Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 1
BRANPARARJ Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 Gaman ífroðubaði! EG HEITI Eydís Eva Bergsdóttir og á heima í Portúgal. Besti vinur minn á íslandi heitir Alexand- er, en nú er langt á milli okkar. Vonandi hittumst við í sumar. Á myndinni er ég í frqðubaði, en það þykir mér gaman. Ég er 5 ára og ég les alltaf Myndasögur Moggans. Ég hlakka til sumarsins Kæra Barnablað! Ég hef mjög gaman af myndunum sem þú birtir og mig hefur lengi langað til að senda þér eina. Ég er far- in að hlakka til sumarsins með öllum skemmtilegu úti- leikjunum og langar að kalla þessa mynd vorstemmningu. Rósa Birna Þorvaldsdóttir, Suðurvangi 14, 220 Hafnarf. Rósa er sjö ára og er í Víðistaðaskóla. Þetta er reglulega björt og falleg vormynd, Rósa mín. Krakkarnir eru öll komin í létt og litrík sumar- föt, og eru að hoppa í parís og boltaleik. Sólin sefur á himninum, svo að það hlýtur að vera hálfskýjað. Og það er meira að segja sprottið upp rautt blóm, mitt á milli krakkanna. Strákur á skíðum HÉRNA kemur skíðamynd, sem gefur skemmtilega öðruvísi hughrif en vormyndin hennar Rósu Birnu eða myndin af Eydísi Evu í froðubaðinu. Myndinni fylgir saga um lítinn skíðastrák: Einu sinni var lítill strákur og hann var á skíðum. Honum fannst alveg ofsalega gaman áð renna sér. Hann var skilinn eftir í skíðabrekk- unni og þaðan gat hann labbað heim til sín. En strákurinn fór á annan skíðastað lengra í burtu og þaðan rataði hann ekki heim til sín. Hann spurði mann, sem hann hitti, hvort að hann vissi hvar hann ætti heima. „Nei, farðu burtu," sagði maðurinn. Svo spurði hann konu, hvort að hún vissi það? Hún sagði: „Nei, því miður veit ég ekki hvað þú átt heima." Þá spurði hann strák, sem var líka að renna sér. Strákurinn svaraði: „Já, ég veit það. Þú átt heima á Kvisthaga 1." Og þá er sagan búin. Sigurður Kjartan Kristinsson, sex ára síðan 17. janúar '95. Sigurður á heima á Frostaskjóli 115, 107 Reykjavík, og við kunnum honum bestu þakkir fyrir góða sögu. \ í- / \ mK 1 1 Skrítin vél! IBANDARÍKJUNUM hafa menn búið til skrítna vél, sem getur mælt hvað hár og neglur vaxa mikið dag frá degi. Bæði hárið og neglurnar vaxa mest yfir daginn. Neglur vaxa aðeins hægar en hárið, sem vex um 0,4 millimetra á sólarhring. En vitið þið, krakkar, að neglurnar okkar eru ummyndaðar klær, og það eru aðeins menn og apar sem hafa neglur. Að teikna sumarblóm ÞAÐ ER ekki úr vegi að æfa sig í að teikna nokkur sumarblóm, fyrst að svona margir krakkar eru farnir að hlakka til sumarsins. Horfið þið bara á blýantinn og fylgið honum eftir! Góða skemmtun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.