Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Skrífstofustóll stgr. Róðrarfæki 7.490,- stgr. Kaffivél með hitgkönnu Aðeins 2.998,- Smellurammar Verð fró aðeins 75,- stgr. ■ Fataskópur StærS 105x200x60 cm 13.800,- stgr. Bókahillur Stærð 85,5x68x24 cm 1.990,- stgr. Stærð 175x68x24 cm 3.890,-stgr. Collector ryksuga 9.500,- stgr. Monaco sófasett 3+2 sæti - leðurlíki 52.600,- stgr. Skaftpottur 1,5 Itr. 498,- stgr.. Astmasæng og koddi 1.755,- slgr. Poppkornsvél 3.160,- stgr. ^ eldhus- midstöðin Lágmúia 6, sími 684910, fax 684914. NEYTENDUR Chandrika G. Gunnarsson ásamt hinum nýja veitinga- stjóra, Lakshman Rao, á veit- ingahúsinu Austur-Indíafje- laginu. Hlaðborð hjá Austur- Indíafjelagi INDVERSKUR veitingastjóri að nafni Lakshman Rao tók nýlega til starfa hjá Austur-Indíafjelaginu við Hverfisgötu. Að sögn Chand- riku G. Gunnarsson, eiganda veit- ingahússins, er Lakshman sér- fræðingur í Tandoori-matreiðslu og á að baki langan starfsferil sem slíkur. „Hann vann meðal annars á Ashok-hótelinu í Bangalore á Ind- landi áður en hann kom hingað, en það er fimm stjörnu hótel,“ segir Chandrika. „Ennfremur hef- ur hann tekið þátt í The Asian Food Festival í Singapore fyrir Indlands hönd. Hann gerir sjáífur kryddblöndur úr kryddum sem við flytjum beint inn frá Indlandi og er nú að prófa sig áfram í mat- reiðslu á íslensku sjávarfangi.“ Veitingahúsið er opið á kvöldin, frá kl. 18. Á virkum dögum er hlaðborð sem kostar 1.590 kr., en einnig er hægt að fá rétti af mat- seðli. „Við höfum að leiðarljósi að bjóða rétti frá sem flestum héruð- um Indlands," segir Chandrika. „Ennfremur bjóðum við veisluþjón- ustu, tökum á móti hópum hér eða sjáum um veislur annars staðar." Uppskrift vikunnar Léttir réttir vinsælir í hádeginu INNI í miðri IKEA-verslun er veitingastaður, sem selur heitan mat í hádeginu á vægu verði og breytist síðan kaffiteríu eftir það. Staðurinn tekur 110 manns í sæti og býður vikulega nýjan matseðil. Að sögn Hlyns Elíssonar, framkvæmda- stjóra veitingahússins, er mismikið að gera. í hádeginu komi allt frá 60 og upp í 200 manns í mat og mest sé að gera síðari hluta vikunnar á fímmtudögum og föstudögum. PASTA með hrásalati og hvítlauksbrauði. Hlynur segir að markmiðið sé að reka staðinn með lágmarksá- lagningu. „Hugsunin er sú að gefa viðskiptavinum tækifæri til að slappa af meðan verið er að gera innkaupin og draga inn í verslun- ina fólk, sem er alls ekki í versl- unarhugleiðingum. Hádegismat- seðlar hafa líka verið sendir út til fyrirtækja í nágrenninu sem hefur skilað talsverðum fjölda viðskipta- vina. Markmiðið er að hafa á boð- stólum einfaldan, ódýran og góðan mat.“ Heiti maturinn kostar frá 290 og upp í 490 krónur og má því segja að meðalverðið sé um 390 krónur. Matseðillinn samanstend- ur af rétti dagsins, en að auki eru tilboðsréttir á 290 kr., sænskar kjötbollur á 350 kr., súpu á 190 kr. og salatbar á 250 kr. Hlynur segir léttmeti sérstakega vinsælt í hádeginu og fengum við því að þessu sinni uppskrift af pasta- rétti, sem Guðbjörg Ósk Friðriks- dóttir, verkstjóri í eldhúsinu, útbjó fyrir okkur. Pasta með hrósalati og hvítlauksbrauði _________4-6 hvítlauksrif_______ _____________1 laukur___________ _________A msk. basilikum_______ _________A msk. oregano_________ 1 msk steinselja_______ 1 tsk. pepperoncino-krydd HLYNUR Elísson, framkvæmdasljóri veitingastaðar IKEA. _____________1 tsk. salt___________ ___________1 bolli ólífuolío_______ 1 tsk. grænmetiskroftur Ólífuolía, laukur og krydd sett í pott og látið krauma. 1 -2 stykki grænmergjo (zuccini) __________1 brokkoií-haus__________ ___________200 g sveppir___________ 50-60 g smjör __________100 g gráðostur__________ 1 dós nióursoðnir tQmatar vatn eftir smekk Grænmergja skorin í litla bita og bætt út í pottinn. Öllu blandað vel saman. Tómötunum bætt út í ásamt tómatvökvanum. Smjör brætt á pönnu, t.d. vook-pönnu, og hvítlauksrif og sveppir settir út í. Þessu síðan hellt í pottinn. Aftur er brætt smjör á pönnu og brokkolí í smáum bitum léttsteikt og saltað. Hellt-út i pottinn ásamt 100 g af gráðosti. Þetta má krauma við meðalhita í 15 mín. Ef vill má bæta vatni út í. Pastað soðið í saltvatni skv. leiðbeiningum og blandað síðan saman við grænmetispottinn. Rétturinn er borinn fram með hvítlauksbrauði og hrásalati. Verðkönnun Samkeppnisstofnunar: Fermingarmyndatökur Ferm- ingar- mynda- taka Fjöldi lappa innifalinn, 10x12 sm Aukagj. vegna mynda- töku á ferm.dag Stækkun á einni mynd, 13x18 sm Stækkun á einni mynd, 18x24 sm Stækkun á einni mynd, 24x30 sm Ljósmyndarinn í Mjódd Þarabakka 3, Reykjavík 12.520.*-,; 12 1.170*-; 3.350.- 4.250.- 6.300.- Ljósmyndast. Barna og fjölskyldumyndir Ármúla 38, Reykjavík 17.000.'^ 12*4' 2.000.- 2.800.- 3.900. Ljósmyndast. Gunnars Ingimarssonar Stigahlíð 45, Reykjavík 8.600 til 12.000,- 6-12 3.020.- 3.970.- 5.200.- Ljósmyndast. Hafnarfjarðar Strandgötu 41, Hafnarfirði 10.000. 12-16*5; 2.500^ 3.000.- 4.000.- Ljósmyndast. Kópavogs Hamraborg 11, Kópavogi 17.000.*^ 12*4' 2.000^ 2.800*.-; 3.900!-y Ljósmyndast. Kristjáns Magnússonar Einholti 2, Reykjavík 11.500.*-^ 15 Ljósmyndast. Ljósmyndir Rutar Grensásvegi 11, Reykjavík 11.4007-® 10-12 3.080.- 4.200,- 5.730.- Ljósmyndast. Mynd Trönuhrauni 8, Hafnarfirði 17.000.*-3; 12*4^ 2.000*.-; 2.800*.-; 3.900^ Ljósmyndast. Nýja Myndastofan Laugavegi 18, Reykjavik 10.800.- 16 2.980,- 3.750.- 4.920.- Ljósmyndast. Nærmynd Laugavegi 178, Reykjavík 13.500*.^ 14-16 2.900.- 4.100.- 5.000.- Ljósmyndast. Reykjavíkur Hverfisgötu 105, Reykjavfk 10.5Q07® 10 2.95Ö!-' 3.90Ó7.-; 5.60Ó!-7 Ljósmyndast. Sigríðar Bachmann Garðastræti 17, Reykjavík 13.9Qo7-® 12 2.400.- 3.900^ 4.900.- 6.900.- Ljósmyndast. Svipmyndir Hverfisgötu 18, Reykjavík 9.900?-^ 8 3.310.- 4.590.- 6.850.- Ljósmyndast. Þóris Rauðarárstíg 20, Reykjavík 11.900.^ 12 2.350.- 3.100.- 3.940.- 6.450.- ‘1) Innifalið í verði er ein 20x25 sm slækkun. "2) Við staðgreiðslu dragast 380 kr. frá aukagjaldi. *3) Þrjár stækkanir innil., tvær 20x25 sm og ein 30x40 í ramma. *4) 13x18 sm fullunnar myndir. *5) 10x15 sm. *6) Magnafsláttur. *7) 20x25 sm. *8)íramma. *9) Tværstækkanir innif., 13x18 eða 18x24sm. *10) Hæglerað velja um litmyndir, svarthvítarmyndireða hvort Iveggja. *11) Eða myndatöku með 30prulumyndum, 5x5 sm, og fjórum stækkunum, 24x30 sm. *12) Tværstækkanirinnif., 13x18 sm. *13) Afhent með yfirskornu kartoni. *14) 30% alsláttur ef pantaö er mánuði tyrir myndatöku. *15) 15x21 sm. *16) Ein stækkun innil., 13x18 sm, og val um litmyndir eða sv.hv. myndir. *17) Innilalin í verði eru 10 þakkarkort. Samkeppnisstofnun Misjafnt hvað er innifalið í mynda- tökunni SAMKEPPNISSTOFNUN kann- aði nýlega verð á fermingamynda- tökum hjá 14 Ijósmyndastofum á höfuðborgarsvæðinu. í ljós kom að misjafnt er hvað er innifalið í verði myndatökunn- ar, til dæmis er fjöldi lappa og stærð mynda mismunandi. í fréttatilkynningu stofnunar- innar segir að útilokað sé að bera á raunhæfan hátt saman verð- lagningu ljósmyndastofanna og því beri að skoða meðfylgjandi tölur sem upplýsingar fyrir neyt- endur. Ennfremur segir að nokkr- ar ljósmyndastofur bjóði fleiri val- möguleika en þá sem koma fram á töflunni, í flestum tilvikum sé miðað við litmyndir og hvorki lagt mat á gæði né þjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.