Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Frímann Ólafsson GUNNAR Einarsson vélstjóri á Þorsteini GK eftir að sveifarhús- og eimoliuskiljunni AIRSEP var komið fyrir. Nýtt líf í hreinu lofti 130 ára bátur ■ ELZTA fley iandsmanna er opni vélbáturinn Sildin SH 650. Sfldin var smíðuð í Bolungarvík árið 1860 úr eik og furu. Sfldin er 3,3 brúttóiestir að stærð og með 18 hestafla vél. Hún er nú skráð í Bjarnarhöfn á Snæ- fellsnesi. Elzti þilfarsbátur- inn er Baldur VE, 55 tonn að stærð og smíðaður árið 1930. Þessar upplýsingar er meðal annars að finna í ný- útkominni skipaskrá Sigl- ingamálastofnunar. Þar kemur að auki fram, að við upphaf þessa árs voru skráð hér 1.021 þilfarsskip og 1.639 opnir bátar. Af þilfars- skipunum eru svo 873 skráð sem fiskiskip, en önnur eru flutningaskip, ferjur og fleira. A siðasta ári voru skráð hér 23 ný skip, en 97 voru afskráð. Skipunum fækkaði því um 74 á síðasta ári. Opnum vélbátum fækk- aði um 78 á árinu. Sildin er enn notuð á grá- sleppu og við flutninga út í eyjar, meðal annars á hross- um. Aðstoð við Pescanova ■ HERMT er, að spænska stórfyrirtækið Pescanova muni fá fjárhagslega aðstoð frá yfirvöldum i Galisiu til að koma í veg fyrir, að út- lend fjölþjóðafyrirtæki kaupi það upp. Hefur verið mikill orðrómur um það að undanförnu en að sögn Manuels Fernandez, for- stjóra Pescanova, var ágæt- ur hagnaður af fyrirtækinu á síðasta ári. Sjóli verður Málmey SK ■ STJÓRN Skagfirðings hf. á Sauðárkróki hefur ákveð- ið að breyta nafninu á Sjóla HF í Málmey SK. Djúphaf, dótturfyrirtæki Skagfirð- ings, keypti frystitogarann Sjóla HF1 frá Hafnarfírði síðastliðið haust. Sjóli er 1.500 tonn að stærð og var smíðaður í Flekkefjord í Noregi. Hann hefur stundað veiðar á úthafskarfa undan- farin ár og veiddi um 3.700 tonn af þeim fiski í fyrra. Togarinn verður á þessu ári gerður út á karfa og eins og undanfarin ár verður áherzlan lögð á úthafskarf- ann á Reykjaneshrygg. Á siðasta ári varð Sjóli þriðji aflahæsti frystitogarinn með 6.200 tonn. ÖRYGGI A 5JÚ Nýtt myndband fyrir sjómenn myndbærhf Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík. Símar: 553 5150 og 553 1920. Fax: 568 8408. Grindavík - Reykjarslikja í lofti og smurolíulykt. Vélstjórinn svartur í kringum augun og snýtir svörtu. Þetta minnir á vélarrúm í skipi þeg- ar vélar eru á fullri keyrslu. Þannig er þessu ekki farið um borð í Þorsteini GK 16 því þegar fréttaritari Morgunblaðsins fór þangað á dögunum mætti honum hreint loft og óskert útsýni. Ástæð- an er einföld því' settur hefur verið AIRSEP iofthreinsibúnaður í vélar- rúmið sem sýgur í sig allt afgas af vélinni og skilur smurolíu frá því en brennir óhreina loftinu sem síðan fer út með afgasi vélarinnar um strompinn. Vélstjóri Þorsteins er Gunnar Einarsson. „Þetta er mikill munur að hafa VÉLTAK hf. hefur hafið söiu á bandarísku sveifarhús- og eimolíu- skiljunni AIRSEP undir slagorðinu „vistvæn vélarrúm." Guðbjartur Einarsson framkvæmdastjóri fyrir- tækisins segir að skiljunni hafi verið komið fyrir á þúsundum véla - nýjum og gömlum - víðsvegar um heim með frábærum árangri og fyrstu tilraunirnar hér á landi lofi mjög góðu. Þá segir hann að athugun bandaríska sjóhersins bendi til að AIRSEP hafi bætt heilsufar vélstjóra og áhafna til mikilla muna. Guðbjartur, sem sjálfur er vél- FISKMARKAÐI Siglufjarðar hefur verið komið á fót og mun hann starfa í samvinnu við Fiskmarkað Breiðafjarðar. „Siglfirðingarnir áttu frumkvæðið og leituðu eftir samstarfí við okkur,“ segir Tryggvi Óttarsson framkvæmdastjóri FB. „Þetta er því samstarfsverkefni en ekki útþenslustefna af okkar hálfu. Við seljum þeim þjónustuna varð- andi allt sem viðkemur sölunni og lánum þeim kör og þess háttar. Þeir sem taka á móti fískinum og ganga frá honum til löndunar og vigtunar eru hins vegar undirverk- takar og taka kílóagjald." Tryggvi vonar að Fiskmarkaður þennan búnað og sagt .er að hann lengi líf vélstjórans um fimm ár. Nú er loftið í vélarrúminu miklu betra og vinnuaðstaða batnar til mikilla muna. Þetta eru ekki einu kostir þess að hafa þennan loft- hreinsibúnað því það er ekki bara ég sem fæ hreinna loft heldur vélin líka sem þýðir 10-15% minni olíu- eyðslu. Hitinn er heldur ekki eins mikill sem bætir vinnuaðstöðuna einnig þannig að þetta er gjörbreyt- ing frá því sem áður var,“ sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið. Flelrl skip fá þennan búnað Búnaður þessi er settur upp til reynslu í Þorsteini og hefur verið um nokkurra vikna skeið. Mikil stjóri að mennt, segir að vélarrúm skipa hafí- lengi verið látin sitja á hakanum og nú sé mál að linni. „Menn eru að vakna til lífsins en í vélarrúminu eru menn að anda að sér miklum óþverra; olíumettuðum eim - sem samanstendur af brenni- steinssamböndum og fleiri skaðleg- um efnum - sem er heilsuspillandi fyrir lungu og maga og leiðir oft til höfuðverks við innöndun.“ Sogar olíueim úr sveifarhúsi AIRSEP er komið fyrir á loftinn- taki túrbínunnar. Barki frá skilj- unni er tengdur við útöndunarstút Siglufjarðar eigi framtíð fyrir sér. Hann segir þó að um tilraun sé að ræða og reynist hún illa muni mark- aðurinn einfaldlega leggja upp laup- ana. „Við höfum ekki farið út í neinar fjárfestingar þarna og höfum því engu að tapa. Sú litla áhætta sem tekin er liggur hjá Siglfírðing- unum sjálfum og þess vegna er betra fyrir þá að bytja á þessum samstarfsgrundvelli. Þá þurfa þeir ekki að ráðast í fjárfestingu á tölv- um eða ílátum svo eitthvað sé nefnt en þeir hafa yfir húsnæði að ráða. Við vonum að þetta verði bæði kaupendum og seljendum á Siglu- fírði til hagsbóta. Við vorum einu ánægja er með hvernig hann hefur virkað. Að sögn Gunnars hefur þessi búnaður verið notaður í skip- um bandaríska flotans til fjölda ára en hér á landi hefur hann ekki ver- ið notaður fyrr en nú um borð í Þorsteini. Véltak hf. í Hafnarfirði flytur þennan búnað til landsins frá Bandaríkjunum og hefur Guðbjart- ur Einarsson séð um uppsetningu hans í Þorsteini og eftirliti. Eftirlit- ið felst m.a. í því að þrífa síurnar á 500 tíma fresti og skipta um þær eftir 2.000 tíma notkun. Fyrirtækið mun á næstunni setja samskonar búnað í Beiti frá Neskaupstað og vonast er til að fleiri skip taki þenn- an einfalda búnað í notkun. vélar og slanga sem liggur niður í sveifarhúsið skilur olíu aftur þang- að. Vinnuferlið er í hnotskurn á þessa leið: AIRSEP sogar olíueim úr sveifarhúsi og myndar undir- þrýsting sem kemur í veg fyrir olíu- leka eða smit með samskeytum og pakkdósum. Um 30% af eimnum er olía sem skilin er frá í AIRSEP og rennur aftur í sveifarhúsið. Leif- arnar af eimnum - brennisteinssam- bönd og fleira - fara inn á túrbínu og brenna í vélinni. Enginn olíu- mettaður eimur er því í vélarrúminu þannig að engin olíuhimna myndast í því rými. sinni litlir og hefðum aldrei getað vaxið svona hratt einir og hjálpar- laust.“ Vonar aö stærri bátar fylgi í kjölfar þeirra smáu Tryggvi telur að smábátaeigend- ur á Siglufirði muni fyrst og fremst skipta við markaðinn í upphafi en vonar að stærri bátar muni fylgja í kjölfarið þegar fram líða stundir. „Það er mikil togaraútgerð þarna og þeir geta kannski keypt og selt frá sér tegundir á markaðnum sem ekki henta þeim eins og reynslan hefur verið hjá okkur.“ Fréttir vikunnar Fyrsta loðnan til Helguvíkur ■ LOÐNUSKIPIÐ Hákon ÞH Iagðist fyrst skipa að bryggju í Helguvík í siðustu viku. Oddgeir Jóhannsson skipsíjóri sagði að sér litist vel á aðstæður og ekki væri mikið mál að sigla þar inn. Þá var flutningaprammi notaður I fyrsta sinn til að flylja bræðsluloðnu frá mið- unum í land 1 síðustu viku. Loðnuskipið Júpíter ÞH dældi loðnu um borð í flutn- ingaprammann „Miss- issippi** í Kollafirði á föstu- dag og kom dráttarbáturinn Orion H með hann til Bol- ungarvíkur um tveimur sól- arhringum síðar. Búið er að landa rösklega 152 þúsund tonnum af loðnu það sem af er vetrarvertíð. Nýtt fyrirtæki um rekstur Sléttaness f S ■ STOFNAÐ hefur verið nýtt fyrirtæki, Sléttanes hf., um rekstur frystiskipsins Sléttaness á Þingeyri en skipið er nú I eigu Fáfnis hf. þar í bæ. Gerður hefur verið kaupsamningur um skipið og verður gengið frá honura endanlega þegar loðnuvertið lýkur en Slétta- nesið frystir nú ioðnu. Kaup- verðið er um 660 milljónir króna og skipinu fylgir 1.600 þorskígilda kvóti. Eftirlit um borð ■ SIGHVATUR Bjarnason framkvæmdasljóri Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmanna- eyjum gagnrýnir Fiskistofu fyrir að fylgjást ekki með þvi hvað fer um borð í skip sem flokka loðnu til fryst- ingar á hafí úti og segir að hráefni til manneldis sé að hluta dælt i sjóinn aftur. Lárus Grimsson skipsljóri á Júpiter ÞH, sem flokkar loðnu um borð, vísar þessum ummælum á bug og fullyrð- ir að eftirlitsmaður frá Fiskistofu hafí verið um borð frá því að flokkunin hófst. Verð á pillaðri rækju hækkar ■ VERÐ á pillaðri rækju á mörkuðum í Evrópu er nú um 26% hærra en það var um mitt síðastliðið ár. Miðað við verð í SDR er rælyuverð- ið nú um 81% af því sem það varð hæst árið 1986. Sölu- horfur um þessar mundir eru taldar góðar. Áætiað framboð helstu framleið- enda er talið verða í takt við þarfír markaðarins. Því er við því að búast að verð haldist áfram hátt fram eft- ir þessu ári. ErfðaJQárskattur af kvótanum ■ RÍKISENDURSKOÐUN telur að greiða skuli erfðafj- órskatt af fiskikvóta. Að áliti stofnunarinnar hefur kvótinn umtalsvert fjár- hagslegt gildi fyrir rétthafa og því beri erfíngjum að greiða erfðafjárskatt af kvóta við fráfall rétthafa eins og af öðrum eignum sem ganga til erfíngja. „ Vistvæn vélarrúm“ með eimolíuskiljunni AIRSEP Fiskmarkaður Siglufjarðar hefur nú tekið til starfa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.