennsku og einnig stundaði hann spænskunám á Spáni um tíma. Maðurinn með ljáinn hafði áður komið nálægt Hilmi. í annað skiptið þegar hann var farþegi í bfl fyrir austan að sækja skipsfé- laga sinn úr flugvél, en þá missti hann tvo félaga sína. Einnig á sjón- um, þegar brot kom á skipið hans, en það slapp naumlega. Hilmir byijaði svo aftur að starfa með okkur í nóvember 1993 og ætlaði bara að vera tímabundið til ára- móta en örlögin höguðu því nú þannig til að hann hélt áfram. Hann naut þess að starfa við hlið félaga síns og völundarsmiðs, Gunnars, í smíði á eldvarnahurðum ásamt margskonar hlutum, því hann var fljótur að tileinka sér hlut- ina. í félagslífinu með starfsmönn- um í starfsmannafélagi íslofts var hann hrókur alls fagnaðar og skemmtilegar eru minningar úr innanhússfótbolta og ekki síst síð- ustu stundirnar á þorrablóti starfs- mannafélagsins í Skíðaskálanum laugardaginn 11. febrúar, þar sem hann var þátttakandi með sambýl- iskonu sinni, Jóhönnu. Það er erfítt að trúa því að hringing Hilmis á mánudagskvöldinu 13. febrúar til verkstjóra síns til að biðja um frí til að skjótast smá ferð til Ólafsvík- ur hafí verið sú síðasta héma meg- in. Við starfsfélagar Hilmis þökkum honum því samfylgdina með þá vissu í huga að við eigum eftir að hittast siðar. Sambýliskonu hans, móður, föð- ur, bömum og fjölskyldu biðjum við Guð að styrkja, því genginn er góður drengur. F.h. starfsfélaga íslofts, blikk & stálsmiðju hf., Garðar Erlendsson. og barnabörnum, og íslenskt hangi- kjöt á borðum. Þegar birti af nýjum degi var farið á skíði í fjalllendi skammt frá bænum þar sem Bjöm hafði haft forgöngu um að koma upp skíðalyftum og veglegum skála. Björn hafði líka yndi af að fara rríeð gesti sína á sumarsetrið í Nóatúnum. Þar beið bátur í nausti sem ýtt var á flot á vordegi út á' glampandi vatn. Bátinn hafði hag- leiksmaðurinn smíðað, sá hinn sami sem gerði ótal skurðaðgerðir á sjúklingum í norðurbyggðum Man- itóbafylkis. Útsýnisflug yfir Swan River dalinn var einnig hluti af dagskrá heimsóknarinnar. í einni slíkri ferð varð mér um og ó þegar Björn benti mér á háspennulínu og sagðist eitt sinn hafa flogið undir hana þessa. Sjálfur var Björn hvarvetna auf- úsugestur. Hann gerði yfírleitt ekki boð á undan sér. Allt í einu var hann kominn með hlátrasköllum og kannski farinn að lagfæra dy umbúnað þar sem hurð féll illa stöfum. Síðan gat hann átt það tii að setja á alllangar tölur um stjam- vísi í Eddu, alkóhólisma eða furðu- fugla úr Skagafírði. En þó að stundum virtist hann nokkuð upp- tekinn af eigin vangaveltum mátti alltaf fínna þá hlýju sem af honum stafaði, enda var hann óvenjunæm- ur á aðstæður annarra. Það var því engin furða þó börnin hændust að honum. Svo þegar minnst varði var hann farinn, og þá var dálítið tómlegt í kotinu. „Hvar er Bjössi bomm?“ spurðu börnin. Fullur poki af villtum eplum á forstofugólfinu var til sannindamerkis um að þetta hafði ekki verið draumur. írisi Muriel Reid kynntist Bjöm þegar hann var í framhaldsnámi í Winnipeg. Þá vann þessi glæsilega stúlka á sjúkrahúsi þar í borg. Þau hófu fljótlega búskap sem stóð hátt á fimmta áratug. íris hefur um langt skeið unnið af fórnfýsi og elju að málefnum fatlaðra í Manitóba. Hugðarefnum bónda síns sýndi hún mikinn skilning og stóð jafnan við hlið hans eins og klettur. Hún virtist auk þess hafa einstakt lag á að lægja þá vinda sem stundum léku um svið hetjunn- ar og skáldsins. Og saman áttu þau sér áhugamál sem einkum beindust að útivist og náttúruskoðun. Marg- ar vom skíðagöngumar þeirra á frostköldu hjarninu vestra. Og nokkmm sinnum varð hún honum samferða til íslands enda á hún hér marga vini. En nú verða þessar ferðir ekki fleiri því skyndilega hefur Bjöm bóndi lagt einn af stað í ennþá lengri ferð. Innilegar samúðarkveðjur send- um við Finna írisi og börnum þeirra hjóna, Heiðu, Nonna, Randver og Atla, sem öll búa í Kanada með fjölskyldum sínum; einnig Geir- laugu, dóttur Bjöms, og fjölskyldu hennar í Reykjavík. Baldur Hafstað. Blómastofa Friðfinns > Suðuriandsbraut 10 % 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öllkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. FELAG ISLENSKRA STORKAUPMANNA - FÉLAG MILLIRÍKJAVERSLUNAR OG VÖRUDREIFINGAR - Aðalfundur Félags íslenskra stórkaupmanna verður haldinn fimmtudaginn 9. mars 1995, kl. 14:00 í Átthagasal Hótel Sögu. Dagskrá skv. félagslögum: 1. Fundarsetning. 2. Kjör fundarstjóra og úrskurður um lögmæti fundar. 3. Ræða formanns, Birgis R. Jónssonar. 4. Ávarp gests: Davíð Oddsson forsætisráðherra. Kaffihlé. 5^ Skýrsla stjómar. Ársreikningar 1994. Fjárhagsáætlun FÍS 1995. 6. Yfirlit um starfsemi sjóða. 7. ÍSLENSK VERSLUN - skýrsla formanns. 8. Lagabreytingar. 9. Kjör formanns. 10. Kjör til stjómar. 11. Kjör tveggja endurskoðenda og tveggja til vara. 12. Kosið í fagnefndir. 13. ÍSLENSK VERSLUN - kjör fjögurra stjómarmanna og fjögurra varamanna. 14. Ályktanir. 15. Önnur mál. 16. Fundarslit. Félagsmenn em hvattir til að fjölmenna. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu félagsins í síma 588 8910 Birgir R. Jópsson formaður FÍS Davíð Oddsson forsætisráðherra auua aiiua aiiua aiuia aiuia aiuia auua aiuia 03 0) 03 S 03 03 5 53 s 03 £ 03 03 £ 03 03 £ 03 03 i 03 03 6 03 Fermingartilboð aiUia NSX-400 Front surround 3-diska geislaspilari Einnar snertingar upptaka BBE kerfi fyrir tæran hljóm SUPER T-BASSI Hægt er að tengja myndbandstæki við stæðuna KARAOKE hijóðkerti með DIGITAL ECHO og sjálfvirkum radddeyfi sem deytir raddir á geisiadiskum, segulbandi og útvarpi þegar sungið er meö hljóðnema. Hægt er að tengja 2 hljóðnema viö stæðuna 32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og svefnrofi Eintalt segulband Fullkomin fjarstýring fyrir allar gerðir Tengi fyrir aukabassahátalara (SUPER WOOFER) Segulvarðir hátalarar með innbyggðu umhverfis hljómkerfi (Front surround) Verð áður kr. 75.580 Verð nú kr. 59.900 stgr. a d) Raðgreíöslur til allt að 24 mán. Raðgreiðslur til allt að 36 mán. Til alltað36mán. 3 D (NdulO ÁRMÚLA 38 (Selmúlamegin), 105 Reykjavík SÍMAR: 31133 813177 03 £ 03 0) 6 03 03 £ 03 03 £ 03 03 £ 03 03 £ 03 0) £ 0) e £ 03 03 £ 03 03 atuia aiu/a aiu/a aiuia auua aiuja aiu/a anua
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.