Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Breytingar hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli 85. aðgerðasveitin tekur við af 57. flugsveitinni Sveitin hefur verið á íslandi frá því í nóvember 1954 F-15C 80-038 Eagle frá 57. flugsveit. F-15C Eagle frá 94. flugsveit. F-15C-vél. Myndin er tekin þegar síðustu vélarnar fóru frá Keflavík. 57. FLUGSVEIT bandaríska flug- hersins verður lögð niður á Keflavík- urflugvelli í dag, 2. mars. í stað hennar var sett á fót sveit sem ber nafnið 85. aðgerðasveitin eða „85th Operations Squadron". Þetta virðist í sjálfu sér ekki vera merkilegur atburður, en þegar nánar er að gáð er hér um að ræða all mikla breyt- ingu á samsetningu og vígskipan flughersins á Keflavíkurflugvelli. Þessi framkvæmd er í framhaldi af sam- komulaginu um vamar- samstarfið frá 4. janúar 1994, þar sem gert var ráð fyrir að fjórar orr- ustuþotur yrðu stað- settar á Keflavíkurflug- velli og aðstæðum öll- um haidið við þannig að hægt yrði með mjög litlum fyrirvara að auka fjölda flugvéla hér upp í það sem naúðsynlegt er á hveijum tíma. 57. flugsveitin hefur verið staðsett á Keflavíkurflugvelli allt síðan í nóvember 1954. Sveitin sú hefur gengið undir nafninu „Svörtu riddaramir frá Keflavík". í stað hennar kemur nú 85. sveit sem hefur umsjón með flugflota Banda- ríkjaflughers á íslandi, en hann sam- anstendur auk orrustuvélanna, af einni björgunarflugsveit með fjórum HH-60G-þyrlum, sveit eldsneytis- véla (ein til tvær KC-135-Stratot- anker) og ein björgunarflugvél af HC-130-Herkúlesgerð. Af þessum flota er björgunarsveitin nú sú eina sem staðsett er hér að staðaldri með allan sinn búnað. Hinar deildimar koma hingað með flugvélar sínar og áhafnir og dvelja mismunandi langan tíma. Flugvél- amar og áhafnimar koma úr hinum ýmsu sveitum bandaríska flughers- ins. Það sem er alveg nýtt er að nokkr- ar sveitir búnar F-15-flugvélum munu skiptast á um að halda hér úti a.m.k. fjórum F-15-vélum og fljúga þeim á æfingum hér. Flugvél- amar sjálfar munu vera hér í u.þ.b. þijá mánuði, en áhafnir munu dvelja styttra, 3-5 vikur, þar eð nægileg íjölbreytni næst ekki við þjálfun flugmanna með svo fáum flugvélum. Þetta er svipað fyrirkomulag og allt- af hefur verið hjá kafbátaleitarflug- sveitum flotans og eldsneytis- og ratsjárflugvélum flughersins. Hvað vinnst með þessu? í fyrstu virðist sem ekkert vinn- ist, heldur sé eingöngu um að ræða slíka fækkun í flugvélakosti varnar- liðsins að það komi ekki að neinu gagni eftir breytinguna. Hér er nú einungis þriðjungur þeirra véla sem fæst var hér á árabilinu 1954-1994. Einnig eru áhafnirnar ekki eins van- ar íslenskum aðstæðum og áður, þegar flugmenn dvöldu hér í eitt eða tvö ár. Til þess að fínna ávinning verður að líta til breytinganna sem orðið hafa á samsetningu bandaríska flug- hersins síðustu tvö ár. Aður var sveitum skipt niður eftir því hvaða hlutverk þeim var falið, eða öllu heldur hverskonar flugvélar Flugvélategundirnar á Kefla- víkurflugvelli Fremst t.v. McDonnell Douglas F-15C Eagle frá 57. flugsveit. Aftar t.v. Boeing KC-135R Stratot- anker eldsneytisvél. Aftast t.h. Lockheed HC-130P Hercules björgunar- og elds- neytisvél. Fremst t.h. Sikor- sky HH-60G, Pave Hawk frá 56. björgunarsveit þær höfðu innanborðs. Þannig voru til orrustudeildir, sprengjudeildir, flutningadeildir, ratsjárdeildir o.s.frv. Hver flugdeild hafði á að skipa nokkmm flugsveitum, oftast þrem, sem allar voru búnar sömu flugvélartegund. Þetta skipulag fékk sína eldskírn í síðari heimsstyijöld- inni og þótti gefast vel þá. Nú er sveitum hins- vegar skipað niður í deildir þannig að deild- irnar geta verið sjálfum sér nógar um flest. Yfír- stjómin heitir „Air Combat Command“ eða flugorrustjóm og undir henni em síðan deildir sem hafa á að skipa ormstusveitum, flutn- ingasveitum og sprengjusveitum. Aliar þessar sveitir em búnar þannig að þær eiga að geta farið hvert á land sem er í heiminum með nánast engum fyrir- Nokkrar sveitir búnar F-15-flugvélum munu skiptast á um að halda hér úti a.m.k. fjórum F-15-vélum, að því er fram kemur í grein Baldurs Sveinssonar. Þetta fyrirkomulag er svipað og verið hefur hjá kafbátaleitarflug- sveitum flotans og elds- neytis- og ratsjárflug- vélum flughersins. vara. Þetta sást vel síðastliðið haust þegar mikill liðsafli var fluttur til Persaflóasvæðisins með eins dags fyrirvara. Þar á meðal vom F-15C- vélamar frá First Wing en fimm vél- ar þeirrar deildar em nú staðsettar hér. Æfingar þessara sveita ganga út á að þær séu ávallt tilbúnar að svara ógnun hvaðan sem hún stafar með viðeigandi afli og litlum fyrirvara. Heimadeildimar em þannig tilbúnar að svara kalli um liðsauka hingað til lands og koma ör skipti flugáhafna, sem áður em nefnd, að því leyti að gagni við eflingu staðþekkingar þeirra á íslandi. Þess skal getið að vitaskuld er ekki hægt að kalla vél- amar héðan til aðgerða í öðmm hlut- um heimsins nema að fenginni heim- ild íslenskra stjómvalda og komi þá aðrar vélar í staðinn. Áður á íslandi Áhafnimar og flugvélarnar sem hér em staðsettar nú em hluti af einni elstu og virðulegustu deild bandaríska flughersins, eða fyrstu deild, „First Fighter Wing“ eða bara „First Wing“ eins og deildin heitir nú. Þessi deild hefur fast aðsetur á Langley-flugvelli í Virginu, skammt frá Norfolk. í deildinni eru þijár sveitir, 27., 71. og 94. flugsveit og em flugvélarnar og áhafnirnar hér nú úr öllum sveitunum þrem. 27. flugsveit er ekki alveg ókunn íslandi, þó flestir meðlimir hennar nú geri sér líklega ekki grein fyrir því. Flugsveitin kom hér við á leið til Evrópu sumarið 1942. Hún dvaldi á Reykjavíkurflugvelli frá 6. júlí til 28. ágúst 1942. Einn meðlimur sveitarinnar, Lt. Elza T. Shahan, varð ásamt öðrum til að skjóta niður Focke Wulf FW-200 Kondor-könn- unarflugvél yfír Faxaflóa þann 14. ágúst 1942. Þetta var fyrsta þýska flugvélin sem herafli Bandaríkjanna grandaði í Evrópu í síðari heims- styijöldinni. Allar vélar 57. sveitar farnar Ýmsir hafa talið að strax eftir samkomulagið frá janúar 1994 hafí allar F-15-vélarnar nema flórar ver- ið fluttar brott, en það var ekki fyrr en seint á árinu 1994 að flugvélunum tók að fækka úr tólf. Síðustu tveim F-15-véium Svörtu riddaranna var flogið til Bandaríkjanna sunnudag- inn 26. febrúar kl. 12. Lauk þar með flugi 57. flugsveitar frá íslandi en það hafði staðið óslitið allt frá því 12. nóvember 1954. Þann dag komu fyrstu F-89C Scorpion-vélarn- ar til Keflavíkur frá Presque Isle- flugvelli í Maine-fylki. Síðan hefur flugsveitin notað F-89D Scorpion frá 1955-1962, F-102A Delta Dagger frá 1962-1973, F-4C Phantom frá 1973-1977, F-4E Phantom frá 1977-1985 og að síðustu F-15C Eagle frá 1985-1995. Fimm fyrstu flugvélarnar frá fyrstu deild lentu á Keflavíkurflug- velli 17. janúar 1995. Því má vænta skipta á flugvélum um miðjan apríl. Sjáanlegur munur á fyrrverandi flota og núverandj flugvélum er í raun tvennskonar. í fyrsta lagi hefur fyrsta deild einkennisstafina FF (Fyrst Fighter) á stélinu og litaða rönd efst á stélinu, en Svörtu ridd- aramir notuðu stafina IS (fyrir ís- land) og köflótta rönd efst á stélinu. Ennfremur er munur á útliti vegna fyrirkomulags aukaeldsneytisgeyma. 57. flugsveit var eina F-15C-sveitin sem notaði svonefnda utanáliggjandi aukatanka (CFT eða Conformal Fuel Tanks) en það eru tankar sem liggja utan á skrokk vélanna og falla mjög vel að skrokklagi þeirra. Þessi tankar hafa nánast engin áhrif á hraðflugs- eiginleika vélanna, en gera þær vita- skuld þyngri en hinar. Að auki er ekki hægt að sleppa þeim á flugi eins og hinum þrem aukatönkum sem núverandi vélar bera undir skrokk og vængjum. Höfundur er verslunar- skólakennari ogáhugamaður um vamir íslands og flugm&I. Baldur Sveinsson Morgunblaðið/Baldur Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.