Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fiskverð hetma Fiskmarkaður Suðumesja Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar - 3.V' 4.v TvT 6.v I 7.V I 8.v ,50 Alls fóru 218,9 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 40,7 tonn á 98,10 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 6,5 tonn á 90,28 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 171,6 tonn á 109,13 kr./kg. Af karfa voru seld 44,0 tonn. í Hafnarfirði á 67,15 kr. (10,01), á Faxagarði á 53,26 kr. (4,11) og á 70,29 kr. (29,91) á Fiskm. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 304,4 tonn. í Hafnarfirði á 60,48 kr. (4,61), á Faxagarði á 61,00 kr. (18,41) og á 68,88 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (281,41). Af ýsu voru seld 131,3 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 100,07 kr./kg. Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 227,4 tonn á 141,01 kr./kg. Þaraf voru 16,7 tonn afþorskiá 120,71 kr./kg. Af ýsu vom seld 59,6 tonná 116,81 kr./kg, 44,2 tonn af kola á 201,34 kr./kg, 19,7 tonn af karfa á 120,57 kr. hvert kíló og 13,7 tonn af grálúðu seldust á 234,24 kr. kílóið. Þorskur Karfi Ufsi Fjögur skip seldu afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Akurey RE 3 seldi 176,8 tonn á 137,93 kr/kg, Ólafur Jónsson GK 404 218,8 tonn á 156,70 kr./kg, Ljósafell SU 70 133,0 tonn á 144,78 kr/kg og Haukur GK 25 205,5 tonn á 140,59 kr./kg. Samtals 690,7 tonn af karfa á 147,30 kr./kg, en 4,1 tonn af ufsa á 83,50 kr/kg. Sala á söltuðum ufsaflökum tíl ÞýskaJands dregst mfláð saman mmm^^m^mmmmmmmmmmmmm ef sú þró- Breyttir framleiðsluhættir "ðn draga verulega úr eftirspurn ufsaflök í Þýskalandi heldur áfram mun þessi markaður von, bráðar heyra sögunni til. Utflutningur Islendinga, sem eru nær einráðandi á markaðnum, hefur minnkað frá rúmlega 3.300 tonnum árið 1990 til éinungis tæplega 730 tonna árið 1993. Höfuðástæða þessa samdráttar er sú að í auknum mæli er notast við Alaskaufsa-blokk við fram- leiðslu sjólax, en söltuðu ufsaflök frá íslandi notast sem hráefni til sjólaxframleiðslu. Ef litið er nánar á þróunina í útflutningi saltaðara ufsaflaka frá íslandi til Þýskalands sést að þó nokkur kippur komst á þennan útflutning 1990. Það ár fór útflutn- ingunnn upp í rúmlega 3.300 tonn, en árið áður var hann rúmlega 2.500 tonn. Aðalástæðan er mikil aukning í sjólaxneyslunni eða frá tæpum 6.000 tonnum árið 1989 til rúmlega 8.200 tonna árið 1990. Þessa aukningu má aðallega relqa til sameiningu þýsku ríkjana, en þá stækkaði markaðurinn um 16 milljónir manna. Útflutningurinn hefur síðan dregist saman jafnt og þétt frá árinu 1990 og var árið 1993 kominn í tæp 730 tonn. Mikill skortur var á söltuðum ufsaflökum árið 1990 og náðu ís- lenskir framleiðendur ekki að upp- fylla þörf markaðarins, enda verð á ufsaafurðum almennt hátt og erfitt að fá fisk til framleiðslunn- ar. Hin mikla eftirspum hafði í för með sér að verðið hækkaði. Þótti kaupendum, það er að segja sjólax- framleiðendum í Þýskalandi, verðið á flökunum frá íslandi of hátt og fóru að leita nýrra leiða í fram- leiðslunni. Ný framlelðsluaðferð mlnnkar þörfina fyrir söltuð ufsaflök Þessir tveir framangreindu þætt- ir, hátt verð og takmarkað tilboð, eru helsta kveikjan að því að þýsk- ir sjólaxframleiðendur taka upp nýja framleiðsluaðferð á sjólax. Fljótlega upp úr 1990 var þróuð ný framleiðsluaðferð sem gerir það kleift að nota Alaskaufsa-blokk sem hráefni. Helstu kostir þessarar nýju aðferðar er hún lækkar fram- leiðslu- og hráefniskostnað í sjó- laxframleiðslunni til muna. Einnig er mikið úrval af Alaskaufsa-blokk á Þýskalandsmarkaði og því hrá- efnisöflun öruggari. Þessi nýja framleiðsluaðferð hefur mælst vel fyrir. Neytendum- ir virðast finna lítinn sem engan mun á Alaskasjólaxi, en svo er sjó- Fiskveiðar NOREGUR og Evrópusambandið hafa gert með sér nýjan fisk- veiðisamning og tekur hann gildi 1. apríl nk. Heildarkvóti í makríl hefur verið minnkaður og er nú 202.000 tonn og heildarkvótinn í Norðursjávarsíld verður 440.000 tonn. Fá Norðmenn 29% af hon- um eða 127.600 tonn. í fyrsta hefur ESB lagt fram tölur um aukaafla af smásíld og sam- kvæmt þeim hefur hann minnk- lax úr Alaskaufsa kallaður, og sjó- laxi framleiddum af söltuðum ufsa- flökum. Einnig er verð Alaskasjó- laxins um 30% lægra, nokkuð sem verðþenkjandi Þjóðveijar kunna vel að meta. Er því Alaskaufsinn orðinn helsta hráefni sjólaxfram- leiðslunar. Þess má geta að ufsablokk má einnig nota við þessa nýju fram- leiðsluaðferð, en þar sem verð ufsablokkarinnar hefur fram til 1993 verið um 25% hærra hafa sjó- laxframleiðendumir kosið að nota heldur Alaskaufsann. Búast má þó við að ufsablokkin verði í auknum mæli notuð vegna þess að verð hennar er farið að nálgast mjög verð Alaskaufsa-blokkarinnar. íslenskir útflytjendur hafa reynt að stemma stigu við þessari þróun með því að flytja út söltuð ufsaflök sem betur falla til sjólaxframleiðsl- unar. Þessi vöruþróun, sem felst meðal annars í því að hreinsa flök- in betur og senda einungis þykk- asta hluta til Þýskalands, hefur ekki náð að snúa við þessari þróun. að. Gráðlúðu- og loðnukvóti Norðmanna við Grænland eykst, annars vegar í 1.600 tonn og hins vegar í 25.000 tonn, en rækjuk- vótinn við Grænland verður óbreyttur, 2.500 tonn. Þar að auki verður brislingskvóti Norð- manna í Norðursjó aukinn í 25.000 tonn. Verulega verður dregið úr þorskveiðum í Norð- ursjó og verður skipaður vinnu- hópur til að ræða það nánar. Verðlækkun á sjólaxl Hin nýja framleiðsluaðferð, auk- in samkeppni í smásöluverslun í Þýskalandi og samdráttur í þýsku efnahagslífi, sem að miklu leyti má rekja til gífurlegs kostnaðar við uppbyggingu fyrram þýska al- þýðulýðveldisins, era taldir helstu orsakaþættir mikillar verðlækkun- ar á sjólaxi. Árið 1991 var meðal- verð sjólax yfir 600 ísl.kr./kg en 1993 var verðið komið niður í rétt rúmlega 400 ísl.kr./kg, þrátt fyrir lítisháttar aukningu í neyslu fra árinu áður. Verðlækkun þessi er mun meiri enn fýrir sambærilegar vörar. Þrátt fyrir þessa miklu verð- lækkun hefur neyslan dregist vera- lega saman eftir hina miklú neyslu- aukningu sameiningarárið 1990. Neyslan árið 1992 var einungis tæpum 200 tonnum meiri en fyrir sameininguna. Þó að neyslan auk- ist lítisháttar árið 1993 virðist sem neysla sjólax sé á undanhaldi í Þýskalandi. Menn era ekki á eitt sáttir um það hvað valdi þessu, en þættir eins og neikvæð uinræða um litar- og gerviefni í matvælum og breytingar í neysluvenjum era taldar valda þar mestu um. Framtíöln svört Það er erfitt að spá um það hvort þessi neikvæða þróun í út- flutningi saltaðra ufsaflaka muni halda áfram. Eitthvað virðist ástandið á Þýskalandsmarkaði vera að batna, enda spáð bættum efnahag. Það er þó næsta víst að útflutningur á söltuðum ufsaflök- um til Þýskalands mun ekki auk- ast í nánustu framtíð, þar sem sjó- lax lagaður úr frosinni blokk virð- ist vera búinn að festa sig tryggi- lega í sessi. Byggt á lokaverkefni Andra Þorleifssonar frá Sjávarút- vegsháskólanum í Tromsö. Útflutmngur Útflutningur á söltuðum ufsaflökum frá íslandi 1988 1989 1990 1991 1992 1993 Minna utan af söltuðum ufsa SALA á söltuðum ufsaflökum héðan til Þýzklands hefur dreg- izt verulega saman á síðustu fimm árum. Eftirspum eftir þessari afurð, sem á tímabili hélt uppi verði á henni og fersk- um ufsa í Þýzkalandi, hefur hmnið, en ufsinn hefur verið notaður í svokallaðan sjólax. Skýringarinnar er að leita í auknu framboði á ódýmm alaskaufsa, sem með breyttum framleiðsluháttum hefur mtt dýrari tegundum eins og ufsan- um út af markaðnum. Þessi þró- un endurspelasgt meðal annars í verðhruni á ferskum ufsa á þýzkum fiskmörkuðum og reyndar í ufsaverði almennt, þar sem hinn ódýri alaskaufsi vinn- ur sífellt á, á kostnað dýrari ufsa eins og frænda hans úr Atlantshafinu. Meyzla Þróun sjólaxneyslu í Þýskalandi 1989-1993 og verð á sjólaxi þar JL2BZ, 1989 1990 1991 1992 1993 NEYZLA á sjólaxi í Þýzkalandi hefur verið nokkuð stöðug síð- ustu árin, en hún náði hámarki árið 1991. Þá fór að gæta kaup- tregðu vegna hás verðs og hefur svar framleiðenda verið að lækka verðið. Til að geta lækkað afurðaverðið hafa þeir orðið að ná hráefnisverði niður og því hafa þeir skipt úr atlants- hafsufsa yfir í alaskaufsa, sem er mun ódýrari og þannig hefur náðst að viðhalda markaðnum. RÆKJA: Veiði, vinnsla, útflutningur og birgðir 1993 og 1994 (í tonnum) ÍSLAWP Rækjuafli [ Útflutt ópillaðQ Innflutt til vinnslu|146{ Samtals til vinnslu 69.3401 8.109 6.450 617 070 62.848] Útflutt pillað og soðið^^2^615 Birgðir at rækjuafurðum, 1994/1993: 800 I/2.000 tonn Birgðir af vinnslurækju, 1994 /1993: 5001/ 300tonn GRÆNLAND 1994 18.111 18.395 J40.860 145.145 I ; 14.311 ~|l 1.790 2.8001/2.800 tonn 3001/ 500 tonn NOREGUR 64.276 1994 63.54011933 19.881 37.9861 m* fy EHMw&iæsi 15.630 15.449 2001/2.156 tonn 2.0001/9.180 tonn FÆREYJAR 19.644 1 994 111.190 1 993 H 7.908 8.089 1732 1.500 i 2.468 4.601 1.618 1.790 2001/430 tonn 4001 / 400 tonn L Norðmenn o g ESB semja um makrílinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.