Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Hönnunar- dagar 1995 HELGA Rún Pálsdóttir með hatta sína. HÖNNIJN Hafnarhús Geysishús Gamla Morgun- blaðshúsið Iðnó Kri nglan HÖNNUNARDAGAR Opið alla daga frá 12-19. Aðgangur ókeypis. HÖNNUNARDAGAR ársins 1995 eru á fullu er þetta er ritað og hefur lýnirinn litið inn á alla staðina fimm. A sl. ári var hönnunardagur valinn 5. mars, og í ár lýkur sýningunum sama mánaðardag, og verða þá trú- lega veittar ýmsar viðurkenningar, hafí það þá ekki þegar átt sér stað, sem hefur þá farið framhjá mér, enda barst boðskortið á opnunina of seint. í ár er hönnun kynnt á breiðum grundvelli og þannig er húsgagna- arkitektúr í Hafnarhúsi. Textflhönn- un, leirlist og gullsmíði í Geysishúsi. Iðnhönnun í gamla Morgunblaðshús- inu. Húsagerðarlist, landslagsarki- tektúr og fataiðnaður í Iðnó, og loks grafískir hönnuðir í Kringlunni. Eins og segir er leitast við að gefa þver- skurð af áhugaverðri íslenzkri hönn- un og framleislu á henni á hönnunar- dögum. Sýningamar spanna ólík svið formunar og fela í sér kjörið tæki- færi fyrir fyrirtæki, lærða og leika, til að fylgjast með því nýjasta í ís- enzkri hönnun. Þetta telst rétt en þó má segja, að enn vanti skipulagsmótun svo og óáþreifanlega hönnun í framkvæmd- ina, en hún er einnig til og er ekki svo lítið atriði. Líti maður yfir sviðið virðist fram- kvæmdin enn í geijun og sums stað- ar er eins og full mikið óðagot hafi ráðið ferðinni. Slík fyrirtekt krefst mjög langs og nákvæms undirbún- ings og þá einkum ef henni er skipt niður á marga staði eins og gert hefur verið í ár, því hér skortir sam- ræmi og hnitmiðun. Á ég til að mynda við að það vanti myndarlega skrá eða ritling er kynni fram- kvæmdina í heild og full mikið er af lausum blöðum, þótt slíkt sé líka góðra gjalda vert. Skrá sem væri ríkulega myndskreytt og á tveim tungumálum, auk íslenzku, teldist góð auglýsing, einnig út fýrir land- steinana, og að auk heimildarrit sem upplýsti þróunina fyrir komandi kyn- slóðum. Það er ailtof mikið sem hef- ur týnst af listviðburðum á íslandi vegna þess að þetta atriði hefur verið vanrækt, sem þó þykir megin- veigur allra mikilsháttar fram- kvæmda erlendis. Slá má föstu, að á síðustu tímum hafí vægi hönnunar aukist til mikilla muna í íslenzku þjóðfélagi, og skipt- ir miklu er svo er komið að styðja við bakið á þróuninni, t.d. með stór- bættum aðbúnaði hönnunardeilda við MHÍ og auknum stuðningi til ýmissa framkvæmda. Hér höfum við dregist aftur úr nágrannaþjóðunum þótt nógur sé efniviðurinn svo sem sjá má á öllum sýningunum fimm. En hæfileikafólk á öllum aldri hefur næsta lítið að segja ef hér verður áfram misbrestur á. Hef ég lengi haft mikla trú á ís- lenzkri hönnun og er sannfærður um að hún eigi eftir að afla dijúgra tekna til þjóðarbúsins, fái hún að þróast með eðlilegum hætti. Það verður að segja hveija sögu eins og hún leggur sig, og þannig varð rýnirinn fyrir vonbrigðum á fiestum sýningunum, en það er ekki sök hönnuðanna heldur sjálfra húsakynnanna og framkvæmdarað- ila í bland. Einkum er deildin í Iðnó frumstæð miðað við möguleika þá sem menn hafa er svo er komið til að kynna húsgerðarlist og lands- lagsarkitektúr á stórum skjám í hlýlegu og afmörkuðu umhverfi, en hins vegar komu bæði sum húsin og ýmislegt { landslagsarkitektúrn- um manni þægilega á óvart, þótt mistökin séu einnig til og einstakir hafi ekki alveg áttað sig á því á hvaða breiddargráðum landið telst vera, eða að hijúfleikinn og þyngsl- in ganga full langt. Framleiðsla saumastofanna sjö uppi á sviðinu fer fyrir ofan garð og neðan og virk- ar helst sem uppsóp í flýti, þótt frumlegir og vel gerðir hlutir sjáist inn á milli. Og á flestum stöðunum njóta munirnir sín ekki nægilega, t.d. hafa sést mun hrifmeiri kynn- ingar á textílhönnun, leirlist og gullsmíði en við blasa í Geysishús- inu og eitthvað mikið skortir á að húsgögnin njóti sín sem skyldi í Hafnarhúsinu. Einna mestu ánægju hafði ég af iðnhönnuninni í gamla Morgunblaðshúsinu, þótt full snub- bótt sé, og sú framkvæmd sem að mínu mati telst komast best til skila er hlutur grafískra hönnuða í Kringlunni. Það er nú alls ekki svo, að rýnir- inn sé á móti slíkri dreifingu sýn- inga, heldur er ekki endilega nóg að húsnæði standi tómt til að það henti til afmarkaðra sýninga. Væri lag að hefja strax undirbún- ing næsta árs hönnunardags og læra af reynslunni, kæmi þá hvorutveggja til greina að hafa allt á einum stað eða tryggja sér húsnæði strax og sníða sýningarnar að því. Og svo ber að óska hönnuðunum bjartrar framtíðar. Bragi Ásgeirsson Skynja mikilvægara en skilja IJOCKEY Jockey THERMAL nærfötin eru úr tvöföldu efni. Innri hluti efnisins er til helminga úr polyester og viscose en ytri hlutinn er úr hreinni bómull. Þetta tryggir THERMAL nærfötunum einstaká einangrun og öndun. Athugið. Fást nú Andrés Skólavörðustíg • Ellingsen Ánanaustum Fatalínan Skeifunni • Herrahúsið Laugavegi Ragnar herrafataverslun Laugavegi Fjarðarkaup Hafnarfirði • Kaupfélag Suðurnesja Miðvangi Hafnarfirði • Vöruland Akranesi Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi Apótek Ólafsvíkur • Kaupfélag Vestur- Húnvetninga Hvammstanga • Vísir Blönduósi Kaupfélag Þíngeyinga Húsavík Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðutn Viðar Sigurbjörnsson Fáskróðsfirði Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Höfn Hornafirði Grund Flúðum • Vöruhús K Á Selfossi Palóma Grindavík Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson 8 Co. hf. sími 91-24333 BOKMENNTIR Speki SPEKIAUSTURLANDA Zen — Taó — Súfismi. íslensk þýðing Leifur Sörensen. Þijár bækur í öskju. Prentun á Ítalíu. Forlagið 1995. SPEKI Austurlanda hefur höfðað jafnt til Vesturlandamanna og þeirra sem hún er upphaflega sniðin fyrir. Bókin um veginn hefur verið meira lesin en flestar bækur. Til íslendinga náði hún snemma á öldinni og munu fáir hafa talað betur máli hennar en Halldór Laxness. Zen hefur fest rætur í skáldskap á Vesturlöndum, ekki síst vegna áhuga „beat“-kynslóðarinnar banda- rísku um og upp úr miðjum áratug. Hækuformið japanska (einnig iðkað í Kína) átti til dæmis greiða leið inn í ljóðlistina, einfaldleiki hækunnar og dul hefur sett mark sitt á verk margra skálda og hækuskáld hafa sprottið upp víða um heim. Rök hins óröklega Zen — Rök hins óröklega nefnist bókin um Zen í Speki Austurlanda. Það er sjaldgæft að því sé lýst yfir í bókum að þeim geti alls ekki tek- ist að skilgreina efni sitt. Svo er þó raunin um Zen-bókina. Meiri áhersla er lögð á að skynja en skilja: „Þegar þú lest þessa bók og íhug- ar innihald hennar, þá hefur þú tvo valkosti. Annað hvort tekurðu efnið inn í þína rökvíslegu tilveru eða þú leyfir efni hennar að líða hjá og reyn- ir að skynja léttan blæ sem af því stafar. Því meira sem maður reynir að taka við og skilja zen, því verr gengur að höndla það.“ Tilveruleysi hækunnar Dæmi um vel heppnaða hæku er eftirfarandi í þýðingu Helga Hálf- danarsonar: ZEN-munkur hugleiðir Þessi haustmáni! sem lét mig ganga kringum vatnið heila nótt. Hér er það að skynja grundvall- aratriði. Varað er við því í bókinni að meta gildi hæku og einnig við öllum tilraunum til að hagnýta hæk- ur eða telja þær geta leiðbeint. Slíkt sé gagnlaust því að kjarni þeirra sé tilveruleysi þeirra. Gátur eru ásamt hækum leið meistara til að lærisveinn fái upp- ljómun. Til að svo verði þarf rök- hugsun að víkja. Gátumar eru þann- ig uppbyggðar að þær neyða nem- andann til að hafna rökhugsun. „Vitið“ vantar í þær. „Hvað heyrist við klapp einnar handar?“ er ein af þessum gátum. Þeir sem reyna að útskýra Zen hafa glatað því. Zen er orðlaus reynsla. Án strits Hin ómeðvitaða þekking er undirtitill Taóbókarinnar. Höfundur Bókarinnar um veginn, Laó-tse, vildi að menn störfuðu án strits sem er þó ekki hið sama og aðgerðaleysi. Ekki skal bregðast við áreiti að dómi Laó-tses. Að gefa eftir er að vera heill. Þetta má ef til vill skýra betur með þeirri hugmynd Laó-tses að best sé að glíma við fulltrúa valds og stríðs með því að aðhafast sem minnst. Meðal staðhæfinga sem styðja þetta eru: „Því meira verður um þjófa og ræningja, sem lög og fyrirskipanir eru fleiri“, og „Sá sem reynir að stjórna með hyggindum, verður harðstjóri, en hinn sem stjórnar án hyggindanna, verður til blessunar." Umbreyting hjartans Súfismi, dulspeki íslamskrar trúar, er skilgreindur sem umbreyting hjartans. Þótt undarlegt megi virðast er súfismi lítt kunnur á Vesturlöndum, en allt bendir til að þekking á honum og þar með íslam eigi eftir að aukast. Vanþekking á íslam er algengust í umræðu manna. í bókmenntum og listum er hlutur súfa mikill. í kaflanum Kjarni súfismans er bent á leiðirnar þijár sem hann boðar, leiðir athafna, kærleika og þekkingar. Ögun beinir mönnum inn á Veg andlegrar fullkomnunar. Guðleg eining er helsta kenning súfismans. Hreinleikinn á að vera leiðarljós í ríki hjartans. Ibn ’Arabi talaði um allt á jörðinni sem sýnd, en að baki hlutanna byggi reyndin: „Hver sá sem skilur þessi sannindi hefur áttað sig á leyndardómum Vegarins," er haft eftir ’Arabi. Súfisminn getur með leiðslu- aðferðum sínum gegnt svipuðu hlutverki og Zen og unnið gegn firringu. Inngangur að speki Speki Austurlanda, þessar þijár litlu bækur, veita engin tæmandi svör, frekar stuðla þær að því að menn spyiji fleiri spurninga. Þær eru aftur á móti með texta sínum og myndavali góður inngangur að speki sem ekki virðist ætla að falla úr gildi. Leifur Sörensen hefur gert textann aðgengilegan á íslensku. Hann vitnar í þýðingar Jakobs J. Smára og Yngva Jóhannessonar á Bókinni um veginn og þýðingu Helga Hálfdanarsonar á Kóran auk þess sem nokkrar hækuþýðingar eru verk Helga. Jóhann Hjálmarsson 60 klst tölvunám Almenn tölvufræði, Windows, stýrikerfi, Word 6.0 ritvinnsla, Exel 5.0 töflureiknir og tölvufjarskipti, m.a. kynning á „lnterneti“. Tölvuskóli Reykiavíkur |& Borsartúni 28. sími 561 6699

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.