Morgunblaðið - 28.02.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.02.1995, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 ■ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR BLAD HANDKNATTEIKUR Spennandi lokaþáttur í Víkinni GIJNNAR Gunnarsson, þjálfari Víkinga, tryggði sínum mönnum signr, 23:22, yfir ÍR-ingum í geysilega spennandi lokaþætti í Víkinni í . gærkvöldi. Gunnar skor- aði sigurmarkið þegar aðeins þrjár sek. voru til leiksloka, með skoti utan af velli. „Þegar ég fékk knöttinn var lítið eftir og því ekkert annað að gera, en láta skotið ríða af — heppnin var með mér,“ sagði Gunnar. Hér á myndinni fyrir ofan sækir Dimitrijevic að marki Vfkinga, Magnús Már Þórðarson er inn á línu, en Friðleifur Frið- leifsson og Rúnar Sig- tryggsson til varnar. MorgunbaOid/KAA SKIÐI Asta númer eitt og tvö í Svíþjóð Asta S. Halldórsdóttir, skíðakona frá ísafirði, sigraði í alþjóðlegri stórsvigskeppni, sem fram fór í Svíþjóð á sunnudag og varð önnur í sömu grein á laugardag. Sigurinn á sunnudag gaf Ástu 35,19 (FIS) stig sem er með því besta sem hún hefur náð í stórsvigi og hún hlaut 39,24 stig fyrir árangur sinn á laugardaginn. FyriV mótin um helgina hafði Ásta 41,56 stig og bætti því árangur sinn um rúmlega fjögur styrkstig, eða í 37,20 stig. Sigurvegari í stórsviginu á laugardaginn var Ingrid Helander frá Svíþjóð og var hún rúmlega hálfri sekúndu á undan Ástu. Þetta snérist síðan við á sunnudag og þá var Ásta sekúndu á undan Helander, sem á best 28,40 stig í stórsvigi. Systumar Hildur og Brynja Þorsteinsbörn frá Akureyri kepptu einnig í sömu mótum og Ásta um helgina. Hildur varð í 8. sæti á laugardag og var 4,88 sek. á eftir Ástu en Brynja var úr leik. Á sunnudag varð Brynja í 8. sæti, 4,22 sek. á eftir Ástu og Hildur í 9. sæti 4,33 sek. á eft- ir Ástu. Hildur fékk 65,60 stig fyrir stórsvigið á laugardag og 61,47 stig fyrir mótið á sunnu- dag. Brynja hlaut 60,80 stig fyrir árangur sinn á sunnudaginn. Þetta er besti árangur systranna í stórsvigi í vetur. ÞOLFIMI Magnús varði Evrópu- titilinn MAGNÚS Scheving varði Evrópumeistara- titilinn í þolfimi í Sofia i Búlgaríu á laugardag. Magnús — sem sést í keppninni á myndinni hér til hliðar — sigraði Z með miklum yfirburð- ■ um á mótinu. Hann ^ fékk8,75í einkunnfyr- J| ir listræna útfærslu en f 9,33 fyrir tæknilega | útfærslu. Samanlagt fékk hann því einkun- I ina 9,1 sem færði hon- um titilinn annað árið í röð. Systkinin Anna og g Karl Sigurðarbörn urðu í sjötta sæti í para- § keppni mótsins. ■ Nánar/ B8 HANDKNATTLEIKUR Baumruk nefbrotinn PETR Baumruk, leikmaður og þjálfari Hauka, tví- brotnaði á nefi eftir samstuð við Dag Sigurðsson í leik Hauka og Vals í 8-liða úrslitum á sunnudags- kvöld. Einar Þorvarðarson, liðsstjóri Hauka, sagði í gærkvöldi að þrátt fyrir meiðsli Bamruks myndi hann spila gegn Val í kvöld og nota andlitsgrímu til að verja nefið. Það á ekki af Haukum að ganga því Sigurjón Sigurðsson meiddist á þumalfingri vinstri handar (skothandar) á æfingu í gær og fór í myndatöku á Borgarspítalanum seint í gærkvöldi. Jafnvel er talið að hann sé fingurbrotinn. KNATTSPYRNA Rúnar opnaði markareikninginn RÚNAR Kristinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, opnaði markareikning sinn hjá sænska úrvalsdeild- arliðinu Örgryte um helgina. Liðið fór til Danmerk- ur og gerði 1:1 jafntefli við meistara Silkeborg í æfíngaleik en Rúnar gerði mark Örgryte með skalla. Sigur hjá Nurnberg, en ólöglegt lið NÚRNBERG lagði Meppen að velli, 2:0, um helg- ina, í þýsku 1. deildinni í knattspymu, en liðið mun ekki halda stigunum, þar sem fjórir útlendingar voru inná vellinum síðustu níu mín. Þar sem aðeins má nota þijá útlendinga, verður Meppen dæmdur sigur. Arnar Gunnlaugsson, Argentínumaðurinn Bustos og Tékkinn Kubik voru inná þegar Austur- ríkismaðurinn Hintermeier kom inná sem fjórði útlendingurinn. Niirnberg, sem er í fallbaráttu, má ekki við að missa þessi tvö stig. Félagið á í miklum fjárhagslegum vandræðum, er skuldum vafið. Þorvaldur og Lárus Orri stóðu sig vel ÞORVALDUR Örlygsson og Lárus Orri Sigurðsson áttu góðan leik þegar Stoke vann W.B.A. 3:1 í 1. deild ensku knattspyrnunnar um helgina. Lárus Orri var traustur í miðvarðarstöðunni og Þorvaldur átti þátt í öllum inörkum Stoke. „Við höfum spilað illa að undanförnu ogþví var þetta kærkominn sigur en við áttum góðan Ieik,“ sagði Þorvaldur við Morgunblaðið. HANDKIMATTLEIKUR: BIKARMEISTARARNIR TOPUÐU í GARÐABÆNUM / B3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.