Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ1995 5 FRÉTTIR í haldi í Svíþjóð fyrir tilraun til manndráps 42 ÁRA gamall íslendingur er í haldi hjá lögreglu í Jönköping í Svíþjóð sakaður um morðtilræði við nágrannakonu sína, sem komst und- an manninum með því að stökkva fram af svölum. Auk þess að ráðast á konuna lagði maðurinn íbúð henn- ar og sína eigin í rúst áður en hann var handtekinn. Lögregla segir að maðurinn hafi verið ölvaður og auk þess talinn undir áhrifum lyfja. Að sögn John Henrik Stigemir, yfirmanns rannsóknarlögreglunnar í Jönköping, var aðdragandi málsins sá að konan, sem var gestkomandi í íbúð í fjölbýlishúsinu sem maðurinn býr í, fékk lánaða hjá honum lykla að sameiginlegu þvottahúsi. Hún vildi síðan þakka fyrir sig með því að bjóða manninum yfir í kaffi en hanr. þáði ekki kaffi heldur drakk innihald áfengisflösku í íbúðinni. Konan fór aftur í þvottahúsið og skildi manninn eftir í íbúðinni en heyrði þá dynki úr íbúðinni. Þegar hún kom upp var maðurinn farinn ' en eldhúsborð, stólar og leirtau hafði verið brotið. Þegar konan fór að kvarta undan framferði mannsins bar hann i fyrstu af sér sakir en náði svo í hníf og elti hana með hann reiddan á lofti. Konan gat hlaupið út á sval- ir og stokkið þaðan til jarðar nokkra metra og komist ómeidd undan manninum. Allt í rúst Áður en lögregla kom á staðinn og hafði yfirbugað manninn hélt hann til í íbúð sinni og lagði þar allt í rúst, að sögn lögreglunnar. Maðurinn sýndi nokkurn mótþróa við. handtöku en að henni lokinni var hann færður í fangageymslur þar sem hann barði dyr og veggi framundir morgun, að sögn John Henrik Stigemir. Maðurinn var yfír- heyrður í gær. Lögregla fer með málið sem tilraun til manndráps en segir óvíst hvort maðurinn verði ákærður fyrir svo alvarlegan verkn- að. Það sé í valdi saksóknara að ákveða. Verðbreytingar á bifreiðum Bifreiðargerö Verð fyrir Verð eftir Honda Civic 1500 DXi Hyundai Accent1500 GLSi Kia Sportage 1.395.000.- 1.349.000.- 1.249.000.- 1.239.000.- 2.168.000.- 1.990.000,- Mazda 323 1600 GLX 4WD Wagon Mercedes BenzC 180 1.497.000.- 1.460.000.- 2.985.000.- 2.935.000.- Mitsubishi Lancer GLXi NissanSunny 1600 SR 1.595.000.- 1.545.000.- 1.315.000.- 1.276.000.- Opel Astra GL1600 Sedan Peugeot 405 GLX 1.530.000.- 1.480.000.- 1.470.000.- 1.399.000.- Renault 19RT1800 Suzuki Vitara JLXi 1.429.000.- 1.395.000.- 1.875.000.- 1.796.000.- Toyota Corolla Touring 1600 4WD VW Golf CL1800 1.699.000.- 1.654.000.- 1.370.000.- 1.327.000.- Fólksbílar lækka að meðaltali um 3% FÓLKSBÍLAR í II. gjaldflokki, sem bar áður 45% vörugjald en ber nú 40% vörugjald eftir ný- samþykkt lög frá Alþingi, lækka að meðaltali nálægt 3% í verði. Algengt er að lækkunin nemi á bilinu 5070 þúsund krón- ur á bílum með 1.6002.000 rúmsentimetra bensínvélar. MIKILL fögnuður braust út í herbúðum Röskvu þegar ljóst varð í fyrrinótt hver voru endanleg úrslit í kosningum. Kosið til Stúdentaráðs HÍ og Háskólaráðs Röskva vann afgerandi sigur RÖSKVA vann afgerandi sigur í kosningum til Stúdentaráðs og Há- skólaráðs í Háskóla íslands sem fram fóru í fyrradag. 2.952 kusu eða um 53,5% sem mun vera 5% minna en í fyrra. í Háskóla íslands eru rúmlega 5.000 nemendur. Röskva fékk 1.671 atkvæði eða 60% atkvæða og átta fulltrúa í Stúd- entaráð, en kosið var um fímmtán fulltrúa. Vaka fékk 1.097 atkvæði eða 39,65% atkvæða og fimm full- trúa kjörna. Röskva fékk 1.689 at- kvæði til Háskólaráðs eða 65% at- kvæða en Vaka fékk 1.105 atkvæði eða 39,5% atkvæða, og hafa fylking- arnar sinn hvom manninn í Háskól- aráði. í SHÍ sitja 30 fulltrúar og er kosið um 15 fulltrúa hverju sinni. í Stúdentaráði næsta vetur sitja því 17 Röskvumenn, 12 Vökumenn og 1 frá Óháða listanum. Ánægðir með verkin Lára Samira Benjnouh sem skip- ar 2. sætið á lista Röskvu kveðst telja að úrslit kosninganna hafí ráð- ist af samspili margra þátta. Röskva hafi innt af hendi gífurlega vinnu í Stúdentaráði og Háskólaráði liðið ár, auk þess að tefla fram sterkum lista og góðum málefnum. „Kjörsókn hefði þó mátt vera ögn betri, auk þess sem ekki var valinn sérlega hentugur kjördagur, þannig að þessi úrslit koma okkur ánægju- lega á óvart. Mér skilst að úrs'.it hafi ekki verið svona afgerandi í að minnsta kosti þrjátíu ár í kosn- ingum til Stúdentaráðs," sagði Lára. :m*m Ný og glœsileg íbúðagisting! Vspna glflai/J aftirspunrar höfuvn vii) Benidorm-ferðirnar hafa hlotið stórkostlegar viðtökur og færri komist að en vildu. Kannski ekki að furða þegar um aðra eins ferðamannaparadís er að ræða. Við höfum því ákveðið að bæta við 7 ferðum og erum svo heppin að geta boðið upp á eitt glæsilegasta íbúðahótel Benidorm, Monika Holidays. Hótelið er staðsett handan Poniente strandarinnar. íbúðirnar eru sérlega vel útbúnar og öll sameiginleg aðstaða frábær; tennisvöllur, líkamsræktarsalur, minigolf, squash, gufubað, hárgreiðslustofa, barnaheimili, þvottahús ofl. - Frá Monika Holidays er um 5 mín. gangur að ströndinni en þar er að finna veitingastaði, kaffihús, bari, banka, matvörubúð, apótek svo eitthvað sé nefnt. Ströndin er hrein og þar eru sturtur, sem er reyndar einsdæmi á ströndum Benidorm. Nýjung - bíll innifalinn. Innifalinn í 2 vikna ferð er bílaleigubíll í 1 viku. Innifalinn í 3 vikna ferð er bílaleigubíll í 2 vikur. (Miðað við B-gerð, 5 dyra Fiestu) Otrúlegt kynningarverð! 4 saman í íbúð - 2 fullorðnir, tvö börn, 2 -11 óra. 54.485 kr. Staðgreitt á mann með öllu fyrir 30 apríl í 3 vikur. Brottför í júní, 2 fullorðnir í íbúð 82.295 kr. Staðgreitt á mann með öllu fyrir 30 apríl í 3 vikur. Brottför í júní Aukaferð til Benidorm um páskana. 10-25 apríl. Gisting á Levante Club. *!iSf SamviniuiferúirLaiiilsi/iJ Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 • Slmbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Slmbréf 91 - 62 24 60 Hafnarf|örtur. Bæjarhraunl 14 • S. 91 - 6511 55 • Slmbréf 91 - 655355 Keflavlk: Hafnargðtu 35 • S. 92 -13 400 • Slmbréf 92 - 13 490 Akranes: Breiðargðtu 1 • S. 93 -1 33 86 • Slmbréf 93 -111 95 Akureyrt: Ráðhústorgl 1 • S. 96 - 27200 • Símbréf 96 - 1 10 35 Vestmannaeyjan Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Símbréf 98 -1 27 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.