Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN RANIREYKJAVIK Afbrotafræðileg úttekt lögreglunnar í Reykjavík 1987-1994 leiðir í ljós að í fyrra voru 40% ræningja handtekin strax eftir brot Helsta niðurstaða at- hugunar Karls Stein- ars Valssonar er að tíðni rána hefur aukist um 10% í lögsagnarum- dæmi lögreglunnar í Reykjavík frá 1987. Lögreglan virðist í auknum mæli ná að handtaka ræningja strax eftir afbrotið. Inngangur HÉR Á EFTIR er umfjöllun um rán sem framin hafa verið í lög- sagnarumdæmi lögreglunnar í Reykjavík á tímabilinu 1987 til 1994. Alls hafa 137 rán verið kærð til, lögreglunnar á þessu tímabili. E|est voru framin í Reykjavík árið lí)89, 23, en fæst 14 árin 1990 og 1992. Árið 1994 voru 22 rán framin í Reykjavík. Sú skilgreining sem lögð er til grundvallar á ránum er í 252 gr. almennra hegningalaga nr. 19/1940. Samkvæmt þeirri laga- grein þarf að vera beiting eða hótun um beitingu ofbeldis og þjófnaður þarf að eiga sér stað. Ef litið er til annarra landa kemur í ljós að tíðni rána er mjög Iág hér á landi. Samkvæmt gögnum frá Banda- rísku alríkislögreglunni FBI voru framin um 230 rán þar í landi á hveija 100.000 íbúa 1990 og hefur Qölgað síðan. Af N’orðurlöndum eru rán fæst hér á landi en þeim hefur fjölgað um rúm 10% á hvetja 100.000 íbúa ef litið er á tímabilið frá 1987 til 1994. Athyglivert er að þeim hefur verið að fjölga mun meira á Norðurlöndum undanfarið. Hérlendis er fjöldi rána mjög svip- aður því sem var á hinum Norður- löndunum um 1970. Við almennan samanburður á tíðni afbrota milli Norðurlanda kemur í Ijós að við erum 5 til 10 árum á eftir þeim. Hins vegar virðist sem við höfum ennþá lægri afbrotatíðni ef litið er til alvar- legri afbrota eins og morða, nauðg- ana og rána. Með það í huga má velta því fyr- ir sér hvort við komum til með að sjá sömu fjölgun í ránum hérlendis og hefur verið á hinum Norðurlönd- unum. Næst minnst fjölgun rána er í Noregi en þar fjölgaði ránum um 20% á árabilinu 1987 til 1992. I Danmörku fjölgaði ránum um 67% á þessu tímabili en í Finnlandi um rúm 50%. Ef litið er sérstaklega á tíðni rána í höfuðborgum Norðurlanda sést þessi mismunur mjög skýrt. Við þennan útreikning er byggt á tölum frá Interpol. Rán í höfuðborgum Norðurlanda 1993. (rán/ 100. þús íbúa 16-67 ára) Reykjavík 29,30 Kaupmannahöfn 331,19 Stokkhólmur 268,00 Helsinki 169,40 Osló 214,16 að næturlagi um helgar. Algengast virðist að árásarmenn séu tveir saman og nær allir (90%) hafa þeir áður komið við sögu lög- reglu, flestir fyrir of- beldisverk (57%) og margir (51%) fyrir inn- brot. Stór hluti þeirra sem handteknir eru fyr- ir rán hafa komið við sögu fíkniefnamála (39%). Þótt erfitt sé að al- hæfa um orsakasam- band má draga þá ályktun að mörg þess- ara rána séu framin í þeim tilgangi að afla fjármuna til að standa straum af fíkniefnaneyslu. Mörg fórnarlömb rána eru yngri en 20 ára (22%) en nokkur ijöldi (17%) er í aldurshópnum eldri en 60 ára. Hvað varðar einstök rán, þá fjölg- ar þeim sem verða í kjölfar stuttra kynna málsaðila á ölkrám. Þannig voru alls 10 rán af 22 (45%) árið 1994 eftir slík kynni. Að auki eru þessi rán flest tengd ákveðnum veit- ingastöðum. Þá er athyglivert að lögreglan virðist í auknum mæli ná að hand- taka þá sem fremja rán, strax eftir atburðinn. Alls voru aðilar hand- teknir strax eftir atburðinn í 13% tilvika ef litið er á allt tímabilið síð- an 1987. Síðastliðin ár hefur það hlutfall verið að aukast til muna og var á síðasta ári 40%. Hér er eingöngu átt við þær hand- tökur sem lögreglan í Reykjavík beitir við frumrannsókn máls en ekki hlutfallið sem upplýsist við framhaldsrannsókn, sem er í hönd- um Rannsóknalögreglu ríkisins. Tíðni rána Karl Steinar Valsson Flest rán eru framin á laugardögum (22%) ■en þar fast á eftir koma sunnudagar. Þannig er nær heimingur rána framinn um helgar (45%). Eðli rána í Reykjavík Ef litið er á eðli rána hér í Reykjavík kemur eftirfarandi fram: 1. Rán framin á stöðum sem hafa tölu-. verða fjármunaum- sýslu. Undir þennan flokk heyra bankar og verslanir. Undanfarin ár hefur verið nokkur fjölgun á ránum í þessum flokki er- lendis. Hérlendis hefur þessum ránum ekkert fjölgað 1987-1994, að árinu 1993 undanskildu, þegar ránum fjölgaði upp í 8, en þeim fækkaði síðan aftur í 3 árið 1994. Bankarán Tvö bankarán hafa verið framin í Reykjavík, bæði árið 1988. Banka- ránum hefur verið að fjölga nokkuð erlendis. Söluturnar, verslanir og mynd- bandaleigur Alls voru 22 rán (16%) framin í söluturnum, myndbandaleigum og verslunum. Mikil fjölgun varð í þess- um flokki árið 1993 þegar framin voru 8 rán en þeim fækkaði aftur árið 1994 er slík rán voru tvö. Eitt rán af þessu tagi var árið 1990 og tvö hvort ár 1992 og 1994. Erfítt er að fullyrða um ástæðu að baki þessari ójöfnu dreifingu. 2. Rán sem framin eru á opnum svæðum. Það eru meðal annars rán framin á götum úti, á bílastæðum og þegar veski eru hrifsuð af aðilum. Mánuðir ’87 ’88 ’89 ’90 ’91 ’92 ’93 ’94 samt. hlutf.% Janúar 3 .3 2 2 1 0 0 2 13 9 Febrúar 0 0 1 0 0 4 0 2 7 5 Mars 1 2 1 1 3 2 0 2 12 9 Apríl 1 0 3 2 1 0 1 1 9 7 Maí 0 3 1 1 1 1 1 0 8 6 Júní 1 0 2 0 2 1 3 3 12 9 Júlí 2 0 0 0 2 1 0 1 6 4 Ágúst 3 1 2 4 1 1 3 1 16 12 September 0 2 3 1 1 0 0 5 12 9 Október 2 1 2 0 1 2 3 1 12 9 Nóvember 1 1 3 2 2 1 4 1 15 11 Desember 2 3 3 1 1 1 1 3 15 11 Samt. rán 16 16 23 14 16 14 16 22 137 100 Hér má sjá að tíðni rána er mjög lág í Reykjavík í samanburði við höfuðborgir hinna Norðurlandanna. Rán í Reylgavík Samkvæmt rannsókn eru flest rán í Reykjavík framin í ágústmánuði, Á töflu 2 sést dreifing þessara mála eftir mánuðum. Þar má sjá að rán eru að meðaltali 17,1 á ári á þessu tímabili. Þau skiptast þannig á milli mán- uða að flest eru framin í ágúst (12%) en fæst í júlí (4%). Athyglivert er að bera þetta sam- an við- aðrar tölur um ofbeldi, t.d. heimilisofbeldi, þar sem tíðni þess er einnig hæst í ágúst en mjög lág í júlí. Innbrot eru hins vegar tíðust í október og apríl en fátíðust í júní og júlí. Þjófnaðir eru tíðastir í ágúst en fátíðastir í janúar og fremur fátíð- ir í júlí. Hins vegar eru líkamsmeið- ingar tíðastar í maí en fátíðastar fyrstu mánuði ársins. Samkvæmt þessari athugun virðist sem afbrot séu einna tíðust í ágústmánuði en einna fátíðust í júlí. Flest rán eru framin á tímabilinu frá 24:00 til 08:00 (42%) en fæst eru þau frá 08:00 til 12:00 (6%). Ekki er hægt að segja að þessar tölur komi verulega á óvart þar sem stór hluti rána er framinn, eins og áður sagði, eftir kynni manna á vín- veitingahúsum. meirihluti slíkra mála virðist einkum tengjast ölkrá við Hlemmtorg annars vegar og ölkrá við hafnarsvæðið hins vegar, en mjög tíð afskipti lögreglu eru af viðskiptavinum þessara veit- ingastaða. Hvar eru rán framin? Alls var framið 31 rán á miðborg- arsvæðinu en athygli vekur að á þeim slóðum hefur ránum verið að fækka undanfarið. Þau eru að með- altali um 3 á ári síðan 1990 og hefur í raun fækkað um helming frá því sem var á árunum 1987 til 1989. Að hluta til má leita skýringar á þeirri fækkun í breyttum áherslum í löggæslu í miðbænum frá árinu 1989. Með auknum fjölda lögreglu- manna á þeim tíma sem helst er að vænta rána, hefur verið hægt að koma í veg fyrir að þau séu framin. Hverjir fremja rán? Fjöldi árásarmanna í hverju máli haft á þessa einstaklinga að vera handteknir vegna rána sést að brota- ferill þeirra hefur verulega dregist saman eins og áður sagði. Það sem þar vegur sjálfsagt þyngst er að ein- staklingarnir hafa orðið að afplána sína refsingu. Einkum er það í tveim- ur málaflokkum sem aðilar virðast halda áfram að brjóta af sér, en það er í umferðar- og fíkniefnamálum. Þrír einstaklingar, tveir karlar og ein kona, hafa í tvígang verið hand- teknir vegna rána. Fórnarlömb rána Árásarþolar voru alls 143. Sam- kvæmt rannsókn eru 21% árásarþola yngri en 21 árs. I aldurshópnum 21 til 30 ára eru alls 27% árásarþola. Fjölmennasti aldurshópurinn er 26 til 30 ára (20%). En sá fámennasti eru þeir sem eru milli 41 og 50 ára (4%). í aldurshópnum eldri en 60 ára eru 17%. Athygli vekur að tæp 30% árásarþola eru konur og voru þær einkum í eldri aldurshópum. Flytja varð 41 einstakling á slysa- deild til aðhlynningar, eða í 30% mála. Einnig ér athyglivert að frekar hefur dregið úr því að flytja þurfi aðila á slysadeild vegna áverka sem þ'eir hafa hlotið vegna beitingar of- beldis við rán. í 17% tilvika voru þolendur og/eða gerendur undir áfengisáhrifum er rán voru framin. Fjöldi árásarm. '87 ’88 ’89 ’90 ’91 ’92 ’93 '94 samt. hlutf. % 1 6 5 9 6 5 3 7 6 46 34 2 8 6 8 5 8 5 4 9 53 39 3 0 5 2 2 1 3 2 4 19 14 4 2 0 4 1 0 1 2 2 12 8 5 0 0 0 0 1 1 ‘0 1 3 2 Óljóst 0 0 0 0 1 1 1 0 3 2 Samtals 16 16 23 14 16 14 16 22 137 100 Rán frá eldri borgurum Á þessu tímabili voru alls 20 rán (15%) þar sem veski er hrifsað af eldra fólki, aðallega konum. Þau til- vik hafa verið 3 árlega undanfarin ár en flest.voru þau 4 árin 1989 og 1994. Flest þessara rána voru fram- in á þriðjudögum og sunnudögum en fæst á föstudögum. 3. Rán framin í heimahúsum. Þ.e. íbúi er rændur í kjölfar innbrots. Eitt slíkt rán var framið 1994. 4. Rán framin eftir stutt kynni milli aðila. Þessi rán eiga sér stað í fram- haldi af því að aðilar hittast á ölkrá, heimahúsi eða við annað tilefni. Ef litið er sérstaklega á þennan flokk hérlendis kemur í ljós að alls eru það 20 rán eða 14% á nefndu tíma- bili sem framin eru inni á veitinga- húsum eða utan við þau. Sérstaka athygli vekur að 10 af 22 ránum (45%) árið 1994 eru framin eftir stutt kynni á veitingahúsum. Segja má að hér sé að finna þá fjölgun sem er á ránum í Reykjavík á árabilinu 1987-1994 því ekki er greinanleg mikil fjölgun í öðrum flokkum rána. Athygli vekur að Mikilli vinnu hefur verið varið í það erlendis að greina það hveijir fremji rán og hvað gera megi til að sporna við ijölgun þessara brota. Alls eru það 283 aðilar sem taldir eru standa að baki þessum 137 rán- um eða að meðaltali um 2 í hveiju máli. Reyndar má sjá nánari upplýs- ingar um ljölda í töflu 3 hér að fram- an. Af þessum 283 aðilum voru 256 karlar (90%) en 27 konur (10%). Meðalaldur þeirra er um 25 ár. Alls voru handteknir 36 aðilar (13%) af lögreglu strax á staðnum eða mjög fljótlega á eftir. Notuð voru, eða hótað að nota, barefli- eða hnífa í 17 málum eða 13% tilvika á þessum árum. Athygli- vert er að hótað var að nota vopn í einungis einu máli árið 1994 (5%) en 5 málum árið 1993 (31%). Ef litið er til fyrri ára hefur beit- ingu vopn's verið hótað í 1 til 3 málum árlega. Af þessu má álykta að ekki sé greinanleg aukning á beitingu ofbeldis í ránum hér á landi. Ef litið er til síðustu ára er það eingöngu í ránum í fyrirtækjum með fjármunaumsýslu sem vopnanotkun ber á góma. í engu af þeim ránum sem framin eru gegn borgurum á götum úti er vopnum beitt sam- kvæmt skráningu lögreglu. Af þeim sem handteknir hafa ver- ið fyrir rán, hafa 36 aðilar komið við sögu í 558 misalvarlegum lög- reglumálum eða um 15 mál að með- altali hver. Af þessum afbrotum eru 409 þeirra (73%) framin fyrir ránin en síðan dregur verulega úr afbrota- hneigð aðila. Sá einstaklingur sem flest mál hefur að baki hafði verið handtekinn vegna 45 lögreglumála, þar af 10 ofbeldismála, fyrir ránið. Ef litið er á þau afbrot sem algengast er að þessir einstaklingar hafa framið fyr- ir ránin, sést að 20 (55%) hafa verið handteknir vegna ofbeldisverka og 18 (54%) vegna umferðarlagabrota. Ofbeldisverkin eru af mörgum toga en flest þó líkamsárásir. Algengasta umferðarlagabrot þessa hóps er ölv- un við akstur. Þá höfðu 14 (38%) aðilar komið við sögu í fíkniefnamál- um fyrir ránið, 18 aðilar (51%) verið teknir fyrir innbrot eða ýmis þjófn- aðarbrot í alls 68 málum. Ef litið er á hvaða áhrif það hefur Lokaorð Helsta niðurstaða þessarar athug- unar er að tíðni rána hefur aukist um 10% í lögsagnarumdæmi lögregl- unnar í Reykjavík frá 1987. Þessi staðreynd er mjög athygliverð, eink- um ef tekið er mið af þróun erlend- is þar sem allt að 50% ijölgurrhefur verið í þessum málaflokki. Flest rán voru framin árið 1989, eða 23, en árið 1994 voru 22 rán framin í Reykjavík. Athygli vekur að lögreglan virðist handtaka aðila fyrir þessi rán í auknum mæli og á síðasta ári var handtökum beitt í 40% tilvika. Því hlutfalli til viðbótar kemur síðan það hlutfall mála sem RLR upplýsir við framhaldsrannsókn. Ef gerður er samanburður við erlend ríki þá er hlutfall þessara mála sem upplýsist frá 18 til 38%. Þeir einstaklingar sem handteknir eru fyrir rán virðast nær undantekn- ingalaust hafa komið við sögu af- brota fyrir ránið. Athygli vekur að svo virðist sem mun tíðara sé að lögregla þurfi að hafa afskipti af aðilum eftir ránið ef þeir hafa einn- ig komið við sögu fíkniefnamála. Margir þeirra hafa oft komið við sögu lögreglu og eiga að baki langan brotaferil. Af þeim sem einnig hafa komið við sögu fíkniefnamála hafa 80% verið kærðir vegna ofbeldis- brota en almennt hlutfall er 55%. Hér má því sjá viss tengsl milli fíkni- efnaneyslu og ofbeldis. Fjölmennasti aldurshópurinn sem orðið hafa fórnarlömb rána eru 20 ára og yngri, en athygli vekur hversu hátt hlutfall er einnig meðal þeirra sem eru 25 til 30 ára. Ekki er hægt að greina að neitt sé sammerkt með fórnarlömbunum, en vert er að geta þess hversu mikil fjölgun er á málum þar sem aðilar eru rændir eftir stutt kynni á vínveitingahúsum og ölkr- ám. Eflaust er mörgum hugleikið hver komi til með að verða þróun rána hér á landi. Telja má víst að ránum komi til með að fjölga áfram að ein- hveiju marki þótt ólíklegt verði að telja að við sjáum jafn mikla fjölgun hér og verið hefur á Norðurlöndun- um. Höfundur er afbrotafræðingvr og lögreglumaður í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.