Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 27
MORGUfjBI-ÁDID KAZAKHSTAN Novorossiysk GEORGIA AZER- MENli rzun SYRLAND IRAK RUSSLAND Núverandi olíuleiðslur Olíuflutningar á sjó Tillögur um olíuleiðslur 500 km I Olíulindir við Bakú Ceyhan irhaf ÍSR KYPUR Tyrkland með endastöð í hafnarborginni Ceyhan í Tyrklandi. Alíjev vill fara þá leið og sömuleið- is vestrænu olíufyrir- tækin, en Rússar leggj- ast af alefli gegn þeirri legu. Afskiptasemi Irana Alíjev hefur einnig þurft að glíma við af- skiptasemi úr annarri átt, frá íran. Þar í landi hryllir ráðamönnum við tilhugsuninni um auðugt grannríki með vestræn- um Jifnaðarháttum. Ótt- ast íranir að það verði 2 milljónum manna af azersku bergi í norðurhluta írans hvatning til þess að krefjast aðskilnaðar. Klerkarnir í íran gera sér þess vegna vonir um að bókstafstrúar- menn nái fyrst undirtökum í Az- erbajdzhan og sjá það sem einu leið- ina til þess að tryggja stöðugleika í landamærahéruðunum í norðri. Til þess að friðþægja yfirvöld í Teheran hafa Azerar boðið þeim þátttöku í vinnslu olíusvæðanna. Hafa ráðamenn í Bakú _____________ nýverið gefíð erlendum samstarfsfyrirtækjum sínum þriggja mánaða frest til þess að svara til- lögum um aðild írana. Hyggjast Azerar afsala sér 20% af eigin olíutekjum, eða jafn- virði 5% heildartekna af vinnslunni, til írana. Bandaríkjastjóm er andvíg þátt- töku írana í olíuvinnslunni í Az- erbajdzhan og kann því að eiga eftir að koma til einhverra árekstra út af þessari ákörðun Azera. Alíjev er því í miklum vanda. Að honum er sótt úr öllum áttum. í allri ákvarðanatöku hefur hann orðið að leika nokkurs konar jafnvægislist. Óvíst er að það sé fært öllu lengur, einkum gagnvart Rússum. Hajdar Alyev IbúarBakú vonast eftir gullæði Stríðið um N agorno-Karabakh Vegna vinnslusamn- ingsins er höfuðborgin Bakú á góðri leið með að verða nokkurs konar Dallas. íbúar hennar sjá fyrir sér gullæði hvað varðar mögulegar tekjur af stríðum straumi vest- rænna olíuforstjóra, ráð- gjafa og kaupsýslu- manna sem þegar er tekinn að streyma til borgarinnar. Þannig er nú umhorfs í Bakú, að erfítt er að ímynda sér, að lands- menn eigi í grimmilegu stríði við kristna nágranna sína í Armeníu. í sex ár hafa ríkin tvö borist á bana- spjót út af héraðinu Nagorno-Kara- bakh sem er innan landamæra Az- erbajdzhan en Armenar ráða. Hérað- ið nær yfir um 20% lands í Azer- bajdzhan. Rúmlega 20.000 manns hafa beðið bana og um ein milljón Azera misst heimili sín af völdum stríðsátaka. Afleiðingarnar hafa verið geig- ________ vænlegar fyrir Azera. Efnahagur landsins hefur nánast hrunið og verð- bólga var að jafnaði 3.400% í fyrra. Stríðið “ hefur frekar latt en hvatt til fjárfestinga í landinu. Rússar hafa brauðfætt Armena og séð þeim fyrir vopnum. Sáttasemjar- ar Oryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) hafa gert árangurs- lausar tilraunir til þess að setja deilu ríkjanna niður. Nokkurrar stríðsþreytu gætir í Azerbajdzhan. Gæti það stuðlað að því að Azerar láti undan kröfum Rússa um að fá að hafa þar her, sem þeir litu á sem friðargæslusveitir. Fari svo yrði það mikill sigur fyrir Moskvustjórnina í stríðinu um áhrif og pólitísk ítök í hinu nýja olíuveldi. FIMMTUDÁGUR 2. MARZ 1995 ■ 27 • • Ognrstund fyrir norrænt samstarf Rætt við Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra Dana í kjölfar íslendinga kemur nú í hlut Dana að leiða Norðurlandasamstarfíð og því er Poul Nyrup Rasmussen for- sætisráðherra Dana nú í forsæti ráð- herrasamstarfsins. Sigrún Davíðs- dóttir tók forsætisráðherrann tali á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík og ræddi við hann um hvaða efni Danir hygðust leggja á áherslu á for- mennskutímabili sínu. POUL Nyrup Rasmussen EFTIR að íslendingar hafa farið með formennsku í Norðurlandasamstarfinu undanfarið ár, hafa Danir nú tekið við formennskunni. Það kemur því í þeirra hlut að leiða til lykta það umbótastarf, sem hófst í formennskutíð íslendinga. Um brýn verkefni í Norðurlanda- samstarfinu sagði Nyrup Rasmus- sen að þar væru endurnýjun starfs- ins innan Norðurlandaráðs og Nor- rænu ráðherranefndarinnar efst á blaði. „Þegar hafíst verður handa innan Norðurlandaráðs samkvæmt nýju skipulagi um næstu áramót verður það nokkurs konar ögur- stund fyrir norrænt samstarf. í sambandi við nýja starfshætti er mikilvægt að stöðug norræn um- ræða verði á evrópskum vettvangi, þar sem framtíð Evrópu er rædd og þá samstarfið á nágrannasvæð- unum alveg upp til Sankti Péturs- borgar, umhverfismál, atvinnumál, upplýsingar til almennings um Evr- ópumálin og síðast en ekki síst að hagsmunir smáríkja verði tryggðir. Oft snýst umræðan um hið síðast- nefnda um hvernig koma eigi árum stórveldanna fyrir borð. En látum þau sjá um það og tryggjum hags- muni smáþjóðanna innan Evrópu- sambandsins á þjóðaráðstefnunni 1996. En almennt gildir að fyrst verði hið pólitíska samstarf að kom- ast á hreint og síðan má finna því einhvern ramma, en ekki öfugt. Heimskautaráð Annað mál sem Danir hafa áhuga á að fylgja eftir er stofnun Heim- skautaráðs með þátttöku Norður- landanna, Rússlands og Kanada. Einnig höfum við áhuga á að tryggja frumbyggjum vettvang inn- an Sameinuðu þjóðanna. Sömuleiðis viljum við halda áfram að styrkja samstarfíð á nágrannasvæðunum og þá ekki síst að tryggja böndin við Eystrasaltslöndin og Barents- hafssvæðisins. En því er ekki að neita að höfuðmálið nú er endur- bótastarf innan Norðurlandasam- starfsins svo umræður á vettvangi þess skipti einhveiju máli. Annars er allt unnið fyrir gíg.“ Þingmenn skiptast nokkuð í tvö horn um hvernig þeir líta framtíð norræns samstarfs. Ert þú í hópi þeirra bjartsýnu eða svartsýnu? „Ég er bjartsýnn, því ég álít að verið sé að gera breytingar til góðs. Við leggjum metnað okkar í að starfið samkvæmt nýju skipulagi hefjist strax um áramótin. Það verð- ur að tryggja að Norðurlandaráð nýtist til að ræða grundvallaratriðin í ESB-samstarfinu sem aðdraganda ríkjaráðstefnunnar. Öryggis- og varnarmál eru síðan rædd í sam- hengi við Atlantshafsbandalagið og þróun þess. Umræður um stjórnmál lífsnauðsynlegar Það er enginn vafi á að það hafa verið of litlar umræður innan Norð- urlandaráðs um stjórnmál. Slíkar umræður eru lífsnauðsynlegar, ef við ætlum okkur að gera þingið að mikilvægum vettvangi utan Evr- ópuþingsins. Það ætti að vera auð- velt, ef viljinn er fyrir hendi, því við þurfum til dæmis ekki að glíma við þann málaglundroða, sem er þar.“ Meðal þingmanna er greinilega mikill áhugi á að ræða öryggis- og varnarmál og Carl Bildt fyrrum for- sætisráðherra Svía hefur meðal annars lagt til að Norðurlöndin komi á fót friðargæslusveit og þá einnig í þeim tilgangi að gefa norrænni samvinnu á þessum vettvangi aukið innihald. Hvaða augum lítur þú þessa hugmynd? „Við höfum þegar góða reynslu af norrænum sveitum undir stjórn Sameinuðu þjóðanna og þær hafa Tryggjum hags- muni smáþjóö- anna innan Evr- ópusambandsins á þjóðaráðstefn- unni 1995 starfað á ófriðarsvæðunum í fyrrum Júgóslavíu. Hugmynd Bildts er mjög athyglisverð. Við Norður- landabúar getum bæði brugðist hratt og snarplega við, kannski ver- ið sneggri en aðrir og því gæti slík sveit verið mjög gagnleg." „Vonumsttil að Færeyingar fallist á okkar sjónarmið" Undanfarið hafa staðið snarpar deilur milli Dana og Færeyinga vegna rannsóknar á yfírtöku Færeyinga á Færeyjabanka, þar sem Færeyingar krefjast dómsrann- sóknar, meðan Danir vilja beita nefnd sérfræðinga í rannsókninni. Hvernig standa þau mál? „Við höfum skýrt okkar skoðun fyrir Færeyingum og setjum þeim engin tímatakmörk. Við höfum nægan tíma. Hvað rannsóknina varðar bjóðum við upp á rannsókn sérfræðinga, bæði danskra eða frá hinum Norðurlöndunum, sem Fær- eyingar teldu sig geta treyst. Að sama skapi viljum við einnig að þeir taki þátt í að leggja línur fyrir nefndarstarfið, svo rannsakað verði nákvæmlega það sem þeir hafa áhuga á. Það er rétt að Danir og Færeying- ar eru ósammála um ákveðin mál, en það má ekki gleymast að við höfum líka leyst margvísleg mál í sátt og samlyndi. Einna ánægðastur er ég yfír að Danir og Færeyingar hafa komið á stofn atvinnuþróunar- stofnun, þar sem hvor þjóðin um sig hefur lagt fram sem samsvarar rúmlega milljarði íslenskra króna til að leita leiða til atvinnuþróunar, meðal annars á sviði fiskiræktar, fiskafurða og ferðamannaiðnaðar. Ég álít að þarna sé hægt að skapa góðar aðstæður til að stuðla að fjöl- breyttara atvinnulífi á eyjunum. Það þarf sennilega ekki að skýra mikil- vægi þessa fyrir íslendingum. Hvað varðar meginlandssökkul- inn og nýtingu hans höfum við af fremsta megni reynt að styðja mál- stað Færeyinga í deilum þeirra við Breta. Þegar Douglas Hurd utanrík- isráðherra Breta heimsótti Dan- mörku fyrir skömmu talaði ég síð- ast við hann um mikilvægi þess að Bretar séu ekki að leika stórveldi gagnvart Færeyingum. Það ríður á mjög miklu fyrir Færeyinga að lausn fáist, svo hægt verði að kanna til hlítar möguleika á nýtingu þessa svæðis." Af hveiju láta Danir ekki undan kröfu Færeyinga um dómsrannsókn fremur en nefnd sérfræðinga? „Undanfarin ár hafa nokkrar slíkar rannsóknir verið gerðar og það leiddi til þess að forseti Hæsta- réttar skrifaði bréf til stjómarinnar þar sem hann varaði við þess háttar rannsóknum, meðal annars á þeim forsendum að ekki væri hægt að gæta réttaröryggisins til hlítar í vitnaleiðslum við slíka rannsókn. Þetta er því í fyrsta lagi ástæða til að danska stjórnin getur ekki fallist á dómsrannsókn í málinu. í öðru lagi þá tekur dómsrann- sókn langan tíma, án þess að hún gegni öðru hlutverki en að skýra hvað gerðist og hvenær. Það þyrfti því dómsmál og um leið enn lengri tíma til að skera úr um ábyrgð og hugsanlegar bætur. Þetta allt höf- um við skýrt fyrir Færeyingum og vonumst til að þeir muni á endanum fallast á okkar sjónarmið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.