Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 C 3 Sjómenn urðu undir í deilu um síldarverð til Hólmaborgar SU MEIRI- Meirihluti Samstarfsnefndar saLmTI sjómanna og útvegsmanna telur feafS;r verðið ekki ósanngjarnt Jóanna og útvegsmanna hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki sé unnt að slá því föstu að verðlagning Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. á síld veiddri af Hólmaborg SU 11 síðastliðið haust hafi verið bersýnilega ósanngjöm. For- saga málsins er sú, að áhöfnin um borð í Hólmaborg, taldi sig hlunnfarna, taldi að hún fengi lægra verð en aðrir fyrir síldina, þar sem kostnaður við kaup á kvóta væri dreginn frá verði síldarinnar áður en til skipta kom, en það er ólöglegt. Fyrir megnið af síldinni af Hólmaborg voru greiddar 5 krón- ur á hvert kíló. Sjómannasambandið kærði málið fyrir hönd áhafnarinnar og tók Samstarfsnefndin málið fyrir. Meirihluti hennar, tveir fulltrúar útvegs- manna og formaður nefndarinnar, komst að þeirri niðurstöðu, að verðlagn- ing síldarinnar hafi ekki verið ósanngjöm og því ekki verið brotið gegn lögum. Sjómannasamband íslands fór fram á það í desember síðastliðnum að samstarfsnefnd sjómanna og út- vegsmanna, sem fyallar um ágrein- ingsmál vegna fiskverðs og hugsan- legrar þátttöku sjómanna í kvóta- kaupum útgerðar, kannaði verðlagn- ingu síldar, sem Hólmaborgin lagði upp hjá útgerð sinni á síðastliðinni haustvertíð. Taldi Sjómannasam- bandið auðsætt að þar sem síldin væri ýmist verðlögð á 5 krónur, 6,50 eða 7,50 hvert kíló, væru sjómenn látnir taka þátt í kvótakaupum, verð- ið væri lægra en væri landað hjá öðrum en útgerð skipsins, enda væri allur kvótinn færður yfir á hana af öðmm skipum. í þeim viðskiptum væru greiddar 10 krónur fyrir síld til vinnslu en 4 krónur fyrir hrat til bræðslu. Fram kom að síldarkvóti hefði verið fluttur af öðrum skipum yfir á Hólmaborg og gangverð á síldarkvóta hefði verið 2,50 til 2,70 krónur fyrir hvert kíló. í umfjöllun nefndarinnar er málum ýmist beint í tvo farvegi, farveg 1, sem þýðir að tiltekin krónutala vegna kostnaðar við kaup á veiðiheimildum hafi í raun verið dregin frá áður en heildarverðmæti til skipta var ákvarðað. Farvegur 2 þýðir, að ekki verði ráðið af gögnum né atvikum að kostnaður við kaup á veiðiheimild- um hafi beinlínis verið dreginn frá, áður en heildarverðmæti til skipta var ákvarðað. Þá ber nefndinni að taka afstöðu til þess hvort heildar- verðmæti til skipta telst bersýnilega ósanngjamt eða ekki, enda tengist verðákvörðunin viðskiptum með veiðiheimildir. Mishátt werð í gildl Fulltrúar sjómanna lentu í minni- hluta, þegar þeir töldu málið afdrátt- arlaust falla undir farveg 1. Því var það hlutverk nefndarinnar að fínna út hvort um ósanngjarna verðlagn- ingu á síldarafla Hólmaborgar hefði verið um að ræða. Í svari frá útgerð- inni kom fram, að verð fyrir síld í haust hefði verið mjög mismunandi. Það hefði ráðizt af því í hvaða vinnslu síldin hefði farið og hve fersk hún hefði verið. 10 krónur fengjust á hvert kíló síldar þegar bátar í við- skiptum við Hraðfrystihús Eskifjarð- ar seldu til annarra vinnsluaðila. Hraðfrystihúsið borgaði 7,50 í hvert kíló af síld til vinnslu. 5 krónur og 6,50 hefði síðan verið borgað fyrir síld til bræðslu, mismunandi eftir gæðum. Fiskimjölsverksmiðja fyrir- tækisins gæti framleitt hágæðamjöl og fyrir það fengist hærra afurða- verð. Því hefði verið borgað meira fyrir síld, sem gengið hefði í þá vinnslu. Loks hefði komið fyrir að bjóða hefði þurft í síldarfarma og þá hefði verðið verið 6,50 krónur. Þama hefðu kaup á síldarkvóta eng- in áhrif haft á verðið. Verðlagningin ekki bersýnllega ósanngjörn í umfjöllun Samstarfsnefnarinnar kom fram að um 43.500 tonn af síld hafí verið brædd á Austurlandi. Veg- ið meðalverð, sem greitt var fyrir hráefnið var 5,75 krónur. Um 36% þess voru verðlögð á 5 krónur kílóið, um 36% á 6,50 og tæpur þriðjungur þar á milli. Það er þvi niðurstaða samstarfsnefndar sjómanna og út- vegsmanna að hvorki verði ráðið af atvikum máls þessa né gögnum, að kostnaður við kaup á veiðiheimildum hafí í raun verið dreginn frá heildar- verðmæti afla áður en til skipta kom. Það er einnig niðurstaða nefndarinn- ar að ekki sé unnt að slá því föstu að verðlagning Hraðfrystihúss Eski- fjarðar á síld veiddri af Hólmaborg haustið 1994 hafi verið bersýnilega ósanngjörn. IMiðurstaðan byggð á röngum forsendum Fulltrúar sjómanna mótmæltu þessari niðurstöðu og skiluðu sér- áliti. Þar segir svo: „Af þeim gögnum sem fyrir liggja í málinu telja fulltrú- ar sjómanna augljóst að síldarverð til sjómanna á Hólmaborg SU 11 var lækkað um sambærilega upphæð og nemur verðmæti síldarkvótans sem útgerðin keypti. Samkvæmt lögum nr. 79/1994 á nefndin að taka rök- studda afstöðu í slíkum málum um hvort brotið hafí verið gegn kjara- samningum eða lögum. Niðurstaða meirihluta nefndarinn- ar byggir hins vegar á þeirri for- sendu að það verð sem útgerðin greiddi fyrir síldarafla Hólmaborgar SU 11 hafi verið sambærilegt því verði sem aðrir voru að greiða fyrir síld. Ekkert tillit er þá tekið til þess að verð annarra, sem tekið er til samanburðar, er byggt á sömu for- sendum og verðið til Hólmaborgar SU 11, það er búið að lækka verðið vegna kaupa á veiðiheimildum. Nið- urstaða meirihluta nefndarinnar byggist því á röngum forsendum að mati fulltrúa sjómanna í nefndinni og því ekki tekið á málinu eins og lögin mæla fyrir um. Fulltrúar sjómanna mótmæia harðlega úrskurði meirihluta nefnd- arinnar og telja að með niðurstöð- unni sé verið að gefa í skyn að nefnd- in sé ófær um að gegna því hlut- verki, sem henni var ætlað. Fulltrúar sjómanna áskilja sér ailan rétt til að vísa málinu til dómstóla í framhaldi af úrskurðinum til að kalla fram rétt- mæta og sanngjarna niðurstöðu í málinu." Uppgjör til áhafnar verði leiðrétt SAMSTARFSNEFND sjómanna og útvegsmanna hefur beint þeim til- mælum til útgerðar Alberts GK 31, að hún leiðrétti uppgjör vegna tiltek- innar veiðiferðar. Albert landaði þá hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar og telur nefndin að við verðlagningu á hluta farmsins, 400 tonnum, hafí verið dregin frá ákveðin upphæð vegna kvótakaupa. Nefndin beinir því þess vegna til útgerðarinnar að til grundvallar hlutaskipum verði heildarupphæð vegna löndunarinnar hækkuð um 600.000 krónur. Tildrög málsins voru þau, að Al- bert GK var á síldveiðum og forráða- menn Hraðfrystihúss Eskifjarðar fóru þess á leit við útgerðina, að hún legði þar upp það, sem eftir væri af síldarkvóta skipsins gegn því að Hraðfrystihúsið legði 400 tonna síld- arkvóta til Alberts, sem skipið legði upp hjá HE og fengi greiddar 5.000 krónur fyrir tonnið. Heildarafli um- ræddrar veiðiferðar var um 575 tonn. Þar af voru greiddar 5.000 krónur á tonn fyrir 400 tonn, en 6.500 krónur fyrir það, sem eftir stóð, en síldin fór í bræðslu. Tvenns konar verö Albert hafði áður landað síld hjá Hraðfrystihúsinu og þá fengið greiddar 6.500 krónur fyrir tonnið. Sjómannasamband íslands kærði þessi viðskipti og taldi ljóst að með þeim væri verið að láta sjómenn taka þátt í kvótakaupum. í umfjöilun nefndarinnar kom fram, að þetta var í eina skiptið, sem Albert lagði upp hjá HE, að greitt var tvenns konar verð fyrir farminn. Útgerð Alberts taldi ekkert at- hugavert við viðskipti þessi. Þarna hefði gefízt tækifæri til að auka tekj- ur um 2 milljónir króna, bæði sjó- mönnum og útgerð til hagsbóta og því hefðu aðilar orðið sammála um að veiða síldina og leggja upp á þessu verði. Meirihluti nefndarinnar taldi hins vegar að, að viðskipti með umrætt 400 tonna aflamark hefði haft áhrif til lækkunar á aflaverðmæti um 1.500 krónur á hvert tonn eða alls um 600.000 krónur. Það yrði því að teljast liggja fyrir, að við verðlagn- ingu þessara 400 tonna hefði verið tekið tillit til viðskipta sem áttu sér stað með samsvarandi aflamark og verðmætið lækkað vegna viðskipt- anna. Samkvæmt skýrum fyrirmæl- um laga væri þetta óheimilt, en þar segir að ekki sé heimilt að draga frá heildarverðmæti afla í þessu sam- bandi kostnað við kaup á veiðiheim- ildum. nefndi telur það engu máli skipta þó skipshöfnin hafí talið það sjálfsagt að standa svona að þessum viðskiptum. Sérállt útvegsmanna Minnihluti nefndarinnar, fulltrúar útvegsmanna, greiddi atkvæði gegn þessari niðurstöðu og skilaði séráliti. Sérálitið byggist á því, hvort um hafi verið að ræða bein viðskipti meða flaheimildir eða óbein. Útvegs- menn telja að ekki hafi verið um bein viðskipti að ræða heldur óbein. Því hafí nefndinni borið að taka málið til efnislegrar meðferðar á þeim grunni og kanna hvort verðið sem fékkst fyrir aflann hafí bersýn- lega verið ósanngjamt eða ekki. Mlsræml? Albert GK landaði alls um 1.500 tonnum af síld hjá Hraðfrystihúsi EskiQ'arðar. Þar voru 1.100 tonn samkvæmt eigin veiðirétti, en fyrir það fékk hann um 6,50 krónur fyrir kílóið. 400 tonn voru veidd sam- kvæmt veiðirétti sem Hraðfrystihús- ið útvegaði og landað hjá því. Fyrir það fengust 5 krónur og taldi meir- hluti nefndarinnar, formaður og full- trúar sjómanna, sýnt að þar hefði heildarverð verið lækkað vegna við- skipta með veiðirétt. Allur veiðiréttur Hólmaborgar SU var aðkeyptur og sá hluti aflans sem, fór í bræðslu, milli 1.300 og 1.400 tonn, fór allur á 5 krónur kílóið. Þar telur meiri- hluti nefndarinnar, formaður og full- trúar útvegsmanna, að viðskipti með veiðirétt hafi ekki haft áhrif til lækk- unar á verðinu. VALSAT 02 PRO GPS. NU ÞARF EKKI LEIÐRETTINGARBUNAÐ Þessi nýi GPS er meö fullkomna 8 kanala samhliða móttöku sem reiknar út staðsetningu frá öllum tunglum í einu. Ótrúleg nákvæmni. Hagstætt verð. f éPOb £3 sna a a a d q a 0 m ■—1—~ jmuj \\\ ii i i ii UniMM-, SICUMCA- U nSUUIIMTXKI Grandagarði 1A, cími OROOn YAMMAR Ný 350 ha. yfirburðavél frá YANMAR! ★ 6 strokka - Turbo Intercooler. ★ Létt og fyrirferðarlítil. ★ Þýðgeng og sparneytin. ★Ýmsir drifmöguleikar. Ráðgjöf - sala - þjónusta iSiiasfla V Skútuvogi 12a, 104 Rvik.® 581 2530 # LOWARA BYÐFBÍAR ÞREPADÆLUR Allt að 25 bör II Gæðavara, mikiö úrval, hagstætt verö, örugg þjónusta. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.