Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 16
f 16 B SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ Súrrealískur vestri; Harris og Phoenix í „Silent Tounge“. Síðasta mynd Phoenix Leikritaskáldið Sam Shepard var síðasti leikstjóri River Phoenix. Myndin sem hann gerði með honum er vestrinn „Silent Tounge“ og er hún síðasta heila mynd leikarans en hann lést fyrir nokkru korn- ungur að aldri. Aðrir leikarar í myndinni eru Richard Harris og Alan Bates en hún byggir á jap- anskri draugasögu. Mynd- inni er hrósað m.a. fyrir góðan leik, en svo er sagt hún sé gersamlega óskiljan- leg og jafnvel súrrealísk í lokin. „Silent Tounge“ greinir frá ferðasirkus fullum af trúðum og fríkum sem Alan Bates stjórnar. Harris er veðurbarinn sléttuúlfur sem vill ólmur kaupa dóttur Bat- es. Hún er hálfur indjáni og á að vera Phoenix, syni Harris, til sáluhjálpar en hann tregar látna móður sína. IBIO Sambíóin munu setja íslenskt tal á nýj- ustu Disneyteiknimynd- ina, „Pocahontas", og sýna um næstu jól eins og fram kemur í frétt hér á síðunni. Það er þriðja Disneymyndin sem bíóin talsetja en hin- ar eru Aladdín og Kon- ungur ljónanna. Það hefur sýnt sig að talsetningin á stórmynd- um Disneyfyrirtækisins borgar sig en nú hafa um 42.000 manns séð Konung ljónanna á landsvísu, sem er nokkuð meiri aðsókn en á Aladd- ín er 37.000 manns sáu. Má gera ráð fyrir að á endanum sjái um 50.000 manns Konunginn. Er ljóst að íslenska talið á heilmikið í þessari góðu aðsókn. Þá má minna á að Háskólabíó mun sýna á næstunni norrænu teiknimyndina Skógar- dýrið Hugó með íslensku tali. Talsetningin hefur unnið sér fastan sess í kvikmyndahúsunum. ""'KVIKMYNDIR Fíð /ivem a’í/arBondað betýast? Fólk L\\\ ■ Nýjasta ofurmynd Ke- vins Costners gerir það ekki endasleppt. Hún heitir VatnsverÖldin eða „Water- world“ og gerist í framtíð- inni en kostnaður við hana er kominn í 150 milljónir dollara svo hún er ein dýr- asta bíómynd sem gerð hef- ur verið. Hún nær þó ekki með tærnar þar sem Kleóp- atra gamla er með hælana því sú mynd kostaði meira en 200 milljónir dollara á núvirði. ■ Ástralskir kvikmynda- gerðarmenn virðast hafa sænsku súpersveitina Abba á heilanum. Abba var hjart- að og sálin í eyðimerkur- drottningunni Pricillu og ein vinsælasta mynd Ástrala um árabil, „Muriel’s Wedd- ing“, segir af ungri sveita- stelpu sem heldur til stór- borgarinnar og er alveg sér- stakur Abbaaðdáandi. ■ ítalski leikstjórinn Carlo Carlei er farinn að vinna í Hollywood og hefur lokið við myndina „Fluke“ með Matthew Modine, Nancy Travis og Eric Stoltz í að- alhlutverkum. Sagan er undurfurðuleg og byggð á bók eftir James Herbert sem segir af hundi sem var einu sinni maður og vill nú aftur verða maður. Modine er hundurinn. Ekki fylgir sögunni hvort hann heldur uppá Abba. Spæjari kernur inn úr kuldanum TÖKUR á 17. Bond-myndinni hófust í Bretlandi í janúar sl. með írska leikaranum Pierce Brosnan í aðalhlutverki. Bond er frægasti spæjari kalda stríðsins og síðast þegar hann var á ferðinni fyrir heilum sex árum var þíða í sam- skiptum risaveldanna. En nú er veggurinn horfínn, kom- múnisminn samasem dauður og Bond getur loksins hrist af sér klakaböndin og komið inn úr kuldanum. Jj^ftir því sem gerst er ei að líða og hann er fýrir- eftir Amald Indriðason vitað verður nýja Bond-myndin, Gullauga eða wmmm^^mmm „Golde- neye“ (eng- in tengsl við kartöflurn- ar), frum- sýnd um allan heim næstu jól og m.a. í Sambíóun- um. Bond á sér langa og merkilega sögu og ekki að- eins pólitíska. Löngu áður en James Cameron bjó til orðið tæknitrylli var spæjari hennar hátignar búinn að gera það að sínu vörumerki með hverslags hugvitsam- legum græjum. Hann er forfaðir nútíma spennu- mynda á borð við „Speed“ þar sem síðasta sekúndan á tímasprengjunni fær aldr- mynd ótal spæjara og ofur- löggæslumanna í endalaus- um runum af spennumynd- um. Myndirnar um Indiana Jones eru ekta Bond-mynd- ir og myndirnar um leyni- þjónustumanninn Jack Ryan, einnig með Harrison Ford, eru eiginlega meiri Bond-myndir en sjálfar Bond-myndirnar. En hvað á 007 að gera nú þegar veggurinn er fall- inn? Engar áhyggjur. Hætt- an í austri er enn fyrir hendi, hún er bara í nýjum bún- ingi. Hann berst við rúss- nesku mafíuna. í nýju myndinni er mafían að breiða arma sína um alla Evrópu undir stjórn breska háðfuglsins Robbie Coltrane en aðstoðarmaður hans er írski leikarinn Sean Bean, fyrrum andstæðingur Jack 9.000 höfðu séð Afhjúpun ALLS höfðu um 9.000 manns séð spennu- myndina Afhjúpun eða „Disclosure" í Sambíóunum og á Akureyri eftir síðustu helgi en það var fyrsta sýn- ingarhelgi myndarinnar. Þá höfðu um 17.000 manns séð „Leon“, 11.000 Banvænan fallhraða, 42.000 Konung ljónanna, 16.000 Viðtalið við vampíruna og 4.000 myndirnar Pabbi ósk- ast og „Wyatt Earp“. Næstu myndir Sambíó- anna eru „The Last Seducti- on“ eftir John Dahl, „Quiz Show“ eftir Robert Red- ford,„The Puppet Masters" með Donald Sutherland, „Trial By Jury“ og „Silent Fall“ eftir Bruce Beresford. Um páskana koma svo að líkindum myndir eins og Disneyteiknimyndin „Pocahontas“ á íslensku Sambíóin munu setja íslenskt tal á nýjustu Disneyteikni- myndina, „Pocahont- as“, og frumsýna um næstu jól. Disneyfyrir- tækið frumsýnir hana í sumar en hún kemur í kjölfar metsölu- mynda fyrirtækisins á borð við Konung ljón- anna og Aladdín og búast menn við hún verði a.m.k. jafnvinsæl þeim. Þegar er byijað að íslenska aðallagið í myndinni og brátt fer af stað undirbúningur talsetningarinnar en senda þarf raddprufur til Disn- íslenskt tal á Disneymynd; atriði úr „Pocahontas". eyfyrirtækisins til sam- þykktar. Leikstjórar mynd- arinnar eru Mike Gabriel og Eric Goldberg en helstu raddir koma úr börk- um leikara eins og Mel Gibsons, Lindu Hunt og Christian Bales. „Pocahontas“ er 33. Disneyteiknimyndin í fullri lengd og byggja handritshöfundarnir í þetta sinn á gamalli þjóðsögu um unga indjánastúlku er ást- fangin verður upp fyrir haus af ungum land- könnuði, sem Gibson leikur. Myndin verður frumsýnd í Bandaríkj- unum í júní en kemur hingað til lands um næstu jól eins og áður sagði. . Ryans reyndar. Miss Money- penny, leikin af Samantha Bond, hefur yngst um næst- um því mannsaldur og yfir- maður Bonds er orðin kona, leikin af Judi Dench, sem íslenskir sjónvarpsáhorfend- ur þekkja betur en íslenskir kvikmyndahúsagestir. Það er í takt við tímann. Kona varð yfirmaður bresku leyni- þjónustunnar fyrir tveimur árum. Sá eini úr uppruna- lega Bond-hópnum í Gull- auga er hinn ódrepandi Desmond Llewelyn eða Q, hið lífsþreytta tæknifrík þjónustunnar. Ekkert er til sparað svo 17. myndin verði hin efni- legasta því ásamt öðru á hún að kveikja nýtt líf í seríunni, sem margir héldu að væri útdauð og mörgum finnst sjálfsagt að ætti að vera löngu útdauð. Myndin er tekin út um allar trissur frá Pétursborg til Puerto SÁ EINI upprunalegi; Desmond Llewelyn leikur Q. 007r ENN í þjónustu henn- ar hátignar; Pierce Brosnan fylgir Bond inn í 21. öldina. Rico (engin viðkoma á ís- landi í þetta sinn) en leik- stjóri er Nýsjálendingurinn Martin Campbell, sem síð- ast gerði „No Escape" með Ray Liotta og teljast það lítil meðmæli. Það má vera að Bond sé hleypt inn úr kuldanum en hann hefur samt ærið að starfa. Einhverstaðar er tímasprengja að komast á núllið og ef Bond á ekki að stöðva hana, hver þá? Sýnd á næstunni; úr mynd Roberts Redfords, „Quiz Show“. „The Little Rascals", „Ric- Dustin Hoffman en hann er hie Rich“ og jafnvel spennu- sjaldséður orðinn í spennu- myndin „Outbreak“ með myndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.