Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Dýraglens Tommi og Jenni Foréat>u þer! TömmS? Oh,, Fawu , er ci efi ',r niert k Cjetar mio o Aáéd þerf Ljóska Hver er þessi Allah? Frá Þorkeli Ágústi Óttarssyni: HINN 15. febrúar birtist grein í blað- inu undir nafninu „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“ eftir Unni A. Hauksdóttur og langaði mig að þakka henni innilega fyrir hana en einnig að fjalla eilítið um málið. í greininni segir Unnur frá því að hún hafi rekist á setningu í barna- bókinni „Trillurnar þrjár, með Alí Baba og 40 ræningjum" þar sem stóð um araba: „Svona geta þeir verið grimmir og eru enn í dag, þessir arabar, en þeir trú á annan Guð, sem þeir kalla Alla og er Múhameð spámaður hans.“ Unnur lýsti yfir hneykslun sinni á því að svona fordómar skyldu vera í barnabók og benti réttilega á að við Vesturlandabúar getum ekki státað yfir því að hafa hagað okkur betur en arabar í tímans rás og að það væri rangt að dæma íslam af verkum nokkurra ofstækistrúar- manna. Það er sjaldan sem maður rekst á að einhver taki á þessu máli af svona miklum þroska og fordómaleysi og kann ég henni mikl- ar þakkir fyrir, en mig langar að fjalla um annað í þessaii skamm- arlegu tilvitnun úr umræddri bók, en það er sú fullyrðing að „þeir trúa á annan Guð, sem þeir kalla Alla“. Guð hefur mörg nöfn Það er ótrúlega útbreiddur mis- skilningur að múslimar trúi á annan Guð en kristnir, vegna þess eins að þeir kalla hann Allah, þótt það þurfi ekki nema smá tungumálakunnáttu til þess að komast að því að flestar þjóðir gefa Guði mismunandi nöfn. Það að hann heitir Zoti í einu landi, Allah í öðru og Jahve í því þriðja gerir hann ekki að þrem mismun- andi guðum! Einnig þarf ekki nema að fletta Kóraninum, sem nú er til í íslenskri þýðingu Helga Hálfdanar- sonar, til að komast að raun um að Múhameð er að tala um sama Guð og kristnir trúa á, enda viðurkenna múslimar Krist sem boðbera Guðs. Kóraninn gengur að mestu leyti út á það að segja frá því sem stendur í Gamla og Nýja testamentinu þar sem Allah gefur Móse boðorðin tíu og sendir engil til Maríu, svo eitt- hvað sé nefnt. Þetta ætti að vera nóg til þess að sýna fram á að um sama Guð er að ræða í báðum trúar- brögðunum. Fáfræði og fordómar Okkur ber að varast að dæma um þá hluti sem við þekkjum lítið sem ekkert til og að trúa öllu því sem við heyrum um múslima í fjölmiðlum sem nýju neti, því þær fréttir eru flestar mjög litaðar af fordómum og í áróðursstíl. En bók Jóns Orms Halldórssonar „Atakasvæði í heim- inum“ tekur ágætlega á þessu máli. Einnig finnst mér það merkilegt að ef kristnir gera eitthvað rangt af sér í nafni trúarinnar er það til vitnis um siðleysi þeirra einstaklinga sem það framkvæmdu, en þegar múslimar framkvæma svipað ódæði er þjóðinni allri, og trúnni þar með, kennt um og sökuð um siðleysi. Ber þetta ekki vott um fáfræði og for- dóma? Fjarlægðirnar á milli landa eru nær engar í dag og því er menning okkar orðin heimslægari en áður fyrr og það er ein ástæðan fyrir því að við verðum að vinna að því að útrýma fordómum og hatri á milli þjóða, en ekki ala á þeim, ef við viljum að einhvern tímann komist á heimsfriður. Enda væri annað ekki kristið líferni, þar sem Kristur umg- ekkst alla í ást og bræðralagi, sama hvaðan eða hverjir þeir voru. ÞORKELL ÁGÚST ÓTTARSSON, Samtúni 20, Reykjavík. Dresden Frá Lúðvík Vilhjálmssyni: ÞANN 9. marz sl. voru fimmtíu ár liðin frá tveggja daga árás banda- manna á borgina Dresden í Þýzka- landi. Fjölmiðlar á íslandi gátu um þetta, en á nokkuð einkennilegan hátt að mati undirritaðs. Stöð tvö taldi að 35.000 manns hefðu látist í þessari árás, og Ríkissjónvarpið sagði að „allt að því 35.000 manns" hefðu fallið þessa tvo daga. í þeim bókum sem ég hef lesið er talað um vel á annað hundrað þúsund manns. Hvar er þessi mis- munur? Eru mínar tölur bara bull og þvaður? Ég fór aftur í mínar sagnfræðibækur til að vita hvort mér væri að förlast minni, en sá að svo var ekki. Ekki skal ég vitna í einhveija sagnfræðinga sem eru af- greiddir sem „nýnazistar" til að ekki þurfi að taka mark á rannsóknum þeirra (gömul og margreynd Grýla, þegar menn brestur rök). En mig langar til að vitna í mann sem ekki er hægt að væna um nazisma að neinu leiti, en hann heitir Sir Robert Sundby, Flugmarskálkur RAF (k.c.b., k.b.e., m.c., d.f.c., a.f.c.). Þessi maður var helsti aðstoðarmað- ur Arthurs „Bomber“ Harris, sem var yfirmaður sprengiflugflota Breta á stríðsárunum. Sir Sundby tekur fram að hann sjálfur og Harris beri enga ábyrgð á þessari árás (en Harr- is og Churchill hentu þeim bolta á milli sín meðan báðir lifðu, en að endingu var fallist á að þetta væri í raun Stalín að kenna!). Sir Robert segir að 135.000 manns hafi látist í árásinni, og er það nokkuð öruggt að hann hefur frekar verið í neðri kantinum, enda í hálfgerðri varnar- stöðu sjálfur. Hann minnist þess einnig að í árásinni á Hiroshima hafí „aðeins" 71.379 manns fallið, þannig að ekki þarf að gera lítið úr „venjulegum" (conventional) aðferð- um. Hann man það einnig að Dresd- en hafi ekki haft neina hernaðarlega þýðingu. Borgin var yfirfull af flótta- fólki sem flúði í skelfingu undan Rauða hernum. Fátt var um varnir, þar sem Þjóðveijar bjuggust einfald- lega ekki við að ráðist yrði á þessa borg sem enga hernaðarlega þýð- ingu hafði. Þessi árás var hrein og klár terroristaárás sem hafði þann eina tilgang að drepa saklausa borg- ara í sem mestu mæli. Að sjálfsögðu var enginn kallaður til saka vegna þessa glæps í Núrenburg eftir stríð- ið, enda vildi svo heppilega til að glæpir voru aðeins framdir af þeim aðila sem tapaði. Mig langar til að forvitnast um hvar sagnfræðingar sjónvarpsins grófu upp töluna 35.000. LÚÐVÍK VILHJÁLMSSON, Hvassaleiti 15, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbðk verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu afni til biftingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.