Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR „Að kasta krónunni“ í tilefni forystugreinar FIMMTUDAGINN 23. febrúar sl. birtist í Morgunblaðinu forystugrein undir þessari fyrirsögn. Þar er verið að mótmæla niðurskurði á fjárfram- lögum til Landspítala, sem hefur það í för með sér að flytja verður böm, sem þurfa á hjartaað- gerðum að halda, til Englands, en þar er beinn kostnaður við að- gerðimar allt að helm- ingi meiri en hér innan- lands. Þar við bætist svo álag á sjúklinga og að- standendur vegna langra ferðalaga og ýmiss aukakostnaður því samfara. Leiðarahöfundur tel- ur að hér sé um að ræða vanhugsaða ráðstöfun sem muni leiða af sér „stóraukin útgjöld ríkis- sjóðs“ og er það auðvit- að hárrétt. Við bætist svo sú staðreynd að Ólafur Örn Arnarson árangur sambærilegra aðgerða sem gerðar hafa verið á Landspítala und- anfarin ár er betri en var meðan að- gerðimar vom gerðar erlendis. Tilefni þessara skrifa er hinsvegar sú stað- reynd að leiðarahöfundur og þá sjálf- sagt margir fleiri, átta sig ekki á því af hveiju þetta gerist. Hver er orsökin? Astæðan er sú að fjármögnunar- leiðir í íslensku heilbrigðiskerfi em úreltar. Rekstur sjúkrahúsa er fjár- magnaður með föstum fjárlögum sem ákveðin em af Alþingi. Mjög óljóst samband er á milli ákvarðana um fjárveitingar og þess sem gert er á umræddum sjúkrahúsum. Heillavænlegast til að fá fjárveitingar er að eiga góða þingmenn að, sem geta talað máli stofnunarinnar innan ráðuneyta eða fjárlaga- nefndar, að ekki sé tal- að um ef einhver stofn- un er svo heppin að ráð- herrar séu úr því kjör- dæmi sem hún er stað- sett í. Rekstur Trygg- ingastofnunar ríkisins er fjármagnaður sér- staklega í íjárlögum. Verði niðurstaðan um hjartaaðgerðir á börn- um sú sem að ofan greinir munu mál þeirra koma til kasta TR og falla undir ákvæði laga um almanna- tryggingar varðandi sjúklinga, sem ekki geta fengið nauðsynlega læknis- þjónustu hérlendis. Þar er starfandi nefnd undir forsæti tryggingayfír- læknis, sem er kölluð Siglinganefnd og er stofnuninni til ráðgjafar um ákvörðun í tilvikum sem þessum. Undirritaður hefur átt sæti í þessari nefnd sl. 15 ár. TR kannar rækilega hvar hægt er að komast að bestum kjörum um þessa þjónustu. Sam- Um allan hinn vestræna heim hafa menn horfíð frá föstum fjárlögum, segir Ólafur Örn Arn- arson , sem leið til fjár- mögnunar á starfsemi sjúkrahúsa. kvæmt lögunum getur TR átt þessi viðskipti við hvaða sjúkrahús sem er í veröldinni, nema sjúkrahús staðsett á Islandi! Þó svo að TR vildi kaupa þessa þjónustu af Landspítala og spara þar með verulega íjármuni fyrir ríkis- sjóð, sem greiðir í báðum tilvikum, er það ekki hægt. Þjónusta við sjúklinga utan sjúkrahúsa Annað dæmi um úreltar fjármögn- unarleiðir er þjónusta við sjúklinga sem ýmist er annast um innan eða utan sjúkrahúsa. Hér er oft um sömu sjúklinga að ræða. Leggist sjúkling- urinn inn á sjúkrahúsið og dveljist þar einhvern tíma er greitt fyrir hann af föstum fjárlögum að fullu. Á heil- brigðisþingi nýlega kom fram að hlutfall sjúklinga sem lagðir eru inn á sjúkrahús er óvíða hærra en hér á landi. Þróunin hefur hinsvegar orðið sú að vegna breytinga á tækni við lækningaaðgerðir og rannsóknir er Skuldir heimilanna hækk- aðar um 150 milljónir Holræsagjaldið hækkar framfærsluvísitölu, seg- ir Gunnar Jóhann Birgisson, og þar með verðtryggðar skuldir landsmanna. EINS og margoft hefur komið fram í fjöl- miðlum hækkaði R-list- inn í borgarstjórn fast- eignagjöld að meðaltali um 26% með álagningu svokallaðs holræsa- gjalds. í upphafí var því haldið fram að gjald þetta ætti að standa undir kostnaði við hol- ræsaframkvæmdir. Við gerð fjárhagsáætlunar kom hins vegar berlega í ljós að kostnaður við holræsaframkvæmdir er mun lægri en þær tekjur sem borgin hefur af holræsagjaldinu. Gunnar Jóhann Birgisson Þess vegna er eðlilegast að álykta sem svo að þessi nýi skattur eigi fyrst og fremst að standa undir auknum útgjöldum borgarinnar sem rekja má til óraunhæfs loforðalista vinstriflokkanna í borgarstjórn. En hvaða áhrif hefur þessi skattur önn- ur en þau að hækka fasteignagjöld að meðaltali um 26%? Framfærsluvísitalan hækkar Þessi hækkun á fasteignagjöldum rýrir ekki aðeins ráðstöfunartekjur íbúðareigenda í Reykjavík. Þessi illa ígrundaða skattahækkun eykur skuldabyrði heimilanna á öllu landinu um tugi milljóna. Fasteignagjalda- hækkunin hefur áhrif á húsnæðis- þátt framfærsluvísitölunnar. Láns- kjaravísitalan byggist að einum þriðja á vísitölu framfærslukostnað- ar. Þannig hefur hækkun fram- færsluvísitölunnar áhrif á lánskjara- vísitölu og hækkar þar af leiðandi verðtryggð lán allra landsmanna. Nú hefur ríkisstjórnin í tengslum við kjarasamninga ákveðið að taka upp nýja vísitölu, neysluvísitölu, sem á að koma í stað framfærsluvísi- tölunnar og í framtíðinni á verð- trygging lána að miðast við þá vísi- tölu. Ef þessi ákvörðun hefði verið tekin fyrr hefðu áhrif fasteigna- gjaldahækkunarinnar í Reykjavík orðið mun meiri og aukið greiðslu- byrði landsmanna enn meir en raun ber vitni. Greiðslubyrði heimilanna eykst Samkvæmt frétta- bréfí Hagstofu íslands hafði álagning sérstaks holræsagjalds í Reykja- vík þau áhrif að vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 0,23% frá desember 1994 til jan- úar 1995. Þessi hækkun þýðir um 2,7% umreikn- að til árshækkunar. Verðtryggðar skuldir landsmanna aukast því um 400 til 500 milljónir króna vegna þessarar hækkunar. Þar af auk- ast skuldir heimilanna milljónir vegna þessarar um 150 ótímabæru skattahækkunar. R-listinn boðaði breytingar fyrir síðustu kosningar. Sagðist setja fólk- ið í öndvegi en ekki flokkinn og lapti þar upp kosningaloforð Clintons Bandaríkjaforseta sem beitti slagorð- unum: „Putting people fírst“ og „time for changes". Ifyrir kosningar gátu vinstriflokkamir hins vegar ekki svarað því hveiju átti að breyta. Nú vitum við í hveiju breytingarnar eru fólgnar. Auknar álögur á fólkið í borginni og aukin útgjöld em breyt- ingamar sem við höfum beðið eftir. Þannig er fólkið sett í fyrirrúmið. Eigum við ekki bara að þakka fyrir og halda áfram að borga reikningana okkar? Höfundur er borgarfulltrúi. mögulegt að veita ýmsa þjónustu án innlagnar á sjúkrahús og spara þann- ig verulega. Vegna þess að tækni- búnað sjúkrahúsanna þarf til em dagdeildir innan þeirra nauðsynleg- ar. En fjármögnun þessa þáttar kem- ur eftir annarri leið, þ.e. í gegnum TR. Nú er greitt fyrir unnin verk samkvæmt samningi við læknafélög- in og þær tekjur sem sjúkrahúsið fær af þessari starfsemi kemur til frá- dráttar á föstum fjárlögum. Allt aðr- ar reglur gilda um greiðsluhlut sjúkl- inga fyrir þessa þjónustu. Þannig er mögulegt að tveir sjúklingar sem liggja hlið við hlið og fara í sambæri- legar aðgerðir verði fyrir mjög mis- munandi útgjöldum allt eftir því und- ir hvorri fjármögnunarleiðinni sjúkl- ingamir eru læknaðir! Af ýmsum samverkandi ástæðum, m.a. launa- kerfí lækna, hafa sjúkrahús á íslandi orðið verulega á eftir hvað þessa þjónustu varðar. Má segja að ein- göngu Landakotsspítali hafí sinnt henni að ráði, reyndar við lítinn skiln- ing ráðamanna á því að hér er um mjög verulega hagræðingu fyrir heil- brigðisþjónustuna að ræða. Hvað er til ráða? Um allan hinn vestræna heim hafa menn horfíð frá föstum fjárlög- um sem leið til fjármögnunar á starfsemi sjúkrahúsa. Alls staðar hefur þjónusta við sjúklinga verið verðlögð og greitt samkvæmt því. Svokallað DRG (Diagnosis related groups) greiðslukerfí sem upprunnið er frá Yale í Bandaríkjunum hefur verið lagað að þörfum heilbrigði- skerfa hinna ýmsu landa. í Svíþjóð hafa menn endurskoðað þetta kerfi og verið að laga það að sænskum aðstæðum og kallast það þar AP- DRG kerfíð. Grundvallaratriðið er alls staðar það sama, þjónustan er verðlögð og peningarnir fara þangað sem þjónustan er veitt. í kerfi þar sem sífelldar breytingar eru vegna framfara í tækni og þekkingu er í raun engin önnur leið til. Þetta leiddi það af sér að einn aðili, t.d. Trygg- ingastofnun ríkisins, tæki að sér fyrir hönd þeirra sem tryggðir eru, að kaupa þjónustu af þeim aðilum, innlendum og erlendum, sjúkrahús- um og öðrum, sem geta veitt hana á sem hagkvæmastan hátt í hveiju tilviki fyrir sig með eða án innlagn- ar á sjúkrahús. Væri slíkt kerfi notað til fjármögn- unar í heilbrigðiskerfí okkar í dag hefði þessi undarlega uppákoma með hjartveiku börnin aldrei komið til. Ef slíkt kerfí væri við lýði hér í dag hefði sú fáránlega deila um til- vísanakerfí, sem nú er uppi, heldur ekki komið til. Menn mundu einfald- lega átta sig á samhenginu milli þjón- ustu við sjúklinga innan og utan spítala og sjá að það er sparnaður fyrir kerfið í heild að styrkja utan- spítalaþjónustu sérfræðinga jafn- hliða heilsugæslunni og þjóna sem flestum sjúklingum utan sjúkrahúsa eða á dagdeild þeirra. Þá væri verið að spara krónuna. Höfundur er yfirlæknir og fram- kvæmdastjóri þróunar- oggæða- mála við Sjúkrahús Reykjavíkur. FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 25 —É._________É— OSO hitakútar úr ryðfríu stáli 30 ára frábær reynsla á þúsundum íslenskra heimila sannar gæðin! • Byggðir samkvæmt ISO 9002 gæðastaðli. • Öryggis- og aftöppunarloki. • Blöndunarloki, sem blandar 38°-90° heitt vatni út í kerfið. • Stærðir: 30/50/100/120/200 eða 300 lítra. • Tæringaröryggi gegn saltmenguðu vatni. • Notar allt að 20% minni orku. • HAGSTÆTT VERÐ. ///• Einar Farestveit & Co. hff. 562290I og 5622900 EVROPUVERÐ EVRÓPUVERÐ ☆ * Mínútugrill EVRÓPUVERÐ ☆ *☆ 11.990,-tY Steinasteik Hraðsuðukönnur EVRÓPUVERÐ LiS£ð ölln -ír * ☆ ☆ r3.890,-^ ☆ Matvinnsluvél EVRÓPUVERÐ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ Einanguí. ☆2.590,- Brauðrist Kaffíkanna SOLUAÐILIAR Akranes Sigurdór Jóhannsson S: 12156 Akureyri Ljósgjafinn S:27788 Radiovinnustofan S: 22817 Borgarnes Kaupfélag Borgfírðinga S: 71200 Egilsstaðir Sveinn Guðmundsson S:11438 Grundarfjördur Guðni Hallgrímsson S: 86722 Hafnarfjörður Rafbúðin Alfskeiði S: 53020 Húsavík Öryggi sf. S: 41600 Hvolsvöllur Kaupfélag Rangæinga S:78121 Höfn Lónið S: 82125 ísafjörður Straumur hf. S: 3321 Keflavik Reynir Ólafsson hf. S:13337 Kópavogur Tónaborg S: 45777 Neskaupstaður Verslunin Vik S: 71900 Ólafsfjörður Valberg hf. S: 62255 Patreksfjörður JónasÞór S: 1295 Reykjavík Borgarljós hf. S: 812660 Glóey hf. S: 681620 Hagkaup S: 685666 Húsgagnahöllin S:622322 Sauðárkrókur Rafsjá hf. S: 35481 Selfoss Árvirkinn hf. S: 23460 Vestmannaeyjar Neisti - Raftækjaversl. S:11218 Vopnafjörður Kaupfelag Vopnfirðinga S: 31203 Þórshöfn Kaupfélag Langnesinga S: 81205 EVROPUVERÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.