Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNIIA UGL YSINGA R Verkstjóri í rækjuvinnslu Verkstjóri óskast í rækjuvinnslu á Norður- landi. Góð undirstöðumenntun nauðsynleg og starfsreynsla við rækjuvinnslu æskileg. Vinsamlega sendið umsóknir, með greinar- góðum upplýsingum um menntun, fyrri störf og fjölskylduhagi, til afgreiðslu Mbl. fyrir 11. mars, merktar: „Verkstjóri - 15023“. Ifl Ferðamálafulltrúi Staða ferðamálafulltrúa Reykjavíkurborgar er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna eigi síðar en frá 1. apríl nk. til 2ja ára. Umsóknum ber að skila til borgarstjóra fyrir 17. mars nk. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Framkvæmdastjóri Alhliða verslunar- og fiskvinnslufyrirtæki á landsbyggðinni með 80-90 starfsmenn og 600 milljóna króna veltu, leitar að fram- kvæmdastjóra til að stjórna daglegum rekstri. Við leitum að hæfileikamiklum einstaklingi með mikið frumkvæði og vilja til að ná árangri í starfi. Góð viðskiptamenntun og reynsla af stjórnunarstörfum er skilyrði. Góð laun og hlunnindi eru í boðið fyrir réttan aðila. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til skrifstofu minnar fyrir 10. mars nk. merkt- ar: „F-301“ á umsóknareyðublöðum er fást á sama stað. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Viðtalstímar eru 9-12 alla virka daga. |~7J~IEGILL GUÐNI 1ÖNSSON L.Il íJrAdningarþjónusta og rAðgjöf Suðurlandsbraut 50 2. hæð • 108 R. • Sími 588 6866 Aðstoðardeildar- stjóri smávöru- deildar IKEA Við bjóðum fjölbreytt og krefjandi starf í metnaðarfullu og vaxandi fyrirtæki. Ef þú - átt auðvelt með að vinna með fólki og fá fólk til að vinna með þér, - hefur góða enskukunnáttu, - ert metnaðargjarn/gjörn og býrð yfir for- ystuhæfileikum, - hefur góða skipulagshæfileika, - getur unnið langan vinnudag, - ert góður sölumaður, - ert á aldrinum 25 til 40 ára og hefur áhuga á að vinna á reyklausum og skemmtilegum vinnustað og taka virkan þátt í rekstri smávörudeildarinnar þá sendu skrif- lega umsókn til IKEA, Holtagörðum, fyrir mánudaginn 6. mars merkt: Aðstoðardeild- arstjóri smávörudeildar c/o Bjarni Árnason. Upplýsingar eru ekki veittar í síma. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnað- armál og öllum svarað. Pósthólf4030, 124 Reykjavík. Hár! Okkur vantar meistara - svein í stólaleigu sem fyrst vegna þess að það er mikið að gera. Við verðum að vísa viðskiptavinum of mikið frá og það gengur ekki lengur. Lítil persónuleg hárstofa í líflegu umhverfi. Einnig vantar nema á 7. árí. 4 'JIGGI BORGARKRINGLAN © 6 8 7 2 6 6 J Flugmálastjórn Laus staða Staða umdæmisstjóra Flugmálastjórnar í Norðurlandsumdæmi er laus til umsóknar. Tæknifræði- eða sambærileg menntun er áskilin, sem og mjög góð enskukunnátta. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu af störfum er snerta vélar, verklegar fram- kvæmdir, áætlanagerð og starfsmannahald. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar hjá Flugmálastjórn, í síma 569-4100. Laun sam- kvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist samgöngu- ráðuneytinu fyrir 10. mars 1995. Með upplýs- ingar um umsóknir verður farið samkvæmt ákvæðum iaga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og stjórn- sýslulaga nr. 37/1993. WÍEMé Hér með auglýsa Akraneskaupstaður, ww íþróttabandalag Akraness og knattspyrnufélag ÍA eftir: Rekstrarstjóra við íþróttamiðstöðina á Jaðarsbökkum Starfið felst í daglegri framkvæmdastjórn fyrir þessa aðila, starfsmannahaldi og mark- aðssetningu þeirrar starfsemi sem fer fram á Jaðarsbökkum. Ráðið verður í starfið til eins árs. Upphaf starfstíma fer eftir samkomulagi, þó í síð- asta lagi 1. maí nk. Rekstrarstjóri íþróttamiðstöðvarinnar á Jað- arsbökkum verður ráðinn í 50% starf sem starfsmaður Akraneskaupstaðar og tekur hann hvað það starfshlutfall varðar laun sam- kvæmt kjarasamningi Akraneskaupstaðar og STAK. ÍA og knattspyrnufélag ÍA ráða starfsmann- inn í 50% starf samkvæmt nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar um starfið veita: Bæjarstjórinn áAkranesi, s. 93-11211. Jón R. Runólfsson, formaðurÍA, s. 93-14098. Skúli Garðnrsson, knattspyrnufélagi ÍA, s. 93-13099. Umsóknum skal skiia til undirritaðs á Kirkju- braut 28, Akranesi, fyrir miðvikudaginn 15. mars nk. Bæjarstjórinn á Akranesi. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarforstjórá vantar að hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra, Hulduhlíð, Eskifirði, frá 1. maí eða eftir nánara samkomulagi. Hulduhlíð er nýtt og notalegt hjúkrunarheimili þar sem eru um 23 sjúklingar. Umsóknarfrestur er til 15. mars. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 97-61205 (hs. 97-61129). Sérverslun óskar eftir starfskrafti í glæsilega verslun. Um er að ræða fullt starf. Umsækjandi þarf að vera eldri en 25 ára. Reynsla í erlendum bréfaskriftum æskileg. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 1. mars merktar: „Sérverslun - 10285". Framkvæmdastjóri Stjórn Sjúkrahúss og Heilsugæslustöðvar Vestmannaeyja óska að ráða framkvæmda- stjóra frá og með 1. apríl nk. eða síðar. Framkvæmdastjóri sér um daglegan rekstur stofnananna o.fl. skv. 29. gr. 5. lið í lögum nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu. Skriflegum umsóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skilað til skrifstofu Sjúkrahúss og Heilsugæslustöðvar Vestmannaeyja, Sólhlíð 10, 900 Vestmanna- eyjum, fyrir 13. mars nk. Með allar umsóknir verður farið samkvæmt 30. gr. 6. lið í lögum nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu. Nánari upplýsingar veita Sólveig Adólfsdótt- ir, formaður stjórnar, í síma 98-11816 og Bjarni Arthursson, framkvæmdastjóri, í síma 98-11955. Reiknistofa bankanna Tölvunarfræðingur Reiknistofa bankana óskar að ráða tölvunar- fræðinga eða fólk með sambærilega mennt- un til starfa á kerfissviði. Reiknistofan sér um hugbúnaðarvinnu fyrir alla banka og sparisjóði landsins. Við bjóðum vinnu við fjölbreytt og umfangs- mikil verkefni á sviði bankaviðskipta, sveigj- anlegan vinnutíma, góða starfsaðstöðu og veitum nauðsynlega viðbótarmenntun, sem eykur þekkingu og hæfni. Umsóknum skal skilað á eyðublöðum, er fást hjá Reiknistofu bankanna, fyrir 3. mars 1995. Símavarsla Rótgróið innflutnings- og verslunarfyrir- tæki í austurborginni óskar að ráða starfs- kraft á skrifstofu. Vinnutími frá ki. 13 til 18. Starfið er laust frá og með 1. maí nk. Starfið felur í sér símavörslu, vélritun, mót- töku gesta, aðstoð við gjaldkera við daglegt söluuppgjör og tengd störf. Stúdentspróf eða samsvarandi menntun, ásamt góðri framkomu, snyrtimennsku og reglusemi, er algjört skilyrði. Um er að ræða gott framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki, sem þekkt er fyrir góða þjónustu. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 1. mars nk. fTJIEGILL GUÐNI IQNSSON I |JrAÐNINGARI>JÓNUSTA OG RÁÐGJÖF Suðurlandsbraut 50 2. hæð • 108 R. • Sími 588 6866

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.