Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ártúnsholt Einstakt tækifæri - 2ja íbúða hús Vorum að fá í sölu óvenju vandað og glæsilegt hús á allra besta stað í Ártúnsholti. í húsinu eru tvær íbúðir: Önnur er ca 230 fm með inn- byggðum bílskúr, hin er ca 120 fm með sérinngangi. Frábært útsýni vestur yfir borgina úr báðum íbúðunum. Stærri íbúðin er með 5 svefnherbergjum, 2 stofum, holi, eldhúsi, baði, þvottahúsi og geymslum. Minni íbúðin eru 2 svefnherbergi (geta verið 3), 2 stór- um stofum, baði, eidhúsi, þvottahúsi og geymslu. Þetta er eign fyrir fjársterkan kaupanda sem vill aðeins það besta. Eignaskipti möguleg. MINNINGAR ÞDHiDOLY f mnm OPIÐ í DAG 13-15 AUSTURBÆR-KÓP. Innst á Álfhólsvegi vorum við að fá fallega 75 fm fb. á 2. hæð ásamt 26 fm bílskúr í fjórbýli. Glæsilegt ústýni. Parket. Fal- legur garður. Lftið áhv. Verð 7,7 millj. LAUGAVEGUR. Óvenju skemmtileg um 135 fm rishæð f þessu virðulega húsi. Húsið er allt f mjög góðu standi, jafnt innan sem utan. Ib. skiptist f stórar stofur með svölum, hjóna- herb. með fataherb. inn af, 2 barnaherb., baðherb. með kari og sturtuklefa og eldhús með hvftum innr. Eign í sérflokki. AFLAGRANDI -TIL AFHENDINGAR STRAX. Raðhús á tveimur hæðum með innbyggöum bílskúr um 207 fm. Á neðri hæð eru stofur og eldhús og á efri hæð eru 4 herb. og fjölskylduherb. Húsið skilast fullb. að utan en tilb. u. trév. að innan. Til afh. nú þegar. Verð 13,9 millj. URÐARSTÍGUR - EINBÝLI Vorurn að fá í sölu sambyggt I einbýli á tveimur hæðum um 80 fm. Húsið er endumýjað að hluta. Fllsar á gólfum. Ný eldhúsinnrétting. Verð 6,2 millj. SUÐURLANDSBRAUT 4A KLARA JONSDOTTIR ■4- Klara Jónsdótt- ‘ ir fæddist á Lambeyri við Tálknafjörð hinn 7. nóvember 1921. Hún lést í Hafnar- firði hinn 16. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Guðmundsson og Ingibjörg Helga Guðmundsdóttir. Eftirlifandi systk- ini hennar eru Marteinn, Magnús og Guðrún og hálf- systirin Guðleif. Hinn 14. júlí 1945 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Guðmundi Siguijóni Hjálm- arssyni, f. 7. september 1917 á Grænhóli á Barðaströnd. Varð þeim fimm bama auðið. Þau eru: Guðmundur Snorri, f. 1946, maki Ásta Jónsdóttir, búsett í Grindavík; Samúel Jón, f. 1947, maki Guðfinna Sigurð- ardóttir, búsett í Reykjavík; Hjálm- ar Jón, f. 1954, maki Hafdís Harð- ardóttir, búsett í Reykjavík; Ingi Gunnar, f. 1955, maki Gróa Guð- mundsdóttir, bú- sett í Hafnarfirði; Hugrún Ósk, f. 1958, maki Sveinn Einarsson, búsett í Hafnarfirði. Bamabörnin em 18 og barnabamabörnin 4. Klara ólst upp á Patreks- firði frá tveggja ára aldri en fluttist að Grænhóli á Barða- strönd við giftingu árið 1945 og bjó þar upp frá því. Jarðar- för Klöm fer fram frá Haga- kirkju á Barðaströnd á morg- un og hefst athöfnin klukkan 14.00. ELSKU amma. Lífíð er ekki alltaf eins og við vildum að það væri. Stundum líður okkur vel og stundum líður okkur illa. Núna líður okkur illa því að þú ert horfín okkur. Við söknum þín alveg óendanlega mikið og það verður erfítt að hafa þig ekki héma hjá okkur lengur en við verðum að reyna að sætta okkur við þenn- an mikla missi og muna að þér líð- ur betur fyrir handan. Eitt sinn verða allir menn að deyja, við vitum það, en samt er svo erfitt að sætta sig við það þegar að því kemur. Við hugsum um allar þær góðu stundir sem við áttum með þér og hversu ömurleg tilveran verður án þín því að það getur aldrei neinn komið í þinn stað. Við viljum svo láta þig vita að þótt þú sért horfín á braut mun minning þín alltaf lifa í sálum okk- ar því okkur þykir svo vænt um þig. Elsku amma, við sjáumst í Nangíala. Elsku afí, við vonum að Guð gefí þér styrk til að takast á við þennan mikla missi og mundu að þú átt okkur alltaf að. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of skjótt. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifumar ég reyndar sé þig alls staðar, það næðir hér og m'stir mig. (Vilhjálmur Vilhjáimsson.) Sædís, Særún, Hafþór og Hafliði. GUNNAR GUÐJÓNSSON 4* Gunnar Guðjónsson fædd- * ist í Saurbæ á Vatnsnesi í V-Húnavatnssýslu 7. ágúst 1925. Hann lést á Landakots- spítala 12. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 20. febrúar. GUNNARS Guðjónssonar minnist ég fyrst austur á landi þegar hann, Sólveig og tvær eldri dætur þeirra komu í sínar árlegu heimsóknir að Ósi til foreldra Sólveigar. Dvaldi ég þá á Ósi hjá afa mínum og ömmu. Ferðast var á sendiferðabfl Gunnars, en hann stundaði þá akstur sendiferðabfls með sinni föstu vinnu hjá SVR. Að fara frá Reykjavík og austur á land var ekki líkt því sem er nú, ekki var búið að opna syðri leiðina og vegir voru líkari troðningum á köflum en vegum og opna og loka þurfti tugum, ef ekki hundruðum hliða á þessari leið. Þetta breytti engu um ferðir þeirra Gunnars og Sollu. Ofarlega í þeirri minningu er hversu gott samband Qölskyldunn- ar var og ástúðlegt enda var Gunn- ar sérstakt ljúfmenni. Þó að Gunnar væri ekki há- launamaður og fjölskyldan nokkuð stór kom það ekki í veg fyrir að hann byggi fjölskyldu sinni fallegt heimili í Asgarði 40 hér í borg og hefur þar oft verið líf og fjör enda Qölskyldan samhent. Það var gaman að hitta Gunn- ar, hann var ræðinn og hafði gam- an af að segja frá. Sérstaklega voru bflar honum hugleiknir og fylgdist hann vel með framförum á því sviði fram á síðasta dag. Það var iengi hlutverk Gunnars og Sollu að taka á móti ættingjum að austan sem erindi áttu í bæinn og gistu þeir hjá þeim, mislengi eftir erindum. Móttakan var ætíð á sama veg, eins og slíkt væri sjálf- sagður hlutur og allir velkomnir. Sem unglingur varð ég oftar en einu sinni aðnjótandi gestrisni þeirra hjóna. Þó að ég hitti Gunnar ekki oft hin síðari ár vildi ég með þessum línum votta honum virðingu mína sem persónu sem eftirsóknarvert var að hitta sem oftast og eiga samskipti við. Sólveigu, bömum og öðrum ná- komnum votta ég hluttekningu mína og veit að minningin verður björt. Sigurður Ingólfsson. Mig langar að senda vini og vinnufélaga lokakveðju i örfáum orðum, sérstaklega þar sem ég komst ekki í jarðarförina vegna veikinda. Ég kynntist Gunnari þeg- ar ég hóf störf hjá Strætisvögnum Reykjavíkur árið 1989. Nokkrum árum seinna tókum ég og mín fyrr- verandi unnusta íbúð af honum á leigu í kjallaranum heima hjá þeim hjónum. Gunnar hóf störf hjá Strætisvögnum Reykjavíkur árið 1946. Hann var alla tíð hörkudug- legur og mjög samviskusamur. Síðustu árin sá hann um ýmiss konar bókhald hjá fyrirtækinu. Meðan þau Sólveig voru að koma sér þaki yfír höfuðið, tók hann að sér hreingemingar ásamt einum öðrum. Þar sýndi sig best hversu nákvæmur og vandvirkur Gunnar var. Eftirspumin eftir þessari þjón- ustu var það mikil að færri fengu að njóta en vildu. Það er ekki langt síðan enn var leitað eftir þessari þjónustu. Meðan ég leigði hjá Gunnari kynntist ég þeim Sólveigu mjög vel. Ég hef hvergi kynnst eins mikilli gestrisni og fundið fyrir eins mikilli hjartahlýju og hjá þeim hjónum. Það var ósjaldan sem ég mætti Gunnari þegar hann var að dytta að húsinu um það leyti sem ég kom heim á daginn. Þá tók hann sér yfirleitt hlé og tók ekki annað í mál en maður þægi kaffí- sopa með þeim hjónum. Þar beið manns iðulega hlaðborð af veiting- um. Annað dæmi um örlæti og umhyggju Gunnars er að hann tók með sér á hveijum morgni mikið af smurðu brauði og deildi meðal vinnufélaganna. Gunnar hafði gaman af að spjalla um allt tengt líðandi stundu og miðla af reynslu sinni. Það var ósjaldan sem maður fékk góð ráð hjá honum. Ég átti margar notalegar stundir hjá þeim hjónum og það myndaðist mikið tómarúm í huga mínum eftir andl- át hans. Ég færi Sólveigu og öðrum vandamönnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þór Hreinsson. HREFNA BJÖRG AÐALSTEINN RAFN OG KRISTJÁN NÚMI HAFSTEINSBÖRN Fersk blóm og skreytingar við öll tækifæri Persónuleg þjónusta. Fákafeni 11, sími 689120. Inuni'ini'ii'H-ii'ii-innnrtrirw + Systkinin Hrefna Björg, f. 10.8. 1987, Kristján Númi, f. 7.10. 1990, og Aðalsteinn Rafn, f. 29.9. 1992, létust í snjóflóðinu á Súðavík 16. jan- úar síðastliðinn og fór útför þeirra fram frá Dómkirkjunni 25. janúar. ÉG BIÐ þess að Guð verði með fallegu og góðu systkinunum, Hefnu Björgu, Kristjáni Núma og Aðalsteini Raftii, sem létust í snjó- flóðinu á Súðavík. Ég bið Guð einn- ig að vera með foreldrum þeirra, Berglindi og Hafsteini. „Eg mun leggja lög mín í hug- skot þeirra og rita þau á hjörtu þeirra. Ég mun vera Guð þeirra og þeir munu vera lýður minn.“ (Hebr. 8,10.) Hafsteinn, Berglind, Valla og aliir aðrir aðstandendur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur og hugga í ykk- ar þungbæru sorg og ieiða ykkur áfram. Guð geymi yndislegu böm- in ykkar og varðveiti minningu þeirra. Stefán Lund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.