Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 39 FRÉTTIR Fyrirlestur um lúth- ersku og anglik- önsku kirkjurnar OPINBER fyrirlestur verður hald- inn á vegum guðfræðideildar Há- skóla íslands um Porvoosáttmálann föstudaginn 3. mars kl. 13.15 i stofu V í aðalbyggingunni. Þessi sáttmáli er um aukin tengsl anglik- önsku kirknanna á Bretlandseyjum og lúthersku kirknanna á Norður- löndunum og í Eystrasaltslöndun- um. Fyrirlesari verður prófessor Lars Österlin frá Lundi í Svíþjóð. Hann fjallar um forsendur og aðdraganda sáttmálans sem nú er til umræðu í nágrannaríkjunum. Prófessor Lars Österlin er frá Lundi í Svíþjóð og hefur hann auk prófessorsembættisins gegnt stöðu dómprófasts í sænsku þjóðkirkj- unni. Hann hefur um árabil átt aðild að viðræðum anglikönsku og lúthersku kirkjudeildanna um nán- ari samskipti og nýlega gefið út bók um þetta efni á sænsku sem einnig verður gefin út á ensku. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku, en íslensk þýðing verður til staðar. Þriðjudaginn 7. mars heldur pró- fessor Lars Österlin fund með prest- um og öðru áhugafólki þar sem fjallað verður nánar um sáttmálann og þýðingu hans í samkirkjulegu starfi. Sá fundur verður haldinn í Biskupsstofu við Laugaveg 31 og hefst kl. 20.30. Alþjóðlegur bæna- dagur kvenna ALÞJÓÐLEGUR bændadagur kvenna er haldinn víða um heim á morgun, föstudaginn 3. mars. Tii íslands barst þessi hreyfing frá Noregi en þar hefur forystan lengi verið hjá kvennadeild á vegum norska kristniboðsins. Árið 1964 bundust konur úr ýmsum kristnum hópum í Reykjavík samtökum um að halda daginn sameiginlega, prenta dagskrá og kynna þetta einnig öðrum konum úti á landi. Að þesu samstarfi standa konur úr Aðventkirkjunni, Aglow, Fríkirkj- unni í Reykjavík, Hvítasunnusöfn- uðinum, Kaþólsku kirkjunni, Vegin- um, Elímsöfnuðinum, Hjálpræðis- hernum, KFUK, Kristniboðsfélagi kvenna og Þjóðkirkjunni. Samkom- ur eru haldnar víða um land þennan dag. Yfirskrift bænadagsins í ár er: Jörðin sköpuð af Guði - bústaður mannanna. I Reykjavík verður sam- koman haldin í Dómkirkjunni föstu- daginn 3. mars kl. 20.30 og þangað eru allir velkomnir, konur sem karl- ar. Majór Elsabet Daníelsdóttir stjórnar samkomunni, Kór Aðvent- ista mun syngja og Málfríður Finn- bogadóttir, Eirný Ásgeirsdóttir og Katrín Söebeck lesa úr ritningunni og vitna. í ár verður tekin upp fórn til styrktar hjálparstarfi Hjálpræð- ishersins meðal munaðarlausra í Rúanda, segir í fréttatilkynningu. VIÐ björgun er nauðsynlegt að hafa snör handtök. Morgunbiaðið/Jón Svavareson Bj örgnnaræfing Slysavarnarfélags íslands Hrafna Flóki sökk Slysavarnarfélag íslands hélt björgunaræfingu á Faxaflóa á laugardag. Sjóslys var sett á svið, 40 rúmlesta fiskibátur, Hrafna Flóki, sökk með 7 manna áhöfn um 2 sjómílur austur af Syðra Hrauni uppúr klukkan 0.4. Annar fiskibátur tilkynnti Til- kynningaskyldunni að hann næði ekki sambandi við Hrafna Flóka fimm mínútum síðar. Hrafna Flóki hafði átt í erfið- leikum með veiðarfæri og höfðu skipstjórarinar ákveðið að hafa samband á tilteknum tíma. Öll björgunarskip og bátar Slysavarnarfélagsins frá Grindavík og upp á Akranes voru kölluð út, samtals átta skip, og um 30 björgunarsveitar- menn. Um borð í flaggskipi fé- lagsins, Hannesi Þ. Hafstein, var vettvangsstjórn leitarinnar sam- kvæmt skipun frá stjórnstöð SVFÍ og var leitað eftir svoköll- uðu SAR (Search and rescue) skipulagi. Aðeins tók um klukkustund að finna báða björgunarbátana og bjarga áhöfninni. Annað útkall Um það leyti sem skipin voru að leggja af stað til lands kom annað útkall. Loftskeytastöðin í Reykjavík hafði heyrt neyðarkall frá trillu sem var á leið til Reykjavíkur með þriggja manna áhöfn og átti hún skamma sigl- ingu eftir að 7 baujunni. Öllum björgunarbátum var stefnt á svæðið og var vettvangsstj ór n um borð í björgunarskipinu Henry A. Hálfdanssyni. Leitað var frá Gróttu að Engey og fund- ust tveir menn í Akurey og einn í Engey. Eftir æfinguna var haldinn fundur með björgunarsveitar- mönnum og farið yfir æfinguna og það sem betur hefði mátt fara. Foreldrasamtök fatlaðra Þegar verði sam- ið við kennara MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun frá Foreldrasamtökum fatl- aðra þar sem skorað er á stjórnvöld að semja nú þegar við kennara. „Foreldrasamtökin beina þeim eindregnu tilmælum til verkfalls- stjórnar kennarasamtakanna að veita frekari undanþágur vegna kennslu og þjálfunar fatlaðra nem- enda á meðan á verkfalli stendur. Foreldrasamtök fatlaðra telja að slíkar undanþágur muni ekki hafa áhrif á framgang samninga, heldur bera vott um skilning á sérstöðu þessara nemenda innan skólakerfis- ins,“ segir í áskoruninni. Morgunblaðið/Sigurður Sigurðarson MYNDIN er tekin við Vestari Svínahnúk á Grímsfjalli í Vatna- jökli. Vinstra megin eru Grímsvötn og hrynur jökullinn þar niður. Fundur í Valhöll um umbætur í skattamálum OPINN fundur undir heitinu: Um- bætur í lífeyrismálum verður hald- inn í Valhöll föstudaginn 3. mars nk. kl. 15.30-18. Tvær af málefnanefndum Sjálf- stæðisflokksins og Landsmálafé- lagið Vörður standa fyrir fundinum í framhaldi af samþykkt ríkis- stjórnarinnar um skattalækkun vegna lífeyrissparnaðar. Sam- þykktin var gerð í tengslum við nýgerða kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum og kemur fyrsti áfangi hennar til framkvæmda 1. apríl nk. þegar helmingur af 4% lífeyrisiðgjaldi launþega verður frádráttarbær. Fundurinn mun hefjast með ávarpi Friðriks Sophussonar fjár- málaráðherra en þar á eftir verða flutt fimm erindi. Ásta Þórarins- dóttir hagfræðingur: Hver er staða og framtíð íslenskra iífeyrissjóða? Pétur H. Blöndal stærðfræðingur: Hvernig tryggjum við öldruðum betri afkomu án þess að auka skattheimtuna? Steingrímur A. Arason, aðstoðarmaður fjármála- ráðherra: Hvernig má auka séreign og draga úr sameign í lífeyriskerf- inu? Benedikt Jóhannesson sagn- fræðingur: Hvers vegna þarfnast réttindakerfi opinberra starfs- manna úrbóta? Tryggvi Jónsson, löggiltur endurskoðandi: Stenst ís- lenska lífeyriskerfið erlendan sam- anburð? Fundinum lýkur síðan með pall- borðsumræðum frummælenda. Fundarstjóri og stjórnandi pall- borðs verður Ólafur Örn Klemens- son, formaður Varðar. Mynda- kvöld Úti- vistar MYNDAKVÖLD Útivistar verð- ur haldið í kvöld, fimmtudags- kvöld, í Fóstbræðraheimilinu, Langholtsvegi 109-111, norður- enda, og hefst kl. 20.30. Myndasýningin skiptist í þrjá kafla. Fyrst verða sýndar sumar og vetrarmyndir frá Aðalvík. Þá verða sýndar myndir úr göngu- ferð yfir Vatnajökul. I lokin verða sýndar nokkrar myndir úr skíðagönguferð Sigurðar Sig- urðarsonar og fimm annarra yfir Fimmvörðuháls fyrir um hálfum mánuði. Það bar helst til tíðinda í ferðinni að tveir menn týndust úr sex manná hópi og var kallað út fjölmennt lið leitarmanna til hjálpar. Fræðsludagar um umhverfissiðfræði UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ, Þjóð- málanefnd kirkjunnar og Siðfræði- stofnun Háskólans gangast í sam- einingu fyrir opnum fræðsiudegi laugardaginn 4. mars nk. um um- hverfissiðfræði undir yfírskriftinni: Hver ber ábyrgð á landinu? Fræðsludagurinn er fyrsta sam- starfsverkefni þessara þriggja aðila á sviði umhverfismála, en samstarf- ið mun einkum taka til fræðslu um umhverfis- og náttúruvernd. Helsta markmið fræðsludagsins er að vekja fólk til vitundar um nauðsyn skipu- legrar siðfræðilegrar umræðu og fræðslu um umhverfismál. Dagskráin hefst með ávarpi bisk- ups, herra Ólafs Skúlasonar, en að því loknu verða flutt fjögur erindi. Páll Skúlason, prófessor í heim- speki, tekur fyrstur til máls í erindi sem hann nefnir: Hvað er umhverf- issiðfræði? Því næst flytur Björn Björnsson, prófessor í guðfræði, erindið Umhverfissiðfræði og kristin trú. Þá flytur Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar ís- lands, erindi sem nefnist: Þarfnast náttúran vemdar? Ingimar Sigurðs- son, skrifstofustjóri í umhverfis- ráðuneytinu, flytur síðasta erindið; Ábyrgð og skyldur samkvæmt lög- um og reglumþ Að því loknu verða sameiginlegar umræður undir stjórn Kristínar Ein- arsdóttur, formanns Umhverfismála- nefndar Alþingis. Össur Skarphéð- insson, umhverfisráðherra, flytur lokaorð. Dagskrá fræðsludagsins fer fram í Odda, stofu 101, hún stendur frá kl. 10 til kl. 17 og er öllum heim- ill aðgangur meðan húsrým leyfir. Námskynning þrátt fyrir verkfall NAMSKYNNING ’95 verður haldin sunnudaginn 12. mars þrátt fýrir verkfall kennara. Ásta Kr. Ragn- arsdóttir, forstöðumaður námsráð- gjafar Háskóla íslands, segir þó hugsanlegt að ekki verði hægt að manna öll kynningarborð ef verk- fallið verður ekki leyst. Leitið og þér munuð finna er yfirskrift Námskynningarinnar að þessu sinni og fer hún fram í bygg- ingum Háskóla íslands, húsnæði listaskólanna í Laugarnesi og vænt- anlega einnig í Iðnskólanum í Reykjavík. Kynnt er nám að loknu skyldunámi, meðal annars náms- greinar í Háskóla íslands, verk- og listnám og nám í ýmsum sérskólum. Kynningin fer fram í kjörnum þar sem skyldar námsgreinar eru kynntar saman, sama á hvaða skólastigi þær eru kenndar. Á milli átta og tíu þúsund manns sóttu Námskynningu á síðasta ári. Nemendur skólanna hafa annast kynninguna, oft ásamt námsráð- gjöfum og kennurum. Vegna verk- fallsins mun kynningin á námi þeirra skóla sem eru lokaðir hvíla á herðum nemenda og segir Ásta hugsanlegt að ekki verði hægt að manna öll kynningarborð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.