Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG c PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 BLAÐ Aðeins fryst upp í um helming loðnusamninga EFIMI Aflabrórjð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markadsmál Sala á söltuðum ufsaflökum til Þýskalands dregst mikið saman Greinar 7 Sigríður Laufey Einarsdóttir Bakkafirði Verðmæti framleiðslunnar nú 700 milljónum minna en í fyrra BOTNINN virð- ist nú dottinn úr loðnufryst- ingu á þessari vertíð. Alls nemur frysting nú á bilinu 16.000 til 18.000 tonnum, sem er nokkru minna en í fyrra og allt að tvöfalt minna, en samið hafði verið um sölu á til Japans. Áætlað verðmæti framleiðslunnar er nálægt 1,5 milljörðum króna, en var um 2,2 milljarðar á síðasta ári. þá fóru utan um 18.200 tonn. Síðan þá hefur verð- ið lækkað um 10 til 20% eftir stærðarflokkum, en loðnan er einnig smærri nú. Halldór G. Eyjólfsson, markaðsstjóri hjá SH, segir þetta veruleg vonbrigði. íslenzkar sjávarafurðir náðu að framleiða 7.000 til 8.000 tonn, sem er langleiðina tvöföldun frá framleiðslu aðila innan vébanda þeirra á síðasta ári. Sæmundur Guðmundsson, aðstoð- arforstjóri ÍS, segir það afar bagalegt að ekki skyldi takast að framleiða meira, en miðað við aðstæður væru þeir þó þokkalega sáttir. ÍS hafði nú samninga upp á sölu á 14.000 til 15.000 tonnum af loðnu, en á síðasta ári flutti félagið út urri 4.000 tonn alls. Vinnslustöðin framleiddi nú fyrir ÍS, en SH í fyrra og var hún stærsti ein- staki framleiðandinn innan ÍS. Einnig var mikið framleitt um borð í frystitog- urum og hjá Borgey á Höfn. Veruleg vonbrlgði í gær var verið að frysta smáloðnu hjá frystihúsum innan SH. Halldór G. Eyjólfsson segir að þó sé ljóst að botn- inn sé dottinn úr frystingunni og nú fari menn að snúa sér að hrogna- vinnslu. SH hafði gert samninga um sölu á 18.000 tonnum af loðnu, en í fyrra nam framleiðsla á hennar vegum um 12.000 tonnum. Nú náðist að frysta 7.000 til 8.000 tonn alls, en að auki virðist verð hafa lækkað um 10 til 20% eftir stærð loðnunnar. „Það eru auðvitað veruleg vonbrigði að ekki skuli hafa tekizt betur til. Þetta kemur sér illa fyrir japönsku kaupend- urna og markaðinn þar eystra og ekki síður fyrir framleiðendur hér heima. Það er þó ljóst að samningur um verð í þrepum eftir magni hefur komið sér vel nú, því fyrir vikið verður verðlækk- un í stærstu loðnunni ekki nema um 10%, en meiri í þeirri smærri," segir Halldór. Áætla má að meðalverð frystrar loðnu nú sé um 95 krónur á kíló, en nú fór mun minna af loðnunni í stærstu og verðmætustu flokkana en í fyrra. Því gæti heildarverðmæti útfluttrar loðnu á þessari vertíð verið um 1,4 til 1,5 milljarðar króna, en í fyrra var það verðmæti mun meira eða um 2,2 mill- jarðar króna miðað við meðalverð upp á 125 krónur á kíló. BURIIMIM FRYSTUR UM BORÐ Morgunbteðið/Svav&rS SKIPVERJAR á frystitogaranum Veslmannaey VE tóku i siðasta túr eitt 6 lonna hal af búranum eftirsótta, en eitthvað eru skipin aö slíta upp ai' honum nm þessar mundir. það er Þorvaldur Þorvaidsson, skipverji á Vestonannaey, sem vinntir víð að pönnufrysta búrann eftir að fiskurínn hefur veríð hausaður og slógdrcginn. Fréttir Verðlagningin ekkiósann- gjörn ¦ MEIRIHLUTI Samstarfs- nefndar sjómanna og út- vegsmanna hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki sé unnt að slá því föstu að verðlagning Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. á síld veiddri af Hólmaborg SU 11 síðastliðið haust hafi verið bersýnilega ósann- gjörn. Fyrir megnið af síld- inni af Hólmaborg voru greiddar 5 krónur á hvert kíló./3 Slátrar laxi vestan hafs ¦ STÆRSTA laxeldisfyrir- tæki Bandaríkjanna Con- nors Aquaculture Inc. hef- ur í sínum röðum íslenskan f ramleiðslustjóra, Jón Frið- þjófsson að nafni. Fyrirtæk- ið hefur aðsetur í Eastport í Maine sem er skammt frá kanadísku landamærunum og eru umsvif þess mest á austurströndinni. Connors er hlekkur í stórri keðju fyrirtækja í Bandaríkjun- um, Weston Group, sem hefur framleiðslu af ýmsu tagi á sinni könnu./5 Nýjar blakkir fyrir höfuðlinu ¦ RENNIVERKSTÆÐIÞ. Kristmundssonar í Kópa- vogi hefur hafið sölu á nýj- um höfuðlínublökkum i'y rir flottroll. Blakkirnar sem eru opnar eru hannaðar af Ragnari Bóassyni sjómanni og hugvitsmanni og er þeim ætlað að spara slit á höfuð- línu og gröndurum, auð- velda að halda trollinu kláru og flýta verulega fyr- ir ölluiu aðgerðum./7 Borgarplast ur umsvifin eyk ¦ REKSTUR Borgarplasts hf. gekk injög vel á síðasta ári. Velta fyrirtækisins jókst um 70% frá árinu 1993 og var 230 mihjónir króna í fyrra. Munar mestu um stóraukna sölu fiskikera og voru þá í fyrsta sinn seld fleiri en 10.000 ker á ári, en söluaukning varð einnig í öðrum vöruflokkum. Sala innan lands var um 70% heildarinnar og útflutning- ur um 30% og jókst hann uml20%áárinu./8 Markaðir ísland stærst írækjunni • f SLAND er stærsti fram- leiðandi kaldsjávarrækju í heiminum, en áætlaður út- flutningur af skelflettri rækju héðan í ár er um 18.500 tonn. Það er rúmur þriðjungur af heildarút- flutningi helztu framleiðslu- þjóðanna, sem talin er verða um 45.500 tonn á þessu ári. Næstir okkur í þessari vinnslu koma Grænlending- ar sem áætla að fly tj a um 12.500 tonn utan í ár og Norðmenn með 10.500 tonn. Hlutur okkar íslendinga í rækjuveiðum og vinnslu hef- ur vaxið mjög ðrt á undan- förnuin árum. heildarafli er nú að nálgast 70.000 tonn, sem er um tíföldun á nokk- umárum. Aætlaður útflutningur rækjuafurða 1995 ur frá Islandij Grænlandil 18.500] 12.500 Woregir~ 10.5001 Danmörku[~| 2.500 FæreyiumQ 1.500 mmsmmfBmmm Samtals frá þcssum löndum: Áætlaðl í heild 1995: 45.500 tonnl 1994: 55.311 tonn i......I I..8W Bretar kaupa mest af rækju Aætlaður markaður fyrir rækjuafurðir 1995 Markaðsiand Bretlandf 25.0001 Þýskaland|___15.500 SvíþjöðC"] 5.000 DanmörkO 4.000 ítalíaQ 2.000 FrakklandD 1.500 FinnlandQ 1.500 USA/Kanada01.000 Önnurlöndl 15.000 • M ARKAÐUR fyrir skel- fletta kaldsjávarrækju er fyrst og fremst í Evrópu. Bretland kaupir langmest af þessari rækju, um 25.000 tonn árlega. Þjóðverjar hafa verið að auka rækjukaup og þangað fara nú um 5.000 tonn á ári. Danir og Svíar kaupa einnig töluvert af rækjunni, en markaðurinn vestan hafs fer minnkandi. Unnið er að aukinni mark- aðssókn i Þýzkalandi./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.