Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 51 HNEFALEIKAR || KÖRFUKNATTLEIKUR Shaq útilokaður Guðnií 3. til 4. sæti Guðni Siguijónsson féll á stig- um í fjögurra manna úrslitum í undankeppni fyrir aðra hnefa- leikakeppni, Toughman Contest, í Las Vegas í nótt og varð því í 3. til 4. sæti en Andrés Guðmundsson var fingurbrotinn eftir síðasta bar- daga og keppti ekki. Hann fær annað tækifæri í apríl en Guðni ætlar að hugsa sinn gang. Aðeins sigurvegarinn kemst áfram í úr- slitakeppnina sem verður í maí. Guðni sat yfir í 16 manna úrslit- um en mætti síðan manni sem varð í fjórða sæti í fyrra og vann hann á dómaraúrskurði. „Þetta var hræðilega erfitt,“ sagði Guðni við Morgunblaðið eftir bardagann. „Ég gerði mistök, hélt að ég væri með hann, sló og sló en hann þoldi óvenju mikið. Ondunin var ekki rétt hjá mér og svo var bölvaður aumingjaskapur í mér að vinna ekki í undanúrslitum. Þetta er ekki í líkingu við neitt annað og tekur úr manni — ég ec dofinn og rosalega þreyttur — en ég fór ekki niður og held áfram að æfa.“ Guðni sagði að menn hefðu ver- ið ánægðir með sig og haft sam- band með áframhaldandi kepprii í huga, m.a. þjálfari Andrésar. „Ég veit ekki hvað ég geri. Menn vilja fá mig í próf og ég tala betur við þjálfara Andrésar á morgun [í dag, sunnudag] en þetta er spurn- ing um hvort ég hef efni á þessu.“ Andrés fær tækifæri Eftir keppnina í byijun vikunnar bólgnaði Andrés upp á þumal- fingri hægri handar og sagði hann að komið hefði í ljós að flísast hefði úr beini. „Ég ætlaði samt að beijast og það var ekki fyrr en rétt áður en keppnin hófst að ég ákvað að vera ekki með þar sem mér hafði þá verið boðið að taka þátt í öðru móti í Phoenix í byijun apríl. Boxið heldur því áfram hjá mér eða slagsmálin því þetta er ekki box heldur slagsmál." Andrés horfði á keppnina í nótt °g sagðist vera reynslunni ríkari. „Þetta nýtist mér í næstu keppni °g ég ætla að taka þá í gegn,“ sagði hann við Morgunblaðið. ÚRSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: New Jersey- Dallas..............114:104 Orlando - Boston................129:103 Washington - Atlanta.............92:107 Miami - Chicago...................91:83 Milwaukee - Indiana...............86:98 San Antonip - Detroit............114:97 Phoenix - LAClippers............118:106 Portland - Utah.................114:101 Seattle - Denver..................90:86 •LA Lakers - Charlotte............95:93 •Eftir framlengingu. Leikir í fyrrmótt: NY Rangers - Hartford...............1:2 Pittsburgh - Tampa Bay..............2:4 Winnipeg - Anaheim..................4:2 I •Dallas-Vancouver....................3:3 I SanJose-Calgary......................0:8 •Eftir framlengingu. FÉLAGSLIF Víkingar þvo og bóna íbróttafélögin leita margra leiða til að fjár- oiagna starfið. Meistaraflokkur Víkings f I knattspyrnu bregður á það ráð um helgina að þvo og bóna bíla, að innan og utan. Peir hafa fengið aðstöðu í SS-húsinu við ■ Kirkjusand og verða þar kl. 13-16 á sunnu- ’ dag. Afraksturinn verður notaður til að greiða æfingaferð til Hollands um páskana. 1 Reuter SHAQUILLE O'Neal beittl fólskubragðl gegn Erlc Mont- ross og fékk útilokun fyrir. Shaquille O’Neal missti stjórn á skapi sínu og var útilokaður frá leik Orlando og Boston þegar 4.35 mín. voru eftir af fyrsta leik- hluta í nótt. Samhetjar hans efldust við mótlætið og unnu 129:103. Eric Montross hafði góðar gætur á Shag í leik liðanna í fyrrinótt sem Boston sigraði í og það fór í taug- arnar á stigahæsta manni deildar- innar. Hann hafði ekki gleymt þessu í nótt og beitti Montross fólsku- bragði sem dómararnir sáu. „Við tókum okkur saman í andlitinu,“ sagði Nick Anderson, sem gerði 27 stig fyrir Orlando. „Við höfum ekki gert það lengi og þetta var besti tíminn til þess.“ Anfemee Hardaway skoraði líka 27 stig fyrir Orlando. „Þegar stigahæsti leik- maðurinn fer af velli eykst sjálfs- traust mótheijanna og sérstaklega þegar þetta kemur fyrir snemma í leik,“ sagði Hardaway. „Þess vegna urðum við að skipta um gír.“ Brian Shaw og Horace Grant léku ekki með Orlando vegna meiðsla. „Ég varð fyrir miklum vonbrigðum," sagði Chris Ford, þjálfari Boston. „Þeir voru án tveggja manna og svo misstu þeir Shaq en í stað þess að grípa tæki- færið vorum við á hælunum. Hins vegar efldust hinir, þeir urðu ákveðnari og höfðu betur í öllu sem á gekk.“ Til hamingju Sturla! Sturla Már Jónsson húsgagna- og innanhúss- hönnuður hlaut sérstaka viðurkenningu á Hönnunardögum 1995 fyrir Sería Nett skrifstofu- húsgögnin. Með Sería Nett er éherslan lögð á'góða nýtingu á rými og nýja möguleika í uppröðun skrifstofuhúsgagna. Margskonar lögun og stærð Sería Nett gefur óendanlega möguleika í skipulagi skrifstofunnar. Við óskum Sturlu Má til hamingju með góðan árangur og þökkum honum heilladrjúgt samstarf í hönnun skrifstofuhúsgagna. .<,V>hús„ / / y INett SKRIFSTOFUHÚSGÖGN ÁV A.GUÐMUNDSSON HF. húsgagnaverksmiðja Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 557 3100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.