Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D/E tfgmifcliiMfr STOFNAÐ 1913 51.TBL.83.ARG. FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Major stóðst atlöguna London. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bret- lands, vann nauman en mikilvægan sigur í atkvæðagreiðslu um Evrópu- stefnu stjórnarinnar í gærkvöld. Tekist var á um tillögu frá Verka- mannaflokknum, sem jafngilti van- trausti á Evrópustefnu stjórnarinnar, en leikar fóru þannig, að 319 greiddu atkvæði með stjórninni en 314 gegn. ----------» ? ?--------- Hafnagrá- lúðukvóta * Brussel. Reuter. SAMSTAÐA er um það innan Evr- ópusambandsins að mótmæla þeim grálúðukvóta, sem NAFO, Norðvest- ur-Atlantshafsfiskveiðinefndin, hef- ur úthlutað sambandinu utan lögsög- unnar við Kanada. NAFO ákvað, að ESB fengi 3.400 tonn í sinn hlut en því vill samband- ið ekki una og ætlar að skammta sér sjálft sinn kvóta innan heildarkvót- ans, sem verður 27.0001. á þessu ári. . Sómalía kvödd Reuter Gjaldþrot Barings Blórabögguls leit- að í bankakerfinu GÆSLULIÐAR Sameinuðu þjóð- anna í Mogadishu eru á förum og í gær yfirgáfu Pakistanarnir stöðvar sínar. Voru þeir ekki fyrr farnir en fjölda manna dreif að og lét greipar sópa um þær. ¦ Rænt og ruplað/18 London. Reuter. RANNSÓKNIN á gjaldþroti Bar- ingsbanka hélt áfram í gær og lögð var áhersla á að finna svör við því hvers vegna starfsmaður útibúsins í Singapore komst upp með spá- kaupmennsku sem varð bankanum að falli og olli uppnámi á fjármála- mörkuðum. Orðrómur var á kreiki í London um að brátt kynni að finnast blóraböggull - annaðhvort í Barings- eða Englandsbanka. Þeir sem rannsaka málið telja það nánast ómögulegt að starfs- maðurinn, Nick Leeson, hafi getað gert viðskiptasamninga upp á 27 milljarða dala, jafnvirði 1.800 millj- arða króna, án þess að stjórnendur bankans eða eftirlitsmenn í London og Singapore fengju vitneskju um það. The Financial Times sagði í gær að rannsóknin hefði leitt í ljós að Leeson hefði ekki getað setið á svikráðum með einhverjum einum aðila utan bankans til að hagnast á hruni hans. Samsæri ólíklegt Rannsóknarmennirnir hefðu komist að því að Leeson hefði gert viðskiptasamninga við „fjölmarga" - sem grefur undan þeirri kenningu Peters Barings, stjórnarformanns bankans, að Baringsbanki kunni að hafa verið fórnarlamb úthugsaðs samsæris til að koma honum á kné. Bankamönnum þykir með ólík- indum að Leeson skuli hafa getað reitt fram mikla fjármuni til að leyna tapinu á áhættuviðskiptunum án þess að samstarfsmenn hans yrðu þess varir. Rauði krossinn ásakar Rússa Koma í veg fyriraðstoð í Tsjetejmju Genf. Reuter. RÚSSNESK stjórnvöld koma í veg fyrir, að aðstoð og hjálpargögn ber- ist til Tsjetsjníju og auka þannig á hörmungar tug- eða hundruða þús- unda manna, sem flúið hafa heimili sín. Kom þetta fram á fréttamanna- fundi Alþjóða Rauða krossins í Genf í gær. Pavel Gratsjov, varnarmála- ráðherra Rússlands, sagði í gær, að herinn myndi auðveldlega ná þremur helstu borgunum í Tsjetsjníju auk Grosní úr höndum aðskilnaðarsinna. Jean-Marc Bornet, sem stýrir starfi Alþjóða Rauða krossins í Aust- ur-Evrópu og Mið-Asíu, sagði, að síðustu 10 daga hefðu Rússar hindr- að bílalestir með hjálpargögn í að komast til Tsjetsjníju og fyrir þremur dögum hefði landamærunum verið lokað alveg. Óttast flóttamannastraum Bornet sagði, að í Suður-Tsjetsjn- íju væri nú hálf milljón manna, þar af helmingurinn flóttafólk frá Grosní og öðrum svæðum, sem Rússar hefur lagt undir sig, en íbúar alls landsins væru ekki nema 1,2 milljónir að tölu. Kvaðst hann óttast mikinn flótta til nágrannaríkjanna yrði hernaðinum haldið áfram. Að sögn Bornets hafa þessi mál verið rædd við rússnesk yfirvöld en engin svör fengist. „Hugsanlega vilja þau ekki, að nein vitni séu að því, sem fram fer í landinu," sagði hann. „Við verðum að sýna leiðtogum Tsjetsjena, að það sé tilgangslaust að veita mótspyrnu," sagði Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands, á fundi með yfirmönnum hersins í gær. Kvað hann það myndu verða létt verk að ná borgunum Argun, Shali og Gudermes úr höndum tsjetsjensku sveitanna. Reuter RÚSSNESKUR hermaður og skriðdreki í rústum Grosníborgar. Rússar beina nú spjótunum að þremur borgum en óttast er, að stór hluti landsmanna flosni upp verði hernaðinum haldið áfram. Rokkópera samin um Karl og Díönu i London. Reuter. ROKKÓPERA um raunir þeirra Karls prins og Díönu verður sýnd í London síðar á árínu. Hefst hún með „brúðkaupi aldarinnar" góð- viðrisdag nokkurn 1981 og lýkur síðan með „skilnaði aldarínnar" 11 árumsíðar. Einn af höfundum óperunnar, Tim Hawkins, segir, að ekki sé um neina smekkleysu að ræða, heldur sé glíman við erfiðleikana rauði þráðurínn í verkinu og þar sé sagt frá mörgum gleðistund- um í líl'i ríkisarfans og konu hans. Ástarævintýrum Andrésar, bróður Karls, eru einnig gerð skil og af 20 sðngvum er einn eldheitur ástaróður, sem Camilla Parker Bowles eða sú, sem hana leikur, flytur sínum heittelskaða prinsi, Þótt hér verði fjallað um efni, sem er á allra vörum, er það engin trygging fyrir vinsældum. Ekki er langt siðan settur var á svið gamanleikur um drottning- una, sem endaði með því að hún tapaði kórónunni og flutti inn í bæjarhúsnæði með fjölskylduna, en hann gekk ekki nema í örfá skipti. Willy Claes virð- ist óhætt um sinn Brussel. Reuter. WILLY Claes, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, virðist ekki ætla að láta vaxandi þrýsting á sig fá en fjölmiðlar í Belgíu hvöttu hann í gær til að segja af sér vegna mútuhneykslis í sósíalistaflokknum. Haft er eftir heimildum, að þrátt fyrir hneykslið, sem snýst um mút- ur frá ítalska vopnaframleiðandan- um Agusta, láti Claes sem ekkert sé og hafí ekki á prjónunum að aflýsa ferð til Kanada og Bandaríkj- anna. Joris Voorhoeve, varnarmálaráð- herra Hollands, hvatti til þess í fyrradag, að Claes segði af sér meðan rannsókn færi fram á málinu en í gær sneri hann við blaðinu og lýsti yfir stuðningi sínum við hann. Það sama gerði Al Gore, varafor- seti Bandaríkjanna, í Brussel í gær. ítalskar „gjafir" Johan Delanghe, ráðuneytisstjóri Claes er hann var efnahagsráð- herra, og fjórir menn aðrir eru nú í haldi vegna rannsóknar á „gjöf- um" ítalska fyrirtækisins en þær voru gefnar til að greiða fyrir sölu á 46 herþyrlum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.