Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 33 GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR + Guðrún Ólafs- dóttir var fædd á Bjargarsteini við Bergstaðastræti í Reykjavík hinn 21. september 1900. Hún lést á dvalar- heimili aldraðra í Seyahlíð 22. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Ólafur Sveinsson sjómað- ur (sonur Sveins Guðnasonar barna- kennara) og Stein- unn Jónasdóttir húsmóðir. Ólafur Sveinsson fórst með kútter Ingvari hinn 7. apríl 1906. Guðrún ólst upp í Reykjavík og bjó þar alla sína tíð. Hún giftist Eyjólfi Ólafs- syni, stýrimanni og skipstjóra, síðar skipaskoðunarmanni, hinn 8. október 1921. Eyjólfur lést hinn 5. júlí 1970. Börn þeirra eru: 1) Unn- ur, f. 18.11. 1921. Maður hennar er Gunnar Melsted, verslunarmaður. 2) Ólafur, f. 8.2. 1924, d. 25.6. 1994. Kona hans er Guðrún Gyða Hansdóttir. 3) Ástríður Eyjólfs- dóttir, f. 8.12.1930. Guðrún og Eyjólf- ur eiga fjölda af- komenda. Guðrún starfaði lengi við verslunar- störf í Reykjavík. Hún tók virkan þátt í félags- málum og starfaði mikið fyrir Slysavarnafélag íslands og var heiðursfélagi þess. Einnig starfaði hún mikið fyrir kven- félag Öldunnar og Hvöt. Útför Guðrúnar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. ÁSTKÆR langamma okkar og langalangamma er látin. Alltaf er maður jafn óviðbúinn dauðanum, hversu undirbúin sem við teljum okkur vera fyrir komu hans. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi né ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þeg- ar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyr- ir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífínu.“ (Ók. höf.) Minningin um langömmu og langalangömmu mun lifa í hjörtum okkar allra sem þekktum hana. Góði Guð, taktu opnum örmum á móti langömmu okkar, hún það svo sannarlega skilið. Hvíl þú í friði, friður guðs þig blessi. Elsku amma og afi, Ástaló og Gyða. Guð gefí ykkur öllum hugg- un og styrk í sorg ykkar. Oli, Elísabet Unnur, Ármann og Steinunn Birna. Góðvildin var greypt í hug og sál og geislaði frá hveijum andlitsdrætti. Glettni og kúnni gæddi allt sitt mál, græskulaust, en létti skap og bætti. Sumum er slík hjálparhendi léð að hika aldrei nætur jafnt sem daga. Geta ekkert aumt né dapurt séð án þess helst.að bæta um og laga. (Jakob Jónsson) Slysavamakonur í Reykjavík kveðja frú Guðrúnu Ólafsdóttur með hlýrri þökk fyrir mikið og gott starf í þágu slysavarnamála. Guðrún gekk til liðs við Slysa- varnadeild kvenna í Reykjavík á öðrum fundi deildarinnar sem stofnuð var í apríl 1930. Stór hóp- ur kvenna í Reykjavík gekk í deild- ina á fyrstu starfsárum hennar og segja má að flestar húsmæður og konur almennt sem komnar voru yfír 20 ára aldur legðu henni lið. Fljótlega var Guðrún kosin í stjórn og vann þar mikið starf um ára- tugi. Hún var um árabil í forsvari fyrir merkjasölunefndinni sem var umfangsmesta peningasöfnun deildarinnar og var það mjög mik- ið starf og krafðist mikilla skipu- lagshæfileika. Og svo var basarinn og kaffisalan, því alltaf var verið að safna fé fyrir Slysavarnafélag- ið, nóg var að starfa. Það vantaði skipbrotsmannaskýli, vítt og breitt um landið og deildin sá um að leggja fé í smíði þeirra og útbún- að, Sæbjörg var innréttuð sem björgunarskip og fleira og fleira. Þá reyndi mikið á dugmiklar konur eins og Guðrúnu sem alltaf voru tilbúnar til starfa fyrir slysavarna- málin. Guðrún var ung að árum þegar faðir hennar drukknaði með Ing- ólfí sem fórst á Viðeyjarsundi og engri björgun varð við komið. Það var hörmulegur atburður. Guðrún var gerð að heiðursfélaga í kvenna- deild SVFÍ á 50 ára afmæli deildar- innar og einnig var hún heiðursfé- lagi í Slysavarnafélagi íslands. Gaman var að tala við Guðrúnu um liðin ár og störf deildarinnar áður fyrr. Hún minntist með þakk- Iæti allra þeirra kvenna, frum- kvöðlanna sem unnu brautryðj- endastörfin. Á skemmtifundum var alltaf húsfyllir og fjölmargir skemmti- kraftar sem lögðu deildinni lið end- urgjaldslaust og enn í dag kemur einn á okkar árlega afmælisfund og hefur gert sl. 30-40 ár og Guðrún sagði líka: „Já, hann Ómar minn er sko engum líkur.“ Guðrún var falleg og fíngerð kona og íslenski búningurinn fór henni svp vel. Hún var umtalsgóð og ljúf. Ég minnist þess hvað mér þótti vænt um þegar hún stóð upp á aðalfundum og þakkaði stjórnar- konum unnin störf og þeirra sem úr stjórn gengu og óskaði nýjum konum velfarnaðar í starfi. Hún sagði sína meiningu um það góða og einnig það sem betur mátti fara. Hún sótti vel fundi á meðan heils- an leyfði og ég man hvað hún gladdist þegar henni var boðið að koma þegar salur kvennadeildar- innar var vígður í ágúst 1993, Höllubúð í Sigtúni 9, falleg húsa- kynni og hlýleg. Hún sagði þá að þetta væri mikil hamingju- og gleðistund, eins og okkur fannst reyndar öllum. Nú er skarð fyrir skildi og það þynnist hópurinn sem varðaði veg- inn á fyrstu árum kvennadeildar Slysavarnafélagsins í Reykjavík og oft voru erfið skilyrði, en aldrei var kvartað og verkin sýna merkin. Við slysavarnakonur þökkum Guðrúnu frábært starf og allar fyrirbænir og óskir deildinni okkar til handa. Guð blessi'ástvini henn- ar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð veri minning mætrar konu. Fyrir hönd kvennadeildar Slysavarnafélags íslands, Guðrún S. Guðmundsdóttir. Elsku amma hefur nú kvatt þennan heim og fengið hvíldina. Það er erfitt að hugsa sér að eiga ekki eftir að koma í Seljahlíðina í heimsókn. JÓN STEINSEN Alltaf varst þú uppáklædd og glæsileg hvern dag, sama hvernig þér heilsaðist. Margs er að minn- ast og margt kemur upp í hugann á þessari stundu. Allt frá því á barnsaldri að rifjast upp minning- ar frá skemmtilegu jólaboðunum á Veghúsastígnum, þar sem allir krakkarnir í fjölskyldunni komu saman og sungu og dönsuðu kringum litla jólatréð. Tilhlökkun- in á páskunum að fá skemmtilega „páskaeggið" frá þér. Og þau skipti þegar þú komst arkandi, alltaf svo létt á fæti, á Bárugöt- una með blómvönd til okkar sem vorum nýgift og að byrja búskap. Já, það er svo margs að minnast en í huganum geymi ég mynd af þér amma mín, þessari glæsilegu konu sem bar alls staðar af í út- liti, klæðnaði og fasi. Og efst í huga mér er þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samveru þinnar öll þessi ár. I sorginni finn ég huggun í hjarta mér er ég veit þú átt endurfundi við ástvini þína. Guð geymi þig elsku amma mín. Helene. Það var 19. febrúar 1937 sem sjálfstæðiskonur í Reykjavík stofn- uðu Hvöt. Stofnfundinn sóttu rúm- lega 300 konur, sem allar gengu í félagið. Ein þessara kvenna var Guðrún Ólafsdóttir, sem hér verður minnst. Hún fæddist aldarmótaárið og hefur alla sína ævi búið í Reykja- vík. Hun missti föður sinn ung, en móður hennar tókst af eigin rammleik að koma börnum sínum upp og Guðrún vandist því fljótt að vera sjálfstæð og sjálfbjarga. Eyjólfur, eiginmaður Guðrúnar, var lengst af stýrimaður og hvíldi því uppeldi barna þeirra mest á henni eins og títt er um sjómanns- konur. Guðrún gekk ung í Slysavarn- afélagið og vann þar mikið og gott starf. Ég kynntist henni fyrst að ráði eftir að ég gekk í Hvöt upp úr 1940. Hún sat í stjórn Hvatar 1954-1964, en áður í varastjórn í tvö ár. Þótt hún héldi ekki ræður á fundum lagði hún alltaf gott til málanna, bæði í stjón og utan stjórnar. Hún sótti mjög vel fundi alveg fram á síðustu ár, vann ötul- lega að fjáröflun félagsins, hvort sem um var að ræða hlutaveltur, basara, kaffí- og kökusölu eða bingó, enda hefur Hvöt lagt stórfé í flokkssjóð. Hún sat lengi í full- trúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og lagði dijúgan skerf til kosningabaráttu Sjálfstæðis- flokksins. Hún hafði mikinn áhuga á brautargengi kvenna og sárnaði þegar konur fengu ekki þann stuðning sem hún (og fleiri) ætluð- ust til. Oft vorum við samferða á fundi, einkum þegar við vorum nágrannar, og stundum fylgdumst við að ,á kjörstað. Það var gaman að vera í fylgd með Guðrúnu. Það fylgdi henni alltaf glæsileiki og góðvild hvar sem hún fór, en jafn- framt baráttugleði. Hún var fylgin sér á sinn hógværa og kurteisa hátt og skildi, að í baráttu verða allir að standa sig og allir að skila sér. Guðrún Ólafsdóttir var glæsileg kona. Það var gaman að sjá hana á sólbjörtum dögum, meðan Reyk- víkingar ferðuðust enn fótgang- andi um miðbæinn, þegar hún gekk um á peysufötum með fallega, hvíta franska sjalið sitt. En hún var líka glæsileg þegar ég heim- sótti hana í Seljahlíð í nóvember síðastliðnum. Hún var tággrönn eins og ung stúlka, með silfurhvítt hár og í glæsilegum Iq'ól, sem hún sagði mér að væri 10 ára gamall. Það var allt fallegt í kringum hana, en fallegust var hún sjálf, þessi lífsreynda kona, sem var nýbúin að missa son sinn, en bar þó höfuð- ið hátt. Það er sjónarsviptir að konum eins og Guðrúnu Ólafsdóttur. Guð blessi minningu góðrar konu. Ólöf Benediktsdóttir. + Jón Steinsen fæddist í Reykjavík 10. febrúar 1967. Hann lést á Landspítal- anum 9. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 16. febrúar. MIG Iangar í fáum orðum að minn- ast Jóns félaga míns sem mér auðn- aðist að þekkja í alltof stuttan tíma. Þegar farið er að heiman til langdvalar kemur meðal annars upp sú spurning í huga manns hvernig manni takist að laga sig að breyttum aðstæðum og hvers konar fólki maður kynnist. Þegar ég kynntist Jóni Steinsen þá taldi ég mig hepp- inn. Leiðir okkar Jóns lágu saman í skóla erlendis þar sem við áttum eftir að sitja saman á skólabekk í tæpan vetur og sú skólaseta var virkilega ánægjuleg þar sem stuðn- ingur Jóns og hjálpsemi voru ævin- lega til staðar. Ég sóttist eftir að sitja við hlið hans í kennslustundum því ef eitthvað kom upp á tímunum sem mér var torskilið, þá var Jón mér við hlið boðinn og búinn að reyna að útskýra af sínum mætti. Jón var fróður í sínu fagi, enda var flug hans aðaláhugamál og hann hafði gaman af að segja sögur úr fluginu sem ég naut að hlusta á. Eg er glaður og vil þakka forsjón- inni fyrir að hafa fengið að kynn- iast slíkum félaga sem Jón Stensen var. Hann var drengur góður. Ég sendi ykkur, Brynja og Rak- el, og aðstandendum öllum innilegar samúðarkveðjur. Megi friðarins faðmur hylja ykkar sár. Sigurjón Örn Ólason, Vasterás, Svíþjóð. + Aðalheiður Jónasdóttir ' fæddist á Eiðsstöðum í Blöndudal í Austur-Húna- vatnssýslu 30. desember 1922. Hún lést í Reykjavík 16. febr- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholts- kirkju 24. febrúar. MIG langar til að minnast hennar Heiðu vinkonu minnar með örfáum orðum. Þegar ég lít til baka koma upp í hugann minningar um ótal dásamlegar samverustundir frá því kynni okkar hófust fyrir rúm- um fjörutíu árum. Heiða var hæfi- leikakona og búin mannkostum er báru hróður hennar víða. Hún vann ýmis störf um dagana en mest þó við hjúkrun og hafði nóg á sinni könnu með stórt heimili. En þrátt fyrir mikið annríki í starfi og heima fyrir hafði hún af sínu + Erlingur Andrés Jónsson fæddist á ísafirði 15. októ- ber 1950. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ 16. febrúar síðastliðinn og var kvaddur með athöfn í Langholtskirkju 23. febrúar. ERLINGUR Jónsson er farinn til síns eilífðarhúss eða til þess staðar sem hann kom frá inn í heim manna. Ég kynntist Erlingi á síð- astliðnu ári. Érlingur var mannas- ættir, það stafaði frá honum hlýju og glæsileika. Hann átti stóran þátt í að kyrra öldur innan Ásatrú- arfélagsins. Við fórum í Heiðmörk- ina saman í desember, kveiktum Það er erfítt að trúa því að hann Jón, félagi okkar og bekkjar- bróðir, sé látinn. Hann var við nám í Svíþjóð í tæpt ár, og á þessum stutta tíma fengum við að kynnast Nonna, eins og við kölluðum hann, hans viljastyrk og bjartsýni á framtíðina sem yfirleitt einkenndi framkomu hans. Tæpu hálfu ári síðar komu Brynja og Rakel til Vásterás. Þá fengum við að kynnast þeim sem fjölskyldu, þann góða en alltof stutta tíma. Þar sem veikindi Nonna tóku sig upp aftur undir vorið, urðu þau að snúa heim til íslands. Síðan þá höfum við haldið í þá von að Nonni og fjölskylda kæmu aftur til Vást- erás. Nú vitum við að Nonni hefur Öðlast frið. Minning hans verður ávallt í huga okkar. Lítum upp þá norðurljósin loga horfum niður í vatninu tunglið skín göngum áfram í friðarins arm, stjama á himnum ég þrái hana niður toga hún mun verða alltaf eilíft mín þessa stjömu ég geymi við minn barm. (SÖÓ) Elsku Brynja og Rakel, hugur okkar er hjá ykkur. Megi góður guð styrkja ykkur, foreldra, tengdaforeldra og systkini og aðra ættingja og vini í þessari miklu sorg. Óskar, Agnea og börn, Ríkharður og Aldís, Sigurjón og Brynjólfur. einstaka hjartalagi og rausnar- skap ævinlega tíma fyrir þann sem átti í erfíðleikum og þarfnaðist huggunar og uppörvunar og einnig fyrir þann sem engan hafði til að gleðjast með. Hún var óbilandi hjálparhella sem miðlaði af vináttu án skilyrða. Hún átti þessa smit- andi útgeislun, sem örðugt er að lýsa en gat í einu vetfangi breytt dapurlegu augnabliki í gleðistund og frá henni starfaði hlýju sem náði til allra er í kringum hana voru. Minningin um þessa góðu, tryggu og hjartahlýju vinkonu er mér dýrmætari en fátækleg orð mín fá nokkrun tíma lýst. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hana að og þakklát fyrir samverustundirn- ar sem aldrei gleymast en veita mér yl og gleði á meðan ég lifí. Guð blessi minningu hennar. Guðrún V. Gísladóttir. eld og sungum saman á vetrar- bjartri nótt. Ég mum minnast Erl- ings með því að halda í heiðri þann sið sem hann kynnti á jóla- blóti í vetur að yrkja vísur og kveða. Við ætluðum að kveða meira saman í fimmundum. Til þess vannst ekki stund. Eins og nú er komið munum við kveða saman í hugarheimi. Það verður kveðja okkar. Ég sé Erling fyrir mér fijálsan mann og hraustan á hesti á leið til fjalla. Erlingur var allur öðlingur drengur að heiði var hallur hugans strengur Tryggvi Gunnar Hansen. AÐALHEIÐUR JÓNASDÓTTIR ERLINGURA. JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.