Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR UMHVERFISMÁL///‘i;í7r///V var íslenskt umhverfi í augum útlendra feröamanna upp úr aldamótum? r Engström á Islandi ÚTLENDINGAR gerðu ekki tíð- reist til íslands fyrr á tímum og allt fram á þessa öld töldust þær ferðir hálfgert glæfraspil. Þeir sem lögðu í slík ævintýri skrifuðu oft bækur um reynslu sína þegar heim kom, oftast í þurrum sagnfræði- stíl um furðuleg náttúrufyrirbæri, þjóðhætti sem þóttu frumstæðir og menningu í skötulíki. Þó kvað við annan tón þegar sænski rithöf- undurinn, myndlistamaðurinn og „lífskúnstnerinn“ Albert Eng- ström kom til íslands árið 1911 og ferðaðist um landið í fylgd tveggja vina sinna og skrifaði ferðasöguna þegar heim kom. Bókin hét Til Heklu enda var gönguferð á Heklu hápunktur ferðarinnar. Þar var enginn um- vöndunartónn í frásögninni. Þar var glettni og góðlátleg kímni í fyrirrúmi, bæði að því er varðar landsmenn og höfundinn sjálfan. En það sem einkennir ferðasöguna fyrst og fremst er hinn fölskva- lausi hlýhugur og aðdáun höfund- ar á dugnaði og greind þjóðar sem kann að laga sig að erfiðum að- stæðum. Engström var þekktur í heima- landi sínu fyrir teikningar í skopblaðið Strix en naut líka virð- ingar fyrir margskonar framlag til menningar og lista. Hann hafði kynnt sér sögu íslendinga og ís- lenskar bók- menntir áður en hingað kom og þekkti þann auð- uga menningar- arf. Hér fóru þeir félagar um landið með góðum fylgdarmönnum á hestum og kynntust allnáið landi og þjóð. Margt kom Engström undarlega fyrir sjónir en honum var jafnan lagið að draga fram hinar jákvæðu hliðar. Og upphafin lýsing hans á náttúrufegurð landsins og fyrirhe- it um bjarta framtíð þjóðarinnar hafði varla áður birst i ferðabók- um. Þeir félagar fara ríðandi bæði norðanlands og sunnan. Engström skopast að sjálfum sér þegar hann lendir í brösum við reiðskjótann í upphafí ferðar en hann lærir að meta íslenska hestinn að verðleik- um þegar fram í sækir. Úr ferðun- um nefnir hann ýmislegt smálegt sem vekur athygli hans - dún- sængurnar þykku sem ferðamönn- um er gert að sofa við og eru hann hreint að kæfa - hann fær að vita allt um álagabletti í túnum og samneyti við huldufólk og álfa. Hann kynnist daglegum störfum til sjávar og sveita, fer í ádrátt í laxveiðiá með bónda í Fljótum, kynnist íslensku mataræði en fínnst hreinlætismál ekki með öllu í góðu lagi. Honum verður star- sýnt á hve mjúklega menn beita ljánum þegar þeir krúnuraka þúf- urnar og verður hugfanginn af þeim nánu tengslum sem hvar- vetna birtast milli manns og nátt- úru. Náttúrufegurðin er honum kær- komið umfjöllunarefni - ekki síst fuglarnir sem gefa ágætt tilefni til heimspekilegra hugleiðinga. Heimilishald æðarfuglsins í fjör- unni við Akureyrarhöfn til dæmis. Hann staldrar þar við, virðir fyrir sér æðarkollurnar með ungana snertispöl frá umstangi hafnar- starfseminnar. Ungarnir eru eins og litlir hnoðrar sem veltast um í þanginu. Friður og ró yfir. Koll- umar snyrta fjaðrirnar, gá til veð- urs og rökræða um pólitík og kosn- ingarétt. Allt í einu er einn unginn gripinn ævintýraþrá og leggur til sunds í áttina að bryggjunum. Þá verður uppi fótur og fit. Móðirin á eftir og stuggar honum með pústmm og ýtingum upp í öryggi fjörunnar og gpirgar hátt honum til áminningar. Svo ríkir friður á ný í þessu litla samfélagi fjömnnar. Leið þeirra félaga liggur í Mý- vatnssveit. Þar verður höfundi aft- ur starsýnt á fuglamergðina við Laxá. Hann dáist að því hvað áin hefur valið sér fallega leið í mjúk- um bugðum milli grasigróinna bakka - eins og vel skipulögð skemmtigönguleið fyrir fugla. Hann situr í grasinu á árbakkan- um við hlið bóndans af næsta bæ. Fuglar fljúga í flokkum yfir höfði þeirra. Hann man eftir byssunni í farteskinu og spyr bónda hvort ekki megi skjóta fugla. Nei, ekki nema í ýtmstu neyð. Við hlúum hér að fuglum - skjótum þá ekki, segir hann. Engström fínnst spurning sín nánast helgispjöll. Þegar til Suðurlands kemur liggur leiðin m.a. til Geysis um Brekkuskóg og Miðhúsaskóg. Á íslandi, segir hann, líta menn nið- ur fyrir fætur sér til að skoða skóginn. Samt er birkiilmurinn höfgari hér en í stórvöxnum birki- skógum Svíþjóðar. Honum finnst undarlegt að ekki skuli minnst á Geysi í íslendingasögunum, en bætir við að þar segi ekkert um umhverfi eða náttúm. En við Geysi eigi að taka allar mikilvægar ákvarðanir fyrir þjóðina og þar ætti að reisa trúarlegt lærdóms- setur þar sem nándin er svo mikil við hin tvískiptu öfl - hið efra og hið neðra. Straumhvörf verða í lífi hans daginn sem hann gengur á Heklu. Dagsferðin tók 15 klukkustundir en þeir félagar sækja einarðir á brattann með þunga bakpokana. Ógleymanleg stund bíður þeirra á tindinum þar sem þeir dvelja góða stund og njóta útsýnisins. Þegar í náttstað er komið lætur hann hugann reika: Bráðum verð ég gamall og nenni ekki að stunda fjallgöngur. Böm framtíðarinnar munu fljúga yfír þar sem við vor- um að klöngrast. En sálir þeirra fara ekki hærra en okkar sálir gerðu, þótt engin væri flugvélin. Lokaorðin eru eitthvað á þessa leið: Þessi íslandsferð er eina af- rekið mitt um dagana og mín feg- ursta lífsreynsla. Það er gott að ég var ekki orðinn of gamall til að meðtaka þá ómælisvídd nátt- úrufegurðar sem birtist mér á Is- landi eins og nýútsprungin rós. - Fagurlitur regnboginn í óbrotnum hálfhring með sólina í baksýn og sjálfan mig í miðpunkti - grænt grasið - grænna en allt grænt - sólin sem skín á beran skallann og yljar í bakið - suðið í eyrunum - eitthvað hvítt framundan um- vafíð sólargeislum og eitthvað sem tekur sér bólfestu í sálartetrinu og til verður nýr veruleiki. Mér er orða vant, segir hann, en ég er að reyna að lýsa þakklæti mínu fyrir að þetta land skuli vera til á plánetunni okkar. A WAISNER Rafmagns sprautukönnur • Fyrir lakk, málningu og viðarvörn • Afar einfaldar í notkun • Gefa góða áferð • Auðveldar að hreinsa • Málningarsprautur fyrir iðnaðarmenn Umboðsmenn um allt land SINDRA búðin BORGARTÚNI 31 • SÍMI 562 7222 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR1995 B 13 2,. crans montana • crans montana • crans mont^ to' _ #_____J.5I ______________%> Skíðaferð til Sviss B 10 daga páskaferð til Crans Montana 7. til 16. apríl. Flogið verður til Zurich og ekið þaðan á eitt besta skíðasvæði Alpanna, Crans Montana Verö á Grand Hotel du Parc meö morgunveröi og kvöldveröi 106.590 kr. Verð á Hótel Regina meö morgunverði fré 78.390 kr. Innifalið í verði er flug, akstur milli flugvallar og Crans Montana, gisting í tveggja manna herbergjum, íslensk fararstjórn og flugvallarskattur Leitiö nánari upplýslnga Ferðaskrifstofa GUDMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34, sími 683222 GJ ^UOLUSUBJO • EUB}UOUJ SUBJO • BUBIUOIU SUEJO • ^ Auglýsing frá nafnlausa bakaríinu, Grensásvegi 26, Suðurlandsbraut 32 og Hlemmtorgi. RJÓMABOLLUR RJÓMABOLLUR Samkv. verðkönnun DV á bolluverði sem birtist föstudaginn 24. febrúar sl. reyndist hæsta verð í könnuninni 70% hærra en okkar verð. Við verðum með óbreytt verð um bolluhelgina. flTH! NOTUM AÐ6INS €KTfl RJÓMfl í FRAM16IÐSIUNA. Verdœmi: Rjómabolla m/flórsykri_______________kr. 79 Rjómabolla m/súkkulaði____________kr. 79 Punzhbollur__________________________kr. 79 Berlínarbollur_______________________kr. 51 Rúsínubollur_____________________ _ kr. 49 Krembollur___________________________kr. 49 Ailar bökunarvörur eru án 25% - 30% álagningar. Kaffistofon í bakanmu Suðurlandsbraut 32 býður viðskiptovinum uppó ókeypis koffi og kokó m/rjómo v um hclgino og ó bolludoginn. Bakaríið Grensásvegi 26 — opið til kl. 17.00 um helgar. Bakaríið Suðurlandsbraut 32 — opið til kl. 16.00 um helgar. Bakaríið Hlemmtorgi — lokað um helgar. Skýring á nafnleysinu: Vegna margitrekaðra tilrauna hrings, sem heitir Landsamband Bakarameistara, sem virðist hafa það að leiðarljósi að berjast gegn lágu vöruverði, hefur Samkeppnisráð nú bannað okkur gegn 50.000 kr. dagsektum að nota firmaskráð nafn okkar í auglýsingum. • crans montana • crans montana • crans montana • crans moniana • crans monia^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.