Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar GUÐRÚNAR ÁSGEIRSDÓTTUR, Aðalstræti 17, ísafirði. Margrét Kjartansdóttir, Rannveig Kjartansdóttir, Guðmundur E. Kjartansson, Bryndís Jónasdóttir, Ásgerður Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÓLFUR SVEINSSON, Efstahjalla 21, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 27. febrúar kl. 13.30. Jarðsett verður í Grindavíkurkirkjugarði. Þeir sem vildu minnast hans, láti Hjarta- vernd njóta þess. Filippía Kristjánsdóttir, Torfi Þórólfsson, Sigriður Gunnarsdóttir, Almar Þórólfsson, Hrefna Pétursdóttir, Árni Þórólfsson, Ásla Fossádal, Már Þórólfsson, Eva Þórólfsdóttir, Guðmundur Þorsteinsson, Kristinn Þórólfsson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. t Hjartans þakklæti færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og vináttu við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur, afa og langafa, GUNNARS GUÐJÓNSSONAR, starfsmanns Strætisvagna Reykjavíkur, Ásgarði 40. Sóiveig Sigurðardóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ásgeir Kaaber, Jóhanna Gunnarsdóttir, Hjörtur Jónsson, Erla Gunnarsdóttir, Ástþór Gíslason, Sigurður Gunnarsson, Magnea ísleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa okkar, KARLS ÞÓRÓLFS BERNDSEN, Strandgötu 10, Skagaströnd. Fríða Hafsteinsdóttir, Karl Berndsen, Laufey Berndsen, Ágúst Jónsson, Ernst Berndsen, Þórunn Óladóttir, Friövin Ingi, Eyþór Örn, Mikael Karl, Jón Ernst, Fríða Mónika. t Við þökkum innilega öllum þeim, er auðsýndu okkur og fjölskyldu okkar samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, ömmu og langömmu, ELÍSABETAR KRISTINSDÓTTUR Skúmstöðum, Eyrarbakka. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvalla á Eyrarbakka. Gunnar Hvammdal, Elsa Kristinsdóttir, Páll Kristinsson, Unnur Kristinsdóttir, Guðbjörg Kristinsdóttir, Jón G. Kristinsson, Loftur Kristinsson, Guðmundur Indriðason, Ester Ragnarsdóttir, Arnar Árnason, Jón Áskell Jónsson, Ingveldur Guðnadóttir, Erla Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tðlvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-. kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld ( úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega linulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skfmarnöfn sln en ekki stuttnefni undir greinunum. MINNINGAR_____ STEINÞÓR INGVARSSON + Steinþór Ingvarsson fædd- ist í Þrándarholti, Gnúp- verjahreppi, 23.7. 1932. Hann lést á Landakotsspítala 16. febrúar síðastliðinn. Útför hans fór fram frá Skálholtskirkju 26 febrúar sl., en Steinþór var jarðsettur í Stóra-Núpskirkju- garði. ÞRÁTT fyrir að ég muni lítið eftir afa frá mínum yngstu árum vegna búsetu minnar erlendis minnist ég góðmennsku hans og þegar ég varð eldri átti ég meiri tíma með honum í sveitinni í sumarleyfi mínu og man þann tíma vel, þótt smá tungumála- erfiðleikar hafí verið þar sem ég er enskur og íslenska mín og enska afa var takmörkuð. Þó gátum við samt skilið hvor annan. Við fórum gjaman að veiða sam- an, gefa kindunum og líta eftir kjúkl- ingunum og allt það sem þurfti við búskap. Þá náðum við að mynda náið samband. Ég minnist atviks þegar ég ákvað í leyfísleysi að taka Löduna þegar allir vom í burtu. Ég bakkaði bílnum á dráttarvélina og beyglaði báðar hurðir. Ég man hvað ég hræddist hvað sagt yrði við mig þegar þau kæmu til baka en eins og það atvikaðist kom afí fyrstur heim og sagði í mildum en ákveðnum tón: „Af hveiju gerðir þú þetta?“ Það var allt og sumt og allt það sem hann þurfti að segja til að láta mig skilja hvað ég hafði gert. Afí hafði lag á að segja hlutina á þann veg að það fékk mann til að hugsa. Hann var mjög heiðarlegur við fólk og það sem hann sagði meinti hann og hefði aldrei lofað neinu sem hann ekki gat staðið við. Það ár sem ég bjó á íslandi var ég vanur að fara í sveitina um hveija helgi og ég bjó þar svo í 4 mánuði yfír sumarið þegar ég vann í Ámesi. Við vomm vanir að fara saman í vinnuna á hveijum morgni. Það ár og það sum- ar virkilega kynntist ég honum vel og allir tungumálaerfíðleikar hurfu með nánari samvistum. Á þessari stundu langar mig að segja hvernig afí var í mínum aug- um. Hann var góður og umhyggju- samur persónuleiki sem ávallt hugs- aði fyrst um aðra. Hann var ástkær fjölskyldufaðir og þurfti ekki að sanna neitt fyrir neinum. Hann var ákveðinn en sánngjam maður sem vildi ekki láta vorkenna sér né láta hafa fyrir sér og fannst menn heldur ekki ættu að vorkenna sjálfum sér. Afi hafði alltaf lag á að láta mann hlæja og sjá björtu hliðamar á mál- unum. Hann var heiðarlegasti maður sem ég hef kynnst og á eftir að kynnast. Hann lagði hart að sér við alla vinnu og gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Mér finnst erfitt að lýsa honum svona á prenti en ég veit að allir þeir sem þekktu hann eru mér sammála. Ég mun sakna hans sárt en minningar mínar um hann lifa alla tíð. Ross Þór. „Dáinn, horfinn" harmafregn! Hvilíkt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. (J.H.) Góður drengur er genginn langt um aldur fram. Öðrum læt ég eftir að rekja ævi- og starfsferil Stein- þórs. Þessum fátæklegu orðum mín- um er einkum ætlað að vera þakkar- kveðja fyrir góð og gefandi kynni. Hógværð og ljúfmennska ein- kenndu allt far hans. Þannig hrósaði hann sér ekki af eigin verkum né heldur eignaði hann sér það gott sem aðrir höfðu gert. Hann kaus fremur hægð og lipurð en æsing til að koma málum í höfn. Þannig hafði hann kosti stjómandans að hlaupa ekki um of eftir óskum og kröfum hvers og eins heldur að velja besta kostinn að vel íhuguðu máli; hann flanaði ekki að neinu. Þessi aðferð er ekki öllum að skapi og þykir þá ýmsum lítið gert og hægt miða. Oftar en ekki reynist þó affarasælla að taka nokkur smá skref en fá og stór. Til Steinþórs var gott að leita og greiddi hann fúslega úr spumingum byijandans. Það fékk ég að reyna þegar ég varð oddviti Skeiðahrepps árið 1990. Þar sýndi hann, eins og jafnan, að hann var góður ná- granni. Það reyndist mér bæði mikil uppörvun og styrkur að geta leitað til oddvita með reynslu og sem væri svo fús að miðla henni til annarra. Æðmleysi og réttsýni vom hans aðalsmerki en tvöfeldni og hræsni voru eiginleikar honum lítt að skapi. I samstarfi var hann lipur og kom iðulega auga á farsæla lausn. Hon- um var ekki tamt að hafa hátt né að hafa sig mikið í frammi. Á fund- um tók hann til máls til að segja eitthvað sem skipti máli; bæta ein- hveiju við en ekki bara til að vera sammála síðasta ræðumanni eða láta á sér bera eins og stundum gerist. Þess vegna var á hann hlustað og tillögur og orð hans metin að verð- leikum. Þannig lagði han gott til í hveiju máli sem hann kom að. Samstarf uppsveita Ámessýslu hefur verið blómlegt og sífellt að aukast. Þar ber hæst heilsugæslu- stöð í Laugarási, byggingafulltrúa og samvinnu um nýsköpun í atvinnu- málum. Til að svona samvinna geti gengið þarf ákveðið jafnvægi milli heildarhagsmuna og eigin hagsmuna að ríkja. Þama komu einnig fram kostir Steinþórs. Þrátt fyrir mikinn metnað fyrir sína sveit missti hann aldrei sjónar á heildarhagsmunum héraðsins. Eitt var það enn í fari Steinþórs sem verkaði sterkt á mig. Hann átti mjög erfítt með að tala illa um fólk. Hann virtist hafa einstakt lag á að beina athyglinni að því góða í hveij- um manni. Steinþór var þægilegur í um- gengni og dagfarsprúður. Þeir sem honum kynntust urðu ríkari og betri menn á eftir. Undanfarið hefur Steinþór háð hetjulega baráttu við sjúkdóminn sem að lokum hafði betur. Með þrautseigju og dugnaði tókst að halda sjúkdómnum í skefjum um tíma. í veikindum hans var eigin- kona hans honum ómetanleg stoð og stytta. Þungur harmur er kveðinn að eig- inkonu, ættingjum og öllum þeim sem þekktu Steinþór Ingvarsson. Það er huggun harmi gegn að minn- ingin um góðan dreng lifir. Megi góður Guð styrkja aðstandendur og vini í sorg þeirra. Kjartan Ágústsson. Steini, eins og hann var alltaf kallaður, ólst upp í Þrándarholti í stórum systkinahópi. Það var nokkuð stór hópur barna frá Sandlæk, Sandlækjarkoti, Skarði og Þrándarholti sem var að alast upp fyrir miðja öldina f góðu ná- grenni. Með okkur þróaðist góð vin- átta, sem virðist ætla að endast okkur ævilangt. Minningar frá þess- um árum eru dýrmætur fjársjóður, sem yljar og vermir og alltaf er nóg eftir. Við fórum vorum saman í skóla þó að það dreifðist eftir aldri, við störfuðum saman í ungmennafélagi og kór þegar við eltumst, við störf- uðum saman að votheysheyskap á sumrin. Einnig fórum við á samkomur og böll saman, því að í Þrándarholti var til Ford-vörubíll. Fordinn og Steini urðu óaðskiljanleg hugtök eftir að eldri bóðir Steina var farinn að heim- an. Það var kalt að standa aftan á vörubíl í sparifötunum og var því oft hrúgað fólki fram í Fordinn meira en lög leyfðu. Gat þá orðið erfitt að finna gírstöngina undir nælonsokkum og hýjalíni. En allt var þetta gaman. Steini fór eins og fleiri í Héraðs- skólann á Laugarvatni. Seinna fór hann þangað í svokallað smíðadeild og smíðaði sér þar fallegt og gott skrifborð. Þar hafði smíðakennarinn þau orð um hann, í mín eyru, að hann væri listasmiður. Ekki lagði hann þó smíðar fyrir sig, heldur reisti hann nýbýli í Þránd- arholtslandi ásamt eiginkonu sinni og kölluðu þau það Þrándarlund. Steini var þannig einn af nokkrum úr bamahópnum, sem fyrr var nefndur, sem fóru hvergi en kusu sér starfsvettvang á heimaslóðum. Það varð til þess að vináttan hélt áfram í næsta ættlið. Steini og Þorbjörg áttu fallegt og hlýlegt heimili, þar var ætíð gaman að koma og vil ég hér þakka fyrir það. Það er ætíð erfitt að sjá á bak góðum dreng, góðum vini og félaga, en samt má þakka fyrir góðar minn- ingar, sem við höfum af kynnum við hann. Við sendum eftirlifandi eiginkonu, börnum þeirra og bamabömum, aldraðri móður og systkinum Steina bestu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styðja þau og styrkja. Fyrir hönd systkinanna frá Sand- læk og fjölskyldna þeirra, Loftur S. Loftsson. Þegar ég sest niður og reyni að skrifa nokkur minningarbrot um vin minn og nágranna Steina í Þrándar- holti, eins og hann var alltaf kallaður af okkur sveitungum hans, hlaðast upp minningar um góðan dreng. Ég man ekki eftir mér öðm vísi en hann væri einn af föstu punktunum í lífi mínu, í leik og starfí. Á sumrin voru ætíð margir krakk- ar, bæði í Þrándarholti og á Stöðul- felli. Öll lékum við okkur saman eins og systkinahópur, enda var hægt um vik þar sem túnin á bæjunum liggja saman. Steini var oft nálægur og alltaf var það þannig að hann gaf sér tíma frá erli dagsins til að glett- ast við okkur krakkana og stríða okkur svolítið. Aldrei man ég þó eft- ir því að nokkur færi að skæla eða sárindi sætu í okkur. Öllum þótti hins vegar vænt um hann því hann var ætíð reiðubúinn að leysa þann vanda sem upp kom í daglegu amstri okkar. Á vetuma, þegar ekki var verið í skólanum, þótti það sérstakt sport að fá að fara með Steina að gefa fénu því sjaldan var hann svo tíma- bundinn að ekki gæfíst tími til að leika sér svojítið með okkur. Þannig var Steini. Ég man aldrei eftir að hann skipti skapi þó sjálfsagt hefði stundum verið tilefni til þess. Hann var þó fastur fyrir og fylginn sér við hvaðeina sem hann tók sér fyrir hend- ur. Ungur fór hann að búa á móti foreldrum sínum, Ingvari og Hall- dóru, í Þrándarholti og kom þá fljótt í ljós að hann hafði fengið í vöggug- jöf snyrtimennsku foreldra sinna og verklagni. Honum vannst allt vel sem hann tók sér fyrir hendur. Það þótti því fljótt sjálfsagt að biðja hann um hjálp ef einhvers staðar var verið að byggja hús eða eitthvað annað var á döfínni sem krafðist verklagni og útsjónarsemi. Byggingar hans sjálfs bera þessum kostum hans vitni. Þar var unnið af alúð og smekkvísi var hvarvetna í fyrirrúmi. Árin liðu og ég fór sjálfur að búa á Stöðulfelli. Þá var gott að leita til Steina um hin margvíslegustu mál. Þetta samband varð síðan smám saman gagnkvæmt og úr varð góð vinátta tveggja bænda sem aldrei bar skugga á. Á síðari árum hætti hann smám saman búskap og helgaði sig starfí oddvita Gnúpveija sem hann var fyrst kosinn til árið 1974. Þar mátti greina sömu kosti og í búskapnum. Allt var á sínum stað og ekki hlaupið frá hálfkláruðu verki. En Steini stóð ekki einn. Hann eignaðist einstaka konu, Þorbjörgu Aradóttur, sem ekki var síður smekk- vís og fáguð í verkum sínum. Um það ber heimili þeirra góðan vitnis- burð, að ógleymdum garðinum sem þau hjón hófu að rækta fljótlega eft- ir að þau byggðu íbúðarhúsið og stofnuðu nýbýlið Þrándarlund árið 1966. Nú þegar leiðir skilja eftir mörg ár góðrar vináttu er mér efst í huga þakklæti fyrir að fá að kynnast svo einstökum manni. Elsku Bubba, Helga, Anna Dóra, Ari og Þröstur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Oddur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.