Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 19
 Ijósið mátti sjá hvítarflögur, líkt og íflöskunni hefðu verið mjólkurleifar. Eflaust var þetta einhver álfaflasa. „Sumir halda að vatnið komi undir hafinu alla leið úr Svartisen-jöklinum, en ég held að það seytli bara hérna í gegnum Trænstaven og fjöllin á eynni." Leif vildi endilega gefa okkur að smakka á huldu- vatninu, enda þótti honum að séra Sigurði og Ragn- ari veitti ekki af smá fjörgun - ekki nema þriggja barna feður. „Súpið nú á, en ekki of mikið!" Við fengum okkur sopa af þessu fræga vatni og það var ekki laust við að menn yrðu aðeins fjörugri á svip. Þarna voru fjölritaðir ferðamannabæklingar sem Leif hefur gefið út. Meðal annars fornleifakort sem sýnir hvernig Sanna hefur stigið úr sjó eftir að þunga ísaldarjökulsins var aflétt. Þar segir að á Sanna megi finna yf ir 30 menjar um mannvist frá steinöld og fyrrihluta bronsaldar. í svonefndri Lang- hágantóft eru elstu merkin um byggð íTræna. Þar hafa fundist margs konar verkfæri frá steinöld. Leif verður 71 árs í sumar en er samt ekki á þeim buxunum að leggja niður störf. „Konan vill að ég hætti í túrismanum því ég hitti þar svo margar ungar stelpur og það getur verið hættulegt þegar maður drekkur mikið hulduvatn," segir Leif og hlær sínum dillandi hlátri. 1 þeiráfram norðurvið Finnmörku. Þeirveiddu þorsk og sem var verkaður í skreið og lúðu. Sjórinn tók marga, þó dró úr mannsköðum þegar vélbátarnir kornu." Gunhild sagðist hafa hleypt heimdraganum á yngri árum og orðið ástfangin af manni á sama aldri. Þau gengu í hjónaband og eignuðust tvo drengi, hún missti manninn þremur vikum áður en hún fæddi seinni soninn. Gunhild sneri aftur heim til Sanna og giftist þar aftur. Þau eignuðust tvö börn og nú á Gunhild alls 13 barnabörn. Hún og seinni maðurinn byggðu húsið Nyheim á Sanna árið 1950 þar sem hún býr nú í hárri elli, ásamt lappatíkinni Line, umkringd myndum af löngu gengnum ættingjum og vinum. Hulduvatn og holdslns hvatir Þegar við kvöddum Gunhild fórum við aftur til Leifs. Hann vaknaður af miðdegislúrnum og bauð okkur inn, óðfús að ræða um ferðamennsku og fleira gagnlegt. „Hingað kemur mikið af norskum og sænskum ferðamönnum," sagði Leifur. „Sanna er sögulegur staður." Leif er hættur á sjónum og hefur sett upp ferða- mannaþjónustu í gamla barnaskólanum á Sanna. Þar steikir hann vöfflur og þeytir rjóma ofan í ferða- mennina. Auk þess selur hann „huldrevann" eða hulduvatn sem hann segir að spretti undan klettun- um á Sanna. Vatninu tappar Leif á notaðar gos- drykkjaflöskur og selur nú á 15 krónur norskar hálfan lítra, enda ferðamannastraumur í lágmarki, á háannatímanum í fyrra kostaði flaskan 50 krónur og stundum 25. Sumir halda þvífram að vatnið sé beint úr eldhúskrananum hjá Leif, en kröftugt er það engu að síður. „Hér er allt fullt af huldu- fólki," segir Leif. „Vatniðfrá þvíhefursérstakan kraft. Þeir sem drekka hulduvatn eignast mörg börn og góð, eru hamingjusamir í hjónabandi og mikil kyntröll." Hann tekur bakfölLaf hlátri í ruggu- stólnum þegar hann sér vantrúarsvipinn á komu- mönnum. „Þið eigið bágt með að trúa þessu," segir hann. „En hingað kom kona sem skrölti áfram á tveimur hækjum. Hún ætlaði að reyna að komast í Kirkju- hellinn svo ég bauð henni svolítið hulduvatn og hún svolgraði það í sig blessunin. Svo veit ég ekki fyrr en ég heyri hróp og köll hér ofanfrá: „Leif, Leif, ég er læknuð!" Þarna kom hún hlaupandi og veifaði hækjunum. Segið svo að trúin flytji ekki fjöll," segir Leif og botnar söguna með langri hlátur- roku. Leif bauð okkur að skoða ferðamannaaðstöð- una. Úti í skóla stóðu dúkuð langborð og allt tilbúið í vöfflubaksturinn. Meðfram vegg var borð með ýmsumferðamannavörum. Þarstóðu nokkrargos- drykkjarflöskur með glærum vökva. „Það er ekki ein einasta baktería í þessu vatni. Það er alveg tandurhreint," sagði Leif stoltur og rétti okkur flösku með heimatilbúnum miða sem á stóð HYLDREVANN. Þegar flaskan var borin upp við fiWÍSKa m m &■*' agSll - :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.