Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR AFLRAUNIR Hver er sterkasta kona íslands? Þekktar íþróttakon- ur keppa um titilinn KEPPNIIM Sterkasta kona íslands verður haldin íþriðja skipti á þessu ári og átta konur nunu berjast um titilinn, sem Unnur Sigurð- ardóttir hefur unnið til þessa. Mótið verður í Laugardalshöll um næstu helgi, sunnudaginn 5. mars og verður keppt í sex greinum. Margar sprækar og þekktar konur úr íþróttaheiminum keppa að þessu sinni. Bryndís Ólafs- dóttir er betur þekkt sem sund- drottning en aflraunakona, en hún hefur þó snúið sér að kraftlyfting- um, þannig að kraftar hennar gætu nýst vel í aflraunakeppni kvenna. Þar mun hún ásamt öðrum kepp- endum fást við það að draga tröll- vaxinn 2,4 tonna Nissan Patrol jeppa með höndum og fótum, labba með Nissan Micra í höndunum, bera 45 kg þunga rafgeyma eins langt og hún kemst, framkvæma svokallaða krossfestulyftu með þyngd, bera 40 kg sekk og draga 160 kg sekk í hleðslugrein. Allar þessar keppnisgreinar verða í Laugardalshöll, en ein hleðslugrein verður í Kringlunni 4. mars til kynningar á keppninni. Mótsstjóri verður Andrés Guð- mundsson, aflraunamaður og ný- sleginn hnefaleikamaður. Unnur Fjölhæfur keppandi „ÉG byrjaði að keppa í aflraun- um af því ég vildi prófa eitthvað nýtt og spennandi, eftir að hafa keppt í frjálsum og blaki lengi. A meðan ég held kvenleikanum og þarf ekki að vera eins og karlkyns kraftatröll í vexti, þá keppi ég áfram“, sagði Unnur Sigurðardóttir, handhafi titilsins Sterkasta kona íslands, í samtali við Morgunblaðið um þátttöku sína í keppninni síðustu ár. Hún hefur stundað frjálsar íþróttir í sjö ár, en aflraunir í tvö ár. Auk þess æfir hún blak með Víkingi og varð nýlega meistari í greininni. Hún stundar einnig þolfimi annað slagið. Unn- ur er 29 ára gömul og sér um bókhald í heildverslun G.Á. Pét- ursson. Auk þess að vinna titilinn Sterkasta kona Islands í tvígang hefur Unnur tvívegis verið kosin íþróttamaður Suðurnesja. „Það fleytir mér áfram að búa yfir náttúrulegum styrk, þrjósku og keppnisskapi. Þá hjálpar mér mikið að hafa æft blak og frjáls- ar, þaðan sem ég hef snerpu og stökkkraft. Ég ætla að keppa i frjálsum íþróttum í sumar, í spjóti, kúlu og kringlukasti. Því er ég í góðu formi líkamlega að öllu jöfnu. í aflraunamótinu verður mikilvægt að hafa tækn- ina á hreinu og að vera búinn að úthugsa þrautirnar. Það verð- ur gaman að kljást við sérútbú- inn 2,8 tonna Patrol jeppann, sem við eigum að draga með höndum og fótum. Það verður erfitt að bera tvo 45 kílóa þunga rafgeymanna, þar mun sú þrjóskasta getað labbað lengst. Eg hef vel af þrjóskunni..." sagði Unnur. Bryndís Sundkonan sem fór í aflraunir BRYNDÍS Ólafsdóttir hefur sett 73 met í sundi, en keppir nú í kraftlyftingum og í aflraunum í fyrsta skipti. Hún er 25 ára göm- ul og stundar nám í íþrótta- kennaraskólanum að Laugar- vatni og markmið hennar er að verða sundþjálfari. „Ég hef lengi stefnt á að keppa í Sterkustu konu íslands, en komst ekki með í fyrra. Ég tel mig eiga ágæta möguleika á góðum árangri, væri annars ekki með“, sagði Bryndís, sem á marga meistaratitla í sundi og keppti í sundi á Olympíuleikum. Hún ætti því að geta nýtt keppn- isreynsluna vel, en í fyrra hóf hún að keppa í kraftlyftingum. Þar á hún 102 kg í hnébeygju og 112 kg í réttstöðulyftu. „Ég finn mig mjög vel í kraftlyfting- um og á eftir að bæta mig mik- ið. Ég bý að því að hafa æft sund, bæði hvað líkamlegan styrk og keppnisreynslu varðar. Það hjálpar vonandi í aflrauna- móti okkar kvennana“, sagði Bryndís. Debbie Martröð að draga sekki DEBORAH Dagbjört Blyden er 33 ára. Hún fæddist á Kúbu, en varð íslenskur ríkisborgari fyrir fjórum árum síðan, eftir að hafa alist upp í Bandaríkjunum. Hún hefur æft fijálsar íþróttir, á m.a. 11,2 sekúndur í 100 metra hlaupi, sem er betri tími en gild- andi íslandsmet. Þá hefur De- borah keppt í vaxtarrækt og keppti í fyrstu Miss Fitness keppninni fyrir skömmu. „Það verður martröð að draga þrefalda eigin þyngd í sekkja- drættinum, afturábak og ég hefði viljað hafa fleiri greinar sem henta líkamsbyggingu minni, reyna á efri hluta líkam- ans. En ég berst samt af krafti", sagði Deborah, eða Debbie eins og hún er kölluð dags daglega. Deborah er þjálfari bæði í Aerobic Sport og Hress og er einnig vaktstjóri í Hard Rock. Hún hefur vakið athygli fyrir að vera í frábæru líkamlegu formi, þrátt fyrir að hafa eign- ast þijú börn um ævina og þakk- ar það góðu mataræði og líkmas- æfingum frá unga aldri. „Þó ég sé komin með fjöl- skyldu, þá hugsa ég um sjálfa mig og það ætti að vera sjálfsagt mál hjá hverri konu, þó hún eign- ENSKA ER OKKAR MÁL SÉRMENNTAÐIR ENSKIR KENNARAR - LIFANDI NÁMSKEIÐ FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN, UNGLINGA OG FULLORÐNA V.R. OG FLEIRI VERKALÝÐSFÉLÖG TAKA ÞÁTT í NÁMSKEIÐSKOSTNAÐI ■ Áhersla á talmál ■ 10 kunnáttu stig ■ Hámark 10 nem. í bekk Enskuskólinn TÚNGATA 5 - SÍMI 25330 Julia Lorcan Julie Samuel Victoria Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Kraftalegar íþróttakonur Margrét Slgurðardóttlr íslandsmeistari í vaxtarrækt, Debbie Blyden þolfimikennarl, Bryndís Ólafsdóttlr sund- og kraftakona og Unnur Slgurðardóttir, handhafl tltilslns Sterkasta kona ís- lands, munu taka á í kraftakeppnl um nœstu helgl. ist börn“, sagði Debbie. „Ég hef þurft að borða mikið undanfarið til að þyngjast eitthvað fyrir kraftakeppnina, sem er ólík vaxt- arræktinni, þar sem málið er að létta sig. Ég er samt í léttara lagi í samanburði við jeppatröllið, sem við eigum að draga og hlut- ina, sem á að bera...“ Margrét Æfir tvöfalt á við karla MARGRÉT Sigurðardóttir er 28 ára einkaþjálfari í Gym 80 og er sexfaldur íslandsmeistari í vaxtarrækt. Hún æfði áður fót- bolta, en sneri sér síðan alfarið að vaxtarrækt með góðum ár- angri. Hún hyggst keppa á Norð- urlandameistaramóti í vaxt- arrækt í sumar. „Ég æfi mikið, sjö daga vik- unnar, enda verða konur í vaxt- arrækt að æfa tvöfalt á við karl- menn til að ná sama árangri," sagði Margrét. „Þó ég æfi mikið, þá þýðir það ekki að ég sé sigur- strangleg í aflraunakeppni. Ég held að Bryndís og Unnur sláist um sigurinn því þær æfa grein- ar, sem passa betur fyrir það sem skiptir máli í aflraunum. Ég hef hugann meira við vaxtar- ræktina, en finnst gaman að taka þátt í kvennakeppni, þar sem kraftur skiptir máli. Það verður gaman að bera Micra fólksbílinn í höndunum og dauðagangan með rafgeymana verður geysi- lega erfið.“ Nýjar vörur Tvískiptir kjólar9 blússur? pils, síðbuxur og peysur. Glugginn, Laugavegi 40. María Marteinsdóttir löggiltur fótaaðgerðarfræðingur Hef flutt starfsemi mína frá Hraunbergi 4 á Langholtsveg 17 (í fótaaðgerðarstofu Eyglóar). Tímapantanir frá kl. 9 til 18 í símum 36191 og 684590. Sérgrein: Hlífðarmeðferð á fótameinum með silikonefnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.