Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 18
EYJAN SANNA Texti Guðni Einarsson Myndir Ragnar Axelsson SAN N A er útvörður eyjaklasans T ræna og horfir mót úfnu Atlantshafi. Beint strik í vestur eftir heimskautsbaugnum er norður- strönd íslands. FjöllinTrænstaven, Breitind, Mját- ind, Saufjellet og Gompen gnæfa yfir höfninni eins og steingerð tröll. Þegar ísaldarjökullinn bráðnaði lyftist þetta sérkennilega land úrsjó, hafið gnauð- aði og nagaði tindana, gróf í þá skúta og hella. Sanna er elsta verstöð Noregs. Þar hafa fundist mannvistarleifar frá því um 4000 fyrir Krist. Á Sanna eru nokkur hús en aðeins búið ífjórum yfir vetrar- tímann. Auk þess hafast þarna við nokkrir hermenn sem gæta radarstöðvar, fjöldi hafarna og otursem þykir mjög gæfur. Á sumrin koma gamlir Sannabú- ar í heimahagana og dvelja lengur eða skemur á ættaróðalinu. Sunnudagsbátstúr Óli verslunarstjóri á Træna skutlaði blaðamanni og Ijósmyndara, ásamt séra áigurði Ægissyni Trænapresti, á hraðbátnum sínum út í Sanna eftir sunnudagsmessu. Það var snjóryfir og stillt veð- ur. Einn helgidagsbrjóturvará skarfaveiðum utan við höfnina á Sanna, enda ógrynni af skarfi á svæð- inu. Þegar við gengum upp bryggjuna urðum við fljótt varir við spor eftir oturinn í eynni. Ekki þóknað- ist honum að sýna sig, en spor hans voru víða. Uppi yfir 300 metra háum Mjátindi hnituðu átta hafernir og léku sér í uppstreyminu. Þarna er mik- ið af örnum og einu sinni sáu Óli í búðinni og kon- an hans 32 erni í hóp. Við ætluðum að hitta Leif Eliassen, skemmtilegan karl sem ersjálfskipaður ferðamálastjóri og ferðamálaráð Sanna. Hann hef- ur beitt ýmsum brögðum til að laða ferðmenn þarna út í hafsauga. Það rauk úr strompinum og fyrir utan kroppuðu svartþrestir í sig graut sem hellt hafði verið í snjóinn. Við knúðum dyra en enginn svaraði. Nokkru neðar rauk úr öðru húsi og þar var svar- að þegarvið bönkuðum uppá. Fullorðin kona kom til dyra og taldi líklegast að Leifur hefði fengið sér miðdegislúr. Þegar við sögðumst ætla að ganga um eyna bað hún okkur endilega að koma í kaffi eftir göngutúrinn, sem við þáðum. í kaffi hjá Gunhild Gunhild bauð okkur í ketilkaffi og heimabakaðar lefsur, bæði röndóttar og sléttar, smurðar með kanelsmjöri og sykri, vanilluhringi og litla kleinu- hringi. Yfir kaffinu var margt skrafað. Gunhild sagð- ist alltaf hafa langað til íslands, en aldrei varð af því. Þess í stað fékk hún þrjá íslendinga í heim- sókn og það hefði einhvern tíma þótt umtalsvert þarna ífásinninu. Gunhild Andersen er fædd og uppalin á Sanna. Hún man tímana tvenna. Á æskuárum hennar bjuggu um 150 manns í eynni, tvær og þrjár fjöl- skyldur í hverju húsi. í skólanum voru tveir bekkir og 10 til 18 börn í hvorum. Fólk hafði viðurværi sitt af fiskveiðum, auk þess var stundaður smábú- skapur, menn höfðu nokkrar kindur, eina til tvær kýr og ræktuðu kartöflur og grænmeti. „Við vorum tíu systkinin," segir Gunhild. „Faðir minn stundaði sjóinn og fiskaði hér í kring og frá Selvær á vorin og sumrin. Hann fór upp í Lófót, eins og aðrir, á vetrarvertíð og stundum héldu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.