Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 1
TRIPPHOPP 17 SUNNUDAGUR SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1995 jMtogmiifrljifrifr BLAÐ B H J A ¦ISLAN'DSVINUNUM fk MARSHALL £ PAMELU ' ÞAÐ er vart hægt að ímynda sér fegurra útsýni, en það sem þau Marshall og Pamela hafa af svöl- um glæsilegrar topp- íbúðar sinnar í hjarta Garmisch-Parten- kirchen. 1 i ' 1 1/ eftir Agnesi Bragadóttur ÞAÐ SKIPTIR engu máli hvar þau hjón hafa búsetu, sem hefurverið víða, undanfarin tíu ár, eða frá þvíþau fluttu vestur um haf, héðan af skerinu, eftir að hafa þjónað landi sínu, Bandaríkj- unum, vel og dyggilega ífjögur ár, sem sendiherrahjón Bandaríkjanna - þau eru og verða stakir íslandsvinir. Hjónin eru að sjálfsögðu engin önnur en þau Mars- hall og Pamela Brement, sem ég veit ekki hvað margir íslendingar þekkja af góðu einu. Eftir heimkomuna 1985 sett- ust Marshall og Pamela að í Newport, Rhode Island og réðu ríkjum á hinu sögu- fræga setri Prescott Farm, þar sem hers- höfðinginn sjálfur bjó á sínum tíma. Síð- an fluttu þau fyrir hálfu öðru ári eða svo til Virginia og þaðan fór Marshall daglega til vinnu sinnar í Washington DC. Á liðnu sumri, nánar tiltekið í júlí 1994, fluttust hjónin svo á nýjan leiktil Evrópu, en að þessu sinni var það ekki ísland sem þau tylltu búi sínu niður á, heldur Bæjara- land, þar sem yndislegur Alpabær, Garmisch-Partenkirchen, fóstrarþau um stundarsakir. Fyrir skömmu var ég á ferð Morgunblaðið/Agnes Bragadóttir í bæversku Ölpunum, og tók þá hús á þessum vinum okkar, Pamelu og Mars- hall, íorðsinsfyllstu merkingu, þvíþau skutu yfir mig skjólshúsi, þegar ég ekki var að renna mér á skíðum. Þvífannst mér ekki úr vegi, að forvitnast ögn, um hvað á daga þeirra hefur drifið undanfar- in ár, og afla upplýsinga um hvað í ósköp- unum þau eru að gera íGarmisch-Part- enkirchen, sem við fyrstu sýn virðist vera hæfilegri umgjörð fyrir þau Heiðu og Pétur, en heimsborgarana Marshall og Pamelu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.