Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Til fölu ot IDiðhvammur í Aðaldal Eitt stæsta kúabú landsins er til sölu. Framleiðsluréttur í mjólk er 153.000 lítrar. Góður vélakostur. 190 fm íbúðarhús. Nánari upplýsingar gefur Garðar í síma 96-43521 næstu daga. Þórður Óskarsson M.R.C.O.G. og Guðmundur Arason F.A.C.O.G. Höfum opnað lœkningastofu í Lœknamiðstöð Austurbœjar, Hóteigsvegi 1. Kvensjúkdómar og fœðingarhjálp ómskoðanir grindarhols kvenna Tímapantanir virka daga kl. 9—16 Símar: 5522900 og 5622121 KAUPUM Handprjónaðar hnepptar lopapeysur og íslenskt framleiðsluskraut og gjafavörur. Upplýsingar mánudag milli kl. 10-12, þriðjudag kl. 4-6. KRINGLUNNI, SÍMI 689960 Mini Van Flestar USA tegundir. Pick up flestar tegundir. EV BILAUMBOÐIÐ, Egill Vilhjálmsson hf Smiðjuvegi 4 Kópavogi sími 55-77-200. Suzuki og flestar tegundir USA jeppa I DAG COSPER MÁ ég sjá stéttarfélagsskírteinið þitt, vinur. BRIPS llmsjón Guðmundur Páll Arnarson TÍGULLINN 3-3, laufás réttur eða spaðadrottning önnur. Ef aðeins er litið á spil NS kemur í ljós að 6 hjörtu vinnast ef eitthvert af áðumefndum skilyrðum er til staðar. Suður gefur; allir á hættu. Norður 4 ÁK6 V DJ087 ♦ ÁK732 ♦ G Vestur ♦ D10972 V 62 ♦ 95 4 ÁD104 Austur 4 8 V 43 ♦ DG106 4 986532 eðlilegasta spilamennska að prófa tígulinn fyrst og spila svo laufi að kóngnum. Loka- tilraunin væri síðan að toppa spaðann. Ekkert gengur. En eftir ströglið horfir málið öðruvísi við. Vestur á að öll- um líkindum laufásinn og spaðadrottningu vel valdaða. Með því að gera ráð fyrir því má vinna spilið þó svo að tígullinn komi ekki 3-3. Sagnhafi tekur strax ÁK í tígli og trompar hátt. Fer næst inn í borð á hjarta og trompar tígul. Þá er spaða spilað á ás og laufi hent nið- ur í fimmta tígulinn! Staðan er þá þessi: Norður 4 K6 f 108 ♦ - 4 G Suður 4 G543 ▼ ÁKG96 ♦ 84 4 K7 Vestur Norður Auslur Vestur 4 D109 V - ♦ - 4 ÁD Austur ♦ - ¥ - ♦ - * 98653 2 spaðar 4 grönd 6 hjörtu Allir p Suður 1 hjarta 3 hjörtu 5 hjörtu** * tvö lykilspil af fimm Útspil: Hjartatvistur. Ef vestur hefði látið á móti sér að strögla, væri Suður 4 G54 V 9 ♦ - 4 K Nú er laufi spilað á kóng og ás vesturs, sem verður að spila frá spaðdrottningu eða laufi út í tvöfalda eyðu. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Meiri ljóðalestur ÉG HEFI stundum velt því fyrir mér hvers vegna ljóð séu ekki lesin upp í sjónvarpinu. Hægt væri að fá leikara til að lesa þau með leikrænni tján- ingu og um leið að sýna frá .stöðum eða atvikum sem ljóðið fjallar um. Gaman væri að heyra og sjá eitthvað eftir gömlu skáldin. Best gæti ég trúað því að ungt fólk hefði aldrei heyrt þessar perlur íslenskrar ljóðlist- ar. Steinunn Arnórsdóttir. Tapað/fundið Lyklar töpuðust RAUTT lykiaveski með u.þ.b. 8 lyklum tapaðist sl. fimmtudag. Skilvís finnandi vin- samlega hafi samband í s. 22431. Gæludýr Tommý er týnd SVÖRT átt mánaða ólar- laus læða týndist frá Sólheimum 14 sl. mánu- dag. Viti einhver um ferðir hennar er hann vinsam- lega beðinn að láta vita í síma 31211. Farsi v/Hctn* er nCjji f\rc&- ■fjoiriior/rin okÍQr.' Yíkveiji skrifar... IDAG HEFST föstuinngangur, langafasta eða sjöviknafasta, sem lýkur ekki fyrr en á páskum. Orðið fasta merkir, þröngt túlk- að, að neyta hvorki matar né drykkjar, en einnig að neyta ekki tiltekinnar fæðu, til dæmis kjöts. Fátt hefur selt íslenzkan saltfisk betur í kaþólskum löndum en fastan. Og trúlega er hollt að hvíla meltingarfarveginn með algjörri föstu endrum og eins. Til hvers eru föstudagar? Föstuinngangur er á hinn bóg- inn enginn meinlætatími hjá Is- lendingum. Fyrsti mánudagur í föstuinngangi, morgundagurinn, er bolludagur. Þá er gósentíð bak- ara og sætabrauðsvina. Og fyrsti þriðjudagur, sá næsti, er sprengi- dagur: saltkjöt og baunir, túkall! Þá treður hver sannur íslendingur í sig sem bezt hann getur. Það er ekki fyrr en á öskudag- inn (miðvikudagur 3. marz) sem meinlætasvipurinn færizt yfír mannskapinn. Og vel að merkja. Öskudagsbræður, það er 14 til 18 næstu dagar eftir sjálfan öskudag- inn, eiga samkvæmt þjóðtrúnni að verða svipaðir að veðurfari og sjálfur öskudagurinn. Við skulum því vona að hann verði bjartur og lognkyrr. xxx MATARHEFÓIR og meðferð matvæla eru hluti af arfleifð og lífsstíl hverrar þjóðar. Áar okk- ar hertu (vindþurrkuðu), kæstu, reyktu og súrsuðu fisk og/eða kjöt til matar langa og stranga vetrar- mánuði, þegar óhægt var um vik að nálgast ferskmeti. Ekkert er eðlilegra en að ný tækni og ný þekking segi til sín í fæðuvali og matarvenjum fólks. Samt sem áður fer vel á því að halda í og varðveita gamlar hefðir á þessu sviði sem öðrum. Hefðir einkenna þjóðir. Þær eru hluti af þjóðrækni fólks. Víkverji heldur því ekki fram að hangiket, hákarl, harðfiskur eða súrmeti eigi að vera hvunnda- gsmatur. Fjölbreytnin á að vera stefnuviti okkar í fæðuvali. Hann getur á hinn bóginn illa hugsað sér jól án hangikets eða þorra án hákarls! xxx SÚ VAR TÍÐ að miðjumöð var hið versta skammaryrði í munni vinstri sósíalista, ef Vík- verji man rétt. Samt sem áður hefur Alþýðubandalagið verið að færast inn í miðjumoðið, eftir að það kQmst yfir kompás Möðru- vallahreyfingarinnar. Víkveija finnst á stundum lítill munur á landsbyggðarþingmönnum Al- þýðubandaiagsins og þröngsýn- ustu þingmönnum Framsóknar- flokksins. Ekki nóg með það. Á þeim bænum er sú beitan talin „fis- knust“ á kjósendamiðum sem gengur undir heitinu óháður a//a-' balli, hvorki meira né minna. „Alþýðubandalagið og óháðir" — það er gríma dagsins. xxx |TKKI MÁ heldur gleyma óháðri kosningastefnuskrá Alþýðu- bandalagsins, sem grundvölluð er á útflutningsleiðinni, einhvers( konar dulspekilegri austrænníy hagfræði, ef Víkveiji hefur skilið! Rannveigu Guðmundsdóttur fé-. lagsmálaráðherra rétt í eldhúsi. Alþýðubandalagið hefur lagt slagorðið „félagshyggja" til hliðar. Það flaggar nú nýjum hrópyrðumrs „vinstra vor“! -Víkveija finnst þetta i góð, óháð og skemmtileg tilbreyt-j- ing hjá þeim Hjörleifi og Svavarilí Á hinn bóginn er það stílbrot á vorstemmningunni, á grösugri hlíð, og beijalautum, að steyta allt í einu áskeri útfiutningsleiðar, jafn- vel þótt austræn sé og dulspeki- leg. Orðið eitt minnir á þann dap- urlega kapítula í þjóðarsögunni þegar Danir ræddu um að ílytja út allt fólk af ísa köldu landi yfir. á Jótlandsheiðar. Þótt menn kunni að sjá roðann í austri í1 dansk/sænskri félagshyggju eru Jótlandsheiðar varla hið fyrirhe- itna land þeirra allaballa. Eða hvað?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.