Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 B 11 RÉTTU MÁLIHALLAÐ Lastaranum líkar ei neitt, lætur hann ganga róginn; finni hann laufblað fölnað eitt fordæmir hann skóginn. (Steingrímur Thorsteinsson) Með grein þeirri, sem ég ritaði í Morgunblaðið í desember sl., gerði ég mér vonir um að geta varpað réttu ljósi á nokkur af þeim atriðum 'er snertu starf Jakobs Frímanns Magnússonar, menningarfulltrúa í Lundúnum og lýðveldishátíðina 50 Northern Light Years, er þá var til athugunar hjá Ríkisendurskoðun auk þess að vera efni staðlausra stafa, dylgja og rangtúlkana ýmissa fjölmiðla. Biðin eftir skýrslu Ríkisendur- skoðunar varð lengri en menn höfðu reiknað með, en er hún loks birtist í lok síðasta mánaðar, taldi ég og fleiri er við sögu komu við fram- kvæmd hátíðarinnar, að skýrar nið- urstöður athugunarinnar yrðu til þess að koma í veg fyrir frekari misskilning hjá „rannsóknarmönn- um“ er um málið fjalla. Því miður hefur þetta reynst ofbjartsýni af minni hálfu og því tel ég mig knúna til að leiðrétta enn og aftur ýmis- legt sem ranglega hefur verið farið með í fjölmiðlum. Þetta geri ég í þeirri von að orð mín verði ekki notuð til að kynda enn frekar það bál er lastararnir hafa ornað sér við undangengna mánuði, heldur til að ítreka og benda á gildi þess að kynna sér staðreyndir og vanda upplýsingaöflun og framsetningu frétta í þeim anda er best sæmir heiðarlegri, íslenskri fréttamennsku þar sem hver og einn skal fá að njóta sannmælis. Kostnaður vegna menningarkynninga í skýrslu Ríkisendurskoðunar stendur skýrum stöfum að heildar- kostnaður ríkissjóðs vegna menn- ingarkynningar sendiráðsins í Lundúnum frá 1. september 1991 til ársloka 1994 sé 25,9 milljónir króna. Það þýðir m.ö.o. að á árs- grundvelli hefur kostnaðurinn að meðaltali verið tæpar 7,8 milljónir. Lang stærstur hluti þessa kostnað- ar er til kominn vegna tveggja stórra verkefna sem lágu fyrir löngu áður en sérstakur menning- arfulltrúi tók við af sendifulltrúa sendiráðsins og hefðu útgjöld vegna þeirra farið mjög nálægt 7,8 millj- ónum á árunum 1992 og 1994, óháð því hver hefði séð um fram- kvæmdina. Þau stórverkefni sem hér um ræðir voru annars vegar stærsta samnorræna lista- og landkynning- arverkefni sem ráðist hefur verið í; Barbican-hátíðin 1992-1993 og svo 50 ára afmæli lýðveldisins, sem flest sendiráð Islands nýttu til átaks í kynningarmálum og nutu til líkt og sendiráðið í Lundúnum, sér- stakra styrkja ríkisstjórnar og ein- stakra ráðuneyta. Þá felst einnig í umræddri heildartölu kostnaður vegna verkefnis og starfsemi sem teygt hefur anga sína til Frakk- lands, Þýskalands, Hollands, ír- lands, Svíþjóðar, Danmerkur og Bandaríkjanna. Kostnaðarliðir eru margvíslegir, s.s. uppsetning sýn- ingarbása, styrkir vegna útgáfu ís- lenskra bóka í eriskum þýðingum, kostnaður við íslandsferðir fjöl- margra fjölmiðlamanna, sem síðan hafa fjallað um ísland í ræðu og riti, og ekki síst sá kostnaður sem fylgir auglýsingunum og kynningu á^slenskum listamönnum og verk- um þeirra. Um uppsiátt DV um að vafi leiki á hvort „laun listamanna“ hafi ver- ið gefin upp til skatts, en þar hafa þeir með óskiljanlegum reikningskúnstum galdrað upp . töluna 42,7 milljónir og klikkja út með eftirfar- andi: „Ljóst er að skattstjóri missir af feitum bita ef laun listamanna verða ekki gefin upp,“ er eftirfar- andi að segja: Dæmi um að lista- mönnum hafi verið greidd laun eru teljandi á fingrum annarrar handar. Lítið bolmagn hefur verið til annars en að sjá fyrir ferðum og gistingu og þar að auki hefur menningarfulltrúi gert Sér far um að votta mönnum virð- ingu og þakklæti með a.m.k. einu heimboði eða máltíð, oftar en ekki á eigin kostnað. Þegar Ríkisendur- skoðun fjallar um laun í skýrslu sinni er átt við greiðslur til íslend- inga sem búsettir eru í Lundúnum og annast hafa ýmis smærri viðvik og verkefni tengd menningarmál- unum. Þær upphæðir sem hér um ræðir eru í nærfellt öllum tilfellum lágar, flestir þessara aðila eru skattgreiðendur í Bretlandi og því ekki skattskyldir á íslandi. Reikningskúnstir Skal nú vikið nánar að reikningskúnstum þeirra DV-manna, sem þeir hafa er þetta er skrifað reyndar beðist afsökunar á, en með þeim hætti að ástæða er til að hnykkja á. Nú kann einhveijum að þykja árlegur meðalkostnaður upp á 7,8 milljónir of hár og vissulega er hann hærri í Lundúnum en í öðrum sendiráðum. Með skipan menningarfulltrúa var utanríkisráðuneytið réttilega að bregðast við aukinni þörf á kynningar- og áróðursstarfsemi, sem farið hefur mjög vaxandi á síðustu árum og áratugum, m.a. vegna harðnandi samkeppni á sviði ferðaþjónustu, fjárfestinga og almenns útflutnings. Það getur vart talist óeðlilegt að það ráðuneyti sem fer með utanríkisviðskipti og hefur útgjöld upp á 1.500 milljónir á ári, skuli ákveða að leggja aukna áherslu á að kynna ísland og veija til þess 7,8 milljónum árlega. Það hefur einnig orðið raunin að lastararnir hafa einhverra hluta vegna orðið undarlega rangeygir þar sem þessi hóflega tala er annars vegar. Heildartalan frá hausti 1991, 25,9 milljónir, hefur verið tekin, þannig út og nánast tvöfölduð þar sem margföldunarsnilldin er hvað óbeisluðust. Þetta er meðal annars gert með því að horfa vandlega fram hjá þeim kafla í skýrslu Ríkisendurskoðunar þar sem segir að launa- og búsetukostnaður allra starfsmanna sendiráðsins, menningarfulltrúa sem annarra, sé innifalinn í árlegri fjarveitingu til sendiráðsins. Þess í stað er pillaður út launa- og búsetukostnaður eins tiltekins starfsmanns, sem í tilfelli menningarfulltrúans er reyndar mun lægri en annarra sambærilegra starfsmanna, sá kostnaður lagður saman frá upphafi og bætt við framlög ríkissjóðs til landkynningar og þannig hysjað upp í rúmar 40 milljónir. Rúsínan í pylsuendanum hefur svo verið að taka þau framlög sem Jakób Frímann aflaði sjálfur frá atvinnulífinu að upphæð 7,1 milljón og bæta við öll herlegheitin. Með þessum reikningsaðferðum náði DV til dæmis efni í fyrirsögnina „Kostnaður 21 milljón umfram ijárveitingar" (8. febrúar) og töfraði einnig upp rúmlega 40 milljóna króna skattstofn sem ofaldir listamenn áttu að hafa svikist undan að telja fram (2. febrúar). Eyðsla umfram heimildir Það er of langt mál að ætla að fara að elta ólar við öll þau hrapal- legu dæmi um þann kauðshátt og fljótfærni í vinnubrögðum sem nokkrir tilteknir fjölm- iðlar hafa sýnt í þessu máli frá upphafi. Er ákveðið var að birta skýrslu Ríkisendurskoðunar í heild sinni var fjölmiðlum jafnt sem al- menningi gefinn kostur á að kynna sér staðreyndir málsins og geta því sannreynt eftirfarandi: * í skýrslunni segir að heimildir skorti fyrir útgjöldum að fjárhæð 2 milljónir króna. Þar segir einnig að Þegar skýrsla Ríkisend- urskoðunar lá fyrir seg- ist Svanhildur Kon- ráðsdóttir hafa talið að skýrar niðurstöður at- hugunarinnar yrðu til að koma í veg fyrir frek- ari misskilning. Því mið- ur hefir þetta reynst ofbjartsýni og hún því knúin til að leiðrétta enn o g aftur ýmislegt sem ranglega hefur verið farið með í fjölmiðlum. þar af séu kr. 1.100.000 sem lík- legt sé að verði að greiða vegna innbrots og stuldar á tækjum, sem varla getur talist fyrirsjáanlegt. * Þá standa eftir 900 þúsund krónur. Þar af hafa 300 þúsund þegar verið greiddar og því hefur á milli 500 og 600 þúsund krónum verið eytt umfram heimildir í stærsta íandkynningarverkefni sem íslendingar hafa staðið fyrir til þessa. Eyðsla umfram heimildir er í öllum tilfellum óæskileg og gagn- rýniverð en menn hljóta hér að gera greinarmun á milli margföld- uðu upphæðanna sem slegið hefur verið upp og raunverulegum stað- reyndum málsins. Bókhald og fylgiskjöl 50 Northern Light Years dag- skráin stóð yfir meira eða minna allt árið 1994 og óskum fjölmiðlum um upplýsingar um kostnað var jafnan svarað á þann veg að þegar hátíðin væri yfirstaðin, búið að kalla inn öll framlög, greiða kostnað og ganga frá bókhaldi, væri ekkert því til fyrirs'töðu að dreifa upplýsingum um heildarumfang hátíðarinnar. En Ríkisendurskoðun gerir víst aldrei boð á undan sér og bókhald sendiráðsins var kallað heim tafar- laust án þess að frá því væri endan- lega gengið, enda starfsmenn sendi- ráðsins, einkum bókari og menning- arfulltrúi, þá enn undir miklu og stöðugu vinnuálagi. Ýmsar athuga- semdir við bókhald sendiráðsins komu fram í skýrslu Ríkisendur- skoðunar, m.a. vegna ófullkominna fylgiskjala og skorts á sumum frumritum. Úr þessu var bætt án tafar eftir ábendingar Ríkisendur- skoðunar, en skýringar á því að bókhald var ekki fullkomið er at- hugunin var hafin eru einfaldar: Þegar mest gekk á og greiðslubyrði vegna hátíðarinnar hvað þyngst, var að beiðni ráðuneytisins reynt að dreifa greiðslum eftir megni, þ.e. notfæra sér greiðslufresti sem. að jafnaði eru a.m.k. 30 dagar. Þannig voru nokkrir af stærstu reikningunum lagðir til hliðar um stundarsakir. Hins vegar er ekki óalgengt að fyrirtæki sendi ítrekan- ir 1-2 vikum eftir að upphaflegur reikningur var sendur og í sumum tilfellum greiddi gjaldkeri eftir slík- um pappírum. Undir minna álagi og að afloknum frágangi á bók- haldi og öðru vegna hátíðarinnar, hefðu menn að líkindum komið auga á þetta. Þess ber einnig að geta að samkvæmt mati breskra endurskoðunarfyrirtækja, standast langflest þeirra fylgiskjala sem Rík- isendurskoðun setti spurningamerki við þær kröfur sem gerðar eru í Bretlandi. Oft hefur mátt skilja af umfjöllun fjölmiðla að menningarfulltrúanum sé ætlað að halda sérstakt bókhald eða þá að störf hans séu að ein- hveiju leyti aðskilin öðrum hefð- bundnum rekstri sendiráðsins. Þetta ar alrangt; það er ekkert til sem heitir „bókhald menningarfull- trúa“. Mjög hæfur starfsmaður hef- ur bókhald sendiráðsins í Lund- únum með höndum, en óeðlilega mikið starfsálag, sem ómögulegt væri fyrir einn starfsmann að anna til lengdar, síðbúin tölvuvæðing, bilanir og sumarfrí, eru allt þættir sem áhrif höfðu á vinnslu bókhalds- ins. Á þetta bendir Ríkisendurskoð- un einnig í skýrslu sinni og tekur að fullu til greina við þær athuga- semdir sem gerðar voru við vinnslu bókhalds. Leifs menn Eiríkssonar og „loforðin“ Það nýjasta í þessari undarlegu króniku er svo upphlaup Leifs manna Eiríkssonar og yfirlýsingar Sigurðar Þórðarsonar, eins af eig- endum skipsins, á síðum DV um að loforð hafi verið svikin og á þeim brotið í viðskipum við 50 Northern Light Years síðastliðið sumar. Hugmyndir um að fá lánað skip . til að sigla upp Thamesá og minnst þannig heimsókna forfeðra okkar til Lundúna, komu upp á menning- arskrifstofu sendiráðs íslands í Lundúnum um mitt ár 1993. Eftir að hafa leitað til ýmissa aðila um stuðning við verkefnið, fór svo að Steindór Haraldsson hafði milli- göngu um að komið yrði á sam- bandi við nýja íslenska eigendur bresks skips sem statt var í slipp í Lowestoft. Eftir símsamtöl Jakobs Frímanns Magnússonar við Jón Steinar Árnason, einn af eigendum Sjólands hf., varð það að samkomu- lagi að skipið, er hlaut nafnið Leif- ur Eiríksson, yrði fengið að láni og því siglt til Lundúna til að þjóna sem lista- og kynningarmiðstöð um tveggja vikna skeið í júní 1994. Ég var sjálf áheyrandi að því sam- komulagi sem Jakob Frímann gerði við Jón Steinar að þessu tilefni. Umbun Sjólands fyrir lánið skyldi verða með tvennum hætti: 1: 50 Northern Light Years skyldu taka að sér að greiða olíu- Svanhildur Konráðsdóttir kostnað vegna siglinga, annars veg- ar frá Lowestoft til Lundúna og hins vegar frá Lundúnum til íslands að verki loknu. 2: Þar eð gera átti skipið út á ferðamannamarkað heima og er- lendis, skyldi Sjóland njóta góðs áf þeirri umfjöllun, sem skipið hlaut í tengslum við listahátíðina, bæði í sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum á íslandi, svo og í fjölmiðlum hér á Bretlandi. Þessu til viðbótar er nú í vinnslu sérstakur sjónvarpsþáttur um 50 Northern Light Years þar sem þáttur Leifs Eiríkssonar er mjög áberandi. Jón Steinar Árnason vissi af þessum áformum og gekk að samkomulaginu á þessum for- sendum. Jakob Frímann Magnús- son tók skýrt fram við Jón Steinar Árnason í minni viðurvist að enginn kostur væri á beinum greiðslum fyrir lánið. Yfirlýsingar Sigurðar Þórðarsbn- ar, sem rétt er að taka fram að talaði aldrei við Jakob Frímann' á þessu tímabili, né hafði á nokkurn hátt afskipti af því samkomulagi sem gert var, ganga því algjörlega í berhögg við það samkomulag sem gert var í maí sl. og hefur margoft verið rætt og ítrekað síðan við Jón Steinar Árnason, ekki síst á meðan skipið þjónaði listahátíðinni og ljóst varð að álag á menningarskrifstof- una vegna skipsins var orðið að miklum mun meira en upphaflegur samningur hafði gert ráð fyrir. Ásökunum um siðleysi og auvirðileg brot á loforðum verður því að vísa til heimahúsanna. Að sjá ekki skóginn fyrir trjánum Viðhorf og tilfinningar íslend- inga til menningarmála hafa löng- um verið tvíbent. Það er með menn- inguna líkt og menntunina að á tyllidögum er okkur gjarnt að stíga á stokk og beija okkur á bijóst fyrir bókmenntaarfinn og sköpun- argleðina, sem á þeim stundum er gjarnan talin meiri og betri en meðal annara þjóða. Þess á milli er hins vegar oft stutt í að sjálft orðið „menning“ umbreytist í skammaryrði eða verði sér úti um kunnugleg viðhengi, s.s. snobb, sukk, o.s.frv. líkt og birtist í leiðara Ellerts B. Schram nú nýverið, en þar notast hann reyndar við upplýs- ingar frá „rannsóknarblaðamönn- um“ sínum, sem nú hafa beðist afsökunar á reikningslistum sínum. Þetta kemur úr undarlegri átt frá blaði sem eitt íslenskra dagblaða sér ástæðu til að veita sérstök menningarverðlaun á ári hveiju til að heiðra og hvetja íslenska lista- menn. Íslensk menning er bæði merki- leg og margbrotin og gróskan ,á nærfellt öllum sviðum hennar sýnir svo ekki verður um villst að við teljum okkur hafa eitthvað að segja. í heimi sem sífellt smækkar, um leið og hann verður flóknari, hrað- ari og allar landamæralínur verða óljósari, er fásinna að halda að „menning" sé einangrað, afmarkað fyrirbæri sem þjóni einungis sjálfri sér og innvígðum. Þegar kemur áð því að kynna ísland á alþjóðavetf- vangi, hvort heldur sem er til að selja raforku, saltfisk eða aðdrátt- arafl landsins sem ferðamannastað- ar, hlýtur að liggja beinast við að nýta það sem hreyfir við fólki, kætir það, æsir, fræðir og nærir andann; vitna til þess sem sýnir og sannar að á þessari lítt þekktu eyju býr fólk sem hefur eitthvað til málanna að leggja á skapandi og frumlegan hátt. Þær tæpu 7,8 milíj- ónir sem veitt hefur verið til kynp- ingarstarfs í Bretlandi, sem teygt hefur anga sína yfir til Skandip- avíu, Evrópu og Bandaríkjanng, getur vart talist ofrausn og það er ég viss um að jafnvel lastararnir ættu bágt með að hrekja ef þeir aðeins opnuðu augun fyrir óhrekj'- anlegum staðreyndum málsins og sæju þá vonandi í fyrsta sinn skóg- inn fyrir tijánum. Höfundur er blndamndur og fjölniidlnfræðingur og starfaði við framkvæmd 50 Northern Light . Years 1994.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.