Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 B 7 Fengersættin var af mörgum talin ein af „merkustu ættum dönskum," sagði Jón biskup Helgason. Afi Johns Fengers var nafntogaður stjórnmálamaður Carl Emil Fenger læknir, prófessor og vísindamaður. Hann sneri sér að stjórnmálum. Varð tvívegis fjármálaráðherra Dana, orðlagður fyrir sparnað sinn og hyggindi. Faðir Fengers þess, sem hér er íjallað um var Ewald mannvirkjafræðingur. Kona hans var skoskrar ættar. Ewald kom hingað til lands í för með Oddfellow- bræðrum þeim er gengust fyrir smíði Holdsveikraspítalans í Laugarnesi árið 1898. „Loftrásarbúnaður, allir „Cable var frekar lítill maðurvexti, en hnellinn, dökkhærður, með blá augu, sem alveg ætl- uðu að trylla fínu stúlkurnar - og frúrnar - í Reykjavík.“ ofnar, eldavélar og baðáhöld eru gerð eftir fyrirsögn Ewalds Fengers, eins af féiögum yfirmeistara Odd- fellowstúkunnar Hafnia nr. 283,“ segir í fregn um Laugarnesspítal- ann. John Fenger var „tveggja tungu- mála barn,“ jafnvígur á dönsku og ensku. Gekk i „Brockske Handels- skole,“ skóla sem kenndur er við frænda Fengers. Lauk þar námi 18 ára og réðst þá þegar til skrifstofu- starfa hjá fyrirtæki, sem var nátengt Islandsverslun. Þtjú öflug fyrirtæki, A.T. Möller, Verslun Thors Jensens og P.J. Thor- steinsson & Co sameinuðust um stofnun svokallaðs Milljónafélags. Fyrir tilstuðlan þess fluttist John Fenger til íslands árið 1909, þá að- eins 23 ára gamall. Við félagsslit kom það í hlut Fengers að koma eignum félagsins í „peninga" og var það talið til marks um það traust, er hann nyti hjá yfirboðurum. Fenger gerist svo félagi Carls Olsens og Fr. Nathans, er ráku heild- sölufyrirtækið Nathan & Olsen. í blaðadeilum, sem verða vegna af- skipta Fengers og aðild útlendinga að blaðaútgáfu hér er þess getið í grein Jónasar Jónssonar frá Hriflu, að Nathan sé Gyðingur. Má ýmislegt af því ráða um afstöðu greinarhöf- undar til þess kynstofns. John Fenger gerði víðreist hér á landi á yngri árum. Hann dvaldist í erindum Miljónafélagsins á Þing- eyri, Bíldudal, Patreksfirði, Ólafsvík og Sandi. Jón biskup Helgason taldi að drengskapur Fengers og prúð- mennska hans væri „ættarfylgja og ávöxtur góðs uppeldis og sjálfsögun- ar.“ Kristjana Fenger, konan sem gengur milli Cables og Fen- gers, er dóttir hins þjóð- kunna athafnamanns Geirs Zoéga. Með kvonfangi sínu hefir John Fen- ger tengst traustum böndum við helstu athafnamenn Reykjavíkur, Th. Thorsteinsson í Liverpool og Fenger voru svilar. Geir Zoéga hefir löngum verið talinn faðir þilskipaút- gerðar þótt aðrir eigi þar einnig heiður. „Gamli Geir,“ eins og hann var jafnan nefndur lét sér fátt óvið- komandi, er fram fór í Reykjavík. Dóttir hans, sem hér gengur prúðbú- in sveipuð fannhvítum fjallarefum og fylgist af áhuga með tali eigin- manns síns og kolsúlsfrúarinnar kann vel til verka og hlífir sér hvergi. Þótt hún skarti hér hefðarklæðum biðst hún ekki undan því að ganga til hvers kyns húsverka, þótt erfiði fylgi og óhreinindi. En hún kann einnig að „sitja og saurna." Hann- yrðir hvers konar eru henni leikur einn. Enda lærð hjá frægri danskri VERSLUNARFÉLAGARNIR Ásgeir Sigurðsson og Georg Copeland hannyrðakonu Clöru Wæver. Hall- dóra mágkona Kristjönu, kona Geirs Zoéga forstjóra, segist oft hafa fært í tal við hana, að hún héldi hannyrða- sýningu. „Hún hló að svona tali og sagðist ekki vera nein listakona." Kristjana Fenger var orðheldin, heið- arleg og fórnfús, að sögn þeirra er þekktu hana. Tengdamóðir mín, Anna Þorgrímsdóttir var samtíða Kristjönu i Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1911. Hún minntist hennar jafnan lofsamlega. Ekki síst fyrir hispursleysi og geðþekka fram- komu. Rómaði hún Kristjönu fyrir iðjusemi og dugnað. Hvítu refirnir sem Kristjana ber um hálsinn voru keyptir af „gamla Geir,“ föður henn- ar. Systur Kristjönu vöndust allar á heimilisstörf hverskonar. Þvoðu þvotta, gerðu við fatnað og gengu til allra verka eins og tíðkaðist til sjávar og sveita þar sem unnið var hörðum höndum. Systurnar voru auk Kristjönu, Hólmfríður kona Geirs vegamála- stjóra og Guðrún kona Magnúsar Jochumssonar póstfulltrúa. Þau bjuggu lengi í Sjóbúð, húsi Geirs Zoéga á Vesturgötu. Heimili Johns Fengers og Krist- jönu stóð í Templarasundi 5, Þórs- hamri. Þangað er örstutt frá þessum stað þar sem Þorleifur Þorleifsson ljósmyndari tók þessa mynd. Myndin er táknræn fyrir nýja tíma. Hér fara furstar í heimi fjármála og frétta. Liðin er tíð tómthúsmanna og gaflara, er fengu fréttir af skipa- komum og erlend tíðindi á samkom- um á Kjaftaklöpp og við Bryggju- húsið. Fróðleiksfúsir Hafnarstúdent- ar, sem fylgjast vilja með heilsufari jöfurs spyija ekki lengur tíðinda í fjöruborði: „Lever kongen.“ Skrifstofur Nathans & Olsens eru til húsa í Bryggjuhúsinu. Þar voru dyr Reykjavíkur að umheiminum. Þangað bárust allar fréttir fyrst. Kann að vera að sjálf staðsetning skrifstofu Fengers hafi kveikt frétta og blaðaáhuga hans. Hér var fyrrum samkomustaður Vesturbæinga, sem spurðu frétta. Guðmundur Olsen, Vigfúsarkotsbræður, Guðmundur í Hákoti og Guðmundur á Hól horfðu til sjávar. Skammt vestar, á tröppum Geirsbúðar, sendi gamli Geir neyð- arleg tilsvör sín til vegfarenda. Nú bárust fréttir með öðrum hætti. Dagblöðin fluttu heimsfréttir samdægurs atburðum. Þau voru nýtt og biturt vopn í höndum þeirra er réðu ritstjórn þeirra og stýrðu penna. John Fenger var ráðinn í að berjast til áhrifa og forystu á þessum vettvangi. Hann ætlaði sér ekki að einskorða störf sín við vöruinnflutn- ing. Hann vildi einnig láta að sér kveða í stjórnmálabaráttu nýrrar aldar. Frú Milly Sigurðsson, eiginkona Ásgeirs var skoskrar ættar. Hún var talin ráðholl, glað- vær og góðhjörtuð. Rausn og mynd- arskapur einkenndi heimilishald hennar, að sögn kunnugra. Tré og blóm í garði þeirra hjóna gott vitni um fegurðarskyn. Innandyra var gestum fagnað af alúð. Halldór Sig- urbjörnsson í Ási, kunnur verslunar- maður og félagi í „Víkingi," minnist Walters Sigurðssonar, sonar hjón- anna. „Walter A. Sigurðsson hélt utan um æfingar okkar og móðir hans hélt okkur einu sinni hóf, og þar borðaði ég rjómaköku í fyrsta skipti." Þeim hjónum, Ásgeiri og Milly varð þriggja barna auðið. Synirnir Ásgeir og Jón létust í æsku. Walter komst til fullorðinsára. Hann var glæsimenni. Starfaði við heildversl- un föður síns. Walter kvæntist Helgu, dóttur Jóns Jakobssonar landsbókavarðar og Kristínar Víd- alín. Walter fórst af voðaskoti er hann var á ferðalagi. Hann var harmdauði mörgum, vinsæll og góð- viljaður. Sonur Ásgeirs og Þórdísar Haf- liðadóttur var góðkunnur gaman- leikari og kaupsýslumaður, Haraldur Á. Sigurðsson. Tvær fósturdætur ólu þau hjón upp, Ester Vik og Milly. Harald Á. Sigurðsson, eða Halla Á. man fjöldi Reykvíkinga fyrir minnisstæðan leik, glettni, góðvild og gamansemi. Hann setti sannar- lega svip á bæinn. Samdi fjölda revýa og þátta. Stýrði heildverslun föður síns og tók virkan þátt í félags- málum. Tengdasonur hans, John Aikman, stýrir nú heildverslun Ás- geirs Sigurðssonar. Ekki er vitað hvernig Ásgeiri tókst að sigla milli skers og báru í samskiptum sínum við þá Cable og Copeland. Ásgeir hafði tengst við- skiptaböndum við George Copeland í félaginu Copeland & Berry. Félag- ið var á margan hátt brautryðjandi nýrra viðskiptahátta og greiddi ís- lenskar vörur í beinhörðum pening- um. Það var bylting í verslunarhátt- um hérlendis. Edinborg varð brátt stærsta verslun á landinu. Ásgeir Sigurðsson stýrði verslun sinni af myndarskap. Hann hafði lengi dval- ist í skjóli föðurbróður síns, Jóns Hjaltalíns bókavarðar í Edinborg. Var aðstoðarsveinn í bókasafni hans, en stundaði jafnframt nám. Svo miklu ástfóstri tók Ásgeir við Edin- borg, hinn fagra háskólabæ og versl- unarsstað, að hann ákvað að nefna verslun sína sama nafni. Á þessu ári er ein öld — eitthundr- að ár — síðan Ásgeir hóf verslun í Reykjavík. Ásgeir Sigurðsson reisti sér hús við Suðurgötu. Það taldi Þorsteinn Gíslason „eitthvert hið fallegasta íbúðarhús í bænum.“ í því húsi bjó einnig sameignarmaður hans, Cope- land kaupmaður. Ásgeir var eindreg- inn bindindismaður og virkur félagi í Góðtemplarahreyfingunni. Hann hefir einnig kunnað hentuga um- gengnishætti. Það var í húsakynnum hans í Suðurgötu, sem glösum var lyft vegna samninga Morgunblaðs- ins. Og þar var að verki höfuðóvinur Copelands, félaga Ásgeirs - mr. Eric Cable ásamt Finsen og Ólafi, rit- stjórum og eigendum Morgunblaðs- ins._ Ásgeir Sigurðsson var að sögn samtíðarmanna lipur í umgengni og viðkynningargóður. Mikill var hann á velli og karlmannlegur. Ásgeir gegndi fjölda trúnaðarstarfa í Reykjavík. Sat í bæjarstjórn, niður- jöfnunamefnd, stjórn Slippfélagsins, gegndi formennsku í Kaupmannafé- laginu o.fl. félögum. Fyrirtæki þeirra félaga Ásgeirs, Copeland & Berry keypti eignir Knudtzons kaupmanns. Hann hafði um áratuga skeið verið umsvifa- mesti grósseri, sem hér starfaði. Haft íjölda skipa í förum og útibú víða um land. Geta má þess að Frið- rik prins, síðar Friðrik konungur sjö- undi, leitaði athvarfs hjá Kudtzon þegar hann (Friðrik) var sendur hingað í einskonar útlegð árið 1834 í júnímánuði. Gerði prinsinn sig heimakominn hjá grósseranum, sem bauð honum sæti á kistu hjá sér og tók af honum loforð um að mega biðja hann bónar er prinsinn settist á veldisstól. Friðrik prins tók þeirri beiðni sem sannur höfðingi. Sagði um íslendinga: „Þið skuluð ekki bara fá eina stjórnarskrá. Þið skuluð fá tíu.“ Höfundur er fyrrverandi útvarpsþulur TUDOR rafgeymar í öll farartæki Allar stæröir - Langbestu verðin Umboðsmenn um land allt. Bíldshöfða 12 - sími 587 6810

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.