Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGVR 2. MARZ 1995i FRÉTTIR MORGÚNBLAÐIÐ 1 jr FURÐUVERUR liðu um ganga Kringlunnar á Öskudag. Morgnnblaðið/Árni Sæberg • • Oskujdags- gleði FJÖLDI barna gerði sér glaðan dag í gær í tilefni öskudags en kaupmenn við Laugaveg hafa tekið upp þann sið að gefa prúðbúnum gestum sælgæti að launum fyrir söng á þessum degi. Í Kringlunni var boðið upp á skemmtiatriði, andlits- förðun og karaoke en einnig slógust trúðar í fylgd með vegfarendum. Að auki var opið hús í félagsmiðstöðvum og íþróttahúsum þar sem hægt var að dansa og heilsa upp á alls kyns furðuverur í tilefni dagsins. TRÚÐNUM til aðstoðar var lítill api sem vann hug og hjarta Iitlu stúlkunnar á myndinni. Sameinaðir verktakar Arðurinn er skattskyldur að mestu leyti 31 MILLJÓN króna af þeim 200 milljóna króna arði sem Sameinaðir verktakar hafa ákveðið að greiða hluthöfum sínum getur orðið undan- þegin skatti hjá hluthöfum og komið til lækkunar á skattstofnum fyrir- tækisins en af því sem umfram er ber að greiða skatt. Hlutafélög þau sem eru meðal eigenda Sameinaðra verktaka eiga þó hugsanlega skatta- legt tap sem mætt getur tekjum af arðgreiðslunni. Hluthafar í Sameinuðum verktök- um eru um 210 einstakiingar og fyr- irtæki. Eignarhlutur þeirra nemur frá 0,2%. Landsbanki Islands er nú stærsti hluthafinn en bankinn hefur m.a. yfirtekið eign Regins hf, sem áður var stærstur hluthafa í SV. Eigandi 0,2% hlutar fær 400 þús- und krónur í sinn hlut en fyrir hlut þann sem bankinn hefur yfirtekið frá Regin og nam 7,46% verða því greiddar um 14,9 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er samkvæmt hlutafélaga- lögum heimilt að greiða allt að 15% af eigin fé hlutafélags í arð til hlut- hafa. Arðgreiðslan í Sameinuðum verktökum miðaðist við að markaðs- verð hlutabréfa væri 7,2, en það gengi var niðurstaða á mati sem | Verðbréfamarkaður íslandsbanka j gerði áður en viðskipti með bréf fyrir- tækisins hófust. 10% frádráttur Að sögn Garðars Valdimarssonar ríkisskattstjóra er félagi heimilt að draga frá skattstofni, sem nemur 10% af nafnvirði hlutafjár, og arður sem nemur allt að 10% af nafnvirði hlutafjár er skattfijáls hjá hluthöfum upp að um 130 þúsund krónum hjá einstaklingi og rúmum 260 þúsund krónum hjá hjónum. Arður umfram þau mörk er skattlagður sem tekjur. Bókfært hlutafé Sameinaðra verk- taka er 310 milljónir króna og sam- kvæmt því getur 31 milljón króna af þeim 200 milljónum sem ákveðið hefur verið að greiða í arð til hlut- hafa verið skattfijálst í hendi hlut- hafa og jafnframt til lækkunar á skattstofni fyrirtækisins. Með þeirri arðgreiðslu sem nú hefur verið ákveðin hafa hluthafar í Sameinuðum verktökum fengið rúm- ar 2.000 milljónir króna að núvirði frá félaginu síðastliðin átta ár, ýmist sem arðgreiðslur eða með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Páll Magnússon hættur á Morgunpóstinum PÁLL Magnússon hefur látið af störfum sem ritstjóri Morgunpósts- ins. Gunnar Smári Egilsson verður áfram ritstjóri og ábyrgðarmaður Morgunpóstsins í stað Páls. Páll segist hafa fallist á að taka að sér ritstjórastarfið um mánaða- mótin september-október til þriggja mánaða. Þegar sá tími var liðinn um áramótin hafí hann fallist á að vera .í tvo mánuði til viðbótar og sá tími sé einfaldlega liðinn nú. Páll segir að ekki hafi verið frá þessu greint í upphafí vegna þess að starf ritstjóra sé þess eðlis að menn taki ekki slíkt að sér með yfir- lýsingar um að þeir ætli að hætta eftir þijá eða fimm mánuði. Aðspurður um hvað taki við sagði Páll að ótímabært væri að ræða það. Hann tæki fljótlega að sér tíma- bundið verkefni sem hann gæti ekki greint frá í hveiju fælist. Fæstir ná að frysta jafnmikið af loðnu o g fyrirhugað var áður en vertíðin hófst Líkleg verðlækkun á frystri loðnu um 15% Fryst hafa verið hátt í 18 þúsund tonn af loðnu á þessari vertíð en styttast fer í fryst- ingunni að sinni SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrysti- húsanna hf., SH, hefur framleiýt nálægt 8.000 tonn, íslenskar sjávaraf- urðir hf., ÍS, svipað magn, Nes hf. um 650 tonn og aðrir smærri fram- leiðendur minna. Útlit er fyrir að verð sem Japanir greiða fyrir af- urðina lækki um 15% frá fyrra ári en SH gerði í fyrsta sinn svokallað- an þrepasamning þar sem verð tekur mið af framleiðslumagni. Þessi samningur gildir einnig fyrir aðra framleiðendur. Líklegt er að meðalverð á kg af frystri loðnu verði nálægt 80-90 krónur. Fjórir vinnsluaðilar skera sig úr hvað varðar frystingu á þessari vertíð en það eru Grandi hf. sem hefur fryst 1.300 tonn, ísfélagið í Vestmannaeyjum sem hefur fryst um 1.500 tonn, Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum sem hefur fryst 2.040 tonn og Borgey í Homafirði sem hefur fryst um 2.000 tonn. Þetta er mun minna en þessi fyrir- tæki ráðgerðu að frysta í upphafi vertíðar. Grandi ráðgerði að frysta 2.500 tonn og ísfélagið einnig. Afbrigðileg vertíð í fyrra Sigurður Einarsson fram- kvæmdastjóri ísfélagsins kvaðst sæmilega sáttur við frystinguna en vonir stóðu til þess að fyrst yrðu 2.000 tonn á þessari vertíð en ísfélagið frysti 2.300 tonn í fyrra. ísfélagið lagði ekki út í stór- ar fjárfestingar vegna frystingar- innar en þó var frystikerfi hússins breytt. Sigurður sagði að það hefði ekki áhrif á reksturinn þótt ekki yrði meira fryst jafnvel þótt ráðist hefði verið í fjárfestinguna. „Við erum að frysta smáloðnu núna en ég held að það sé farið að sjá fyr- ir endann á þessu,“ sagði Sigurður. Viðar Elíasson, framleiðslustjóri hjá Vinnslustöðinni, sagði að sæmilega hefði gengið í frysting- unni. Þar hafa verið fryst um 2.040 tonn en í upphafi stóð til að frysta nálægt 3.000 tonnum en Viðar sagði að vertíðin hefði ekki boðið upp á það. Viðar sagði að fjárfest- ingar hefðu verið alveg í lágmarki fyrir vertíðina en verðmæti fram- leiðslunnar, þ.e. frystrar loðnu, er komið upp í nálægt 200 milljónir kr. Þrepasamningur skilar ágóða Magnús Bjarnason, framleiðslu- stjóri hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarð- ar, sagði að enn stæði yfir frysting en það væri smáloðna. Hraðfrysti- húsið hefur fryst um 850 tonn á vertíðinni og vonir stóðu til í upp- hafi að þau yrðu um 1.000. Magn- ús sagði að lagt hefði verið í tölu- verðar fjárfestingar fyrir vertíðina en enginn hefði gert ráð fyrir því að sú fjárfesting skilaði sér á einni vertíð. „Það mátti svo sem ekki búast við meiru núna því vertíðin í fyrra var að mörgu leyti afbrigði- leg; stór loðna og góð, engin áta, gott tíðarfar og verðið himinhátt," sagði Magnús. Halldór Eyjólfsson hjá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna sagði að enn væri verið að frysta hjá Granda og frysting væri í fullum gangi á Eskifirði, Neskaupstað og Vest- mannaeyjum. „Vonandi geta menn fryst alveg fram að helgi en það er útséð um að við náum að frysta upp í samninga, nema það komi vestanganga," sagði Halldór. Fryst hafa verið 8.000 tonn fyr- ir Sölumiðstöðina en hún hafði gert samninga upp á 17.000 tonn. Verðmæti frystingarinnar hjá SH núna er tæpar 800 milljónir króna. Hefði tekist að framleiða upp í samninga hefði verðmæti þeirra verið nálægt 1,6 milljarðar króna. Halldór sagði að samningarnir sem gerðir voru hljóðuðu í fyrsta sinn upp á framleiðslumagn og hækkar verðið eftir því sem minna er framleitt. Hæst verður verðið ef framleiðslumagnið er á bilinu 0-6 þúsund tonn, 6-12 þúsund og 12 þúsund tonn og yfir. „Ef Sölumiðstöðin framleiðir ekki yfir 12 þúsund tonn hækkar verðið miðað við það sem var út- gefið í byijun. Það sýnir að þrepa- samningurinn skilar framleiðend- um miklum ágóða núna,“ segir Halldór. í upphafi vertíðar var gert ráð fyrir 25% lægra verði^ á frystri loðnu til Japans en á vertíð- inni í fyrra. Halldór sagði að stærsta loðnan myndi þannig ekki lækka um nema 10% miðað við í fyrra en smærri loðnan líklega um 20%. Halldór kvaðst telja að fjárfest- ing sumra vegna loðnufrystingar- innar gæti reynst þeim erfið í skauti. Mörg fiskvinnsluhús á Austurlandi hefðu fjárfest mikið fyrir loðnufrystinguna, einkum litl- ir framleiðendur sem hefðu nánast > ekkert fryst af loðnu í fyrra. Teitur Gylfason hjá Islenskum sjávarafurðum sagði að ef allt hefði gengið upp hefði ÍS framleitt 15.000 tonn. Hann sagði að bæði stærð loðnunnar og áta í henni hefði gert mönnum lífið leitt á þessari vertíð. „Mér heyrist að það geti orðið 15% verðfall á frystri loðnu frá því í fyrra,“ sagði Teit- ur. ÍS selur frysta loðnu fyrir hátt í 30 aðila. Aðspurður um hvort staða framleiðenda sem mest hefðu fjárfest fyrir vertíðina væri slæm sagði Teitur að slík fjárfesting nýttist síðar í síldárvinnslu og ekki væri hægt að einblína á loðnu- vinnslu í þessu sambandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.