Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 7
1. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR1. MARZ 1995 C 7 GREINAR Tilveru trillusj ómanna ógiiað Þessi „ólög“ hafa rétt sjómönnum á krókabátum „betlistaf“ í hönd sem enginn mun ganga með af fúsum vilja, skrifar Sigríður Laufey Einarsdóttir hér um baráttu sjómanna á smábátum. „Ekki er aðeins um lífsafkomu trillusjómanna og íjölskyldna þeirra að ræða. Fiskvinnslufólki í sjávarþorpum víða um land er ógnað með atvinnu- og eignamissi,“ segir hún. ÆGIR Bjarnason eigandi Renniverkstæðis Þ. Kristmundssonar og'Konráð Eyjólfsson með nýju höfuðlínublakkirnar. „Bráðnauðsynlegt verkfæri öryggisins og þægindanna vegna“ RENNIVERKSTÆÐI Þ. Kristmundssonar í Kópavogi hefur hafið sölu á nýjum höfuðlínublökkum fyrir flottroll. Blakkirnar sem eru opnar eru hannað- ar af Ragnari Bóassyni sjómanni og hugvitsmanni og er þeim ætlað að spara slit á höfuðlínu og gröndurum, auðvelda að halda trollinu kláru og flýta verulega fyrir öllum aðgerðum. Yfir fimmtíu blakkir hafa verið fram- leiddar og eru þær þegar komnar í notkun um borð í mörgum togurum, svo sem öllum togurum Granda, togurum ÚA, Samheija og Skagstrendings aúk Guðbjargar IS. Konráð Eyjólfsson hjá Renniverkstæðinu segir að blakkirnar hafi hlotið fádæma viðtökur og að skipstjórar sem hafi reynt þær séu á einu máli um að þær séu mjög góð fjárfesting. MEÐ lögum skal land byggja og ólögum eyða eru gömul spakmæli í hávegum höfð fram á okkar daga. Lög um stjórn fiskveiða nr. 3/1988 og nr. 38/1990, eru gott dæmi um ólög sem nú ógna tilveru smábátaútgerðar hér á landi. M.a. hafa þau lögleitt óheilbrigða við- skiptahætti á óveiddum fiski (þ.e. kvóta). Með lögunum nr. 3/1988 þurftu kvótabátar undir sex tonnum leyfi til að stunda veiðar með netum en jafnframt máttu þeir nota línu og handfæri. Því var síðan fylgt fast eftir með skerðingu á kvót- anum hvað eftir annað. Þorskveiðar á þurru landi? Má segja að afkoma flestra þess- ara báta sé komin niður fyrir þau mörk sem þarf til rekstrar. Kvótabát- um hefur fækkað úr 795 í 504, milli áranna ’93 og ’94. í heildina hefur smábátum fækkað um 301 á sama tímabili. Löggjafínn hefur þó skaffað kvótabátum „bú- bót“, að geta leigt kvótann til að drýgja tekjur sínar. M.ö.o. kvótatrill- ur geta drýgt tekjur sínar með „þors- kveiðum á þurru landi“. Nú er leigukvóti þessara báta verð- lagður á a.m.k. 90 kr. pr. kg. Meðan við hér á Bakkafirði verðum að gera okkur að góðu 65 til 70 kr. pr. kg upp úr sjó. Með lögum nr. 3/1988 gátu smábátar valið um kvóta eða fijálsar veiðar með línu og handfærum. Krókabátar völdu fijálsar veiðar með línu og handfær- um sem voru fljótlega skertar með banndögum. Vanhugsað banndagakerfi Næsta skref löggjafans urðu lög nr. 38/1990, þar sem svokallað banndagakerfi var lögleitt. Nú eru banndagar 146, og stefnir í fjölgun á næsta ári. Með banndagakerfinu virðist löggjafinn ekki gera sér grein fyrir hversu smábátar eru háðir veð- urfari. Hvernig ætla menn að stjórna veðrinu úr sjávarútvegsráðuneytinu? Sem dæmi um vanhugsað bann- dagakerfi eru 26 dagar samtals í apríl og ágúst en það mun þýða litla sem enga veiði í þessum mánuðum. Það er mat eldri sjómanna að a.m.k. 50% af veiðidögum ársins nýtist ekki vegna veðurs. Banndagakerfið mun því valda meiri sókn í vondum veðrum sem skapar meiri slysahættu en fyrir er. Þessi „ólög“ hafa rétt sjómönnum á krókabátum „betlistaf" í hönd sem enginn mun ganga með af fúsum vilja. Ekki er aðeins um lífsafkomu trillusjómanna og fjölskyldna þeirra að ræða. Fiskvinnslufólki í sjávar- þoi-pum víða um land er ógnað með atvinnu- og eignamissi. Hver er tilgangurinn með svona árásum gegn verkafólki og sjómönn- um sem skapa mikinn arð í þjóðarbúið. Með lögum nr. 38/1990, varð smábátafélagið undir í baráttunni um trilluveiðar. Ég tel ástæðuna m.a. vera hversu hagsmunir kvótabáta annars vegar og krókabáta hins vegar urðu ólíkir með lögunum nr. 3/1988, sem leiddi til ósamstöðu innan smábátafélags- ins. Róa lífróður fyrir tilveru sinni Getur verið að foiysta smábáta- félagsins hafi ekki skilið þessa ólíku hagsmuni sem voru lögleiddir þá? Nú þegar sjómenn á krókabátum róa „lífróður“ fyrir tilveru sinni væri ástæða að huga að stofnun hags- munafélags krókabáta. Það eru al- þingiskosningar framundan og nauð- synlegt fyrir forystu smábátafélags- ins að brýna raustina ef hún ætlar að rísa undir nafni. Undanfarnar vik- ur hefur Artúr Bogason verið áber- andi í fjölmiðlum um þorskveiðar í Smugunni og nýverið skrifað um þau mál í norska blaðið Fiskaren. Ég tel það brýnna að Artúr Boga- son beijist með oddi og egg fyrir hagsmunum okkar en að eltast við frystitogara norður í Ballarhafi. Eftirfarandi drög eru hugmyndir sem hugsanlega gætu orðið grund- völlur að samkomulagi sem trillusjó- menn gætu búið við: Byggðaröskun - Allar togveiðar verði bannaðar inn- an 12 mílna. - Allt kvótabrask afnumið þ.e. sala og leiga á óveiddum físki. - Öllum trillum undir sex tonnum verði skylt að stunda veiðar með línu og handfærum þ.e. um- hverfisvæn veiðar- færi. - Línu- og hand- færaveiðar verði gefnar fijálsar en hámarksafli á bát verði 60 til 100 tonn eða veiðunum skipt niður í svæði svipað og nú er gert með grásleppuveiðar. Að framansögðu hafa lög nr. 3/1988 og nr. 38/1990, valdið óstjórn og mismunun á kjörum trillu- sjómanna. - þau banna sjómönnum að sækja sjó af krafti og útsjónarsemi. - Þau hvetja sjómenn til að braska með óveiddan fisk sér til lífsviður- væris. - Þau munu valda byggðaröskun sem vart mun eiga sér nokkur dæmi ef ekkert verður að gert. Engin frambærileg rök hafa kom- ið fram um ofveiði smábáta hér við land. Að lokum vil ég hvetja alla trillusjómenn nú fyrir kosningarnar að halda vöku sinni því tilveru stétt- arinnar er ógnað með samþykkt Alþingis á lögum nr. 38. Höfundur er meðeigandi í trillu■ útgerð á Bakkafirði. „Svo sem þeim sem unnið hafa með stóru flottrollin er kunnugt er nauðsynlegt að halda efri vængjun- um alveg klárum þegar verið er að láta trollið fara, alveg frá höfuðlínu, út alla vængina, leggina og grandar- ana,“ segir Konráð „Menn hafa verið að bjarga sér frá þessu með því að nota gilskróká, kastblakkir og snurp- ulása. Vandamálin við notkun þess- ara verkfæra hafa verið ýmisleg; gilsarnir og snurpulásarnir vilja grópast undan gröndurunum og særa þá Dynex tógið, kastblakkirnar eru of grannar til að hleypa lásunum í gegn og hættan á að missa leggina niður - og þar með að þurfa að hífa allt upp aftur - hefur fylgt þessum lausnum." Mikið þarfaþing Blökkin var reynd um borð í Har- aldi Kristjánssyni og Sjóla og segir Konráð það hafa verið einróma álit skipstjóranna að hún stæði fullkom- lega fyrir sínu og væri mikið þarfa- þing. Þeir hafí til að mynda tekið svo djúpt í árinni að segja að blökkin væri bráðnauðsynlegt verkfæri ör- yggisins og þægindanna vegna. „Það segir sína sögu að eftir að blökkin hafði verið prófuð um borð í einum togara Granda voru keyptar blakkir í alla togara útgerðarinnar enda aug- ljóst að skemmdir á Dynex og Dyne- ema tógunum og endurnýjun þeirra kosta margfalt andvirði blakkanna," segir Konráð. Konráð segir að margir furði sig á stærð blakkarinnar. Breidd troml- unnar í henni hafi hins vegar orðið að vera 17 cm. svo að hún hleypi örugglega öllum lásum í gegn um sig og aldrei þurfi að slá úr, frá höfuðlínu og út alla grandarana. Konráð segir að Renniverkstæði Þ. Kristmundssonar muni kappkosta að eiga ávallt blakkir á lager. Hver blökk kostar 68.000 kr. og segir Konráð að sé ekki hátt verð þegar þess sé gætt að ekki sé um fjölda- framleiðslu að ræða. Þá felist, til lengri tíma litið, mikill spamaður og öryggi í notkun blakkanna. VOGIR semVIT erí..! ... Stórar og smáar vogir i úrvali. Sölu- og þjónustuumboð: mm SlÐUMÚLA 13.108 REYKJAVÍK (91)882122 PÓLS Rafeindarvörur hf., ísafirði _________ J Siffríður Laufey Einarsdóttir a»#ừS»SÍSI|| SMÁBÁTAÚTGERÐ er undirstaða atvinnu á Bakkafirði. 4- RADA UGL YSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR Vélstjóri Vélstjóri með full réttindi óskast á frystitogara. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf leggist inn á afgreiðslu Mbl., merktar. „J - 15771“. KVÓTI KVlúlTABANKINN Þorskur til sölu og leigu. Vantar ýsu. Sími 656412, fax 656372, Jón Karlsson. BÁTAR — SKIP Bátur óskast - bátur óskast Auglýsum eftir 15-40 tonna bát fyrir ákveð- inn kaupanda. Ársalir hf., skipasala, sími 562-4333. Frystitogari til sölu Til sölu er ft. ANDEY SF 222, skipaskrár- númer 1980. Skipið selst með aflahlutdeild. Lögmenn Garðar og Vilhjálmur, Hafnargötu 31, Keflavík, s. 92-11733. Bréfasími 92-14733. Námskeið fyrir sjómenn Slysavarnaskóli sjómanna heldur eftirfarandi námskeið á næstunni: 14.-17. mars: Almennt námskeið í Reykjavík. 3.- 4. apríl: Upprifjunarnámskeið í eld- og sjóbjörgun. 6.- 7. apríl: Eldvarnanámskeið. 10.-12. apríl: Námskeið í slysahjálp og meðferð lyfjakistu. 18.-19. apríl: Æfingastjórnun fyrir skipstjórnarmenn. Skráning í símum 5624884 og 985-20028. Slysavarnaskóli sjómanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.