Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ II SÓLSKIN, romm og senjórítur: svona er Kúba ferðamannsins auglýst á opinberu póstkorti. Tilver- an er heldur grárri í höfuðborginni Havana, þar sem skortur er á öllu nema slagorðum. Sandur, sól el sexo Fídel Kastró býður ferðamönnum frá hin- um kapítalíska heimi að koma og njóta hins ljúfa lífs á meðan þegnar hans líða skort, segir. Hugi Olafsson í síðari grein sinni frá Kúbu. Hótel TUXPAN í Varadero á Kúbu býður upp á flest það sem sólþyrsta ferðamenn í leit að afslöppun langar í. Það eru 50 metrar frá sundlauginni að ströndinni, þar sem sandurinn er hvítur og sjórinn volgur eins og baðvatn. Þeir sem eru orðnir leiðir á sólböðum geta spilað tennis eða golf eða sötrað romm og kóka kóla á einhverjum af þremur bör- um. Einu vísbendinguna um að mað- ur sé staddur i einu síðasta vígi kommúnismans í heiminum - en ekki til dæmis í Cancun eða á Kanaríeyjum - er að finna í hótel- búðinni, þar sem doðröntum um fjórða flokksþing kúbverska kommúnistaflokksins og „Hlut- verk kvenna í byltingarsinnuðu samfélagi" er stillt upp innan um Sidney Sheldon og álíka flugvalla- bókmenntir. Á síðustu árum hefur stjórn Kúbu lagt ofurkapp á uppbygg- ingu ferðaþjónustu til að reyna að hala inn erlendan gjaldeyri í hirsl- ur landsins, en þær hafa verið galtómar eftir hrun Sovétríkjanna, sem lögðu til um fjórðung þjóðar- tekna Kúbu með styrkjum og syk- urkaupum. Erlendar hótelkeðjur hafa fengið grænt ljós á að byggja á Kúbu, einkum á Varadero, sem er á sendnum skaga, þannig að auðvelt er að einangra ferðamenn frá að sjá bágborið efnahags- ástand landsins og innfædda frá að spillast um of af ferðamanna- dollurum. Hið ljúfa líf á La Bamba Það er samt ekki of auðvelt. Margir blaðamenn sem heimsótt hafa Kúbu að undanförnu hafa skrifað um hnignandi siðferði sam- fara dollaraflóðinu. Ég ákveð að fara í rannsóknarblaðamennsku- leiðangur á diskótek Tuxpan-hót- elsins, sem kallast La Bamba. Ég er búinn að vera tæpa mín- útu þar þegar ung stúlka hnippir í mig og spyr hvort ég vilji dansa. Hún heitir María og er 22 ára. Eftir hálfan dans dregur hún mig af dansgólfinu og biður mig að kaupa sígarettur. Ég hlýði og sest við hliðina á henni með rommglös og rettur, viðbúinn kurteislegu hjali um daginn og veginn til að byija með. María trúir hins vegar á að ganga hreint til verks. „Hvað ertu búinn að vera lengi á Kúbu?“ „Ég kom fyrr í dag.“ „Það er eitt sem þú þarft að vita um Kúbu.“ „Og það er?“ „Ferðamennimir koma á diskó- tekið til að hitta kúbverskar stelp- ur fyrir el sexo. Vandamálið er að okkur er ekki hleypt inn á hótel- ið héma, en ég á vinkonu niðri í bæ sem getur leigt okkur herberg- ið sitt í hálftíma á 10 dollara. Þú ræður svo hvað þú borgar mér, en flestir borga 50. Ef þú ert tilbú- inn getum við náð í leigubíl úti núna og hann keyrir okkur og sækir okkur aftur eftir hálftíma." „Ég er nú eiginlega nýkominn hingað inn.“ „Finnst þér þetta of dýrt? Viltu frekar aðra stelpu?“ Ég lít í kringum mig. Þrátt fyr- ir ljósagólf, reykvél og aðra ný- móðins skemmtanatækni er ljóst og að það sem einkum fer fram á La Bamba er elsta atvinnugrein heims. Ef það á að innleiða mark- aðsbúskap á Kúbu á nýjan leik er kannski óvitlaust að byija á byij- uninni. Sumar stúlknanná era í netsokkabuxum og mínípilsum, aðrar eins og María, í gallabuxum og blússu. Hvítar, svartar, brúnar, ungar. Flestar aðlaðandi, en pen- ingalyktin í loftinu er fullsterk fyrir minn smekk. Ég afsaka mig með ferðaþreytu og hálfskammast mín fyrir að hafa gefið undir fótinn með við- skipti til að véla út upplýsingar. En María hefur að minnsta kosti sígarettupakka upp úr krafsinu og er óðar rokin á sömu mið í leit að einhveijum sem ekki þarf að útskýra fyrir hvemig kaupin ger- ast á dansgólfinu. Það er frekar leiðigjarnt að dvelja lengi á diskótekinu og ég rölti út. Fyrir utan er röð af leigu- bílum á leið í og úr bænum. Það er ljóst af umferðinni að La Bamba er virði ófárra hektara af sykur- reyr fyrir gjaldeyrisþyrsta bylting- arstjóm Fídels Kastrós. Sagan endurtekur sig Kastró hefur ekki alltaf verið ákafur talsmaður ferðaþjónustu í landinu sem hann hefur leitt í 36 ár. Eftir byltinguna árið 1959 lét hann svo um mælt að eyjan hefði verið orðin spilavíti og vændishús fyrir ríka Bandaríkjamenn á tíma harðstjórans Batista. Á Byltingarsafninu í Havana er hnykkt á þessari söguskoðun. Innan um muni eins og ritvélina sem bók Fídels, „Sagan mun sýkna mig“, var skrifuð á og buxurnar sem Raúl bróðir hans gekk í þegar hann var fangelsaður af Batista getur að líta mynd af bandarískum sjóliðum á bar í Havana sem stara á unga konu sem gengur fram hjá. Hún er mun sómasamlegar klædd en kynsystur hennar í dag á La Bamba, en samt hefur verið teiknaður svartur borði yfír augun á henni, væntanlega til að hlífa þessari „vændiskonu“ við að þekkjast. Byltingin upprætti vændið og í 30 ár komu varla aðrir ferðamenn til Kúbu en auralitlir austan- tjaldsbúar og sjálfboðaliðar með sósíalíska hugsjón. í dag er hins vegar freistandi að segja að sagan sé komin í hring. Havana er engin Bangkok, en engu að síður má sjá Iéttklæddar stúlkur við innganga sumra hótela þar og ferðamaður með vestrænt yfirbragð getur vart gengið eftir strandgötunni Malec- on að kvöldlagi án þess að fá að minnsta kosti eitt vingjarnlegt til- boð um náin kynni. Tveir heimar Laugardagskvöld á Hótel Capri i Havana. Sjö manna hljómsveit, svellandi salsa-tónlist, söngvarar af báðum kynjum í glitrandi Las Vegas-klæðnaði, dillandi dans- meyjar í glimmer og fjöðrum - litlum glimmer og fáum fjöðram. Hér er verið að höfða til ímyndar Havana frá því fyrir byltingu, þeg- ar hún var ein af skemmtanahöf- uðborgum heimsins; eldfimur kokkteill af karabískri lífsgleði og bandarískum dollurum. í kúbverskum kynningarbækl- ingi segir að Kúbveijar hafi haldið áfram að hafa gaman af kabarett- um eftir byltingu. Mér er hins vegar til efs að það hafi verið einn einasti innfæddur maður á kaba- rettnum á Hótel Capri - utan skemmtikraftarnir. Mér var sagt að sum hótel hefðu frátekin nokk- ur sæti á virkum dögum, sem yfir- völd deil’du út til nýgiftra hjóna. Það er flest gert til að heimur ferðamannsins skarist sem minnst við heim innfæddra í Havana. Fyrir utan véitingastaðina La Bo- deguita (Hemingway drakk þar) og E1 Floridito (Hemingway drakk þar líka) í miðborginni standa ævinlega nokkrir lögreglumenn merktir Turismo með borða á upp- handleggnum. Hlutverk þeirra er að sjá um að innfæddir séu ekki að abbast upp á gjaldeyrisauðlind- ina rétt á meðan hún er að rétta dollarana sína yfir barborðið til að borga fyrir „tvöfaldan daiquiri að hætti skáldsins“. Lögreglan gerir sér líka far um að stöðva bíla með útlendinga inn- anborðs til að athuga hvort þar séu á ferðinni ólöglegir leigubílar i samkeppni við hina opinberu, segir ólöglegi leigubílstjórinn mér. Yfirvöld láta hins vegar vændis- konurnar í friði, segir hann, því ríkið er ekki í beihni samkeppni við þær og tekjur þeirra því hrein aukning á gjaldeyrisforða Kúbu. Kommúnískt arðrán Vændiskonurnar era ein af fáum stéttum sem eiga dollara eftir að Bill Clinton Bandarikjafor- seti bannaði fjársendingar Banda- ríkjamanna af kúbversku kyni til eyjarinnar. Alþjóðafyrirtæki sem reka hótel og aðra starfsemi á Kúbu borga að visu í dollurum, en þeir renna til ríkisins, sem aft- ur borgar starfsmönnum í pesós- um. Barþjónar, töskuberar og aðr- ir slíkir fá þjórfé í hörðum gjald- eyri, en þeir renna oft ansi fljótt til ríkisins samt sem áður, því bensín, tannkrem, sápa og önnur slík „munaðarvara" fæst varla nema í dollarabúðum. Ég ræddi við tvítugan mann sem hafði leikið í hópatriði í kana- dískri kvikmynd, þar sem launin voru 30 dollarar á mann. Ríkið hirti það og borgaði leikuranum aftur 10 pesósa. Miðað við opin- bert gengi pesósans tók ríkið 70%, en miðað við svartamarkaðsgengi hans er hlutur ríkisins yfir 99%. „Við hlæjum þegar þeir tala um arðrán kapítalismans við okkur í skólanum," sagði leikarinn hýra- dregni. Dekrið við dollaraeigendur, ferðamenn sem innfædda, tekur á sig ýmsar myndir, til dæmis í ís- búðinni Coppelia, þar sem það getur tekið allt að klukkutíma að bíða eftir sæti og ís. Nema ef þú átt dollara. Ég labba fram hjá einni röðinni ásamt kúbverskum kunningja mínum og okkur er hleypt beint inn um sér- stakan inngang og vísað til sætis í hálftómum bás á annarri hæð með útsýni yfir raðirnar fyrir neð- an og troðfulla alþýðubásana við hliðina. Eru Kúbveijar ekki reiðir yfir þessari mismunun? „Nei,“ seg- ir kunningi minn. „Kastró segir að ferðamenn verði að hafa for- gang vegna þess að við þurfum á gjaldeyristekjunum að halda. Fólk samþykkir það. Við erum orðin vel tamin eftir 35 ár.“ Svínarækt í stofunni Havana ber það með sér að hún var eitt sinn ein helsta glæsiborg rómönsku Ameríku. Núna er hún öll að grotna niður. Meira að segja í Miramar, þar sem ríka fólkið reisti glæsileg ein- býlishús á árunum fyrir byltingu, er hrörnunin greinileg. Gróðurrík- inu hefur verið gefinn laus taum- urinn, þar sem eitt sinn hafa verið vel hirtir garðar. Ef það hefur fengist svo mikið sem málningar- dolla í borginni síðan fyrir byltingu þá hefur verið farið sparlega með hana. Þau örfáu hús sem eru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.