Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.02.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ göngumanni Braga Freymóðsson- ar. Því verður ekki á móti mælt að hann er okkur samtíðarmönnunum eða jafnöldrum fremri á flestum ef ekki öllum sviðum. Ég þykist þó þrátt fyrir það ekki vera neinn eftir- bátur hans í danslistinni og geng jafnvel svo langt að fullyrða að þar skáki ég honum. En þetta er ef til vill ekkert nema karlaraup í mér. Þegar ég gekk að eiga konu, sem var níu árum yngri en ég, ætlaði ég bókstaflega að rifna af monti, enda öfunduðu sumir vinir mínir mig mikið, eins og t.d. einn lands- kunnur listamaður sem missti, með grátstaf i kverkunum, eftirfarandi orð út úr sér á góðri stundu: „Ég vil eiga unga konu eins og Hall- dór!“ En hvað gerir Bragi svo þeg- ar hann loks staðfesti ráð sitt? Nú, hann gengur að eiga afmælissystur sína, Sigríði Bíldal, sem er hvorki meira né minna en tíu árum yngri en hann upp á dag. Það hefur eng- inn roð við þessum manni. Sumir kynnu ef til vill að halda að hagsýn- issjónarmið í sambandi við sameig- inlegt afmælishald hafi ráðið hér úrslitum, en svo var ekki, heldur ástin í öllu sínu veldi. Sigríður hef- ur alla tíð reynst manni sínum traustur lífsförunautur og úrræða- góður eða það væri ef til vill heppi- legra að orða það svo að þau hafi ávallt verið hvort öðru stoð og stytta í lífsbaráttunni. Að lokum aðeins örfá orð um háskólanám Braga og starfsferil, enda mun annar vinur hans, Hjalti Pálsson, gera ítarlega grein fyrir því síðarnefnda í öðru dagblaði. Að fengnum menntamálaráðsstyrk, sem veittur var efnilegustu náms- mönnum landsins til fjögurra ára í þá daga, sigldi Bragi vestur um haf árið 1940 og sótti um skólavist í Manitóbaháskóla í Winnipeg, þar sem hann lagði stund á rafeinda- verkfræði. Nokkrum skólamisser- um síðar fluttist hann svo til Berkel- ey, þar sem hann hélt áfram að fullnema sig í sérgrein sinni i Kali- forníuháskóla þaðan sem hann var svo brautskráður með Bs-prófi. Að lokum tók hann svo Ms-próf í raf- eindaverkfræði frá IIT í Chicago árið 1947. Eftir heimkomuna til íslands 1948 starfaði hann sem forstöðu- maður rafmagnsdeildar SÍS uns hann sagði starfi sínu lausu 1952 og lagðist aftur í vesturvíking, ef svo má að orði kveða. Eftir tiltölu- lega skamman starfstíma hjá fyrir- tæki Áma Helgasonar í Chicago, var hann ráðinn sem starfsmaður hjá Magnavox Research Laboraties, sem stofnað var af bekkjarbróður Braga og vini, Ragnari Thorarensen og því fyrirtæki helgaði Bragi starfskrafta sína upp frá því. Þar vann hann aðallega að radíóvið- skipta- og siglingakerfum fyrir sambandsstjórnina og her Banda- ríkjanna. Fljótt komst hann til mik- illa metorða fyrir mannkosta sakir, enda var starfsþreki hans við brugðið. Loks sakar ekki að geta þess að sem varaforseti fyrirtækis- ins hafði Bragi mikil mannaforráð og stjórnaði þar nokkur hundruð ef ekki þúsund manna starfsliði og fullvíst er að engum aukvisum eru falin slík ábyrgðarstörf þar í landi. Fyrir rúmum fimm árum settist vinnuvíkingurinn ósérplægni í helg- an stein og unir sér nú hið besta ásamt konu sinni í sólskininu í Santa Barbara á Kyrrahafsströnd. Ilalldór Þorsteinsson, skóla- stjóri Málaskóla Halldórs. FRÉTTIR Fyrirlestur um Islenskar lestrar- kennslubækur ÁRNI Árnason, ritstjóri hjá Náms- gagnastofnun, flytur þriðjudaginn 28. febrúar kl. 16.15 fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla íslands. Fyrirlest- urinn nefnir hann: íslenskar lestrar- kennslubækur frá 1908 til 1978. Fyrirlesturinn byggist á rann- sóknarverkefni sem Árni fékkst við á tímabilinu 1993-1994. Helstu íslensku lestrarkennslubækurnar á þessari öld verða kynntar, fjallað um uppbyggingu þeirra og greint frá því hvernig útgáfa þessara bóka hefur þróast. Einnig er fjallað um ólíkar kennsluaðferðir sem bækurn- ar byggjast á og þá „námskrá" sem felst í kennslubókunum. Vikið er að þörfum nemenda, vaxandi kröf- um um fjölbreytni og hvernig mæta megi þeim kröfum. Ámi Árnason er kennari að mennt og jafnframt höfundur og þýðandi bóka sem gefnar hafa ver- ið út fyrir börn. Frá 1985 hefur Árni verið ritstjóri hjá Námsgagna- stofnun. Fyrirlesturinn verður í stofu M- 301 í Kennaraháskóla íslands og er öllum opinn. -----» ♦ ♦----- Fræðslufundur um Heklu FRÆÐSLUFUNDUR á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags verður haldinn mánudaginn 27. febrúar. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskólans. Á fundinum flytur Árni Hjartar- son, jarðfræðingur á Orkustofnun, erindi sem hann nefnir: Á Heklu- slóðum. Árni hefur nýlega lokið við að skrifa Árbók Ferðafélags íslands sem kemur út með vorinu og verður um Heklu. í erindinu mun hann einkum fjalla um rannsóknarsögu Heklu og hugmyndir manna að fornu og nýju um orsakir eldvirkn- innar þar. SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1995 B 33 Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 12. mars nk., fylgir blaðauki sem heitir Fermingar. I þessum blaðauka verður fjallað um ferminguna frá ýmsum sjónarhomum, rætt við fermingarböm fyrr og nú, foreldrar teknir tali, uppskriftir á fermingarborðið, gjafir, hárgreiðsla, fatnaður og margt fleira. Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka er bent á að tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 17.00 mánudaginn 6. mars. Nánari upplýsingar veita Rakel Sveinsdóttir og Dóra Guðný Sigurðardóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, í síma 569 11 71 eða með símbréfi 569 1110. Útgefandi: Alþýðusamband íslands. Dreifing: MFA - Menningar- og fræðslusamband alþýðu. Sími 814233: ■ s Málefni stéttarfélaga og vinnudeilur ber hátt í þjóðlífsumræðunni. Stofnun og tilvist stéttarfélaga og réttindi og skyldur félagsmanna eru mál sem oft ber á góma. Gerð kjarasamninga snertir alla og skiptir miklu að rétt sé að hlutum staðið. Ágreiningur á vinnumarkaði leiðir oft til átaka í formi vinnustöðvana eða dómsmála. Mikið reynir á réttarreglur og oft er deilt um lögmæti þeirra aðgerða sem gripið er til við slíkar aðstæður. Bókin Stéttarfélög og vinnudeilur fjallar um þetta efni, og leitast við að skýra gildandi rétt og vísar til laga og dóma. Um er að ræða seinna bindið í ritröð um íslenskan sem Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur, fyrrverandi framkvæmdastjóri ASÍ, hefur samið að beiðni Alþýðusambandsins. Fyrra bindið kom út fyrir rétt um ári síðan undir heitinu Réttindi og skyldur á vinnumarkaði. ^ókin skiptist í þrjá hluta, skipulag vinnumarkaðarins, kjarasamninga og kjara- deilur og kaflamir eru nítján. Við uppsetningu bókarinnar var haft að leiðarljósi að hún nýttist sem uppflettirit og væri sem aðgengilegust fyrir lesendur hvor sem um væri að ræða áhugamenn um verkalýðsmál eða sérfræðinga á því sviði. Til þess að auðvelda notkun hennar er ítarleg atriðisorðaskrá og skrá yfír tilvitnaða dóma í bókinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.