Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR1995 B 15 máluð eru nær undantekningar- laust sendiráð erlendra þjóða. Á einum stað sé ég tjóðraða kiðlinga á beit í arfabeði og í ann- arri götu heyri ég svín rýta inni í bílskúr. Landbúnaður virðist vera einn af örfáum vaxtarbroddum í atvinnulífi í stærstu borg Kúbu. Yfirvöld hvetja fólk til að ala fið- urfé á svölum og svín í görðum til að drýgja kjötforðann í krepp- unni. Einhverntíma gerði lögregla reyndar átak gegn svínarækt inn- anhúss af heilbrigðisástæðum, en borgarbúar gripu þá margir til þess ráðs að fá dýralækna til að skera á raddböndin á dýrunum svo löggan rynni ekki á rýtið. Einna sorglegast er að sjá hrörnunina í gamla borgarhlutan- um, sem þykir ein helsta perla byggingarlistar í Vesturheimi og hefur fengið stimpilinn „arfleifð mannkynsins", ásamt um 80 öðr- um borgum, af Menningarmála- stofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Sú stofnun gengst nú fyrir átaki við að gera upp gömlu spænsku nýlenduhúsin, en þess sjást enn lítil merki. Havana er að vísu laus við hreysahverfi á öskuhaugum, eins og má finna í mörgum öðrum stór- borgum í rómönsku Ameríku, þar sem misskipting auðs er hvað mest á jarðarkúlunni. Kúbverjar hafa fengið mikið jafnræði á kostnað frelsis, en það er að verða jafnrétti örbirgðarinnar eftir því sem efnahagslífinu blæðir út. Það sem vekur jafnvel meiri athygli en niðurníðslan er hve lítil verslun er sjáanleg. Hvar eru búðarholum- ar, kaffihúsin og götusalamir, sem gæða jafnvel fátækustu þriðja heims borgir lífi og lit? Verslað í Havana Ég fæ mér gönguferð eftir Gal- iano-götu í miðborg Havana, sem var helsta verslunargata borgar- innar - og er enn, þó að skömmt- unarkerfið hafí lagt dauða hönd yfir hana. Oft reynist engin starf- semi leynast á bak við gömul og lasin skiltin og það er erfítt að fínna orð til að lýsa úrvalinu og útstilling- unum í þeim fáu fatabúðum sem eftir tóra. Grátbroslegt kannski. Ég finn eina bókabúð, sem still- ir út vísindadoðröntum eftir kúb- verska og rússneska höfunda. (Það er enn ein af þversögnum kúb- versku byltingarinnar að hafa nán- ast útrýmt ólæsi á sama tíma og fólk er svipt mestöllu vitrænu les- efni.) í glugganum er líka að finna rautt kver með titlinum „Áfram til fullnaðarsigurs sósíalismans". Það er eftir Kim Il-Sung og er gefið út í Havana árið 1992. Á enda götunnar fínn ég loksins búð þar sem er ys og þys. Ég rek inn nefíð og sé þokkalega stóra matvörubúð með tíu afgreiðslu- kössum. Ég sný mér að öryggis- verði í versluninni og spyr: „Doll- arar eða pesósar?" Hún horfir á mig eins og ég sé fæðingarhálf- viti: „Dollarar." Verður Kastró bjargað? Leifarnar af efnahagslífi á Kúbu ganga fyrir dollurum. Getur uppbygging ferðaþjónustu á eyj- unni orðið sú blóðgjöf sem stjórn Kastrós þarf lífsnauðsynlega á að halda? Varla, ef stefnan heldur áfram óbreytt, en hún virðist vera sú að gera Kúbu að eins konar lifandi minjasafni um hugsjón sem brást. Það er fjöldi fölra ferðalanga sem vill greiða fyrir sand og sól í „túr- hestagettóum" eins og Varadero og einhveijir sem eru reiðubúnir að punga út aukalega fyrir „el sexo“. Það er þó vafamál að ferða- mannastraumurinn verði nægur til að forða stjórn Kastrós frá efna- hagslegu gjaldþroti, en hann er nógu mikill til að leggja lóð á vog- arskálar hins siðferðilega gjald- þrots kerfisins. Byltingin étur börnin sín, er sagt. Þessi selur sín fyrir dollara. STYÐJIÐ ÞRÓUNINA í SUÐURHLUTA AFRÍKU - TAKIÐ ÞÁTT í AÐ KONIA Á FÓT STÆRSTA FLÓAMARKAÐI HEIMS. Hvernig líst þér að að verja fimm og hálfum mánuði af lífi þínu til að aðstoða fólk í suðurhluta Afrlku? Taktu þátt í söfnunarhópnum fyrir stærsta flóamarkað heims. Hann hefur göngu sína 15. mars 1995 og honum lýkur 31. ágúst 1995. • 2 vikur. Námskeið á Frontline Institut í Danmörku. • 3 mán. Söfununarvinna í Mið—Svíþjóð. Gengið á milli húsa. • Einn og hálfur mán. Undirbúningur og farið í gegnum starfið við flóamarkaðinn ásamt 800 þátttakendum í Stokkhólmi. • 10 dagar. Undirbúningur og ferð til að kynna sér starf UFF í einu landanna f suðurhluta Afríku. Félagið U-landshjálp frún Folk til Folk (UFF—þróunarhjálp frá þjóð til þjóðar) stendur að flóamarkaðnum. Hagnaðurinn af markaðnum rennur óskiptur til sstarfsemi UFF í 6 Afríkulöndum. UFF greiðir fæði og uppihald, auk ferðarinnar til Afríku. Þátttakendur verða sjálfir að greiða farið til og frá námskeiðinu, auk vasapeninga. Kunnátta í Norðurlandamálum eða ensku nauðsynleg. Hefur þú áhuga? Hafðu þá samband bréfleiðis við: IVIaria Hedlund, UFF, Box 4113,171 04 Solna, Svfþjóð, eða í SÍma 00 46 8 735 75 02. r Jjt'. j KÓLÓMBÍUKAFFI Afburða ljúffengt hreint Kólombíukaffí með kröftugu og frískandi bragði. Kaffið er ineðalbrennt sein laðar fram hin fínu blæbrigði í bragði þess. Kólombíukaffí var áður í hvítum mnbúðuni. MEHALBRENXT Einstök blanda sex ólíkra kaffitegunda. Milt Santos kaffi frá Brasilíu er megin uppistaðan. Kólombíukaffi gefur ilminn og frísklegt, kröftugt bragð. Blandan er loks fullkomnuð ineð kostakaffi frá Mið-Ameríku og kjarnmiklu Kenýakaffi. Kaffi sem lagað er í sjálfvirkum kaffíkönnum þarf að búa yfir sérstökum eiginleikum til að útkoman verði eins og best verður á kosið. Gevalia E-brygg er blandað ineð sjálfvirkar kaffíkönnur í huga. Aðeins grófara, bragðnúkið og ilmandi. KAFFJ ° 'úp> ' ' •JS'- MWW KLL IIOLSK Fádæma gott kaffi frá eyjunni Java í lndónesíu. Bragðið er mjúkt, hefur mikla fyllingu og sérstaklega góðan eftirkeim sem einkeimir Old Java. Kaffi sem ber af. GEVALIA -Það er kaííið!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.