Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 24
AÐSENDAR GREINAR 24 FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Maðkur í mysunni - Um öryggismál sjómanna - EIN athyglisverðasta frétt árs- ins í augum þeirra sem láta sig öryggismál sjómanna varða eru upplýsingamar sem fram komu á Alþingi hjá Þorsteini Pálssyni, dómsmálaráðherra, um skyndi- skoðanir Landhelgisgæslunnar á öryggisbúnaði báta og skipa. Upp- lýsingamar eru slæmur vitnis- burður um skilning útgerðar- manna og sjómanna á öryggismálum. Og ættu einar og sér að kalla fram sérstaka rannsókn á stöðu ör- yggismála um borð í íslenskum skipum. Það var Guðmund- ur Hallvarðsson, al- þingismaður og fýrr- verandi formaður Sjó- mannafélags Reykja- víkur, sem bar upp fyrirspurnina. Batn- andi mönnum er best að lifa. Eftir áratuga formennsku í félaginu og varaformennsku í Sjómannasambandinu er ánægjulegt að vita að alþingis- maðurinn tekur upp öryggismál á Alþingi i formi fyrirspurnar. Oft hefur hann og aðrir lagst gegn tillögum um öryggismál frá undir- rituðum, eða að minnsta kosti reynt að gera lítið úr tillögum og vandamálinu á vettvangi Sjó- mannafélagsins, en nú virðist landið vera heldur að rísa og skipt- ir þá ekki máli þótt frumkvæðið komi nú nokkrum mánuðum fyrir kosningar. Gúmmíbátar Gúmmíbátar eru eitt helsta ör- yggistæki sjómanna og hafa marg- sinnis sannað gildi sitt á ísland- smiðum og víðar. Enginn lætur sér hins vegar koma til hugar að þeir séu framleiddir til að endast til ei- lífðar. Þeir þurfa viðhald, það þarf að endumýja þá, og umfram allt þarf að fylgjast með ástandi þeirra. Engar reglur gilda hins vegar um endumýjun gúmmíbáta. í þeim efn- um er stuðst við yfirlýsingar fram- leiðenda sjálfra, sem geta þess vegna haldið því fram, að gúmmí- bátar endist í tuttugu ár, fimmtán, eða tíu ár. Hér þyrfti samgöngu- málaráðuneytið, eða samgönguráð- herra, en undir hann og það ráðu- neyti heyra öryggismálin, að setja fastmótaðar reglur og ráðherra ætti raunar þegar að hafa sett regl- ur á þessu sviði. Eftirlit gúmmíbáta Fyrir rúmu ári hélt undirritaður því fram að dæmi væru um ónýta gúmmíbáta um borð í fullgildum skipum og bátum. Fullyrðingin kallaði fram mikinn reiðilestur talsmanns Siglingamálastofnunar, en deildarstjóri hjá Siglingamála- stofnun ríkisins, Páll Guðmunds- son, sakaði undirritaðan um van- þekkingu á öryggismálum sjó- manna og fór fram á að þeir sem tækju til máls undir þeim lið töluðu af meiri þekkingu og raunsæi en ég átti að hafa gert. Páll gaf í skyn að undirritaður drægi upp neikvæða mynd af góðum búnaði, eins og hann orðaði það, en ég hafði vakið athygli á því að gúmmíbátar væru forgengilegir, eins og önnur mannanna verk. Þeir gætu til dæmis morknað og orðið ónýtir. Orðhengilsháttur deildarstjór- ans dæmir sig sjálfur, en til upp- lýsingar er rétt að greina frá, að nú er einmitt verið að rannsaka einn gúmmíbát, sem er 12 ára gamall að sögn eiganda hans. Rannsóknin fer fram á vegum Sjó- slysanefndar, en um leið og undir- ritaður skýrði framkvæmdastjóra hennar, Kristjáni Guðmundssyni, og formanni nefndarinnar, Ragn- hildi Hjaltadóttur, frá þeim mögu- leika að bátamir gætu morknað og væru ef til vill ekki í öllum tilvikum það björgunartæki sem menn héldu þá, bmgðust þau skjótt við og gengust fyrir rannsókn á bátnum sem ég lagði fram máli mínu til stuðn- ings. Viðbrögð þeirra vour öll önnur en deildarstjórans, en á ári umburðarlyndisins hef ég ekki fleiri orð um framgöngu hans. Það er afar mikil- vægt að stjórnvöld og sjómenn átti sig á því að það getur verið lífsspursmál að báturinn sé í lagi þegar þarf að grípa til hans, sem vonandi verður í sem fæstum til- vikum. Reglur Þorsteinn Pálsson, dómsmála- ráðherra, virtist taka niðurstöð- umar úr skyndiskoðun Landhelg- isgæslunnar mjög alvarlega, og Gúmmíbátar eru helzta öryggistæki sjómanna. Jóhann Páll Símonar- son segir þá margsinnis hafa sannað gildi sitt. nú er að sjá hvort Halldór Blön- dal, samgönguráðherra, sem fer með öryggismál sjómanna, tekur við sér og setur harðari reglur um gúmmíbáta, endumýjun þeirra og herðir eftirlit með öryggismálum sjómanna og lætur fylgja eftir þeim reglum sem þegar hafa verið settar. Það er í raun og vem umhugs- unarefni fyrir sjómenn að það þurfi yfirleitt reglur á reglur ofan til að reyna að tryggja að lág- marksöryggisbúnaður skuli vera til staðar og í lagi um borð í öllum skipum og bátum svo sjálfsagt sem þetta ætti að vera. Á sama hátt er einkennilegt að smábátar skuli samkvæmt-þessum reglum vera undanskildir þeirri kvöð að vera með björgunarbáta um borð, eða til dæmis að hafa sjálfvirkan neyðarsendi um borð í gúmmíbátum, ekki síst vegna þess að á undanfömum árum hafa kom- ið upp dæmi þar sem skipbrots- manna af smábátum hefur verið leitað lengur en eðlilegt getur tal- ist miðað við þann öryggisbúnað sem til er á markaðnum. Getur verið að forsvarsmenn Félags smábátaeigenda leggist gegn því að félagsmennimir séu skyldaðir til að búa smábáta sína gúmmíbátum og neyðarsendum? Gilda aðrar reglur um smábáta sem sækja stíft og langt út? í ör- yggismálum sjómanna er beðið eftir frumkvæði samgönguráð- herra, Halldórs Blöndals, það er nefnilega víða maðkur í mysunni. Höfundur er í trúnaðarráði Sjómannafélags Reykjavíkur. Jóhann Páll Símonarson Ekki sú kjarajöfn- un sem af er látið KJARASAMNING- UNUM sem aðilar á almennum vinnumark- aði og ríkisstjóm gengu frá 21. febrúar sl. hefur verið hampað sem kjarajöfnun. Þeg- ar þessir samningar em skoðaðir í sam- hengi kemur hins veg- ar annað í ljós. Þessir samningar auka enn á kjaramuninn í landinu. Þeir em ekki sú kjara- jöfnun sem af er látið. Samningur aðila vinnumarkaðarins leið- ir vissulega til ákveð- innar kjarajöfnunar enda gengið þar út frá krónutölu- hækkun á laun, auk þess sem krón- urnar era fleiri hjá þeim sem em á Iægstu töxtunum en öðmm. Krönu- töluhækkunin er bara alltof lítil því hún kemur þeim sem em á lægstu töxtunum ekki yfír nauðþurftar- mörkin. Sá smánarblettur, sem ver- ið hefur á íslensku þjóðfélagi, að fullfrískt fólk í fullri vinnu séu ekki matvinnungar, er því enn til staðar. Hæpin vinnubrögð Sé litið til aðgerða ríkisstjómar- innar í tengslum við samningana blasir við að þær gagnast þeim tekjuhæstu mun betur en öðmm. Þegar aðgerðir ríkisstjómarinnar og kjarasamningamir em tekin saman kemur í ljós að 185 þúsund króna maðurinn ber jafn mikið úr býtum í krónum talið og þeir sem era á lægstu töxtunum og 400 þús- und króna maðurinn helmingi meira. Það er ekki kjarajöfnun. BSRB lýsti yfír vilja til að ræða við ríkisstjómina um ýmsar sameig- inlegar kröfur aðildarfélaga banda- lagsins. Ríkisstjómin kaus að hleypa engum öðrum en atvinnu- rekendum og Alþýðusambandinu að viðræðum um hvemig stjórnvöld gætu liðkað fyrir samningum. Verð- ur að telja það afar hæpin vinnu- brögð þegar opinberir starfsmenn em með lausa samninga og kennar- ar í verkfalli. Ákvarðanir stjórn- valda snerta alla launamenn í land- inu og til að slíkar aðgerðir skapi frið á vinnumarkaðinum þarf að ríkja samstaða um þær. Því er ekki að heilsa nú. BSRB hefði kosið að gripið hefði verið til aðgerða sem hefðu áhrif til kjarajöfnunar en Ögmundur Jónasson ekki til aukins ójafnað- ar eins og raun er á nú. Skólabókardæmi um yfirgang Vinnubrögð ríkis- stjómarinnar í þessu máli em skólabókar- dæmi um yfirgang. Til að standa við loforð sín em frumvörp um breytingar á skattalög- um keyrð í gegnum þingið á síðustu dögum þess. Frumvörp sem kosta ríkissjóð 3 millj- arða á ári eftir að áhrif breytinganna era að fullu komin fram. Hér er því ekki um neinar smá fjárhæð- ir að ræða og hefur oft þótt tilefni til að ræða í þaula fjárveitingar sem em bara brotabrot af þessari upp- hæð. Hér virðist því gilda hið forn- kveðna: að spara eyrinn en henda krónunni. Þetta virðist ríkisstjórnin geta leyft sér í krafti þess að nýir menn verði að leysa útgjaldalið ríkissjóðs vegna þessara aðgerða. í yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar með kjara- samningunum stendur nefnilega að „þessu verður að mæta með aukn- um tekjum og/eða niðurskurði út- gjalda“. Sé litið til aðgerða ríkis- stjómarinnar í tengslum við samningana, segir —„------------------— Ogmundur Jónasson, blasir við að þær gagn- ast þeim tekjuhæstu mun betur en öðmm. Hér er því verið að koma því yfir á næstu ríkisstjórn að leysa greiðsluvanda ríkissjóðs vegna kjarasamninganna. Það ber allt að sama bmnni. Rík- isstjóm Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks endar feril sinn á sömu nótum og aJlt stjórnarsamstarfið hefur verið. I tíð hennar hefur átt sér stað mesta eignatilfærsla síðari ára. Launabilið hefur aukist jafnt og þétt og vegið hefur verið að rótum velferðarkerfísins. Það þarf því ekki að koma á óvart að síðasta verk ríkisstjórnarinnar sé að ávísa á næstu ríkisstjórn enn frekari fjár- munum til að auka enn á launabilið í landinu. Höfundur er formaður BRSB. Hækkun ráðstöfunartekna á mánuði vegna kjarasamnings og aðgerða ríkisstjórnar Laun fyrir samninga ; BHækkunráteU.v.samn. ■ Hækkun v. Ilísj. frádr □ Haokkun alls I Línuritín sýna glögglega hvernig aðgerðir ríkisstjórnarinnar auka tekjumuninn í landinu. Þannig fær 400 þúsund króna maðurinn helmingi meira en þeir sem eru á lægstu töxtunum. Misskilningur leiðréttur I MORGUNBLAÐ- INU 25. febrúar skorar Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur LÍÚ, á mig að segja afdráttarlaust hvernig skilja beri ummæli mín í Morgunblaðinu 22. febrúar sl. um álitsgerð Hafrannsóknastofnun- arinnar frá því í nóvem- ber um að auka heimil- aðan afla á úthafsrækju í 60 þús. tonn á yfír- standandi fískveiðiári. Ég vil fyrst taka það fram að greinin var skrifuð til að sýna sam- anteknar niðurstöður úr stofnmæl- ingu úthafsrækju. í henni vom einn- ig vangaveltur um útlitið í úthafs- rækjustofninum fyrir norðan og austan land. Auk þess var reynt að sýna fram á að óheppilegt væri að gera endurúttekt á stofninum of snemma, þ.e. í nóvember á nýhöfnu fískveiðiári. Þá vildi ég í grein minni vara við allt of mikilli bjartsýni í framtíðinni vegna þess að sam- kvæmt minni reynslu koma áhrif af of mikilli aflaaukningu oft ekki í ljós fyrr en eftir á. Kristján Þórarinsson hefur misskilið grein mína mjög ef hann get- ur lesið út úr henni að ég vilji kasta rýrð á mína kollega sem hjálp- uðu til við úttektina í nóvember. Því fer fjarri. Sá skilningur að þessi háa viðbót á til- lögum Hafrannsókna- stofnunarinnar úr 45 þús. tonnum í 60 þús. tonn hafi komið sam- kvæmt pöntun frá hagsmunaaðilum er varla svara verður. Hagsmuna- aðilar báðu að vísu um endurmat á ástandi úthafsrækjustofnsins en þeir höfðu að sjálfsögðu engin áhrif á niðurstöðuna. Hún fékkst á Haf- rannsóknastofnun þegar fyrir lá ný úttekt á úthafsrækjunni þar sem notuð vom gögn sem ekki vom til- tæk fyrr á árinu. Einnig var litið til þess að visst jafnvægi var í hlutfalli Unnur Skúladóttír Kristján Þórarinsson hefur misskilið grein mína, segir Unnur Skúladóttir, sem hér skrifar um úthafsrækju. kvendýra síðustu 4 árin og_ meðal- stærð rækju síðustu 3 árin. Eg stend því fyllilega við þessa tillögu Stofn- unarinnar um endurskoðað aflamark fyrir kvótaárið 1994/95. Rétt er að geta þess að Hafrann- sóknastofnunin hefur lagt til að í framtíðinni verði lagðar fram tillögur í maí hvert ár um byrjunarrækjuafla á komandi fískveiðiári sem endur- skoðast í janúar, að fengnum nýjustu upplýsingum um afla, afla á togtíma og nýliðun svo eitthvað sé nefnt. Upphlaup af því tagi sem hér um ræðir ættu því að heyra sögunni til. Höfundur er fiskifræðingur þjá Hafrannsóknastofnun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.