Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ STYTTAN af Maó fyrir utan kaupstefnuhverfið í Chengdu. MIKIL smíði og drjúgt ævintýri var þessi fornfálega hengibrú yfir fljótið í Chengdu sem hér rétt glittir í. Þótti okkur nokkuð hrikalegt að ganga út á hana en áræddum það samt. Þeir voru ófáir sem báru beinin í glímunni við Silkiveginn alræmda. Bragi Ásgeirsson kynnti sér sögu hans og greinir frá sitthverju, sem fyrir augu bar í ferð hans um Kína. ÞJÓÐSAGAN segir frá fljúgandi hesti í Silkiveginum, og menj- ar hennar er þessi undursamlega stytta frá 2. öld (34x45 sm), sem fannst í Gansu 1959. (Þjóðminjasafnið í Kyoto í Japan.) ÞAÐ þótti ævintýralegt að sitja í slíkum þríhjóla léttikerrum með sólhimni. EINS og fram kom í upp- hafi greinarflokks míns voru konur í miklum meirihluta í menningar- hópnum og er rétt að gefa þeim í og með dulítinn gaum er svo er komið. Sér í lagi vegna þess að næsti áfangastaður var Chengdu, sem er bæði nefnd borg havaí- blómanna og brókaði-borgin og er í seinna tilvikinu vitaskuld stflað á silkið. Hafi það farið framhjá einhveijum, er brókaði þykkt mynsturofíð silki og Chengduborg er fræg fyrir silkiiðnað sinn, en hitt viðumefnið er þannig til kom- ið, að keisarinn Meng Chang sem ríkti 935-65 ræktaði havaíblóma- tré á borgannúrnum. Upprunalega nafnið er „hibisk- us“ og blómin eru af stokkrósar- ætt. En margur mun því sam- mála, er svo er komið, að heppileg- ast væri að nefna Chengdu borg reiðhjólanna, því að ferðalangur- inn hefur það á tilfínningunni að helmingur borgarbúa sé utan dyra að viðra hjólhesta sína, því slík er mergð hjólandi fólks á götunum. Andrúm fortíðarinnar Chengdu er staðsett á miðri Sichuan-sléttunni og er höfuðborg samnefnds héraðs, sem jafnframt er það þéttbýlasta í Kínaveldi eins og fyrr getur, og hefur, andstætt svo mörgum stórborgum í Kína, varðveitt sitthvað af andrúmi for- tíðarinnar sem ferðalangar verða fljótlega varir við. En borgarmúr- inn er horfínn og sömuieiðis keis- arahöllin og það gerðist svo seint sem árið, 1960, heilum sex árum fyrir menningarbyltinguna, sem kústaði gömlum minjum enn frek- ar burt. í staðinn eru annars veg- ar komnar breiðgötur, en hins vegar stórmarkaður. Fyrir utan hina miklu kaup- stefnumiðstöð trónir stytta af Maó í góðri yfirstærð, þar sem hann horfir mildilega yfir syðri hluta Götu fólksins, og minnir umfangið á risastyttur af Búddha. Segir í ferðabæklingi, að hún hafi fengið að standa fram til þessa, og er þannig óbeint tæpt á, að menn hafi víða velt styttum af goðinu af stalli, en að þessi hafí ennþá fengið að vera í friði. Komnar til hinnar frægu silki- borgar hefur vafalítið farið fiðr- ingur um blessaðar hofróðurnar, enda var ekki laust við að þær hygðu gott til glóðarinnar um hag- stæð viðskipti. Allir í hópnum höfðu verið iðnir við að verzla, og sumir voru þegar komnir í vand- ræði áður en lagt var af stað frá Peking í ljósi yfirvigtar með fiugi, og sendu jafnvel dót heim. Einkum var sérstakur pappír, sem menn höfðu uppgötvað í verzlun með myndlistarvörur í miðborginni, hálfgerður höfuðverkur 5 ferða- töskunum. En trútt um talað, er um ósköp svipaðan fjöldafram- leiddan varning að ræða og menn geta keypt fyrir hóflegan pening á almennum vörukynningum stór- markaða og í sérstökum verzlun- um í vestrinu, en í mun meira úrvali þó. Hins vegar mátti búast við að þetta breyttist eftir því sem sunnar drægi og þá einkum hvað silkið snerti. Konurnar voru líka fljótar að taka stefnuna á verzlunarmiðstöð sem bauð upp á mikið úrval silkis í metratali, einkum brókaði og varð þá handagangur í öskjunni og blandaði ég mér í þann leik, því silkið var afar fallegt. Þrátt fyrir alla mannamergðina fer ekki mikið fyrir þeirri staðreynd, að það búa þijár og hálf milljón manna í borginni, en í þessu héraði, sem telur 567 þúsund ferkílómetra, búa tíu prósent Kínveija, sem gerir yfir 110 milljónir. Leiðtoginn Deng Xioping er fæddur á þessum slóð- um, og það var einmitt í Sichuan sem hann fékk að gera tilraun með hina nýju landbúnaðarstefnu sína, sem reyndist svo gifturík að hún hefur svo að segja verið tekin upp í öllu landinu, en landbúnaður og léttiðnaður eru hér aðalatvinnu- vegimir. Iðandi mannlíf Okkur leið vel í þessari borg, þrátt fyrir að verið væri að reisa mikið háhýsi alveg við hótelið, hvers burðargrind reyndist ekki meira traustvekjandi en svo, að fleiri en ég tóku að hugleiða hvað myndi ske kæmi til smájarð- skjálfta. Borgin sjálf telst þó ekki með þeim forvitnilegri til skoðun- ar, en .iðandi mannlífið hins vegar þeim mun litríkara. Fólk er á ferli langt fram á kvöld í blómstrandi lífsflóru og ótal matsölustaðir bjóða upp á breytilegan matseðil. Mig fýsti að blanda mér í fjöld- ann, og er við óvænt áttum frí í tvo klukkutíma á hádegi dag einn fór ég í verzlunarmiðstöðina miklu bak við risastyttuna af Maó. Kom í ljós að þetta var sérstakt hverfi ofan- og neðanjarðar og vissi ég á köflum ekki mitt ijúkandi ráð, því við tóku endalausir gangar með hundruðum verzlana og ég átti fullt í fangi með að átta mig. Gekk ég lengi lengi og settist loks á fínan bar á bakaleiðinni á ann- arri eða þriðju hæð niður og varð þar nokkuð uppistand, því þjón- ustufólkið var auðsjáanlega ekki vant að fá útlendinga í heimsókn og vildi allt fyrir mig gera. Vín er hins vegar svo dýrt í Kína, eink- um útlenzkt, og skammtamir að auki svo litlir, að í slíkar fjárfest- ingar fóru engir nema í ítrasta hófi. Seinna sama dag skeði það, er við vorum í langri og þröngri verzl- unargötu, að ég þurfti að komast á pissirí og fór á skenkihús nokk- uð á þröngri hliðargötu. Heldur var barinn skuggalegur, en ég trúði að mér hafi tekist að gera mig skiljanlegan með bendingum á viðkvæma staðinn og fleira handapati. Var þá kallað á aldinn þul frammi á stétt og hann látinn fylgja mér baksviðs og í gegnum stóran hálfdimman sal þar sem á stangli sá í konur og karla í leður- sófum, og komum við á endanum á lítið klósett. Stóð karlinn vörð fyrir aftan mig á þröngu klósettinu allan tímann, sem tók mjög í taug- amar, síðan fylgdi hann mér til baka og læddist þá að mér sá grunur að þetta væri leynikassi og menn hafi ætlað þarfir mínar fleiri! Einkum vegna þess að lyklar sem hann fékk hjá barkonunni reyndust óþarfir, en hafa kannski gengið að öðrum skrám! Maður varð í öllu falli var við að siðferð- ið var ekki eins strangt er sunnar dró og í norðrinu og kannski vor- um við hér á mörkunum. Mig minnir að það hafi verið í Chengdu, sem hrár fiskur var bor- inn fram á fati, listilega flattur út og sneiddur til beggja hliða, sem var afar yndislegt fyrir augað. En það sem helst vakti athygli, var að fiskurinn virtist ennþá lifandi, því hausinn hreyfðist og fór þá um suma. í ljós kom, að við áttum ekki endilega að borða hann, held- ur skyldi hann augnayndi til loka borðhaldsins, en þá var hann sett- ur í pott sem annað hafði verið soðið í og búin til fiskisúpa. Flest- ir vom svo mettir af öðru meðlæti og kannski líka af „augnayndinu" að þeir afþökkuðu súpuna utan ég og ein hofróðan andspænis mér og er skemmst frá að segja, að við höfum sennilega aldrei smakk- að annað eins lostæti og litum með forundran hvort á annað yfir borðið. Maturinn sem við vorum trakt- eruð á er saga útaf fyrir sig, því hann var í senn fjölbreyttur og ríkulegur og þá sér í lagi eftir því sem á ferðina leið og náði há- marki í Hong Kong, eða réttara sagt á Kowloonskaganum. Ho- fróðurnar sem voru afskaplega duglegar að ljósmynda réttina vom sumar einnig með ritfærin á lofti og skrifuðu þá hjá sér, en þjónustustúlkurnar nafngreindu þá jafnharðan og útskýrðu stund- um hvernig matargerðin hefði gengið fyrir sig. Eitt sinn fengum við ellefu forréttardiska og sautján tegundir af fylltum hveitibelgjum sem í vom mismunandi matarrétt- ir svo sem önd, kjúklingur (2 teg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.