Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 1
A N W A Pliif]0ii$inMa^i& 1995 KNATTSPYRNA lan Rush jafnaði marka- met Den- isLaw LIVERPOOL lagði Wimbledon að velli 0:2, þegar liðin mætt- ust aftur í 5. umferð ensku bikarkeppninn- ar í gærkvöldi og mætir Liverpool sig- urvégaranum úr leik Southampton og Tott- enham, sem mætast í kvðld, í 8-liða úrslit- um. Liverpool á mðguleika á að kom- ast tvisvar á Wembl- ey, þar sem liðið á eftir að Ieika seinni leik sinn gegn Crystal Palace í undanúrslit- um í deildarbikar- keppninni. John Barnes skor- aði fyrra mark Li- verpool með skalla á 10. mín. og síðan bætti Ian Rush marki við á 38. mín. — þetta var hans 41. mark í bikar- keppninni og hefur hann jafnað bikarmet Denis Law, þess má geta að Henry Curs- ham hjá Notts County skoraði 48 mörk á árunum fyrir 1900. HNEFALEIKAR MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ BLAÐ B lan Rush fagnar marki sínu gegn Wllbledon í gœrkvöldi. Reuter Hnefaleikamaður slasaðist alvarlega í Englandi McClellan í Irfshættu Bandaríski hnefaleikamaðurinn Gerald McClellan er enn í lífshættu, en hann hneig niður í tíundu lotu í bardaga við Englendinginn Nigel Benn í milliþunga- vigt á laugardaginn. McClellan fékk strax góða aðhlýnningu og var síðan skorinn upp á sjúkrahúsi í London þar sem blóð- kökkur við heila hans var fjarlægður. Talið er að góð aðhlynning aðstandenda keppninnar geti bjargað lífi McClellans. Þjálfari Bandaríkjamannsins gagnrýndi dómarann eftir viðureignina^og sagði að .hann hefði átt að stöðva barcíagann miklu fyrr, en franski dómarinn sagði að kepp- andinn hefði ekki kvartað neitt og ef eitt- hvað væri hefðu þjálfari og aðstoðarmað- ur McClellans átt að láta sig vita ef hon- um liði ekki vel. Talsverð umræða hefur verið síðan óhappið varð um hvort banna ætti hnefa- leika en framámenn í íþróttinni hafa sagt að réttara væri að gera strangari kröfur um líkamlegt ásigkomulag keppenda. Nigel Benn segist ætla að halda áfram í hnefaleikum, en aðeins ef McClellan nái sér. „Ég vona að hann nái sér að fullu og ég bið fyrir honum og hans nánustu," sagði Benn á mánudaginn. „Ef hann nær sér ekki gæti ég trúað að ég yrði of hrædd- ur til að keppa aftur, hræddur við að eitt- hvað svipað gæti gerst aftur," sagði hann. Það er alls ekki óalgengt að hnefaleika- menn látist vegna höfðuáverka eftir' bar- daga, eða verði fyrir alvarlegum heila- skemmdum. Síðustu fimm árin hafa átta hnefaleikamenn látist af völdum höfuð- áverka í hringnum og þrír aðrir hafa slas- ast svo alvarlega að þeir hafa orðið að hætta og munu aldrei ná sér að fullu. Héðinn kominn heim ísjúkraþjálfun HÉÐINN Gilsson, landsliðs- maður í handknattleik, sem leikur með Dusseldorf, er kominn til landsins til að reyna að fá sig góðan af meiðslum í hásin. Héðinn fór til Brynjófs Jónssonar, lands- liðslæknis, í gær og var hann sprautaður fyrir bólgum í hásinafestingum. „Ég vona að ég f ái mig góðan hér. heima, en ég verð hér í viku — verð í sjúkraþjálfun og fer svo aftur til Brynjólfs, áður en ég fer út," sagði Héðinn, sem hefur ekki getað leikið nema í vörninni með Diisseldorf að undan- förnu. Júlíus skoraði tíu gegn Lemgo JÚLÍUS Jónasson skoraði tíu mörk fyrir Gumm- ersbach gegn Lemgo í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik í sl. viku, en ekki dugði það til sigurs — Lemgo vann 29:22. Gummersbach tapaði síðan aftur um helgina — heinia, 21:31, fyrir Kiel, sem hef ur átta stiga f orskot í úrvalsdeildinni. Diisseld- orf tapaði, 18:22, fyrir Essen í sl. viku, en vann svo Bad Schwartau. Kristján Arason og lærisvein- ar hans hjá Dormagen töpuðu fyrir Bad Schwar- tau, en unnu síðan Eitra 21:13. Eyjólfur og félagar sættu sig við jafntefli EYJÓLFUR Sverrisson og samherjar í Besiktas voru ánægðir með 2:2 jafntefli gegn Bursaspor í tyrknesku deildinni um helgina en Besiktas er efst í deildinni. „ Við vorum 2:0 undir í hálfleik en lékum mjög vel í seinni hálfleik," sagði Eyjólfur við Morg- unblaðið en hann átti skalla í stðng og annað sem markvðrður Bursaspor varði vel. „Við nýttum ekki færin í fyrri hálfleik en vorum ánægðir með stig- ið," sagði Eyjólfur. Um næstu helgi fær Besiktas Galatasaray í heiui- sókn og er lðngu uppselt en Galatasaray er í öðru sæti. íslandsmet hjá Guð- rúnu í Louisiana GUÐRÚN Arnardóttiur úr Ármanni setti íslands- met í 400 metra hlaupi innanhúss á moti í Louis- iana um síðustu helgi. Guðrún liljóp á 54,11 sekúnd- um en gamla metið átti Svanhildur Kristjónsdóttir, 56,07 sekúndur, og settti hún það á sama stað árið 1988. Guðrún setti einnig íslandsmet í 55 metra grindahlaupi, hljóp á 7,69 sekúndum og bætti eigið met um þrjá hundruðustu. Snjólaug Vilhelmsdóttir úr UMSE keppti einnig á mótinu og setti persónulegt met í 400 metra hlaupi er hún hljóp á 57,09 sekúndum. Vala Flosadóttir úr ÍR tók þátt í sænska meistara- mótinu um síðustu helgi og varð í 5. sætí i há- stökki, stökk 1,80 metra. Sigmar Gunnarsson úr UMSB varð í 7. sæti í 1.500 metra hlaupi á mótinu, hljóp á 4.03,5 mínútum en i undanrásunum hl.jóp hann á 3.57,8 mínútum. Guðrún Arnardottir. HANDKNATTLEIKUR: HAUKAR UNNU VAL / B3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.