Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRARINN GUÐNASON + Þórarinn Guðnason fæddist í Gerðum í Landeyjum 8. maí 1914. Hann lést í Reykjavík 17. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 28. febrúar síðastliðinn. VIÐ óvænt fráfall Þórarins Guð- ansonar læknis er horfinn starfs- bróðir, sem var mörgum okkar sérstök fyrirmynd og kær félagi. Hann var alla starfsævi sína mik- ilsmetinn og farsæil skurðlæknir í Reykjavík og meðal vinsælustu heimilislækna hér í borg um ára- tuga skeið. Þórarinn var mikill og ástríðufullur listunnandi og lét fátt framhjá sér fara sem efst var á baugi í listum, hvort heldur var í bókmenntum, tónlist eða mynd- list. Sjáfur var hann listamaður og ekki bara í læknislistinni heldur vann hann mikið að ritstörfum af ýmsu tagi alla ævi. Það vakti undr- un og aðdáun, hve mikil elja bjó í þessu dagfarsgóða prúðmenni. Þórarinn stundaði framhalds- nám í skurðlækningum í Englandi á stríðsárunum 1942-1945. Hann starfaði einkum við Hinn konung- lega læknaskóla fyrir sérfræðinga á Hammersmith sjúkrahúsinu í London en vann einnig á fleiri sjúkrahúsum þar og í Manchester. A þessum söguríku árum var London sífellt í sviðsljósinu vegna loftárása Þjóðverja í orustunni um Bretland og borgin því ekki á þeim tíma sá staður sem friðsemdar- menn af íslandi hefðu kosið sér að öðru jöfnu. Mikil tíðindi urðu líka í læknis- t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBJÖRN JÓN JÓNSSON skipsstjóri, Hlíf II, ísafirði, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði þriðjudaginn 28. febrúar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN BJARNADÓTTIR, Eyði-Sandvík, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 4. mars kl. 14.00. Jóhann Róbertsson, Sesselja Bergsteinsdóttir, Jón Guðmundsson, María H. Guðmundsdóttir, Sigurður Leifsson, Sigurður Guðmundsson, Eygló Gunnlaugsdóttir, Kristmann Guðmundsson, Bjarni Guðmundsson, Rannveig Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LAUFEY HELGADÓTTIR, Fornhaga 22, verður jarðsungin frá Neskirkju föstu- daginn 3. mars kl. 13.30. Hermann Guðjónsson, Gústaf H. Hermannsson, Ólöf S. Baldursdóttir, Guðríður S. Hermannsdóttir, Þráinn Ingólfsson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, UNNAR SIGRÚNAR JÓNSDÓTTUR, Grænuhlíð 18, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfs- fólki öldrunardeildar Landspítalans, Há- túni 10B. Jón Karlsson, Dagrún H. Jóhannsdóttir, Guðmundur Karlsson, Ásta Þórarinsdóttir, Ellert Karlsson, Ásdís Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, ÞÓRUNN ELFA MAGNÚSDÓTTIR rithöfundur, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. mars kl. 15.00. Anna Margrét Jónsdóttir, Magnús Þór Jónsson, Einar Már Jónsson. MINNINGAR fræðinni á þessum tíma, þegar læknar tóku að nota penicillinið í stórum stíl við lækningar og mikl- ar nýjungar komu fram í skurð- lækningum og fleirir greinum læknisfræðinnar. Þegar heim til íslands kom skip- aði Þórarinn sér í raðir okkar hæfustu skurðlækna og vann á Landspítala, sjúkrahúsi Hvíta- bandsins og Sólheimum, en lengst af á Borgarspítalanum, þar sem hann starfaði um áratuga skeið. Frá læknanemaárum mínum á ég minningar um góða kennslu og handleiðslu Þórarins og fleiri þekktra skurðlækna, sem störfuðu við handlækningadeild Landspítal- ans. Það voru dijúg spor til þroska að fá að svæfa sjúklinga og „halda í haka“ við aðgerðir hjá Þórami og því einvala liði skurðlækna, sem þá starfaði á deildinni og mikill frægðarljómi stóð af um ára bil. Sem nýbakaður sérfræðingur 1959 hóf ég störf á rannsóknar- stofu minni á sömu hæðinni og Þórarinn starfaði og höfðum við sameigilega biðstofu. Á viðtals- tíma Þórarins var biðstofan löng- um þéttsetin. Hann var mikilvirkur og reyndar tvíefldur, þar sem hann naut aðstoðar Sigríðar konu sinnar við móttöku og ritarastörf. Ég og reyndar fleiri nýbyijaðir, upplifð- um vinsældir Þórarins á þann hátt að opna dyrgættina á stofum okk- ar og segja „næsti“ en enginn hreyfði sig, þótt biðstofan væri full. Við lærðum fljótt að halda aftur af okkur og opna hurðina sem sjaldnast, meðan straumurinn lá allur inn á stofuna hjá Þórami. Vegna hæfni sinnar var Þórar- inn oft beðinn um að halda ræðu eða yrkja kvæði til söngs á árshá- tíðum lækna eða öðrum tímamót- um. Gótt var að leita til hans um fræðsluerindi fýrir almenning. Hann var flestum læknum af- kastameiri við fræðslu um heil- brigðismál einkum á síðari áram, þegar hann samdi pistla í Morgun- blaðið um þau mál. Þórarinn læknir var félags- hyggjumaður og samtökum vinstri manna ágætur liðsauki. Meðal vina Þórarins var Magnús heitinn Kjartansson ritstjóri og heilbrigð- ismálaráðherra. Við jarðaför Magnúsar hélt Þórarinn útfarar- ræðu í Dómkirkjunni og voldugur hljómur alþjóðasöngs verkamanna fýllti kirkjuna. Minningin um Þór- arinn og þessa kirkjuathöfn líður seint úr minni. Við Erla sendum Sigríði og allri fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Olafur Jensson. Þórarinn Guðnason læknir er látinn. Hann varð bráðkvaddur 17. febrúar síðastliðinn, áttræður að aldri. Þórarinn var elstur fjögurra systkina sem upp komust. Yngri systur hans voru Bergþóra móðir mín, sem andaðist á síðastliðnu ári, Þórhalla og Guðrún, sem bú- settar era í Reykjavík. Þórarinn ólst upp hjá foreldram sínum, fyrst í Gerðum og síðar á Krossi í Aust- ur-Landeyjum þar til hann fór til Reykjavíkur til náms. Mínar fyrstu minningar um Þórarin móðurbróður minn eru frá árunum þegar ég var að alast upp á Krossi, á heimili afa míns og ömmu. Þar var stór fjölskylda í litlum bæ, afi og amma, pabbi og mamma og við fimm systkinin. Ógleymanlegar eru þær heim- sóknir þegar Þórarinn frændi kom með Sigríði konu sinni og börnun- um til að heimsækja okkur. Þá var oft glatt á hjalla í gamla bænum og margt sér til gamans gert. Nánari kynni okkar Þórarins hófust eftir að ég kom til Reykja- víkur til menntaskólanáms. For- eldrar mínir bjuggu þá enn austur undir Eyjafjöllum og ég fékk að búa hjá frændfólki mínu, fyrst hjá Þórhöllu og síðan hjá Þórarni. Á heimili hans á Sjafnargötu 11 bjó ég í fjóra vetur og var mér tekið þar opnum örmum eins og ég væri einn af fjölskyldunni. Dvölin hjá Þórarni og Sigríði og fjölskyldu STEFANÍA INGIGERÐ UR MARTEINSDÓTTIR + Stefanía Ingigerður Mar- teinsdóttir fæddist á Hól- um í Norðfirði 14. maí 1906. Hún lést 21. janúar sl. Inga Marteins, eins og hún var allt- af kölluð, var dóttir hjónanna Ingibjargar Einarsdóttur og Marteins Sigfússonar. Inga fluttist með foreldrum sínum að Skálateigi í sömu sveit. Hún giftist Björgvini Bjömssyni sjómanni 20. desember 1929. Hann lést 4. júní 1941. Þau eignuðust einn son, Geir, f. 7. september 1932. Kona hans er Helga Ásmundsdóttir. Dæt- ELSKU Inga frænka, nú hefur þú kvatt þennan heim eftir lang- varandi erfið veikindi. Við frænk- urnar höfum átt fjölmargar ánægjulegar samverustundir frá barnæsku og þar hefur aldrei fall- ið skuggi á. Inga var í senn stóra frænka mín og glæsileg kona, glaðlynd, ljóðelsk og ráðagóð og alltaf var hægt að leita til hennar ef á bját- aði. Fyrir þessar samverustundir okkar verð ég ævinlega þakklát. Við bræðradæturnar ólumst ur þeirra eru Katrín Inga, Björg Helga, Sóley Ósk og Sonja Iðunn. Um 1950 hóf Inga sambúð með Ríkharði Hjálm- arssyni málarameistara, hann lést árið 1992. Bræður Ingu voru Sigfús Þorsteinsson, gift- ur Mörtu Einarsdóttur, bæði látin; Svavar Marteinsson, giftur Fjólu Sigmundsdóttur, bæði látin; og Karl Marteins- son, giftur Dagmar Óskars- dóttur, bæði látin. Útför Ingu fór fram í kyrr- þey 31. janúar sl. upp á tvíbýlinu á Hólum í Norð- fírði. Ég bjó í gamla bænum, en Inga átti heima í nýja bænum sem við kölluðum alltaf frammi. Þang- að fram var alltaf gaman að koma að leika við krakkana og ef eitt- hvað kom upp á var óspart leitað til Ingu sem var fímm árum eldri en ég og hafði ráð við öllu. Minn- ingarnar frá Hólum urðu ljóslif- andi er ég kom þangað einn góð- viðrisdag í sumar, hvar Hólafjallið skartaði sínu fegursta. Frá æsku- og unglingsáranum á ég Ingu og Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. þeirra var yndislegur tími. Ég var þá að hefja mitt tónlistarnám og fékk til þess mikla hvatningu frá frænda mínum og fjölskyldu hans. Þórarinn var mikill áhugamaður um tónlist og hafði alla tíð yndi af að fara á tónleika. Ég lærði mikið af frænda mínum á þessum árum, sótti með honum tónleika og fékk að nota hans ágæta hljóm- plötusafn. Þórarinn var fjölhæfur gáfumaður, hann var víðlesinn og bjó yfir mikilli þekkingu á bók- menntum og tungumálum. Hann átti gott bókasafn og kenndi mér að umgangast bækur af þeirri virðingu sem þeim sæmir. Hann var málhagur og ritfær, fékkst mikið við ritstörf, einkum á síð- ustu áram, og eftir hann liggja margar afburðagóðar þýðingar úr erlendum málum. Að loknu framhaldsnámi í lækn- isfræði starfaði Þórarinn lengst af sem skurðlæknir á sjúkrahúsum í Reykjavík, síðast á Borgarspíta- lanum. Jafnframt stundaði hann heimilislækningar á lækninga- stofu. Hann var afar vinsæll lækn- ir og farsæll í öllum sínum störf- um. Hann var vandvirkur og sam- viskusamur með afbrigðum og man ég vel þegar hann var að lesa fagrit um læknisfræði og skurðlækningar á kvöldin og fram á nætur þegar erfiðar aðgerðir voru að morgni. Það fór ekki hjá því að margir leituðu ásjár hjá svo mikilhæfum lækni og það átti einnig við um skyldfólk. Frá því foreldrar mínir og systkin fluttu til Reykjavíkur höfum við ávallt getað leitað til Þórarins frænda þegar læknis var þörf. Ógleyman- legur er stuðningur hans við okkur þegar móðir mín varð bráðkvödd á síðastliðnu ári. Þórarinn var kvæntur mikilli sómakonu, Sigríði Theodórsdóttur jarðfræðingi og menntaskólakenn- ara. Börn þeirra era Edda, Freyr, Kristín, Bjarki, Helga og Nanna. Á Sjafnargötu 11 kynntist ég ein- stöku menningarheimili, hlýlegu og notalegu. Oft var þar gest- kvæmt því vinahópur Þórarins og foreldram hennar margt að þakka. Hún var alltaf sú fyrsta sem kom upp í hugann þegar Ieita þurfti lausnar á einhveiju og reyndist hún og fjölskylda hennar mér ákaflega vel eftir að móðir mín lést þegar ég var á fimmta ári. í kringum 1920 flutti Inga frænka ásamt foreldram sínum að Skálateigi í Norðfirði. Þá varð tómlegt á Hólum því ég var eina barnið sem eftir var. Um það leyti minnist ég þess að Inga frænka sagði mér til huggunar að ég ætti nú eftir að flytja sjálf seinna. Árið 1929 langaði mig að víkka sjóndeildarhringinn og kom Inga þá til skjalanna enn einu sinni. Hún hafði þá verið í vist í Reykja- vík á Vesturgötunni hjá Láru og Kristjáni Schram og réð hún mig þangað. Betri stað hefði ég ekki getað hugsað mér. Þetta sama ár giftist Inga Björgvini Bjömssyni og hófu þau búskap í Reykjavík. Til þeirra var alltaf gaman að koma og oft glatt á hjalla. Þau hjónin voru ákaflega gestrisin og vinamörg. Árið 1932 eignuðust þau soninn Geir, efnilegan dreng og myndarlegan. En Björgvins naut ekki lengi við og lést hann þegar Geir var aðeins átta ára. Eftir það bjuggu þau mæðginin áfram í Reykjavík og Inga stund- aði ýmsa vinnu til að framfleyta sér og syni sínum. Síðar hóf hún sambúð með Ríkharði Hjálmars- syni og bjuggu þau saman í u.þ.b. fjóra áratugi. Þau áttu gott heim- ili og var alltaf gaman að heim- sækja þau. Geir sonur Ingu reynd- ist móður sinni stoð og stytta alla tíð ásamt fjölskyldu hans, ekki síst í veikindum hennar síðustu árin. Með söknuði kveð ég elsku Ingu frænku. Sesselja Sveinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.