Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 17 ERLENT Njósnadeila Bandaríkjamanna og Frakka Baríst um vopnasölu- samninga og viðskipti Bill Clinton Fahd konungur Edouard Balladur Reuter JOZEF Oleksy, væntanlegur forsætisráðherra Póllands. Pólska þingið Oleksy kjörinn Varsjá. Reuter. PÓLSKA þingið kaus í gær Jozef Oleksy, forseta neðri deildar pólska þingsins, í embætti forsætisráð- herra í stað Waldemars Pawlaks úr Bændaflokknum. Þetta náði fram að ganga þrátt fyrir andstöðu Lech Walesa forseta við ráðherraefni Oleksys. Hann er í flokki fyrrverandi kommúnista, SLD, sem unnið hefur með Bænda- flokknum. Atkvæði féllu 285 gegn 5, Oleksy í vil, en 127 sátu hjá. Talsmaður forsetans sagði í gær að Walesa myndi samþykkja nýju stjórnina ef nökkrum skilyrðum yrði fullnægt. Talsmaður Walesa, Leszek Spal- inski, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Oleksy yrði að viðurkenna und- anbragðalaust stjórnarskrárbund- inn rétt forsetans til að hafa áhrif á skipun í embætti ráðherra varnar- mála, utanríkismála og innanríkis- mála. Stjórnmálakýrendur telja að forsetinn sé að reyna að hrifsa til sín frumkvæði í von um ná endur- kjöri í forsetakosningum síðar á árinu. EDOUARD Balladur, forsætisráð- herra Frakklands og ríkisstjórn hans, fengu tæpast leynt gleði sinni er haldið var til Saudi-Arabíu í janúar 1994. Fyrir lá að ganga frá samn- ingi, sem markaði tímamót þar eð Bandaríkjamenn höfðu fram til þessa átt þennan markað. Samningurinn sem hljóðaði upp á 6 milljarða dollara var tilbúinn til undirritunar þegar Balladur og Fahd konungur Saudi-Arabíu hittust. Hann kvað á um sölu á frönskum herskipum og eldflaugum auk þess sem um var að ræða samninga um viðhald hergagna. Rúsínan í pylsu- endanum var síðan samkomulag um að Airbus-fyrirtækið skyldi annast endurnýjun flugflota Saudi-Araba en árum saman höfðu Frakkar freistað þess að komast inn á þennan markað. Sinnaskipti konungs En Balladur sneri heim tómhent- ur. Fahd konungur hafði af óskiljan- legum ástæðum lýst sig ósammála ákveðnum samningsákvæðum. Frakkar voru þrumu lostnir en tveim mánuðum síðar komust þeir að því hvað olli sinnaskiptum konungs. Bandaríska ríkissjórn- in hafði þvingað Saudi- Araba til að láta Boeing og McDonnell Douglas fá samninginn um end- umýjun flugflotans. Stjómvöld í Washington höfðu notað njósnanet sitt, útsendara CLA og samkvæmt einni heimild hlerunarbúnað bandarísku öryggis- málastofnunarinnar, til að afla upp- lýsinga um mútugreiðslur Frakka til Saudi-Araba og kjör þau sem þeim stóðu til boða. Að auki beitti Bill Clinton Bandaríkjaforseti Fahd kon- ung þrýstingi. Svo fór að lokum að konungur gaf eftir og ákvað að hætta við viðskiptin við Frakkana. Mútur í Brasilíu Á meðan þessu fór fram skýrði bandaríska leyniþjónustan ráða- mönnum í Washington frá því að embættismenn í Brasilíu hefðu tekið við rausnarlegum mútugreiðslum frá Frökkum. Embættismenn þessir væm ábyrgir fyrir nýju ratsjárkerfí sem brasilísk stjómvöld hefðu ákveð- ið að koma upp og kosta myndi 1.400 milljónir Bandaríkjadala. Fyrir milli- göngu leyniþjónustu- mannanna tókst Raythe- on-fyrirtækinu banda- ríska að hreppa samning- inn frá franska fyrirtæk- inu Thomson CSF. Franska ríkisstjómin tók fréttum þessum þung- lega enda höfðu franskir stjómmálamenn, forráða- menn ríkisfyrirtækja og fulltrúar frönsku leyniþjónustunnar unnið að því ámm saman að ná stómm sölu- samningum utan hefðbundinna markaða. Nú höfðu Bandaríkjamenn sýnt yfírburði sína á þessu sviði. Saga þessi er trúlega baksvið þeirrar deilu Bandaríkjamanna og Frakka sem blossaði upp á dögunum þegar frönsk stjómvöld skipuðu fímm CIA-mönnum að hafa sig á brott frá París eftir að hafa vænt þá um njósnir. Svo virðist sem Frakk- arnir hafí ekki gert sér ljóst á hvem veg hlutverk njósnara hefur breyst eftir endalok kalda stríðsins. Að auki var hér um að ræða brot á viðteknum samskiptareglum. Van- inn er sá að vestrænar leyniþjónustu- stofnanir geri út um ágreiningsmál sín á bakvið tjöldin. Marg- ir sérfræðingar um frönsk stjórnmál telja að frétt þessari hafi verið lekið í franska blaðið Le Monde til að draga athygli frá hlemnarhneyksli sem orð- ið hefur opinbert og skað- að hefur stórlega forseta- framboð Balladurs. Óvinurinn horfinn Meintar njósnir Bandaríkjamanna í París varpa hins vegar ljósi á þá gífurlegu samkeppni sem ríkir á sviði verslunar og viðskipta. Samkeppnin hefur gert að verkum að vestræn ríki standa ekki saman sem ein heild líkt og þegar óvinurinn var skil- greindur og sameiginlegur. Bandaríkjamenn hafa náð ótrúleg- um árangri á sviði vopnasölu á und- anfömum árum. Samkvæmt skýrslu bandarískrar þingnefndar réðu Bandaríkin 73% af vopnamarkaðin- um 1993. Markaðshlutdeildin er þrisvar sinnum meiri en nokkm sinni fyrr á undanfömum áratugum. Frakkar sem framleiða Exocet- flugskeytið, Mirage-þotuna og kaf- báta, hafa löngum haft hug á að bijóta á bak aftur yfírburðastöðu Bandaríkjamanna á þessum vett- vangi. Frakkar leggja ríka áherslu á að viðhalda eigin vopnaiðnaði og hafa nýverið lokið við gerð stórra samninga við nokkur Persaflóaríki. Á það hefur verið bent að leyni- þjónustustofnanir víða um heim þurfi nú að réttlæta tilvist sína ólíkt því sem við átti á dögum kalda striðs- ins. Framlög til þessa málaflokks hafí víða verið skorin niður og því hafí stofnanimar neyðst til að færa starfsemi sína inn á svið viðskipta. Hefnd Bandaríkjamanna Bandaríkjamenn telja sig raunar eiga harma að hefna. Frakkar eru illræmdir fyrir iðnaðarn- jósnir í Bandaríkjunum. Á síðasta áratug komu Frakkar flugumönnum sínum fyrir í nokkrum bandarískum iðnfyr- irtækjum svo sem Corn- ing Glass, Texas Instra- ments, Boeing og Bell. Njósnarar þessir komu geysilega verðmætum upplýsingum til franskra fyrirtækja áður en upp um þá komst og þeir vora sendir úr landi - í kyrrþey. Nú óttast Frakkar að Bandaríkja- menn séu að leika sama leikinn og að þeir svífíst einskis. Byggt á San Francisco Chronicle. Njósnamálið varpar Ijósi á gífurlega við- skiptasam- keppni Bandaríkja- menn hafa náð ótrúieg- um árangri í vopnasölu Þér eru allir vegir færir með Macintosh Performa 475 M1D( )HE1MAR W&ssi l http:Hwww.apple.is!'fi Macintosh Performa 475 er öflug einkatölva, sem hentar sérlega vel hvort heldur er fyrir heimili, skóla eða fyrirtæki. Hægt er að nota hana fyrir nánast allt sem viðkemur námi, starfi eða leik. Svo er hún með íslensku stýrikerfi og fjölmörgum forritum á íslensku. Macintosh Performa 475 er með 15" Apple-litaskjá, stóru hnappaborði, mús, 4 Mb vinnsluminni og 250 Mb harðdiski. r r'i TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA rwn WflDGffF/OStUP TIL ALLT AO 24 MANAÐA ' Upphæðin er meðaltalsgreiÖsla með vöxtum, lántökukostnaði og færslugjaldi. 36 x 4.242;- kr. = 152.712,- kr. Apple-umboðið hf. Skipholti 21, sími: (91) 62 48 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.