Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1995 B 27 ATVIN N U A UGL YSINGAR VélfræðingurVF 1 óskast á frystitogara. Umsóknir, með upplýsingum um fyrri störf, sendist á afgreiðslu Mbl. fyrir 13. mars, merktar: „Vélfræðingur - 7736“. Skipstjóri með mikla reynslu óskar eftir starfi á góðum rækjubát. Svör leggist inn á afgreiðslu Mbl., mefkt: „Skipstjóri - 15022“. Sölumaður Vantar starfsmann með reynslu í sölu til að selja kvóta. Æskileg væri þekking á útvegs- málum. Skriflegar umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 1. mars, merktar: „Kvótamarkaðurinn". Leikskólakennarar Eskifjarðarbær óskar eftir leikskólastjóra við leikskólann Melbæ frá og með apríl 1995. Nánari upplýsingar veita bæjarstjóri f síma 97-61175 og leikskólastjóri í síma 97-61341. Leikskólastjóri. Sálfræðingar Umsóknarfrestur um áður auglýsta stöðu sálfræðings hjá Keflavík, Njarðvík og Höfnum er framlengdur til 15. mars nk. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður f síma 92-16700. Bæjarstjórinn í Keflavík, Njarðvík, Höfnum, Ellert Eiriksson. Meinatæknir Meinatæknir eða starfskraftur með reynslu í vefjameinafræði óskast í hlutastarí. Upplýsingar um umsækjanda, þ.á.m. nám og fyrri störí, sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „MTV - 23“. Prentsmiður (skeyting - plötugerð) Óskum eftir að ráða prentsmið V2 daginn til starfa í prentsmiðju í Hafnaríirði. 1/i dagur kemur til greina. Verksvið aðallega plötutaka og frágangur á filmum. Upplýsingar um viðkomandi sendist auglýs- ingadeild Mbl. merkt: „P - 10284“. Öllum umsóknum verður svarað. Staða borgarritara Staða borgarritara í Reykjavík er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. maí nk. eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknum ber að skila til borgarstjóra fyrir 17. mars nk. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Fulltrúi óskast til starfa hjá stéttarfélagi Starfið er mjög fjölbreytt og krefjandi. Helstu verkþættir eru: - Sjá um tölvuvædda félagaskrá. - Svara til um réttindi og kjör. - Halda utan um spjaldskrá. - Ritvinnsla á tölvu. - Undirbúningur funda. - Orlofshús. Óskað er eftir starfsmanni með reynslu og menntun í skrifstofustörfum og áhuga á félags- og þjóðmálum. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 3. mars, merktar: „Fulltrúi - 7734“. Sölufólk óskast ’ í sjálfstæð verkefni. Góðir tekjumöguleikar. Áhugasamir sendi tilboð á afgreiðslu Mbl. merkt: „T - 10283“ fyrir 2. mars 1995. Hársntyrtifólk Hárgreiðslustofan Edda, Sólheimum 1, óskar eftir að ráða hársnyrtifólk. Upplýsingar í síma 36775 eða 685517 á kvöldin. Hársnyrtifólk Ég óska eftir hársnyrtifagmanni á stofu mína. Upplýsingar í síma 684334 í dag, næstu daga í síma 34878. Hársnyrting Villa Þórs, Ármúla 26. Forstöðumaður Staða forstöðumanns dvalarheimilisins Jaðars, Ólafsvík, er laus til umsóknar. Æskilegt er að viðkomandi hafi hjúkrunar- menntun og reynslu af stjórnunarstörfum. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjórinn, Stefán Garðarsson, í síma 93-66637 og for- maður stjórnar, Margrét Vigfúsdóttir, í síma 93-61276. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofu Snæfellsbæjar, Ólafsbraut 34, 355 Ólafsvík, fyrir 10. mars nk. Atvinnu- og ferðamálastofa Staða framkvæmdastjóra atvinnu- og ferða- málastofu Reykjavíkurborgar er laus til um- sóknar. Ráðið verður í stöðuna eigi síðar en frá 1. apríl nk. Umsóknum ber að skila til borgarstjóra fyrir 17. mars nk. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. RAÐ/\ UGL YSINGAR Til leigu strax 190 fm raðhús á Seltjarnarnesi með innbyggðum bílskúr. 4 svefnherbergi, sjón- varpshol og stofur. Leigutími IV2-2 ár. Tilboð óskast send augýsingadeild Mbl., merkt: „S - 10282“. Ibúðtil leigu Þægileg 4ra herbergja íbúð í Vesturbænum er til leigu frá 1. mars ’95. Aðeins reyklaust fólk kemur til greina. Upplýsingar í síma 96-51245. Ertu á leið til Baltimore? Er með heimagistingu með morgunverði ásamt aksri til og frá flugvelli. Upplýsingar gefur Halla Pétursson, sími og fax 410-757-8524. Upplýsingar á íslandi í síma 41161. Geymið auglýsinguna. Til leigu Einbýlishús í Mosfellsbæ er til leigu í eitt ár frá 1. júlí nk. Húsið er 4 svefnherbergi og stórar stofur. Skjólgóður garður. Upplýsingar í síma 667250. 3ja-4ra herb. íbúð Óskum eftir 3ja-4ra herb. íbúð eða sérbýli til leigu á svæði 108, Reykjavík. Langtímaleiga æskileg. Tvö í heimili. Upplýsingar í síma 675477. Einbýlishús/raðhús óskast til leigu. Tilboð sendist fyrir 1. mars til afgreiðslu Mbl. merkt: „Stór-Reykjavíkursvæðið - 95“. Hús úti á landi óskast Má þarfnast endurbóta. Allt kemur til greina. Greiðist með yfirtöku lána og veðskuldabréfi í eigninni. Nánari upplýsingar í síma 91-887826. Frímerki Dagana 3. og 4. marz verður Lars-Tore Eriks- son staddur hér á landi á vegum uppboðsfyr- irtækis síns í Svíþjóð. Er hann þegar orðinn vel þekktur meðal íslenzkra frímerkjasafnara. Á uppboði fyrirtækisins 3. og 4. desember sl. seldust frímerki og frímerkjaefni fyrir 4,6 millj- ónir s.kr. eóa í íslenzkum krónum fyrir um 42 milljónir. Fór það sem áður langt fram úr því, sem búizt hafði verið við. Ljóst er, að áhugi á alls konar frímerkjaefni fer sízt minnkandi. Þeir, sem hafa hug á að selja frímerkjasöfn og ekki sízt íslenzk frímerki, stök eða á bréf- um, og eins alls konar póststimpla á frímerkj- um, geta haft samband við Lars-Tore Eriks- son á Hótel Esju, þar sem hann verður til viðtals ofannefnda daga. Tekið skal fram að gefnu tilefni, að erfitt er að bjóða upp svonefnda „massavöru" og eins er áhugi á fyrstadagsumslögum lítill. Þeir, sem vilja fá nánari upplýsingar, geta snúið sér til Jóns Aðalsteins Jónssonar, Geitastekk 9, s. 7 49 77.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.